Morgunblaðið - 22.08.1980, Síða 14

Morgunblaðið - 22.08.1980, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1980 Steingrimur Hermannsson sjávarútvegsráðherra: Leiðrétta verður rekstrargmnd- völl frystihúsanna og það verður þjóðin að taka á sig TÍMINN birtir i gær á baksiðunni frétt al ummælum Stcinxríms Her- mannssunar sjávarútveKsráðherra i ræðu sem hann flutti á Fjórðungs- þinKÍ Vestfirðinxa i Bolungarvík um siðustu helíti. Fyrirsogn Tímans er: „GenKÍsfellinK sem haldið verður utan vísitölu?“ og undirfyrirsoKnin er: „ok launþeKauppbót til tekju- læKstu. huKsanleK leið til að rétta við rekstrarKrundvöll frystihús- anna i Iandinu.“ Frétt Tímans er svohljóðandi: “Kás — Samkvæmt nýlegri athug- un Þjóðhagsstofnunar eru frystihús- in hér á landi að meðaltali rekin með tæplega 6% halla á tímabilinu júlí og ágúst. M. ö. o. meðalframlegð þeirra er um 19,5%, en talið hefur verið að 25% framlegð væri vjðunandi. Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna hefur einnig kannað hvernig rekstur þeirra frystihúsa gengur sem aðild eiga að samtökunum. Samkvæmt þeirri at- hugun eru frystihúsin rekin með tæplega 12% halla. Eins og sjá má er verulegur munur á tölum Þjóðhagsstofnunar og SH, og er nú verið að kanna í hverju sá mismunur liggur. „Niðurstaðan er augljós", sagði Steingrímur Hermannsson, sjávar- útvegsráðherra, í ræðu sem hann hélt á Fjórðungsþingi Vestfirðinga í Bolungarvík um sl. helgi. „Það vant- ar a.m.k. 6—7% uppá rekstrar- grundvöll frystihúsanna og reyndar meira ef niðurstaða SH á rekstrar- afkomunni reynist vera sú rétta. Ég vek athygli á því, að þessi 6—7% eru fyrir utan þá hækkun á launum sem kann að verða í þeim samningum sem nú er unnið að á vinnumarkaðnum. Þannig er í raun og veru ekkert svigrúm til launa- hækkunar. Ætti það að vera öllum Ijóst þegar markaðshorfur eru eins og ég lýsti áðan. Þegar tekið er tillit til þessa alls, kann að vera nauðsyn- legt að leiðrétta rekstrargrundvöll- inn um það bil 10%“, sagði Stein- grímur. Nefndi Steingrímur að frá 1. mars til 31. júlí hefði gengi ísl. krónunnar verið látið síga gagnvart bandaríkja- dollar um rúm 21%. „Það ætti að gera meira en að bæta þá fiskverðs- hækkun sem orðið hefur á tímabil- inu. Þrátt fyrir það er afkoma frystihúsanna mjög slæm eins og ég hefi þegar lýst“, sagði Steingrímur. IIIT Frystlhúsin rekin meö 6-12% halla Frystibúsin rekin meo b-i«r* naua . — • je Gengisfelling sem haldio veröur utan vísitölu? Sm§ gsgaasaggKar'i^á ggggg| fágg Í23 Athugasemd „Þegar hráefniskostnaður og vinnulaun eru orðin um eða yfir 80% af framleiðsluverðmæti, er útilokað að það sem eftir er hrökkvi fyrir öðrum kostnaði hvað sem gert er, jafnvel þótt vextir verði lækkaðir verulega. Ég er því sjálfur orðinn sannfærð- ur“, sagði Steingrímur, „um það, að leiðrétta verður rekstrargrundvöll frystihúsanna. Það verður þjóðin að taka á sig. Ef það kemur inn í vísitöluna þýðir það aðeins meiri verðbólgu og að öllum líkindum hærri vexti og við verðum í sömu ef ekki verri stöðu eftir nokkra mánuði. Hins vegar tel ég sjálfsagt, að ráðstafanir verði gerðar til þess, að tekjuskerðing þeirra sem lægst laun- in hafa verði sem minnst“.