Morgunblaðið - 22.08.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.08.1980, Blaðsíða 32
fltacgMntttfafrifr Síminn á afgreiðslunni er 83033 JM«reunbI«bi& FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1980 Franskir sælkerar kaupa kavíar héð- an í auknum mæli FYRIR nokkru var KrnKÍð frá sölu á 25 þúsund kóssum af kavíar til Frakkiands að verðmæti rúmlega 200 milljónir króna. Er þarna um stærsta einstaka kavíarsamninj; aó ra'óa. sem jjerður hefur verið af Sólustofnun lajcmetis. Kavíarinn er framleiddur hjá Arctic á Akranesi ojí hafa þejcar verið jjerðir samn- injcar um solu á kaviar héðan i ár fyrir um 400 milljónir króna. Auk Evrópulanda er kavíarinn seldur til Randarikjanna. Ástraliu oj; Suður-Afríku. Að sögn Eyþórs Ólafssonar, sölu- stjóra Sölustofnunar lagmetis, er ýmislegt á döfinni varðandi sölu á kavíar og sagði Eyþór, að óhætt væri að segja, að bjart væri fram: undan í þessari framleiðslugrein. í Evrópulöndum hafa íslendingar einkum verið í samkeppni við Dani ög Þjóðverja undanfarin ár, en aukið útflutning á kavíar með hverju árinu. Danir og Þjóðverjar framleiða sinn kavíar að mestu úr grásleppu- hrognum, sem þeir kaupa frá ís- landi. Sagði Eyþór, að þessir keppi- nautar íslenzks lagmetisiðnaðar væru jafnvel fjármagnaðir héðan að heiman á þann hátt, að einstaka útflytjandi grásleppuhrogna héðan hefur veitt allt að sex mánaða greiðslufrest á hráefninu. Deilur um skólahald í Grundarfírði: Stöður kennara verða auglýstar ÁKVEÐIÐ hefur verið að auglýsa lausar til umsóknar stöður kenn- ara við grunnskólann í Grundar- firði. að þvi er Ingvar Gíslason menntamálaráðherra sagði í sam- tali við Morgunhlaðið i gær. En eins og fram kom í frétt Morgun- hlaðsins í gær, hafa átta af níu kennurum við skólann sagt að þeir treysti sér ekki til að halda áfram störfum ef fastráðinn skólastjóri, sem verið hefur í ársleyfi, kemur aftur til starfa. Einnig hefur kom- ið fram. að af umræddum átta kennurum hafa fjórir þeirra aldrei unnið undir stjórn umrædds skóla- stjóra, Arnars Forberg. I samtali við Morgunblaðið í gær sagði menntamálaráðherra, að hann hefði aldrei heyrt ásakanir sem þessar, það er á hendur skólastjór- anum, studdar eins veigalitlum rök- um, en komið hefur fram að kennar- ar telja hann erfiðan í samstarfi og áhugalitinn. Ingvar Gíslason menntamálaráðherra sagði í gær, að ekki hefðu komið fram neinar rök- semdir er sýndu fram á vanhæfni umrædds skólastjóra í starfi. Ekki kæmi því til greina að verða við hinum órökstuddu kröfum kennar- anna, og yrði að auglýsa stöður þeirra lausar til umsóknar. Benti ráðherra einnig á, að ef orðið yrði við kröfum kennaranna, gæti það orðið fordæmi sem dregið gæti dilk á eftir sér þó síðar yrði. Þá kvaðst Inj^ar Gíslason einnig undrast ábyrgðarleysi skólanefndarmanna, sem sagt hefðu af sér vegna þessa máls í stað þess að leysa það. Karl prins: Búinn að fá fjóra laxa „KARL prins hefur þegar veitt fjóra laxa, og honum líkar dvölin hér mjög vel eins og áður þegar hann hefur verið hér við veiðar," sagði einn aðstoðarmanna Breta- prins í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Karl prins af Wales dvelur nú ásamt nokkrum vinum sínum og kunningjum við laxveiðar í Hofsá í Vopnafirði. I gær var ágætt veður fyrir austan, fremur svalt, en sólskin. RÚSSNESKI flóttamaðurinn. Viktor Kovalenko, var meðal þeirra, sem komu i Skaftholtsrétt i gær, þegar þar var réttað fé af Gnúpverjaafrétti, er rekið var til byggða vegna ösku- og vikurfalls á afréttinum. Kovalenko dvelur nú á bænum Blesastöðum á Skeiðum. Sjá frásögn á bls. 16—17. Ljósm. Sig.Sigm. Hrossa- þjófar í gæzlu- varðhald ÞRJÚ ungmenni voru í gær úrskurðuð i gæzluvarðhald til næsta miðvikudags vegna hrossaþjófnaðar. Ungmennin, tvær stúlkur undir tvítugu og maður á þrítugsaldri, eru grunuð um að hafa stolið sjö hrossum, flestum í Geldinganesi við Reykjavík. Hrossin seldu þau að því