Morgunblaðið - 22.08.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1980
Stefán frá Möðrudal
Það stendur hressilegur gustur
af Stefáni frá Möðrudal hvar sem
hann fer og kemur, maðurinn er
enda óvenjulegur í fasi, opinskár
og einlægur, prýddur ríkri barns-
lund. Slíkir eðliskostir verða æ
fátíðari í heimi þar sem helst er
litið upp til þeirra er færastir eru
í þeirri íþrótt að leyna tilfinning-
um sínum og segja annað en þeir
meina.
Það birtir einhvernveginn yfir
umhverfinu er Stefán auðgar
mannlífsvettvanginn með nær-
veru sinni og/eða athafnasemi og
á það ekki síst við þegar hann
hefur verið iðinn við að munda
pentskúfinn og treður svo upp með
sýningu á árangrinum. Listamað-
urinn er oft viðstaddur á sýning-
um sínum og er það andstætt
mörgum er helst vilja flýja upp í
sveit eða til annarra landa eftir
opnun sýninga sinna. En það er
líka kostur fyrir þá er sækja
sýningar, að geta rabbað við
listamennina og fengið þeirra per-
sónulegu útskýringar á boðskap og
innihaldi myndanna. Að Kjarvals-
stöðum syngur og trallar Sigfús
Halldórsson í takt við mjúkan og
tiifinningaríkan áslátt fingra
sinna á nótnaborð flygilsins en í
Mynd af listamanninum við
eitt verka sinna.
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
Djúpinu á horni Hafnarstrætis og
Pósthússtrætis þenur gjarnan
Stefán frá Möðrudal hárautt
dragspil sitt líkt og kominn væri
„Hofs-Láki æringi austan af
landi", — og í manninum glymur
gleðin.
Þetta er allt gott og blessað og í
tignarlegri andstöðu við þá er láta
mynda sig við hlið verka sinna
með þurrpumpusvip á ásjónunni
er minnir helst á ljóðlínurnar:
„Grátandi er hugur og heimur/
grátandi er brimið við sandinn/
grátandi er jörðin og moldin/
grátandi er drottinn og fjandinn
U
Jæja, en látum heimspekilegar
hugleiðingar lönd og leið og víkj-
um að sjálfri sýningunni. — Stef-
án er hér sannarlega samur við
sig, líkt og við þekkjum hann sem
málara og msnneskju. Málara-
gleðin leynir sér ekki, hún fer
raunar á kostum hér líkt og á
loftinu í Breiðfirðingabúð í sumar
í sambandi við sýninguna í tengsl-
um við „Umhverfi ’80“ á Lista-
hátíð, en þar gátu börn á öllum
aldri málað af lífsins list og lyst.
Börn hafa gaman af þessum
myndum og þannig sagði ungur
sonur minn við mig: „Þetta er flott
mynd pabbi,“ og benti á málverkið
„Brennisteinshraunflóð" og fyrir
þeim framslætti féll ég strax. —
Mikið ber á hestum í myndum
Stefáns enda standa þeir hjarta
hans næst og þó að hann beiti hér
tækni sem nefna mætti skabalón-
tækni, þá hefur hann sett sál
hestanna og ríkar kenndir sínar
til þeirra í framsetninguna alla
svo sem sjá má á nöfnum mynd-
anna: „Snjalli og Nökvi — refur í
felum", — í beinu framhaldi
kemur svo myndin „Snjallakofi",
sem hefur vafalaust verið bústað-
ur hins mæta fáks. Við megum
alls ekki gleyma þeirri hlið mann-
lífsins sem þessar myndir Stefáns
frá Möðrudal opinbera okkur því
að þá væri lífið fátækara. Því
skulum við heimsækja þessa sýn-
ingu og hylla lífsmögnin og fun-
heitar umbúðalausar kenndir,
magnaðar aðdáunarverðu, fágætu
hrekkleysi.
Bragi Ásgeirsson
Hólmfastur á Brunastöðum á
Vatnsleysuströnd var bláfátækur
hjáleigubóndi.
