Morgunblaðið - 22.08.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.08.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1980 13 Þórhallsson: Um W ay f ar er SIGLINGAR IV Karl Gunnarsson hringdi og spurði hvort ég vildi hjálpa sér að sjósetja nýja Wayfarer-bátinn sinn kvöld eitt í vestlægum vindi og sólskini. „Já,“ sagði ég. Báturinn hafði aldrei í sjó kom- ið, Karl flutti hann sjálfur inn frá Bretlandi. Ég hafði aldrei siglt á Wayfarer, hann ekki heldur. Hann ætlaði að sækja mig en hringdi nokkru seinna og sagði: „Heyrðu, ég hef engan bíl í kvöld." „Hvernig eigum við þá að kom- ast út í Nauthólsvík?" „Hjóla eða sleppa því.“ „Kemst þú með seglin?" „Ég get haft þau í bakpoka, þetta er stutt.“ „Já, en hálftíma puð fyrir mig.“ Ég mætti út í Nautbólsvík á stígvélum, með sjógalla og nesti í poka. Báturinn stóð á vagni inni í porti, hvítur með bláum hvalbak, og var rennt niður steypta braut. Við höfðum verið þeir einu í klúbbnum sem mættu til að hreinsa grjót úr fjörunni í sunnan roki og kynnst þannig. Við fórum að hlæja, er við fundum hressandi fjöruloftið. Vindinn hafði aukið, orðið var skýjað og báran við að hvítna. Okkur gekk bærilega að setja seglin upp; festa þurfti lása, skoða talíur og þræða reipi í augu. Brátt blakti fokkan líkt og fáni á sautjánda júní. Við höfðum fundið björgunarvesti í klúbbhúsinu og var ákveðið að ég færi í það, því skipstjóri á að fara niður með skipi sínu. Wayfarer er 4,8 metra langur; 1,8 metrar á breidd; ristir 20 sentimetra þegar lyftikjölur er uppi og er aðeins 167 kg á þyngd. Kjölurinn sverðlaga. Báturinn er sagður sterkur og þýður ferðabát- ur og jafnframt viljugur kappsigl- ari. Ber allt að sex manns, þó auðveldur í meðförum fyrir tvo. Flottankar halda honum á floti þó hvolfi og auðvelt að rétta hann við. Bátinn hannaði Bretinn Ian Proct- or árið 1957 og er hann framleidd- ur víða um heim. Sautján bátar eru á Islandi. Skrokkurinn er úr trefjaplasti, mastur og bóma úr áli, fittings og stög úr ryðfríu stáli. Tvær fokkur eru notaðar og sú stærri kölluð Genoa, við settum þá minni upp. Stórseglið og fokkurnar voru úr terlyene en belgsegl úr nylon. Þegar búið var að hífa seglin og stefnið eitt stóð á þurru sagði ég: „Ætlarð ekki að skíra?" „Hvernig geri ég það?“ „Ausa sjó á stefnið og gefa bátnum nafn.“ Karl jós á stefnið með lófanum og sagði: „Ég skíri þig Gamrn." „Guð blessi hásetann," bætti ég við. Karl ýtti á flot og ég óð út í en hoppaði öskrandi á öðrum fæti í land; stígvélið míglak. Karl varð að bera mig á baki út í bátinn. Við ætluðum að róa frá landi en vindur fyllti seglin og báturinn rann af stað, Karl stýrði, ég hélt mér í. Karl strekkti á stórskautinu, bát- urinn tók að skríða og ég þurfti að halla mér út fyrir borðstokkinn. „Vá,“ hrökk af vörum mínum. Brátt nálguðumst við land hinu- megin vogsins. Bátnum var beygt upp í, en náði ekki fyrir vindi, allt fór í flækju, við fórnuðum höndum og báturinn sigldi af stað í sömu stefnu. Á ný reyndum við vend- ingu, þá slóst bóman í hausinn á mér, en vendingin tókst. Við beitt- um upp í og stefndum út fjörðinn. „Þetta eru skemmtilegir bátar, taka fljótt við sér,“ sagði Karl með ljóma í augum. Ég umlaði og nuddaöi kollinn. Illa gekk að vinna á móti og kom í ljós að við höfðum gleymt að setja fallkjölinn niður. Þá tók bátnum að halla, stefnið hjó öldurnar í tvennt pg við runnum hljóðlaust áfram. Ég klæddi mig í sjógallann til að verjast ágjöf, en einhver hafði notað hann við að taka upp kartöflur og gat var komið í klofið. „Svona bát hefur verið siglt frá Bretlandi og til Ástralíu," sagði Karl. „Þú lýgur.“ „Alveg satt. Hann fór með ströndum og í gegnum Súez.