Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 2
3 4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980 Hornbæirnir séAir úr hliðum Miðdals. Frimannshús til vinstri, Stigshús til hægri. „Þessi kaffikanna var með fyrstu búsáhöldunum okkar hér að Horni“ sagði Hulda, er hún hellti upp á könnuna á gömlu eldavélinni i vinalegu eldhúsinu í Frimannshúsi. reyndar að hún myndi gera alvöru út hótun sinni. Ég var heppin, því á leiðinni fékk ég mjög slæmt í sjóinn og hvort sem það var af því eða ekki þá átti ég barnið mánuði fyrir tímann, en slapp heim í Bol- ungarvík áður.“ — Nú er sagt að harðvítug- ustu galdramenn landsins hafi búið hér áður fyrr á Horn- ströndum og mögnuðustu sendingar allra tíma hafi kom- ið héðan. Er draugagangur hér og urðuð þið ekki vör við eitthvað óvenjulegt á sveimi? „Hér er ekki reimt," svaraði Þorkell að bragði — „en það er sagt að það sé reimt í Látravík. Þar fyrirfór sér maður ekki fyrir svo ýkjalöngu." Líktist geysi- háu orgi — eða hvissi Nokkur þögn varð í kjölfar þessa svars en samt var eins og sjálfgefið, að þetta umræðu- efni yrði ekki látið niður falla. „Það var reyndar í eitt skipti um veturinn, sem við urðum áþreifanlega vör og það svo um munaði," sagði Hulda síðan. „Þetta var um háveturinn, ís- inn svo til landfastur og við óttuðumst komu ísbjarna. Ég sat inni í eldhúsi og Þorkell var hér hinum megin við þilið að mjólka kúna. Kötturinn hafði hringað sig í kjöltu minni og ég man, að ég var að hlusta á framhaldssöguna „Ferðin til Eldorado" — mig minnir m.a.s. að Helgi Hjörvar hafi lesið hana. Þá heyrðist allt í einu gífurlegt hljóð að utan — og hvernig á að lýsa því veit ég ekki — þó var það líkast geysiháu orgi, hvissi eða ein- hverju þvílíku. Mér datt fyrst í hug öskur í ísbirni, þá flaug mér í hug skriðufall. Við ruk- um bæði út á hlað, hann út um fjósdyrnar en ég um bæjar- dyrnar. Við huguðum síðan vel að, en sáum ekkert. Um kvöldið var okkur báðum mjög umhug- að um að byssan væri vel hlaðin og á sínum stað við rúmstokkinn. Við höfum aldrei getað fundið út hvað þetta var, en ekki var það hugarburður, því kötturinn stökk margfalda hæð sína upp úr kjöltu mér og kýrin fór í keng, þar sem Þorkell sat hjá henni. — Voruð þið þá ekki oft hrædd, eftir þennan atburð? „Nei, nei,“ svöruðu þau sam- hljóða. „Hulda var stundum ein heima, er ég fór í Látra- vík.“ „Og þú varst hér aleinn í þrjár vikur um haustið." Sjóræningjaskip? Þorkell er ættaður og bjó á æskuárum sínum í Hornvík og sagðist aldrei hafa orðið fyrir neinu um ævina, sem ekki fannst skýring á, að undan- skildu ofangreindu, sem hann sagðist þó fullviss um að skýr- ing væri fyrir. — En aðeins síðar sagði hann: „Nema jú einu sinni. Það var þegar ég var drengur. Það gengu á þeim tíma margar sögur af sjóræn- ingjum og eitt sinn, er ég var sendur að reka hesta hér hin- um megin við víkina, sá ég kolsvart skip mjdir þöndum seglum sigla inn víkina og hverfa sjónum fyrir leiti. Ég var skelfingu lostinn og þorði mig ekki að hreyfa. Það varð mér til láns að húsbóndi minn kom þar að skömmu síðar og ég sagði honum frá því sem ég sá. Hann reyndi að róa mig og sagði að við skyldum ganga inn víkina og rannsaka málið og ég féllst á það að lokum. Er við komum þar sem sást inn víkina var ekkert að sjá, hvorki skip né nokkuð það sem mér hefði getað glapið sýn. Eflaust hefur þetta verið hugarburður barns í hlaði