Morgunblaðið - 22.08.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.08.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1980 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1980 17 fUí>fpi Útgefandi stM&frlfr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakið. Umtalið um gengisfellingu Amiðvikudaginn voru undirritaðir nýir kjarasamningar milli ríkisstjórnarinnar og BSRB. Þessir samningar eru sögulegt plagg í þeim skilningi, að í þeim felst viðurkenning á því svart á hvítu, að krafan um „samningana í gildi" á vordögum 1978 var sett fram gegn betri vitund eða af vanþekkingu. Sömu mennirnir og þá efndu til ólöglegra verkfalla og fögnuðu útflutningsbanni, sem skaðaði viðskiptahagsmuni okkar, semja nú af sér þann kaupmátt, sem þeir kröfðust á grundveHi samninganna frá 1977, meðan Geir Hallgrímsson var forsætisráðherra. Og sú eina skýring er gefin, að lengra verði ekki komizt án verkfalla. Hér kveður sannarlega við nýjan tón og kannski má segja, að batnandi mönnum sé bezt að lifa, — eða síðan hvenær hefur ekki mátt beita verkfallsvopninu í kjaradeilu? Hvað hefur breytzt síðan 1977 og 1978? Vitaskuld ber að fagna því, ef kjarasamningar nást án þess að til vinnustöðvunar komi. Enn er þó of snemmt að slá nokkru föstu um það og sjálfsagt greiðir það ekki fyrir kjarasamningum á hinum frjálsa vinnumarkaði, að frétzt hefur, að það sjónarmið hafi komið fram innan ríkisstjórnarinnar, að nauðsynlegt sé að fella gengið þannig, að áhrifanna gæti ekki í verðbótavísitölunni. Það var talað um það 1978, að aðeins nókkrir mánuðir væru liðnir frá gerð kjarasamninga, þegar þeir voru skertir með lögum, og nefndu ýmsir „svik" í því sambandi. Nú er blekið eki einu sinni þornað á undirskriftunum, — það er ekki einu sinni búið að greiða atkvæði um BSRB-samningana, þegar umtal verður um gengisfellingaráform — og meira að segja fram hjá verðbótavísitölunni. í gær reyndi ríkisstjórnin að vísu að bera til baka fréttina af hinni fyrirhuguðu gengisfellingu. En Tíminn er ólygnastur í þessu efni. Því var slegið upp með fimm dálka fyrirsögn á baksíðu hans í gær, að spurningin um að rétta við rekstrar- grundvöll frystihúsanna stæði um gengisfellingu, sem haldið yrði utan vísitölu og hefur blaðið hliðsjón af ummælum Steingríms Hermannssonar, sjávarútvegsmálaráðherra, sem birtust í Tímanum í gær. Um þetta efni er m.a. orðrétt haft eftir Steingrími Hermannssyni: „Ég er því sjálfur orðinn sannfærður um það, að leiðrétta verður rekstrargrundvöll frystihúsanna. Það verður þjóðin að taka á sig. Ef það kemur inn í vísitöluna þýðir það aðeins meiri verðbólgu og að öllum líkindum hærri vexti og við verðum í sömu ef ekki verri stöðu eftir nokkra mánuði. Hins vegar tel ég sjálfsagt, að ráðstafanir verði gerðar til þess að tekjuskerðing þeirra, sem lægst launin hafa, verði sem minnst." Hér tekur sjávarútvegsráðherra tvímælalaust af skarið um það, að hann telur BSRB-samningana óraunhæfa, þannig að þeir standist ekki á hinum almenna vinnumarkaði, og boðar skerðingu þeirra. Þetta er raunar í samræmi við þau ummæli, sem Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verkamannasam- bands Islands, hafði í Morgunblaðinu í gær eftir vinnuveitendum um viðhorf ríkisstjórnarinnar til nýrrar gengisfellingar. — „Okkur fannst þetta fyrirheit um gengisfellingu heldur kaldar kveðjur frá ríkisstjórninni og ákváðum að óska tafarlaust eftir fundi með ráðherrum," sagði Karl Steinar Guðnason m.a. í viðtali við Morgunblaðið í gær. Og enn fremur: „Eðlilega brá okkur illilega við þessi tíðindi, en spurðum svo, hvort ráðherrarnir hefðu allir verið sammála um þetta og við því fengust jákvæð svör.