“ „Það er enginn vandi ef maður fær að hafa sjógalla sinn í friði." Loks fékk ég að taka stýrið. Báturinn var lipur og viljugur og svaraði vel. En skyndilega kom vindhviða og var nærri búin að hvolfa bátnum. Ég fékk ekki að stýra lengi. Við sigldum út í Seylu á Bessa- stöðum, þar sem Tyrkirnir strönd- uðu forðum daga. Vindinn lægði með kvöldinu og settum við stærri fokkuna upp. Síðan byrjuðum við að lensa heim en það kom logn og við urðum að róa í land. Klukkan hálf eitt vorum við búnir að ganga frá, staðráðnir í að fara aftur. Votur í annan fótinn, blautur á rassinum og saltur í framan, hakkaði ég tvær brauð- sneiðar í mig og þambaði pilsner. Á ljóslausu hjóli, í myrkri og með rigningu í andlitið hjólaði ég með- fram flugvellinum. Vegurinn var holóttur og keðjan datt af hvað eftir annaö. Ég blótaði og sparkaði í hjólið: „Andskotans drasl." Ég komst heim rennblautur, með harðsperrur og ataður olíu, en var sæll eftir baráttu dagsins og sofnaði fljótt. Svipmyndir af Wayfarer m MifiP Bágur efnahagur Comecon-ríkjanna nú í brennidepli ParÍK, 10. áfnÍKt. AP. VERKFÖLLIN í Póllandi nú, endurspegia vaxandi cfnahags- örðugleika Comecon-ríkjanna — Efnahagsbandalag A-Evr- ópu. Samkvæmt heimildum i París þá eiga Comecon-ríkin í vaxandi erfiðleikum og þau eiga nú í erfiðleikum með að standa við skuldbindingar sín- ar erlendis — greiðslur á er- lendum lánum vegna gifurlegs innflutnings frá V-Evrópu og Bandarikjunum. Sá afturkipp- ur sem hefur orðið í efna- hagsmálum heimsins leggst nú af fulluum þunga á ríki A-Evr- ópu. Pólland er ekki eina ríkið sem á við efnahagsörðugleika að stríða. Tékkóslóvakía hefur orðið illa fyrir barðinu á versnandi efnahag, sem sést berlega af því, að flóttamannastraumur frá landinu hefur tífaldast. Þá er vaxandi atvinnuleysi. Sömu sögu má segja um Ungverjaland — þar hefur atvinnuleysingjum fjölgað þó ekki í sama mæli sé og í Tékkóslóvakíu. Hagvöxtur varð í fyrra mun minni er ríkin höfðu sett sér að markmiði. Hagvöxtur í öllum Comecon-ríkjunum varð 2,3% en ríkin höfðu sett sér að markmiði 4,3% hagvöxt. Hið sama má segja um iðnaðinn. Iðnfram- leiðsla jókst um 4,3% miðað við 6,3% markmið. Þá hefur fjár- festing minnkað verulega miðað við „æskileg markmið." Sovét- menn hafa orðið verst úti hvað þetta snertir. Fjárfesting jókst aðeins um 2,6% á síðasta ári miðað við 7% aukningu á árun- um 1971 til 1975. Áætlað er að skuldir ríkjanna séu nú um 60 milljarðar dollara og bankastofnanir eru nú tregari en áður til að lána fé austur á bóginn. Olíukreppan kemur illa niður á ríkjunum, — einkum þeirra sem ekki hafa olíulindir. Sovétmenn hafa komið ríkjunum til aðstoðar með því að selja olíu undir heimsmarkaðsverði en nú hafa Sovétmenn tilkynnt banda- mönnum sínum, að þak verði sett á olíusölu. Útlitið er því dökkt hjá Comecon-ríkjunum utan Sov- étríkjanna. Þau verða í vaxandi mæli að leita hófanna um olíu- kaup frá öðrum ríkjum en Sov- étríkjunum og slíkt mun koma illa við þegar nánast þurrausinn gjaldeyrisforða þeirra. KOVACRAFRITVÉLARKOVA KOVACRAFRITVÉLARKOVA KOVACREFRITVÉLARKOVA KOVACRAFRITVÉLARKOVA KOVACRAFRITVÉLARKOVA KOVA KOVA KOVA KOVA KOVACRAF ÉLARKOVA KOVAC T RKOVA KOVA ITV KOVA KOVA AFRITVÉL KOVA KOVACRAFRITVÉLARKOVA KOVACRAFRITVÉLARKOVA KOVAC RKOVA KOVA KOVA KOVA AFRITVÉL KOVA KOVA AFRITVÉL KOVA KOVA KOVA KOVAC RKOVA KOVACRAFRITVÉLARKOVA KOVAKRAFRITVÉ KOVA KOVACRAFR KOVA KOVACR LARKOVA KOVA FRITVÉLARKOVA KOVA FRITVÉLARKOVA KOVACR LARKOVA KOVACRAFR KOVA KOVACRAFRIVÉ KOVA KOVA FRITVÉLARKOVA KOVA TVÉLARKOVA KOVACRA ARKOVA KOVACRA ITVÉ kova KOVACRA ITVÉ KOVA KOVACRA ARKOVA KOVA TVÉLARKOVA KOVA FRITVÉLARKOVA KOVACRAFRITVÉLARKOVA KOVAC RKOVA KOVA KOVA KOVA AFRITVÉÉ KOVA KOVA AFRITVÉL KOVA KOVA FRITVÉ KOVA KOVAC FRITVÉ RKOVA KOVACRAFRITVÉLARKOVA KOVACRAFRITVÉLARKOVA KOVACRAFRITVÉLARKOVA KOVACRAFRITVÉLARKOVA KOVA KOVA KOVA KOVA KOVACRAF ÉLARKOVA RKO.VA KQVA^ T VA KOVAC RAFRITVÉLAR SKRIFSTOFUVELAR h.fTI % Hverfisgotu 33 Simi önRfin ^l n Sirm 20560 45 50 55 60 iiiiiiaiiiiiiiiiiii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.