“ RÍKISSTJÓRNIN sendi í gær út eftirfarandi fréttatilkynningu: „Sú frétt í fjölmiðlum í morgun, að þrír ráðherrar hafi skýrt Vinnuveitendasambandi Islands frá því, að gengisfelling væri ákveðin framundan, er tilhæfulaus. Ríkisstjórnin ræðir nú ýmsar aðgerðir og stefnumótun í efna- hagsmálum, en það hefur ekki verið til umræðu í ríkisstjórninni að taka áhrif gengisbreytinga út úr vísitöl- unni.“ Aths. ritstj. Sú frétt sem hér er talað um, er höfð eftir aðilum vinnumarkaðarins, sem sátu fund- inn með ráðberrunum, og hefði því átt, ef fréttatilkynningin frá ríkis- stjórninni væri á einhverri sann- girni byggð, átt að tala um, að skilningur þeirra, sem sátu fyrr- nefndan fund, á áformum ríkis- stjórnarinnar væri rangur, eins og þeir hafa túlkað hann, m.a. í fjölmiðlum. Orðið „tilhæfulaus" hittir því aðra fyrir en fjölmiðla og hafa þeir og munu áreiðanlega svara fyrir sig. * * Asmundur Stefánsson framkvæmdastjóri ASI: Sýnist YSÍ hafa haft það eitt eftir, sem þeir vildu helzt að ráðherrarnir hefðu sagt „Á fundi okkar með ráðherrunum komu til umræðu þau ummæli, sem gerð hafa verið opinber af fundi okkar viðsemjenda og rikisstjórn- arinnar í gærmorgun. t stuttu máli sagt sýnist mér af ummælum ráð- herranna við okkur. að vinnuveit- endur hafi sagt það frá fundinum, sem þeir hefðu kosið að ráðherrarn- ir segðu i samtalinu við þá, en frásögn þeirra sé fjarri lagi. hvað sannleiksinnihaldið snertir,“ sagði Ásmundur Stefánsson. fram- kvæmdastjóri ASÍ, er Mbi. ræddi við hann eftir fund verkalýðsleið- toga með ráðherrum í gærmorgun. „Ég verð að segja það eins og er, að mér fannst hálfundarlegt, að heyra í hádegisútvarpinu Þorstein Pálsson lýsa því yfir, að það sem Karl Steinar Guðnason sagði í sam- talinu við Mbl., væri eitthvert stjórnarandstæðingsspil. Mér þykir einsýnt að hér sé um spil að ræða af hálfu vinnuveitenda- sambandsins, þar sem verið er að reyna að efna til ágreinings í okkar röðum. VSÍ hefur uppi tilburði til að bera ríkisstjórnina fyrir sig á röng- um forsendum. Þá sagði Ragnar Arnalds, fjár- málaráðherra, ennfremur á fundin- um með okkur í morgun, að á fundinum með vinnuveitendum hefði hann sagt skýrt fyrir sitt leyti, að ef ætti að fylgja þeirri stefnu, sem mörkuð er í samningum ríkisins og BSRB, þá yrðu þeir vinnuveitendur, sem hafa margt láglaunafólk í sinni þjónustu að búast við því að það fólk fengi meira en þá 4,5% kauphækk- un, sem vinnuveitendur telja rúmast innan útgjaldaauka ríkisins af samningunum við BSRB. Þannig sýnist mér vinnuveitendur ekki frekar hafa haft það rétt eftir frá fundi sínum með ráðherrunum en annað, þegar þeir voru að segja okkur frá þeim viðræðum." Drógum sömu ályktun af yfirlýsingum ráðherra og Tíminn af orðum Steingríms Vinnuveitendasamband íslands: „Ástæða þess að við höíum ekki viljað ganga að launahækkunarkröfum Alþýðusambandsins er fyrst og fremst sú, að við höfum ekki talið okkur hafa umboð til þess að skrifa út nýjar KengisfellinKarávísanir," sagði Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, í samtali við Mbl. í gær. „Við höfum talið að það samrýmdist ekki þeirri stefnu stjórnvalda að hafa hemil á verðbólgunni. Vinnuveitendasamband- ið er á móti gengisfellingarstefnu.