“ Eins og við var að búast varð uppi fótur og fit í ríkisstjórninni, þegar fyrir lá, hvernig aðilar vinnumarkaðarins túlkuðu ummæli einstakra ráðherra. Hvað sem líður yfirlýsingum ráðherra og ríkisstjórnarinnar síðan, þá stendur viðtalið við sjávarútvegs- ráðherra í Tímanum óhaggað og það viðhorf hans, að hraðfrystiiðnaðurinn standi ekki einu sinni undir þeim launa- greiðslum, sem nú tíðkast. Og fásinna er að halda því fram, að gengisfelling nú þuffl að koma einhverjum á óvart. Hún er ekki annað en það, sem allir hafa búizt við að yfir dyndi. Hitt er svo annað mál, að það er meira en lítið ámælisvert af ríkisstjórn að láta þvílíkar fyrirætlanir kvisast út. Slíkt gefur hvers konar spákaupmennsku og verðbólgubraski byr undir báða vængi. Oft með þeim afleiðingum að gengisfellingin verður meiri en ella myndi. En sem sagt: fram hjá því verður ekki gengið, hvað sem öðru líður, að umtalið um gengisfellingu verður ekki skrifað á reikning einhverrar „óábyrgrar" stjórnarandstöðu, heldur á það rætur að rekja til stjórnar sinna og þeirra, sem telja, að ekki hafi verið hægt að túlka ummæli þeirra á annan veg en gert hefur verið, bæði af Tímanum og öðrum. Sveinn Eiríksson, fjallkóngur Gnúpverja. HANN var um margt sérstakur réttardagurinn hjá Gnúpverjum i gær. í raun er kannski ekki rétt að tala um réttardag. þvi að öllu eðlilegu átti hann að verða 18. september nk. eða eftir nær fjórar vikur. Heklugosið varð hins vegar til þess, að Gnúpverj- ar þurftu að smala nær allan afrétt sinn og var því fé réttað í gær. Talið var að nær 7000 fjár væru í Skaftholtsrétt í gær og er það stærsti f járhópurinn. sem til þessa hefur þurft að reka til byggða vegna ösku- og vikurfalls frá Heklu. í fyrrinótt geymdu Gnúpverjar safnið í girðingu við Fossnes, en árla í gærmorgun var safnið rekið niður í Skaftholtsrétt. Um tíuleytið var fyrsti hópurinn rekinn inn í almenn- inginn og menn byrjuðu að draga. Fólk spjallaði saman meðan það kíkti eftir mörkum, en umræðuefnin voru önnur en oftast ber á góma í réttunum. Nú voru það ekki spek- ingslegar umræður um fallþunga dilkanna eða sögur úr göngunum. Menn voru heldur hnuggnir yfir ástandinu og ræddu hvernig horfði með afréttinn eftir öskufallið og hvernig menn væru í stakk búnir til að taka við fénu heima. Svipur þessa réttardags var líka að einu leytinu öðru vísi en venjulega. Nú hafði fólk úr nágrannasveitunum, sem venju- lega er annað hvort í réttum í sinni heimasveit eða að sinna fé sínu á herðbundnum réttardegi Gnúpverja, tækifæri til að koma í Skaftholts- rétt. Þannig voru þarna bændur úr næstu sveit, Hrunamannahreppi, komnir nær miðjum aldri, sem voru að koma í fyrsta sinn í Skaftholts- rétt. Minna var hins vegar um burtflutta Gnúpverja, sem gjarnan hafa það fyrir sið að koma í réttirnar. „Varanlegar skemmdir á takmörkuðu svæði En þó réttardagurinn væri annar og óvenjulegur að þessu sinni var það sem fyrr Sveinn Eiríksson, bóndi í Steinsholti og fjallkóngur þeirra Gnúpverja, sem stjórnaði smalamennskunni. „Við höfum giskað á að þetta séu alveg um 7000 fjár en fé á fjalli frá okkur hér í Gnúpverjahreppi er varla yfir átta þúsund, þannig að við erum þegar búnir að smala mestu af okkar fé. I þessum 7000 er eitthvað af fé frá Skeiða- og Flóamönnum," sagði Sveinn. Sveinn sagði, að afréttargirðingin hefði verið opnuð strax á sunnu- dagskvöld og þá hefði fé