Frimannshúss. vegna umræðna um sjóræn- ingja og sjóræningjaskip, en mér er sýnin minnisstæð. — Ég man meira að segja vel, að ég sá menn ganga um á þilfarinu." Afkoman enn tengd þessum stað — En síðan hættið þið bú- skap. Var þetta vonlaust? „Við urðum að hætta, vorum með ungbarn og áttum fjöl- skyldur og auðvitað var erfitt að vera hér án eðlilegs sam- bands við umheiminn. Við fluttum heim til Bolungarvíkur og höfum búið þar síðan,“ sagði Hulda. Þau rifjuðu upp sín á milli, hvernig þau höfðu rekið kind- urnar yfir í Lónafjörð, en þangað höfðu þau fengið bát til að flytja þær yfir í Bolungar- vík. „Ég man enn,“ sagði Þor- kell, „að báturínn kostaði 1.400 kr. — það voru miklir peningar þá.“ Þau eiga nú fimm börn og Þorkell hefur stundað sjóinn frá Bolungarvík síðan. „Af- koma okkar var enn tengd þessum stað“ sagði hann. „Það var um 1956 að ég eignaðist trilluna mína. Hún er 50 ára, eða aðeins fimm árum yngri en ég sjálfur. Á henni hef ég aflað okkur lífsviðurværis. Það sem er merkilegt við trilluna er að hún var smíðuð í pakkhúsi, sem var hér rétt fyrir ofan og til hliðar við Frímannshús. Þegar hún var tilbúin var henni rennt niður á skafli út í sjó — þar hefur hún verið síðan og gert það gott.“ — Það örlaði fyrir stolti í rödd Þor- kels. „Þessi trilla var smíðuð af Frímanni sjálfum, snillingnum — handbragðið leynir sér held- ur ekki. Hún heitir Fákur og ber einkennisstafina ÍS 5,“ og hann bendir út um eldhús- gluggann á Frímannshúsi á trilluna, sem togar glatt í festar á víkinni fyrir utan. Tók ofan fyrir björgunum „Ég gerði það fyrir hana að leyfa henni með í þessa ferð — hún er orðin svo gömul. Auð- vitað brást hún ekki venju sinni og bætti við sig þegar við komum fyrir björgin. — Þá stóð ég upp og tók ofan fyrir björgunum — henni til sam- lætis.“ Stolt eiganda góðs fleys leynir sér nú alls ekki í rödd Þorkels. — Hvað með framtíðina, — hyggið þið á endurtekningu ævintýrisins? Þorkell svaraði strax og sagðist aldeilis geta hugsað sér að endurtaka þetta. „Eg gæti t.d. vel hugsað mér að taka við af honum Jóhanni á Horn- bjargsvita. Faðir minn var þar vitavörður frá 1935 til stríðs- loka og ég veit a.m.k. af eigin reynslu héðan hvað ég væri þá að fara út í.“ Hulda tók undir orð manns síns og sagðist vel geta hugsað sér eitthvað slíkt. Hvort þau hjónin verða ábú- endur á Hornströndum á ný kemur í ljós, en er ég kvaddi þau í hlaði Frímannshúss, sagði Hulda: „Ég hef oft hugs- að um hversu heimskulegt það var af mér að halda ekki dagbók þarna um árið. Ef ég hefði gert það hefði ég áreiðan- lega getað sagt þér miklu meira. Það gerist svo margt á éinu ári.“ „Eitt sem oss bindur“ Fróðlegt hefði áreiðanlega verið að glugga í þá dagbók, ef rituð hefði verið, og þá eflaust fengizt nánari skýring á órjúf- anlegu sambandi þessara ágætu hjóna við afskekkt landsvæði og þau sjálfráðu öfl, sem fylgja ægifagurri náttúru Hornstranda. Náttúruunnand- inn og stórskáldið Einar Bene- diktsson tjáði tilfinningar sín- ar til Fróns í samnefndu kvæði og segir þar m.a.: „Það er eitt sem oss bindur — að elska vort land.“ Ódulda lotningu mátti skynja í orðum og lýsingum þetta sumarkvöld í eldhúsi Frímannshúss að Horni. Þó var enga eftirgjöf að finna — aðeins ákveðni í að takast á við og lifa í sátt við það, sem sambúð við slík náttúruöfl hlýtur að hafa í för með sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.