“ Að öðru leyti vísaði Þorsteinn til eftirfarandi fréttatilkynningar, sem VSÍ sendi frá sér í gær: „Vegna ummæla, sem höfð eru eftir Karli Steinari Guðnasyni al- þingismanni í Morgunblaðinu í morgun, vill Vinnuveitendasam- band Islands taka eftirfarandi fram: Á sáttafundi síðdegis í gær greindu fulltrúar VSÍ frá því, að þeir hefðu þá um morguninn átt fund með forsætisráðherra, fjár- málaráðherra og sjávarútvegsráð- herra. Á þeim fundi var ekki sagt að gengisfelling væri ákveðin, og á sáttafundinum létu fulltrúar VSÍ ekki þau orð falla, að gengisfelling væri þegar ákveðin. Samningaráð VSÍ óskaði eftir fundi með ríkisstjórninni sl. mið- vikudag til þess að ræða stöðu samninga á almennum vinnumark- aði eftir samkomulag fjármálaráð- herra við opinbera starfsmenn. Á fundinum gerðu fulltrúar VSÍ ítar- lega grein fyrir afleiðingum hugsan- legra samninga á verðbólgu og gengi. Lagðir voru fram útreikn- ingar hagdeildar VSÍ þar að lútandi. Af hálfu ríkisstjórnarinnar kom fram að VSÍ gæti ekki í samningum við ASÍ miðað við meiri útgjalda- aukningu en mörkuð hefði verið af ríkisvaldinu í samkomulaginu við BSRB. Jafnframt var þó sagt af hálfu ríkisstjórnarinnar að hún gæti ekki ákveðið hvaða útgjalda- hækkanir atvinnuvegirnir tækju á sig. Af hálfu ríkisstjórnarinnar var einnig tekið fram að gera þyrfti sérstakar ráðstafanir til þess að koma sjávarútveginum úr þeim hallarekstri sem hann hefur verið í að undanfömu. Ekki var minnst á, að þessum óumflýjanlegu aðgerðum yrði haldið utan vísitöluútreiknings. Að öðru leyti komu í því sambandi efnislega fram sömu atriðin og Steingrímur Hermannsson sjávar- útvegsráðherra ræddi um í viðtali við dagblaðið Tímann í morgun undir fyrirsögn blaðsins: „Gengis- felling, sem haldið verður utan vísitölu?" Þá kom fram af hálfu ríkisstjórnarinnar að hún teldi óhjákvæmilegt að hækka lægstu laun, en ef komast hefði átt hjá verðbólguáhrifum samninga hefði verið eðlilegast að hækka engin laun, en það væri óraunhæft vegna kjaraskerðingar launþega, er staf- aði af versnandi viðskiptakjörum. Einnig fóru miklar umræður fram um vísitölugólfið svonefnda og áhrif þess á verðbólgu. VSI lýsti yfir því þegar í byrjun viðræðna við ASI í janúar sl. að við núverandi efnahagsaðstæður gætu launahækkanir ekki orðið að kjara- bótum, heldur einvörðungu lækkað gengið og aukið verðhækkanir. Und- anfarna mánuði hefur öllum verið ljóst að ráðstafanir til þess að leiðrétta rekstrargrundvöll fisk- vinnslunnar gætu ekki falist í öðru en gengislækkun, nema ráðist yrði í niðurskurð á helstu kostnaðarþátt- um svo sem launum og hráefni, en engar slíkar tillögur hafa verið til umræðu. Fundir með sáttanefnd eru haldn- ir fyrir luktum dyrum og lögum samkvæmt er óheimilt að greina frá ummælum sem þar eru viðhöfð nema með samþykki beggja samn- ingsaðila. Á þessum vettvangi töldu fulltrúar VSI eðlilegt að tala tæpi- tungulaust um afleiðingar kaup- hækkana og afstöðu ríkisstjórnar- innar til þeirra mála og þess vanda sem þegar er fyrir hendi hjá fisk- vinnslunni burtséð frá hugsanlegum launahækkunum í nýjum kjara- samningum. Það er ekkert launung- armál að fulltrúar VSÍ drógu sömu ályktun af yfirlýsingum fulltrúa ríkisstjórnarinnar í gær og dagblað- ið Tíminn af ummælum Steingríms Hermannssonar sjávarútvegsráð- herra í morgun. Fulltrúar VSI telja að þetta ætti síst að koma þeim forystumönnum verkalýðsfélaga á óvart, er þegar hafa orðið fyrir barðinu á rekstrarstöðvunum í fisk- vinnslu vegna þess hallarekstrar sem of miklar kostnaðarhækkanir eða of há gengisskráning hefur haft í för