Morgunblaðið - 22.08.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1980
3
Högni og kattabandið í fullum skrúða, en þeir félagar munu skemmta á vegum Morgunblaðsins á Heimilis
sýningunni í Laugardalshöll.
I Iögni og katta-
bandið hlaupa
af stokkunum
MM8É 5KIN6 THETRE£\
UIHERE WU UÆRE BORN
WILL MAKE VOU FEEL A ]
LlTTLÉ BéTTER...
■ nkal W|)a þer k*að vWI irraa rt vlð (Innuia M rr t
rkki kana mommu þina frtani *M þé tkkl að aftar tU a|
minnxta koatl vkruppiA é (•AimaratnMnn þlnn'
« «in»' M a*rð tréð þnr M
Forsíða sérprentunar Morgunblaðsins, Myndasögur Moggans. sem
verður dreift í fyrsta skipti með Morgunblaðinu í dag.
iMyndasögur Moggans með 9 myndasögur í sérprentun á föstudögum
HÖGNI og kattabandið heitir ný
hljómsveit sem leikur fyrst opin-
berlega á Heimilissýningunni í
Laugardal. en þar eru á ferðinni
nokkrir félagar sem búa á siðum
Morgunblaðsins og eru því heim-
ilisvinir á nær hverju heimili í
landinu. Högni er aðalmaðurinn i
Kattabandinu og með honum
leika helztu persónurnar í félags-
skapnum, fisksalinn. Sonja og
villikötturinn. Högni og Katta-
bandið mun skemmta daglega á
Heimilissýningunni i Laugardal
á vegum Morgunblaðsins, en þar
verður einnig dreift nýju blaði
sem mun fylgja Morgunblaðinu í
dag og framvegis á hverjum
föstudegi. Heitir það Myndasög-
ur Moggans og er átta siðna
litprentað blað með niu litmynda-
sögum.
Smásögurnar í Myndasögum
Moggans heita: Smáfólk, Her-
mann, Jötuninn ógurlegi, Betri
helmingurinn, Anna, Skúfur,
Heimsins mestu ofurmenni, Högni
hrekkvísi og Steinaldarmennirnir.
Sumar sögurnar eru kunnar les-
Smáfólkið
SMÁFÓLKIÐ hefur verið í
Morgunblaðinu um árabil, en það
birtist nú í fyrsta sinn í ljt.
Smáfólkið verður áfram daglega í
Morgunblaðinu sjálfu, en í
Myndasögunum á föstudögum
verður það sjálfstaett í lit, en
Smáfólkið þarf vart að kynna
frekar.
endum Morgunblaðsins í gegn um
árin og hafa þær verið sívinsælar,
aðrar eru nýjar af nálinni og
meðal annars er verið að gera
kvikmyndir um sumar sögurnar
og söngleiki.
Allir vita hvernig Högni og
félagar hafa látið söng sinn
hljóma með breimi hér og þar
bæði í laumi og opinberlega, en nú
hefur Högni loksins stofnað
hljómsveit opinberlega með val-
inkunnum vinum sínum.
Kattabandið mun spila ýmis
kunn lög sem krakkar og fullorðn-
ir kunna. Högni og kattabandið
mun skemmta á Heimilissýning-
unni í Laugardalshöll á virkum
dögum kl. 6 og 9 og á laugardögum
og sunnudögum kl. 3, 6 og 9. í
sérstökum sýningarbás sem Morg-
unblaðið hefur á Heimilissýning-
unni verður Myndasögum Mogg-
ans og Morgunblaðinu dreift og
Högni og félagar munu gefa
krökkum stundaskrá með marg-
földunartöflu.
Sögurnar í Myndasögum Mogg-
ans eru úr ýmsum áttum:
Steinaldarmennirnir
STEINALDA RMENNIRNIR er
níunda teiknimyndasagan í
Myndasögunum, en þá félaga Fred
og Barney, Vilmu og Betty þarf
vart að kynna fyrir lesendum.
Þáttur með þeim er sýndur um
þessar mundir á laugardögum í
sjónvarpinu. Steinaldarmennirnir
voru með fyrstu skemmtiþáttum
íslenzka sjónvarpsins og urðu þeir
strax mjög vinsælir hjá sjón-
varpsáhorfendum. Steinaldar-
mennirnir munu heilsa upp á vini
og vandamenn á síðum Mynda-
sagna Moggans.
Ofurmennin —
Supermann
OFURMENNIN heitir sagan um
Supermann. Sagan var í Morgun-
blaðinu um langt skeið en birtist
nú með nýju sniði í Myndasögu
Moggans og hefur göngu sína í
Hermann háðski
HERMANN heitir ný gaman-
söm teiknimyndasaga. Hermann
er ekki hinn rómaði elskulegi
húsbóndi, heldur háðfugl sem með
gálgahúmor stríðir eiginkonu
sinni og félögum. Það var t.d. í
sögunni þar sem talað var um að
afburða fagrar konur ætti að tala
um sem 10. Hermann sat og las
blaðið sitt og þá spurði eiginkon-
an. Hermann, er ég númer 9.
Ekkert svar. Hermann er ég
númer 8...7...6. ..5...4...S
... Þögn.
Þá leit Hermann upp úr blaðinu
og sagði: Haltu áfram.
Högni hrekkvísi
HÖGNI mætir nú til leiks í
Myndasögum Moggans í fullum
skrúða í lit og þar með flytur hann
búferlum í litklæðum úr Lesbók-
inni í Myndasögurnar.
Anna
ANNA heitir ný teiknimynda-
saga sem hefur hlotið frægð víða á
skömmum tíma. Þetta er banda-
rísk teiknimyndasaga og er þegar
búið að gera söngleik með Önnu.
Hefur hann verið sýndur á Broad-
way í New York í nokkur ár og
hljómplatan úr söngleiknum verð-
ur sífellt vinsælli. Þá stendur til
að gera meiriháttar söngleika-
mynd um Önnu.
Anna er fulltrúi réttlætiskennd-
arinnar í spjallinu, en á auðvitað
við ýmis vandamál að glíma í þeim
efnum.
Jötuninn ógurlegi
JÖTUNINN ÓGURLEGI. Marg-
ir kannast eflaust við sagnaper-
sónuna Hulk, tvískinnunginn sem
var ýmist tvær verur. Á næstunni
kemur til sýninga í Laugarásbíói
kvikmynd um Jötuninn ógurlega
(Hulk) en í Morgunblaðinu birtist
framhaldssagan á föstudögum og
þar ráða ævintýri og ógnir ferð-
inni.
Betri helmingurinn
BETRI HELMINGURINN er
framhaldssaga um betri helming
hjóna, en hvort þeirra það er skal
látið ósagt, enda skiptast þar á
skin og skúrir eins og vera ber í
mannlífinu. Þessi saga er ekki
síður fyrir fullorðna en yngra fólk.
SKÚFUR er mikill hrakfallab-
álkur í stétt kúreka og verður flest
til vandræða hjá honum, því
Skúfur er yfirleitt á vitlausum
stað á vitlausum tíma.