þegar verið byrjað að safnast saman við hliðið. Á mánudag hefðu þeir farið inn á afréttinn og smalað fé af öskugeir- anum, en þar hefði fé víða verið komið saman í litla hópa og það hefði greinilega verið mjög hrætt, þvi það hefði stöðugt verið á ferðinni. Fram kom hjá Sveini, að á Gnúpverjaafrétti eru takmörk vik- urgeirans að neðan við Stöng í Þjórsárdal. Þar fyrir innan fer vikurlagið vaxandi og er mest neðan við brúna á Þjórsá. Vikur er yfir gróðri í Sandafelli og Hólaskógi, en fyrir innan Sandafell finnst vart vikur, en þar er hins vegar aska. Sagði Sveinn að grátt væri yfir að lita allt inn á Skúmstungnaheiði. Askan væri í rótinni en gróður væri ekki horfinn og vottur af ösku sæist allt inn að Hofsjökli. „Þó bæði vikur og aska hafi farið yfir nokkuð stórt svæði á afréttin- um, er ekki um varanlegar skemmd- ir að ræða nema á takmörkuðu svæði. Sennilegt er, að vikurinn og askan fjúki til og safnist í lægðir, þannig að gróðurinn gisnar. Sá vikur, sem hefur komið hér yfir nú, er allt öðru vísi en í Skjólkvíagosinu 1970. Sá vikur var mun stærri og grófari og fór illa með féð, en það hefur lítið særst á að ganga um vikurinn nú,“ sagði Sveinn og að- spurður um útlitið á fénu sagði hann, að erfitt væri að meta það því menn væru ekki vanir því að fást við fé á þessum tíma en það virtist vera í meðallagi vænt. „Menn hér í sveit eru yfirleitt vel settir, hvað það snertir að taka við fénu heim og það verður ýmist sett á úthaga eða tún. Flestir hafa veru- legan úthaga, sem þeir geta beitt á en gróður hefur sprottið óvenjulega vel í sumar. Sjálfsagt reyna menn að spara túnin fram að venjulegum réttartíma. Sýningin opn í DAG verður sýningin Heimilið '80 opnuð, stærri og glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Sýningaraðilj- ar verða um 100 ails og munu sína framleiðslu sína og verzlun- arvörur á 4.000 fermetra svæði í 80 til 90 sýningardeildum. Undir- búningur sýningarinnar hefur nú staðið á annað ár og hafa ekki færri en 2.000 manns lagt hönd á plóginn. starfsmenn sýningar- stjórnar verða um 70 talsins. Þá verður sú skemmtilega nýjung á sýningunni. að tívolí verður þar endurvakið. Kaupstefnan hefur fengið til þess danskan aðila, Ronalds festival tivoli og þar geta um 200 manns skemmt sér samtímis við hin fjölbreyti- legustu leiktæki. Sýningin mun standa daganá 22. ágúst til 7. september og verður opin frá kl. 15 til 23 alla virka daga og 13 til 23 um helgar. Aðgangseyrir verður 3.000 fyrir fullorðna og 1.000 fyrir börn. Sýningarsvæðið skiptist í fimm svæði, í anddyri verður aðallega sýnd matvara, í neðri sal verða íþróttavörur og viðleguútbúnaður, í hliðarsal húsgögn, leiktæki og spil. í aðalsal verða svo heimilis- tæki innréttingar, húsgögn, og annað, sem innbúi tilheyrir og á útisvæðinu verða sumarbústaðir, og bátar að ógleymdu tívolíinu. Veitingasalan verður nú meiri og fjölbreyttari en áður hefur verið og mun Askur sjá um hana. í veitingasalnum verður kínverskt horn, ítalskt horn, bakarí og heitar vöfflur auk smurðs brauðs Heimilið Margt athyglisvert verður að sjálfsögu á sýningunni, en meðal annars má nefna, að þar verður líkan af stærsta manni heims, sem vitað er um. Hann fæddist í Bandaríkjunum og varð hvorki meira né minna en 2,72 metrar á hæð, þrátt fyrir að hann yrði ekki nema 22 ára. og rétta af matseðli dagsins. í hliðarsal verður Askborgarinn með hamborgara og tilheyrandi og á útisvæðinu verða ísbíll og ham- borgarabíll, en auk þess verður þar útigrill, þar sem gestir geta grillað