með sér. VSÍ lítur svo á, að rangfærslur og trúnaðarbrot Karls Steinars Guðnasonar alþingis- manns séu af pólitískum toga spunnar og síst til þess að auðvelda samningaviðræður. VSÍ ítrekar nú eins og við upphaf samningaviðræðnanna að aukinn launakostnaður í núverandi efna- hagsástandi leiðir óhjákvæmilega til meiri lækkunar á gengi krónunn- ar og aukinna verðhækkana, ef full atvinna á að haldast. Útreikningar hagdeildar VSÍ um hækkun vísitölu, dollaragengis og launa til 1. ágúst 1981 miðað við mismunandi launa- kostnaðarbreytingar fylgja með til- kynningu þessari. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á því, að verðbætur með svokölluðu gólfi skv. tillögum ASÍ valda tæpiega 6% meiri verðbólgu en óbreytt verð- bótakerfi og að sama skapi meiri lækkun á gengi krónunnar." VSÍ hefur nú gert spár um þróun verðlags, gengis og launa, sem byggja á eftirfarandi forsendum um launabreytingar. I. Engar launakostnaðarhækkan- ir utan verðbóta og óbreytt verðbótakerfi. II. 5% launakostnaðarhækkun 1. september 1980, og óbreytt til- högun verðbóta. III. 5% launakostnaðarhækkun 1. september 1980, og gólf sett á verðbætur m.v. 357.000.- kr. laun í ágúst 1980. IV. 10% launakostnaðarhækkun 1. september 1980, og gólf á verð- bætur. Að öðru leyti er hér um að ræða hliðstæður við fyrri spár VSÍ af „ÞAÐ kemur brátt i ljós, hvernig farið verður með gengismálin, en hvað viðkemur ummælum mínum i samtalinu við Mhl. þá hygg ég, að aðrir samningamenn, sem sátta- fundinn sátu, geti staðfest þau og ég hygg að fundargerð rikissáttasemj- ara styðji frásögn mina,“ sagði Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verkamannasambands tslands, i samtali við Mbl. i gær. Karl sagði, að ummæli fram- kvæmdastjóra vinnuveitendasam- þessu tagi. Þannig er gert ráð fyrir að fiskverð hækki líkt og laun fiskvinnslufólks og gengi sigi til að jafna mun innlendra og erlendra verðhækkana. Þó er rétt að taka fram að reiknað er með að vandi fiskvinnslunnar verði leystur fyrir áramót með lækkuðu gengi. Að öðru leyti er ekki gert ráð fyrir frekari aðgerðum stjórnvalda. bandsins um stjórnarandstöðutil- burði af sinni hálfu, væru stráks- skapur, sem hann vildi ekki leggja sig niður við að svara. Hins vegar væru þessi viðbrögð vinnuveitenda og viðbrögð ríkisstjórnarinnar afar fróðleg að sínu mati, því þau sýndu að annað hvort hefði VSI ætlað að hræða ASÍ með ríkisstjórninni eða þá ráðherrar skipt um skoðun milli funda með VSÍ og ASÍ. „Þessi leikur er ámælisverður og bætir ekki stöð- una í samningamálunum," sagði Karl Steinar. Hækkun vísitölu I. II. III. IV. 1. 8. 79 - 1. 8. 80 57.7% 57.7% 57.7% 57.7% 1.11. 79 - 1.11. 80 51.9% 55.5% 56.3% 60.2% 1. 2. 80 - 1. 2. 81 52.3% 58.9% 61.1% 69.0% 1. 5. 80 - 1. 5. 81 47.5% 56.3% 60.0% 70.5% 1. 8. 80 - 1. 8. 81 Gengi dollars, kr. 46.6% 56.6% 62.3% 74.9% ágúst 1980 496 496 4% 4% nóvember 1980 555 570 575 595 febrúar 1981 594 621 632 672 maí 1981 635 676 695 753 ágúst1981 Hækkun launa 679 730 757 828 1. 9. 80 grunnkaup 0.0% 5.0% 5.0% 10.0% 1. 9. 80 8.5% 8.5% 9.5% 9.5% 1.12. 80 10.0% 13.0% 14.5% 17.5% 1. 3. 81 8.0% 10.0% 12.0% 14.5% 1. 6. 81 8.5% 10.0% 12.0% 14.0% 1. 9. 81 8.0% 9.0% 11.0% 12.5% Karl Steinar Guðnason: Hygg að fundargerð sátta- semjara styðji frásögn mina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.