Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980 ' Tváv 1 MORödM-vV^ KArr/NO V ? ((» _____________ö Hér stendur að heimilisfólkið hafi heyrt að von sé á ferðaman- nahópi norðan frá íslandi. Hafi fjolskyldan þvi fluð til fjalla! ást er... ... að hvísla að hon- um gamla gælunafn- inu hans. TM Reg U.S Pat Ott -all rtghts rMtrwd • 1978 Los Angetes Tim« Syndtcsf Kjaftæði er þetta í þér. — Við eigum að fara til hægri, hér! Þekktur prpdikari heimsækir ísland BRIDGE Umsjón: Péll Bergsson Bandarikjamenn eiga fjöldann allan af afhragðs bridgespilur- um. Og margir þeirra hafa at- vinnu og lífsviðurværi sitt af spilinu ýmist með þvi að skrifa bækur og fyrir hin og þessi blöð eða einfaldlega bara spila. Austur gaf, austur og vestur á hættu. Norður S. DIO H. 97 T. G953 L. ÁG876 Vestur Austur S. 642 S. KG95 H. Á83 H. KD1062 T. D1062 T. K7 L. KD3 Suður S. Á873 H. G54 T. Á84 L. 1094 L. 52 Mjög þekktir og reyndir marg- faldir heimsmeistarar voru með spil norðurs og suðurs en austur varð sagnhafi í 4 hjörtum eftir að fram hafði komið í sögnum, að hann átti fjórlit í spaðanum en fleiri spil í hjartanu. í suður var Eisenberg, banda- rískur og af mörgum álitinn best- ur þar í landi og þó víðar sé leitað. Hann spilaði út lauftíu, kóngur og ás. Norður skipti strax í spaðatíu, austur lét gosann og Eisenberg kallaði með sjöinu, ástæðulaus spandans eins og síðar kom í ljós. Sagnhafi tók 3 slagi á tromp og spilaði spaða frá blindum, drottn- ing, kóngur og ás. Suður spilaði laufi, drottning, og þegar sagnhafi spilaði næst tígli á kónginn gaf suður af einhverri ástæðu, sem hann þekkir eflaust emn. Þessu næst tók austur slagi sína á tromp. Þegar 4 spil voru eftir á hendi átti sagnhafi S. 95, H. 10 og T. 7 og í síðasta trompið varð suður að láta frá S. 83 og T. Á8. Hann lét tíguláttuna því vonlaust var að láta spaðann en fékk þá næsta slag á tigulásinn og varð að gefa sagnhafa tvo síðustu slagina á spaðaspilin. Slétt unnið. Sjá má af þessu spili, að það eru fleiri en byrjendur sem gera villur. En heimsmeistaravillurnar tvær í þessu spili voru af því tagi, að viðvaningur sleppti þeim fyrir- hafnarlaust. SÆNSKI trúboðinn Rolf Karlsson heldur samkomur f Filadelffu f Reykjavfk dagana 10.—14. sept- cmber n.k. Hefjast samkomurnar kl. 20 öll kvöldin. í frétt frá Fíladelfíusöfnuðinum segir m.a.: „Roif er þekktur trúboði víða um heim. Saga hans og starf hefur vakið verðskuldaða athygli og samkomur hans eru alls staðar mjög fjölsóttar. Lifandi boðun og áhrifa- rík fyrirbænaþjónusta einkennir samkomurnar. Mjög margir hafa reynt áhrifamátt bænarinnar sjúkir læknast, sundruð heimili sameinast og vonlausir eignast nýjan lífsþrótt og lífstilgang í trúnni á Jesúm Krist. Þetta vekur því meiri eftirtekt því Rolf Karlsson á sjálfur þungan kross að bera. Hann veiktist ungur af sykursýki og missti síðar sjónina af hennar völdum." Rolf Karlsson hefur skrifað bók um lífsreynslu sína og heitir hún „Ljós í myrkri". í tilefni af komu Rolfs hingað hefur trúboðsstofnun hans gefið tíu þúsund eintök af bókinni til