Morgunblaðið - 22.08.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.08.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1980 31 Dýrjnæt stig til Armanns ÁRMENNINGAR bættu mjög stöðu sína í 2. deild íslandsmóts- ins í knattspyrnu í gærkvöldi, er liðið sigraði Hauka 2—0. Ár- menningar eru þó enn i fall- hættu, en sigurinn var ómetan- Fjórir í sigti Framara Körfuknattleiksdeild Fram leitar nú logandi ljósum að frambærilegum Bandarikja- manni til þess að tefla fram í 1. deildar keppninni í vetur. í þvi skyni eru nú tveir af leik- mönnum liðsins. þeir Jónas Ketilsson og ómar Þráinsson, staddir i Bandaríkjunum þar sem þeir hafa verið að líta á leikmenn. Fjórir Banda- rikjamenn eru i sigtinu, þ.á m. svartur risi mikill. Dirk Dun- bar, sá er áður lék með ÍS og þótti snjall, hefur aðstoðað Framara mikið í leit þeirra, en vist er að í byrjun september koma þeir Jónas og ómar heim með Bandarikjamann undir hendinni. — gf?. legur. Haukarnir hafa hins vegar ástæðu til að naga sig i handar- bökin. lið þeirra átti lengst af sumars möguleika á 1. deildar sæti, en töp gegn botnliðum Austra og Armanns í siðustu leikjunum hafa gert þær vonir að engu. I gærkvöldi komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. Ármenningar voru þá mun ágengari og uppskáru samkvæmt því. Oddur Her- mannsson skoraði fyrra markið strax á 3. mínútu með góðum skalla. Egill Steindórsson bætti síðan öðru markinu við á 20. mínútu. Meira var ekki skorað, en leikurinn jafnaðist mjög í síðari hálfleik. Var þá að sjá eitt alls- herjar þóf og knattspyrnu á lágu plani. - gg. • Helga Halldórsdóttir plæsilegt Islands- met Helgu HELGA Ilalldórsdóttir, frjáls- iþróttakonan efnilega úr KR, setti í gærkvöldi nýtt og glæsi- legt fslandsmet i 300 metra hlaupi á móti i Laugardalnum. Sjálf átti Helga metið sem féll og hljóðaði það upp á 40,1 sekúndu. En nýja metið reynd- ist 39,3 sekúndur, þannig að Helga stórba'tti sig. Er hún fyrsta íslenska konan sem hleypur þessa vegalengd á minni tima en 40 sekúndum. Þess má geta, að Elín Viðars- dóttir KR varð önnur i hlaup- inu og var tími hennar 45,2 sekúndur, sem sýnir best yfir- burði þá, sem Ilelga hefur um þessar mundir. — líK- Evrópukeppnin í handknattleik: Víkingur bemt í 2. untferð DREGIÐ verður í Evrópumótunum í handknattleik í Basel í Sviss miðvikudaginn 27. ágúst nk. Tvö íslenzk lið taka sem kunnugt er þátt í keppninni, Víkingur Reykjavík í Evrópu- keppni meistaraliða og Haukar Ilafnaríirði í Evrópukeppni bikarhafa. Morgunblaðið fékk þær Haukar mæta Færeyingum, Finnum eða Norðmönnum upplýsingar hjá Alþjóða handknattleikssamband- inu í gær, að Víkingur kæmist beint í 2. umferð keppninnar. Er það vænt- anlega vegna frábærrar frammistöðu Valsmanna í síðustu keppni, en þeir komust sem kunnugt er í úrslitin. Haukarnir hafa aftur á móti verið settir í riðil með bikarmeisturum Noregs, Finnlands og Færeyja og munu mæta einhverju þessarra liða. Fæst úr því skorið á miðvikudaginn. -SS. • Mynd þessi er af 6. aldursflokki Stjörnunnar í