sjálfir hráefni, sem selt verður á staðnum. Hún á ábyggilega eftir, bæði að freista margra og skelfa. þessi „tvistari“, en samkvæmt Oryggiseftirliti ríkisins er hann fullkomlega öruggur og hefur þvi fengið hvitan skoðunarmiða. Tívolíið er það, sem börnin bíða sennilega hvað mest eftir, en líklegt er að eldra fólkið bregði sér einnig þangað og rifji upp gamla og góða daga úr Vatnsmýrinni, þegar tívolí var og hét. Nú geta menn brugðið sér í bílabraut, hringekjur, skytterí og reynt krafta sína á ýmsan hátt auk fjölda annarra leiktækja. Blaðamannafundur i hílabrautinni. Þá verður á sýningunni danska fyrirtækið Funky Foto með deild, þar sem gestir geta fengið tekna af sér mynd, sem prentuð verður af rafeindaheila og síðan verður hægt að fá myndina þrykkta á boli, dagatöl, innkaupapoka og ýmislegt fleira. þá hefur kaupstefnan keypt til landsins skemmtilegt og nýstár- legt húsgagn í barnaherbergi, sem hlotið hefur nafnið Draumavagn- inn. Hér er um að ræða sambyggt húsgagn rúm, skrifborð, skápar, leiktæki og bíll, allt á einum stað. Þeir sýningargesta, sem geta gizk- að á rétt verð Draumavagnsins geta átt von á einnar milljónar úttektarvinningi, en ef fleiri en eitt rétt svar berst verður dregið úr þeim. Flugleiðir hafa í samráði við kaupstefnuna ákveðið að veita 25% afslátt af fargjaldi innan- lands, ef miðar á sýninguna verða keyptir um leið. Það er ekki nema von að Halli liti upp til hans Roberts Wadlov, stærsta manns heims, 2,72 metr- ar. Þetta er að vísu aðeins stytta af honum, en hann lézt árið 1940 aðeins 22 ára gamall. Það verða sjálfsagt öðruvísi göngur hjá okkur í haust vegna þessa en við verðum þó alltaf að fara og hreinsa afréttinn," sagði Sveinn að lokum. „Þetta ruglar öllu hjá manni*__________________ „Þetta lítur ekki alltof vel út hjá okkur og þá sérstaklega hjá þeim, sem eru með takmarkað land. Menn eiga ekki von á þessum ósköpum og þó gróður sé vel á sig kominn nú gætu frostnætur sett strik í reikn- inginn. Við megum þó þakka fyrir að öskufallið kom ekki beint yfir heimalöndin hjá okkur,“ sagði Hörð- ur Bjarnason, bóndi í Stóru-Más- tungu II. Hann er með rúmar 200 ær og það verða því nær 600 fjár, sem ganga í heimalöndum hans fram til slátrunar í haust. „Það er enn óvíst, hvort slátrun verður flýtt en ég segi fyrir mig að ég þyrfti að geta komið einhverju til slátrunar fyrr en venjulega til að létta á högunum. Yfirleitt eiga menn ekki mikið grænfóður fyrir lömbin og reyna sjálfsagt að nota það fyrir þau smæstu, þannig að þau verði þó mannamatur. Annars er féð ekki sérstakt, þegar það kemur af fjallinu núna. Maður hefði getað búist við að það væri betra ef miðað er við veðráttuna í sumar. Éger sannfærð- ur um að þessi breyting hlýtur að koma niður á dilkunum í haust, því að öllu venjulegu ættu þeir um mánuð eftir á fjalli, en auðvitað verður þetta misjafnt eftir því hversu góða beit menn eiga heima. Maður kann eiginlega ekki við að fara í réttir á þessum tíma. Þetta styttir sumarið ósjálfrátt, en samt er heyskapur ekki almennilega bú- inn og þetta kemur svo snöggt að menn hafa ekki getað girt eða lagað neitt fyrir féð heimafyrir. Þetta ruglar öllu hjá manni,“ sagði Hörð- ur. „Ég þekki bara markið hjá afa“_________________ Yngri kynslóðin lét ekki sitt eftir liggja við að draga féð. Og pabbi eða frændi voru gjarnan spurðir, hver ætti þetta mark. „Ég þekki bara markið hjá afa,“ sagði Sigríður Gunnarsdóttir, 10 ára frá Stóra- Núpi, þegar við spurðum hana, hvort hún þekkti mörg mörk, en Sigríður var þá