talið er eða skiptu á þeim fyrir önnur. Verðbólguspá Vinnuveitendasambandsins: Verðbólgan verður 62 til 75% næstu 12 mánuði VERÐBÓLGA hér á landi verður á bilinu 62,3% til 74,9% á timabilinu 1. ágúst 1980 til 1. ágúst 1981, verði launakostn- aðarhækkun á bilinu 5 til 10%, segir í verðbtilguspá Vinnu- veitendasambands íslands. sem birt var í gær. Samkvæmt sðmu spá myndi Bandaríkja- dollar hækka úr 496 kr. nú í 828 kr. í ágúst 1981. í spánni hefur VSÍ gert ráð Hjörtur Eiríksson um vanda ullar- og skinnaiðnaðar: Gengisfelling nauð synleg á næstunni STAÐA ullar- og skinnaiðnaðar er mjög slæm um þessar mundir, að því er Hjörtur Eiriksson forstjóri Iðnaðardeildar Sam- bandsins sagði i samtali við Morgunblaðið i gær. Ilann sagði að gengissigið undanfarna mán- uði hefði hjálpað þessum útflutn- ingsgreinum, en þrír fyrstu mán- uðir ársins hefðu verið það erfið- ir, að enn hefði ekki náðst að vinna upp slæma afkomu þess timabils. Sagði Hjörtur, að hann sæi ekki hvernig hægt væri að komast hjá gengisfellingu á næst- unni. — Þessa dagana er verið að skoða stöðuna mjög nákvæmlega og enn er ekki ljóst hver niður- staða þeirrar athugunar verður, en því er ekki að neita að ef í ljós kemur, að einstaka rekstrarein- ingar standa mjög illa, þá er ekki um annað að ræða en að hætta þeim, sagði Hjörtur. — Til viðbót- ar launahækkun um mánaðamótin er ákvörðun hráefnisverðs fram- undan og þar er að sjálfsögðu um óskaplega veigamikið atriði að ræða. — Við höfum haldið því fram að ekki væri komist hjá því að skrá gengið eftir kostnaði, þ.e. að þegar verðbólgan æðir svona áfram verði að skrá gengið í samræmi við hana. Það er annað mál, að við gerum okkur fulla grein fyrir hver vítahringur þaö er, en ég sé ekki hvernig á að vera hægt að komast hjá gengisfellingu á næstunni. — Fyrstu þrír mánuðir ársips voru okkur svo erfiðir, að þó gengissig síðustu mánaða hafi verið í takt við verðbólguna, þá höfum við ekki enn þá náð viðun- andi rekstrargrundvelli. Að vísu fengum við nýlega tilkynningu frá Iðnaðarráðuneytinu um að upp- safnaður söluskattur skuli stað- greiðast, en það verður ekki fyrr en kemur fram á næsta ár. Það verður að sjálfsögðu til bóta, en sem stendur er óhætt að segja, að staða þessara útflutningsgreina sé alvarleg, sagði Hjörtur Eiríksson að lokum. fyrir fjórum forsendum um launabreytingar. I.: Engar launakostnaðarhækkanir utan verðbóta og óbreytt verðbóta- kerfi. II.: 5% launa- kostnaðarhækkun 1. september 1980 og óbreytt tilhögun verð- bóta. III.: 5% launakostnaðar- hækkun 1. september 1980, og gólf sett á verðbætur miðað við 357 þúsund króna laun í ágúst 1980. IV.: 10% launakostnaðar- hækkun 1. september 1980, og gólf á verðbætur. Samkvæmt lið I. mun verð- bólgan á tímabilinu 1.11. 1979 til 1.11. 1980 verða 51,9%, samkvæmt lið II. 55,5%, lið III. 56,3% og samkvæmt lið IV 60,2%. Á tímabilinu 1.2. 1980 til 1.2. 1981 verður verðbólgan sam- kvæmt lið I. 52,3%, lið II. 58,9%, lið III. 61,1%, og sam- kvæmt lið IV. 69,0%. Á tímabilinu 1.5. 1980 til 1.5. 1981 yrði verðbólgan 47,5% samkvæmt lið I., 56,3% sam- kvæmt lið II., 60,0% samkvæmt lið III., og 70,5% samkvæmt lið ÍV. Á tímabilinu 1.8. 1980 til 1.8. 1981 verður verðbólgan sam- kvæmt lið I. 46,6%, samkvæmt lið II. verður hún 56,6%, sam- kvæmt lið III. 62,3%, og sam- kvæmt lið IV. yrði hún 74,9%. Sjá nánar á blaðsiðu 14 í Morgunblaðinu i dag. Kyrrt við Heklu, en mikið öskufok RÓLEGT var á gosstöðvunum i Heklu í gær, og sást ekkert nema gufa frá fjallinu í gærkvöldi, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Aska frá gosstöðvunum hefur hins vegar fokið töluvert, og jafnvel skafið saman i skafla, og þannig gert mönnum og fénaði lífið leitt. Öskufokið liggur einkum um tvo austustu bæi í Fljótshlíð og um Austur-Eyjafjöll. Er þar töluverður mökkur, en í gærkvöldi virtist vera að lygna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.