dreifingar í Reykjavik og nágrenni. Næstu daga verður gengið í hús og bókin afhent þeim sem hana vilja þiggja. Samkomur Rolfs hér á íslandi eru liður í herferð Hvítasunnumanna, „ísland fyrir Krist „1980“. Bók Rolf Karlssons heitir „Ljós i myrkri“ og verður henni dreift í Reykjavik næstu daga. Myndin á hókarkápunni er af Rolf sjálfum. Prýðilegt erindi Velvakandi góður. Ég get ekki stillt mig um að senda Árna Helgasyni símstöðv- arstjóra í Stykkishólmi, bestu kveðjur og mikið þakklæti fyrir prýðilegt erindi um daginn og veginn sl. mánudagskvöld. Þetta voru orð í tíma töluð. Það fer ekki fram hjá neinum sem hlustar á Árna eða les greinar hans með athygli, að hann er heilshugar í hverju því máli sem hann fjallar um. Ábendingar hans eru ávallt jákvæðar og heilsteyptar. Máltæk- ið segir. Vinur er sá er til vamms segir. Hann er athugull maður, og kemur því vel til skila sem hann vill segja án undansláttar. Hann dregur ekki dul á hvern hann trúir og frá hverjum sé hjálpar að vænta í öllum vanda. Heilum skal hollráðum til skila koma og taki hver til sín það sem honum má til hagnaðar verða. Svo skal einnig þegar um er að ræða efni sem send eru á öldum ljósvakans, ekki síður en það sem á þrykk er sett. Fiiippia Kristjánsdóttir. • Af hverju ekki að njóta rigninga og sólar? Jakob skrifar: Kæri Velvakandi. Oft hefur mér undanfarið verið hugsað til veitingahúsaeig- enda hér í borg. Mér virðist sem þeir séu alls áhugalausir, eða hreinlega uppgötvi ekki gróða- leiðina. Eins og við Reykvíkingar vitum hefur veðrið alveg leikið við okkur í sumar, og það hefur verið yndislegt að ganga um bæinn, sjá aðra og sýna sig. Það eina sem raunverulega vantar eru úti- kaffihúsin. Væri nú ekki einhver veitingahússeigandi til í að setja regn- og vindtjald yfir gangstétt- ina hjá sér og setja út borð og stóla, græða á tá og fingri og selja kaffi o.fl. Eða t.d. þar sem úti- markaðurinn er á föstudögum, af hverju væri ekki hægt að setja borð og stóla á torgið og selja veitingar annað hvort frá Hress- ingarskálanum, Kaffitorginu eða Ofursti Ingrid Lyster Aðalritari Hjálpræðishersins heimsækir ísland AÐALRITAI, næst-æðsti yfir- maður Hjálpræðishersins í Nor- egi, Færeyjum og á íslandi ofursti Ingrid Lyster dvelur á tslandi dagana 25. ágúst til 2. september. Lyster tók við aðal- ritarastarfinu 17. nóvember 1979 og er þetta því í fyrsta skipti sem hún kemur hingað. Ofursti Ingrid Lyster hefur starfað sem foringi í Hjálpræðis- hernum frá árinu 1947. Var hún m.a. um skeið ritstjóri við norska Herópið. Árið 1953 fór hún til Nígeríu sem trúboði og til Ród- esíu 1958 og þar starfaði hún til ársins 1976, mest allan tímann sem skólastjóri. í Reykjavík verður ofurstinn á almennum samkomum þriðjudag 26. ágúst og mánudag og j)riðju- dag 1. og 2. september. A Isafirði verða samkomur miðvikudag og fimmtudag 26. og 27. ágúst. A Akureyri verða samkomur 29., 30. og 31. ágúst og verður þar jafn- framt hermannamót. Ofursti Ingrid Lyster verður aðalræðu- maður á þessum samkomum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.