Morgunblaðið - 22.08.1980, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1980
Texti og myndir. Jóhanna Kristjónsdóttir
Á flakki um
Fljótsdalinn:
„Áður var brýnt
fyrir okkur að
vinna fyrir land
og þjóð
- nú eiga land og þjóð að gera allt fyrir okkur “
Þegar ekið er norður yfir Lagarfljótsbrú er þar aö
myndast vænn þorpskjarni, sem ég haföi í fávísi minni
haldið að væri hluti Egilsstaöakauptúns. En þar heitir Hlaðir
og þar standa myndarleg íbúðarhús og svo er þar eitt býli,
Helgafell. Á þessum stað voru frumbyggjar þau Helgi
Gíslason og Gróa Björnsdóttir kona hans. Þau byggöu sér
þarna bæ 1936. Helgi hefur gegnt hinum ýmsu trúnaðar-
störfum um dagana, m.a. var hann oddviti í 28 ár, um hríð
hreppstjóri, hefur veriö kennari í hreppnum, vegaverkstjóri,
setiö í stjórn Ungmennafélagsins og látiö að sér kveða í
starfi Sjálfstæðisfélagsins á þessum slóöum.
í dag er hann sjötugur og hann ætlar aö halda upp á
tímamótin með fagnaði í Valaskjálf. í tilefni þess leit ég inn
hjá þeim hjónum morgunstund er ég var á leið inn í
Fljótsdalinn.
Helgi er fæddur í Skógargeröi
í Fellahreppi og þau systkin voru
þrettán. Hann segir aö heimiliö
hafi veriö taliö vel bjargálna, þar
voru 150 kindur og þótti gott.
Einnig voru 2—3 kýr.Jörðin í
Skógargeröi er ekki þaö stór að
sögn Helga aö hún bærl þá öllu
meiri áhöfn. Allt var þá unniö í
höndum og þaö er ekki fyrr en
um þaö bil, sem þau Gróa
byggöu nýbýli sitt aö vélar fóru
aö sjást. Tún voru lítll og dugöu
rétt til að fóöra kýrnar og heyjað
á útengjum fyrir sauöfé.
— Viö fórum að vinna strax og
viö gátum, segir Helgi — og þótti
ekki umtalsvert. Víst var vinnarr
mikil en fráleitt aö tala um
barnaþrælkun eins og stundum
er nefnd. Viö höföum nóg að
boröa, vorum hlýlega klædd,
okkur leið ágætlega. Ég haföi
gaman af búverkum, sérstaklega
slætti með orfi og Ijá.
Þegar þau Gróa höföu ákveöiö
aö eiga leiö saman, leit heldur
dauflega út meö jarönæöi. Þetta
var á kreppuárunum og lítiö land
aö fá. Helgi segir aö heföu þau
ekki getað verið um kyrrt þarna
heföi hann leitaö fyrir sér annars
staöar, kannski í grennd viö
Akureyri, alténd ekki fariö suöur.
— Svo fengum viö þennan
blett úr Ekkjufellslandi og þetta
var fyrsta íbúöarhúsiö hér, ekk-
ert var þá nema skúr, sem í var
smáverzlun, útibú frá Framtíöinni
á Seyöisfiröi. Viö fengum nýbýla-
lán, sem svo var kallaö, þaö
dugöi ekki nema skammt og viö
uröum aö reisa allt frá grunni.
Við létum sitja í fyrirrúmi aö
byggja gripahús og svo kom
bráðabirgöahúsnæöi, en síöan
var byggt upp í kringum 1950.
Þaö er óhætt aö segja aö viö
unnum nótt og dag. Eg fór aö
rækta hér í kring og viö höföum
50—100 kindur og 2—3 kýr. Þaö
var nokkuö gott. Viö höföum
smávegis kartöflurækt og þaö
gaf okkur dálitlar tekjur og
stundum gátum viö selt mjólk.
Svo byrjaöi Helgi í vegavinnu
1934 og varö þaö hans aðalstarf
eftir 1960. Hann er enn verk-
stjóri, eöa réttara sagt héraös-
stjóri alls Fljótsdalshéraös, niöur
á Seyöisfjörö og til Borgarfjaröar
og noröur aö Grímsstööum.
— Ég byrjaöi einnig aö fást viö
kennslu 1933 og var viöloðandi
hana í tuttugu ár. Fyrst í staö var
skólinn á heimilum, þar sem betri
ástæöur voru, seinna tókum viö
þau hingaö heim. Þaö var þriggja
mánaöa kennsla sem hvert barn
10—14 ára fékk á vetri og þau
áttu aö koma læs og skrifandi í
skólann. Þaö átti ágætlega viö
mig aö kenna. En fyrst og fremst
var nú byrjaö á öllu þessum til aö
afla fjár til heimilisins og veitti
ekki af.
Hann varö oddviti 1950 og var
þaö í 28 ár, síöan hreppstjóri um
hríö, en sagöi því af sér, fannst
ekki eftirsóknarverð innheimtan,
sem starfinu fylgdi.
— Oddvitastarfinu fylgdi líka
erill, þegar allt fór aö byggjast
upp. Þegar viö byggðum hér var
ekkert í nágrenninu nema gamli
Egilsstaöabærinn. Fljótlega náö-
ist samvinna milli hreppa hér um
heilbrigðismál og var átak gert í
Heimsóttur
Helgi Gísla-
son á Helga-
felli, sem er
sjötugur
í dag
félags- og skólamálum. Þegar ég
var aö hefja afskipti af þessum
málum var brýnast aö koma
rafmagninu til allra bæja. Vega-
gerö varö einnig fljótlega fyrir-
feröarmikil; hér höföu nánast
verið ruöningar. Og bílar komu
hingaö nokkuö snemma. Fyrsti
bíllinn minnir mig hafi veriö
vörubíll í eigu Kaupfélags Hér-
aösbúa sem kom 1920. Þaö þótti
Rásaður krossviður
til inni- og útinotkunar
Þykkt 10 mm. Stærö 121x250 cm.
Finnsk gæðavara á hagstæðu verði
nýc*vöruverzlunit\^
BJORNINN
Skúlatúni 4. Sími 25150. Reykjavík
íslensk fyrir-
greiðsluskrifstofa
í Kaupmannahöfn
í Kaupmannahöfn hefur
starfað um nokkurt skeið
fyrirgreiðsluskrifstofa sem ís-
lendingar þar geta snúið sér
til. Skrifstofa þessi nefnist
LÚNA og er á Vesterbrogade
44A, 1620 Köbenhavn V. Að
skrifstofunni standa þeir
Þorsteinn Máni Árnason,
viðskiptafræðingur, og Magn-
ús Guðmundsson. Starfsemi
skrifstofunnar beinist að þrem
sviðum fyrst og fremst, þ.e.
ferðamálum — að útvega ís-
lendingum ódýrar ferðir suður
á bóginn og um Norðurlönd;
fréttamennsku — senda tel-
exfréttir til islenskra fjölmiðla
hefur Magnús séð um sjón-
varpið, en Þorsteinn um þætti í
Morgunpósti hljóðvarps; við-
skipti — sjá um viðskipta-
samninga fyrir inn- og útflutn-
ingsverzlun og annast ýmsa
fyrirgreiðslu á sviði viðskipta.
í samtali við Morgunblaðið
sagði Þorsteinn að mikil þörf
væri fyrir svona fyrirgreiðslu-
skrifstofu í Kaupmannahöfn. ís-
lendingar ættu oft í erfiðleikum