að draga myndarlegt lamb í Stóra-Núpsdilkinn. Sigríður sagðist hafa farið í réttirnar frá því að hún mundi eftir sér enda fædd og uppalin í sveitinni. „Þetta eru bara venjulegar réttir en ég þarf ekki að fara í skólann strax eftir réttirnar nú eins og venjulega. Það er voða- lega gaman í réttunum, það er bara allt gaman þar,“ sagði Sigríður. Það er gjarnan spenningur hjá börnum, sem eru í sveit, hvort þau komist í réttirnar á haustin úr skólunum, sem þá eru byrjaðir. Þessu var ekki til að dreifa í Skaftholtsrétt nú. „Nú þarf ég ekki að fá frí í skólanum til að komast í réttirnar nema að það verði aðrar réttir," sagði Sigríður Halldórsdóttir úr Reykjavík, sem þarna var komin ásamt fleira fólki af Skeiðunum til að sækja fé Skeiðamanna en Sigríð- ur er í sveit á Ósabakka á Skeiðum. Og aðspurð um, hvort hún þekkti einhver mörk sagðist hún njóta góðs af þekkingu stöllu sinnar í þeim efnum. „Við finnum alltaf einhverj- ar kindur og ef við þekkjum þær ekki spyrjum við bara hver eigi þær,“ sagði Sigríður. Strákarnir voru ekki síður dugleg- ir við að draga féð og einn þeirra var Steinþór Kári Kárason, 13 ára frá Háholti. „Þetta eru styttri réttir en venjulega og það er aðallega vegna þess að Skeiðasafnið er ekki með og við þurfum ekki að draga féð í sundur. Það er alltaf gaman í réttunum og bara að vera innan um rollurnar og draga þær,“ sagði Stein- þór, “en ég kann mörkin heima og Hörður Bjarnason i Stóru- Mástungu II. hjá frændfólki mínu. Það er skrítið að vera í réttunum á þessum tíma, og þó það verði réttir aftur í haust, verða það engar réttir. Það er búið að rétta nánast öllu fénu.“ „Réttarballið verður að bíða Langt var nú komið með að draga féð og síðasti hópurinn var ekinn inn í almenninginn. Einhver hafði á orði að það yrði nú hálf skrítið að fara í göngur, þegar allt féð væri komið heim. „Það er ákaflega undarlegt að vera í réttunum á þessum tíma og það er allt önnur stemning yfir þessum réttum heldur en venjulega. Hér er ekki eins margt fólk og er alla jafna í réttunum. Þá sést varla peli á lofti hér. Annars er maður varla búinn að átta sig á þessu, því aðdragandinn að þessum réttum er allt annar en maður á að venjast," sagði Árdís Jónsdóttir frá Eystra- Geldingaholti. „Fjallferðin verður sjálfsagt eitthvað öðru vísi nú en vant er, þó einhverjir verði að fara og smala. Réttarballið verður líka að bíða síðari tíma. Annars verður maður sjálfsagt hálf ruglaður þegar réttirnar eru búnar um mitt sumar en við vonum þó að sumarið sé ekki búið,“ sagði Árdís. Tekur 2—1 ár að græða upp verstu svæðin_____________ Árni Isleifsson bóndi í Þjórsár- holti sagðist verða með hátt á þriðja hundrað fjár í heimahögunum fram til haustsins. „Menn eru með betra móti undir þetta búnir, því flestir eru langt komnir með heyskap, þannig að þetta gat varla hitst betur á fyrst þetta þurfti að gerast,“ sagði Árni og bætti við að hætta væri á að ærnar geldist við viðbrigðin, en þær ættu þó að ná sér ef þær kæmust á góðan haga og veðráttan yrði góð á næstunni. Mesta hættan væri, ef næturfrost yrðu tíð, því þá færu grösin að falla. —t.g. Meðal þeirra, sem voru i Skaftholtsrétt í gær var forseti íslands, Vigdis Finnbogadóttir, sem hér sést ásamt Ásthildi dóttur sinni, Jóni ólafssyni, bónda i Eystra-Geldingaholti, Vilborgu Kristjáns- dóttur og syni hennar Jóhanni Gisla, og systrunum í Eystra- Geldingaholti, Sigrúnu og Árdísi Jónsdætrum. Vigdis dvaldi á yngri árum í Eystra-Geldingahoiti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.