Garðabæ. en flokkurinn hefur leikið geysilega vel i sumar. T.d. vann liðið UBK-mótið með fullu húsi stiga og fékk markatöluna 19—0. Áður hafði flokkurinn sigrað á UMSK-mótinu með markatölunni 38—0. Coe með brjósklos SEBASTIAN Coe varð að hætta við þátttöku í „gullnu mílunni“ svokölluðu sem keppa átti i á Crystal Palace leikvanginum i Lundúnum á mánudaginn. Er kappinn með brjósklos i baki og tjáði hann almenningi að hann hafi verið illa haldinn á ólympiuleikunum í Moskvu. Engu að siður önglaði hann þar í gull i 1500 metra hlaupinu. Coe hefði mætt erkifjanda sín- um Steve Ovett á Palace leik- vanginum og var viðbúnaður fréttamanna og áhorfenda þeg- ar mikill. Fyrir vikið verður litið i „gullnu míluna' varið. Mikið um stórleiki DREGIÐ hefur verið i 2. umferð ensku deildarbikar keppninnar sem fram fer á næstunni. Eins og vænta mátti, er þar margt stór- leikja og í fimm tilvikum eigast við innbyrðist 1. deild- arlið. Bikarhafarnir Wolves. sem sigraði Forest óverð- skuldað i úrslitum í fyrra. fær erfiðan útileik gegn frambærilegu liði Cam- bridge á útivelli. Forest fær léttari mótherja, Peter- brough úr 3. deild sækir Forest heim. Þeir leikir sem mesta at- hygli munu vekja eru eítir- taldir: Birmingham — Bristol City. Everton — Blackpool. Örient — Totten- ham, QPR — Derby, Aston Villa — Leeds. Stoke — Manchester City, Manch. Utd — Coventry, WBA — Leicester, Swansea — Ars- enal, Southampton — Wat- íord, Shrewsbury — Nor- wich, Bradford — Liverpool, Nott. Forest — Peter- brough. Cambridge — Wolv- es, Brighton — Tranmere, Middlesbrough — Ipswich, Stockport — Sunderland. McGarvey skoraði þrívegis NOKKUR knattspyrnuúr- slit tókst ekki að birta í Mbl. í gær. Skal hér bætt úr. Celtic sigraði Diosgyori Mis- colc með miklum yfirburð- um í undankeppni i Evrópu- keppni meistaraliða í knattspyurnu. Lcikið var á heimavelli Celtic og lauk leiknum 6—0 fyrir Celtic. öll mörkin komu á 25 mín- útna kafla og skoraði Frank McGarvey, sá er ekki komst I lið hjá Liverpool, þrennu. Georg McCIuskey skoraði tyívegis og Ed Sullivan sjötta markið. Diosgyori snýr dæminu varla við á heimavelii sinum. Svíar töpuðu vináttu- landsleik gegn Ungverjum í fyrrakvöld, cn Ieikið var í Búdapcst. Ileimaliðið sótti látlaust og skoraði loks tví- vegis rétt fyrir leikslok, Bal- inf og Bursca voru þar á ferðinni. Einkunnagjöfin • Og hér er 5. flokkur B, sem vann einnig á UBK-mótinu í sinum flokki. Þjálfari liðsins er Helgi Þórðarson, en þjálfari 6. flokks er Magnús Geirsson. Jón Þorbjörnsson 6 Rúnar Sverrisson 4 Ottó Hreinsson 4 Sverrir Einarsson 5 Jóhann Hreiðarsson 6 Daði Harðarson 3 Ágúst Hauksson 5 Arnar Friðriksson 4 Nikulás Jónsson 5 Páll ólafsson 5 Baldur Hannesson 6 Dómari: Guðmundur Sigurbjörnsson 6 LIÐ ÍBV: Páll Pálmason 7 Sighvatur Bjarnason 7 Viðar Eliasson 6 Þórður Hallgrimsson 5 ómar Jóhannsson 4 Snorri Rútsson 4 Jóhann Georgsson 4 óskar Valtýsson 5 Sigurlás Þorleifsson 5 Tómas Pálsson 4 Sveinn Sveinsson 5 Kári Þorleifsson (vm) 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.