Morgunblaðið - 22.08.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1980
11
Á íiáfð^llu^fstimaíið 1980"
Leikir, gátur, þrautir og sögur
s • -tjfi r ■!«•» ^es'
m
Umsión Rúna Gísladóttir og Þórir S. Guóbergsson
Aðeins 2 sm að lengd
Algeng hæð sumra kengúrutegunda er 2 m. Þegar
þær fæða unga sína, eru þeir aðeins um 2 sm á hæð.
Geirvarta kengúrunnar þrútnar út í munni ungans,
svo að hann á erfitt með að sleppa henni aftur. Á
þann hátt getur kengúran líka hoppað og stokkið eins
mikið og hún þarf á að halda án þess að eiga það á
hættu að unginn detti eða hoppi upp úr pokanum.
Skemmtilegur leikur
Japanskt
klukk
Hvort sem þið eruð á ferðalagi í
sumarleyfi eða heima er hægt að leika
þennan leik. Við þurfum ekki að taka það
fram, að okkur þykir sjálfsagt, að full-
orðnir og börn leiki sér saman (enga
feimni og ekki afsaka sig með elli — það er
bannað!).
Einn er klukkari. Hann eltir hina og
reynir að klukka þá. Hver sem er klukkað-
ur verður klukkari, en hann verður að
leggja vinstri hönd á blettinn, þar sem
hann var klukkaður, hvort sem það er
höfuð, bak, hné, magi... Þar verður hann
að halda hendinni þar til hann getur
klukkað einhvern annan. Séu margir í
leiknum, má hafa fleiri en einn klukkara.
Góða skemmtun.
Fjöldi
fugla-
tegunda
Hvar á jörðinni skyldi
vera flestar fuglategund-
ir? Það er ef til vill erfitt
að fullyrða nokkuð. En
sennilegt þykir, að í suður
hlíðum Himalaja fjall-
garðsins, í rökum skógun-
um, finnist yfir 600 ólíkar
tegundir fugla! Ekkert
smáræði það.
Það væri ævintýralegt
fyrir íslendinga að kom-
ast í þann undraheim
fugla og annarra dýrateg-
unda, sem þar finnast.
Sex góöar
Verslanir Karnabæjar eru nú mjög vel birgar af nýjustu og
vinsælustu plötunum og í dag bætist enn viö úrvalið. Viö
kynnum sex nýjar frábærar plötur sem þú ættir aö kynna þér
og aö sjálfsögöu er þér velkomið aö líta viö í einhverri af
verzlunum okkar eöa aö hringja og panta í póstkröfu.
iSfiZ------------
Devadip Carlos Santana —
The Swing of Delight
Carlos Santana er kominn meö enn
eina sólóplötuna og meó honum á
þessari plötu eru jazzleikararnir Wayne
Shorter, Ron Carter, Tony Williams,
Herbie Hancock og Harwey Mason.
Þetta er tvímœlalaust langbesta sóló-
plata Santana og ætti nafn hans aó
tryggja gæðin.
Any Trouble — Where are
All the Nice Girls
Any Trouble er ný bresk rokkhljómsveit
og hefur þessi fyrsta plata þeirra hlotiö
gífurlega lofsamleg ummæli í breska
tónlistarblaöinu Melody Maker.
Gagnrýnendur blaösins kalla Any Trouble
athyglisveröurstu nýbylgjuhljómsveitina
I dag og er því ekki seinna vænna aö
kynna sér hvaö Any Trouble hafa uppá
aö bjóöa.
Live Wire — No Freight
Bresku hljómsveitina Live Wire hefur
veriö líkt viö Dire Straits og er þaö ekki
aö ósekju því aö báöar þessar hljóm-
sveitir hafa tekiö J.J. Gale sér til
fyrirmyndar.
Live Wire nýtur ört vaxandi vinsælda
enda er nýja platan þeirra No Freight
alveg þræl góö og sem dæmi um álit
manna á hljómsveitinni má nefna, aö
Eric Clapton þótti hljómsveitin þaö góö
aö hann fékk hana til aö leika í
brúökaupsveislu sinni og varla fá strák-
arnir betri meðmæli.
Chris De Burgh — Eastern Wind
Ef þú hefur áhuga á aö fá þér góöa létta
og vandaöa poppplötu, þá er Eastern
Wind meö Bretanum Chris De Burgh
einmitt platan sem þú ert aö leita aö.
Chris hefur komið mikið fram á hljóm-
leikum meö Supertramp og hvarvetna
hlotið góöar viötökur enda er tónlistin
hans og textarnir meö því besta sem
gerist í poppinu.
Charli Daniels Band — Full Moon
Charlie Daniels Band sló rækilega í
gegn í fyrra meö laginu „When the Devil
Down til Georgia".
Nú eru þeir komnir með nýja plötu og
nýtur lagiö In America vinsælda vestan
hafs þessa dagana og lagið The Legend
of Wooley Swamp þeysir upp listana
núna. Platan Full Moon er því til alls
líkleg á næstu vikum.
Eddie Money — Playing For Keeps
Eddie Money heitir bandaríska löggan
sem geröist rokkari og sló í gegn meö
laginu Baby Hold On.
Eddie Money er nú kominn meö nýja
þrælgóöa plötu sem inniheldur m.a.
lagiö Get a Move On sem notiö hefur
gífurlegra vinsælda vestan hafs og lagiö
Running Back. Þeir rokka líka í lögg-
unni.
sjálfstögöu er þetta bara örlítiö brot af plötuúrvalinu
í verslunum okkar eins og þú getur komist að meö því aö kanna málið
sjálf(ur).
Þú gætir hringt eda kikt inn í hlj&mdeild Kamabæjar, já eda krossað
viö þær plðtur, sem hugurinn gimist og sent listann. Viö sendum
samdœgurs f póstkrðfu.
áfíHLJOMDEILO
KtGSKARNABÆR
^■Nlr Laugavegi 66 — Glæsibæ — Ausfurstr.T'ti 2.
r Sími frá skiotiboröi 85055
Heildsöludreifing
itainðrhf
Símar 85742 og 85055.