Sumarið 1699 var hann dæmdur
af þjónum danska einokunar-
valdsins til hrottalegrar meðferð-
ar vegna þess, er hann var talinn
hafa brotið af sér. Lögbrot Hólm-
fasts var, að hann hafði selt
kaupmanninum í Keflavík þrjár
löngur, tíu ýsur og tvö sundmaga-
bönd. Þennan varning átti Hólm-
fastur samkvæmt lögum einokun-
arvaldsins að selja Hafnarfjarðar-
kaupmanni, en sá góði herra vildi
ekki kaupa varninginn af Hólm-
fasti. Varð hann því í neyð sinni
að leita til kaupmannsins í Kefla-
vík. Þessi verknaður Hólmfasts
varð til þess, að valdsmannsvélin
danska var nú sett í fullan gang og
keyrð af alefli á garðinn þar sem
hann var lægstur. Nú bar vel í
veiði, nú var gott að láta lögin
gilda og var mál Hólmfasts tekið
fyrir í Kálfatjarnarþingi og dóm-
ur upp kveðinn ... Hólmfasti var
gert að greiða 8 merkur silfurs í
sektarfé. Þar að auki var hann
dæmdur í þrælkunarvinnu, en
fyrir bænastað dómsmanna var
honum hlíft við þrælkuninni.
Þessi saga er sem sagt frá 17.
öld, en síðan er hér önnur keimlík
frá 20. öld.
Saga Jökuls
frá Raufarhöfn
Jökull frá Raufarhöfn í Norð-
ur-Þingeyjarsýslu er framleiðandi
innan Sölumiðstöðvar Hraðfrysti-
húsanna.
Sumarið 1980 var hann dæmdur
af stjórn samtaka sinna til hrotta-
legrar meðferðar vegna þess, er
hann var talinn hafa brotið af sér.
Lögbrot Jökuls var að hann hafði
látið kaupmann á Eiríksgötunni í
Reykjavík selja 200 tonn af grá-
lúðu og 50 tonn af roðfiski.
Þennan varning átti Jökull sam-
kvæmt lögun Sölumiðstöðvar
Hraðfrystihúsanna að láta sölu-
mennina í Aðalstræti selja, en
þeir góðu herrar áttu í erfiðleikum
með að selja varninginn. Varð
hann því í neyð sinni að leita til
kaupmannsins á Eiríksgötunni.
Sigurður T.
Garðarsson,
Keflavík:
Saga
Hólmsteins
Sigurður T. Garðarsson.
á Brimastöðum
Þessi verknaður Jökuls varð til
þess að valdsmannsvél sölusam-
takanna var sett í fullan gang.
Nákvæm skrá var gerð yfir varn-
inginn. Gott var að láta lögin gilda
og var mál Jökuls tekið fyrir á
stjórnarfundi og dómur upp kveð-
inn. Jökli skyldi gert að greiða
tíunda part af andvirði vörunnar í
sektarfé. Þar að auki var hann
dæmdur frá frekari verzlun með
fiskumbúðir.
Frjáls verslun
Fyrri sagan er tekin orðrétt úr
grein í Lesbók Morgunblaðsins 29.
tbl. frá 1974, og er skrifuð af
Guðmundi A. Finnbogasyni.
Seinni sagan er heimfærð á þá
fyrri vegna sölumáls Hraðfrysti-
hússins Jökuls á Raufarhöfn
framhjá sölukerfi Sölumiðstöðvar
Hraðfrystihúsanna.
Sætir furðu að á dögum frjálsr-
ar verzlunar, skuli vera hægt að
beita 17. aldar bolabrögðum í
félags- og viðskiptalífi. Reyndar
efast ég um að slíkt standist fyrir
landslögum. Það kemur líka nokk-
uð spánskt fyrir sjónir, þegar
maður veit að árum saman hafa
vissir félagar innan SH selt hluta
af frystri framleiðslu sinni fram-
hjá sölukerfi þeirra. Má þar nefna
rækju, lúðu og hörpudisk. Þar
leifist þrátt fyrir þau ákvæði í
lögum SH, sem beita á nú. Lögin
Opið bréf til
stjórnar Sölu
miðstöðvar-
hraðfrysti-
húsanna
virðast því vera notuð eftir geð-
þótta stjórnenda hverju sinni.
Ósamstaða
En hvað rekur menn til að selja
framhjá?
Opinberlega er viðurkennt að
frystiiðnaðurinn er rekinn með
5—10% halla. Hluti af þessum
halla er vegna aukins og lengra
birgðahalds og vegna breytinga á
framleiðslu í verðminni afurðir.
Hluti er vegna ósamstöðunnar
innan sölusamtakanna, um leiðir
til að fá leiðréttingu á ýmsum
innlendum þáttum, sem rekstur
fyrirtækjanna grundvallast á, svo
sem hráefnisverði, kaupgjaldi,
vöxtum, gengi, tollum o.s.frv.
Þegar menn úr bransanum hitt-
ast á förnum vegi berst talið oft að
þeirri mismunun sem ríkir í fjár-
magnsfyrirgreiðslu til fyrirtækja.
Sum hafa vasa skattborgarans til
að fara í að vild, sum hafa að því
er virðist ótakmarkaðan aðgang
að fjárfestingasjóðunum og þann-
ig er malað. Eg ætla ekki að
fullyrða neitt um þessi mál, en það
er vandratað að lifa eftir siðfræði
félaga sinna, sem krefjast að
menn herði sultarólina í þeirra
þágu þegar starfað er út á við, en
vegna sérstöðu sinnar verður hver
að éta það sem úti frýs þegar
starfa þarf inn á við.
Eins og fyrr segir, þá er tap-
reksturinn viðurkennd staðreynd
og það hlýtur að vera skylda
stjórnanda hvers fyrirtækis að
leita leiða til úrbóta. Ef hann á
þess kost að minnka tap sitt með
lækkun birgða pg vaxtakostnaðar
og með því að auka veltuhraðann,
þá má það ekki verða takmark
sölusamtakanna að stöðva það.
Allra síst þegar þau eru ekki
megnug að leysa úr vandanum
sjálf.
Markaðsstarfsemi
Þau rök eru færð fyrir beitingu
umræddrar sektar Jökuls hf., að
þetta skemmi markaðsstarfsem-
ina.
Hingað til hefur öll sölustarf-
semi SH verið miðuð við sölu til
stórra kaupenda bæði vestan og
austan hafs. Allt er byggt á
magnsölum og það er ágætt svo
langt sem það nær.
Víða í Evrópu eru litlir fisk-
kaupendur sem byggja innkaup
sín á freðfiskmörkuðum og á að
kaupa lítið magn þar sem það
fæst. Þessum kaupmönnum hefur
í gegnum árin verið veitt hálf
þjónusta, með því að íslenzkum
fiskiskipum er leyfilegt að sigla
með afla sinn á ferskfiskmarkaði,
en eftir því sem ég kemst næst, þá
voru þeir afskiptir með frosinn
fisk, beint frá íslandi, þar til
íslenska útflutningsmiðstöðin tók
upp þá þjónustu.
Það má hártoga þá þróun sem
hér á sér stað og útfæra hana á
ýmsa vegu. En það breytir engu
hvað við segjum hér heima. Þegar
komið er út fyrir landsteinana, þá
gilda hin köldu markaðslögmál og
fiskkaupmenn þar velja á milli
fisks frá íslandi, Noregi, Færeyj-
um, Kanada, Englandi, Frakk-
landi, Hollandi, Belgíu, Þýzka-
landi, Spáni, Suður-Ameríku, Af-
ríku og svona er hægt að halda
áfram.
Öll sölustarfsemi frá íslandi
kemur okkur til góða og eykur
markaðshlutdeildina, eða heldur
henni við. Það breytir engu á
markaðnum þó fyrirtæki hér
heima séu tuskuð til eins og
krakkar. Framboð og eftirspurn
ræður verðinu.
Framtíðin
Þá er komið að þessari einföldu
en erfiðu spurningu. Af hverju
sækjast fyrirtæki eftir að vera í
sölumiðstöðinni? Engum dylst,
sem til þekkir, að sölustarfsemi
Sölumiðstöðvar Hraðfrystihús-
anna og Coldwater Seafood Corp.,
á sinn stóra þátt í þeirri velmegun
sem á íslandi ríkir og þeir aðilar
sem ekki sjá framtíð í þessum
fyrirtækjum, sjá ekki framtíð á
Islandi.
Ég lít svo á að þessir erfiðleikar
sem við er að etja séu tímabundnir
og að þeir dagar muni koma aftur
þar sem engin vandræði verða við
að selja fisk. Þangað til að sá tími
kemur er óskandi að stjórn SH
leggi refsilögin til hliðar, og snúi
sér heils hugar að markaðsmálun-
um.
Virðingarfyllst,
Sigurður Tómas Garðarsson.
Keflavík.