Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980 47 Vinnsla í frystihúsi. Furðusögur, sem eiga ekki rétt á sér Stöðugt berast í fjölmiðlum fréttir af samdrætti á bandarísk- um mörkuðum. Vissulega er það rétt að sala hefur dregist nokkuð saman, að minnsta kosti á sumum tegundum. Hitt er þó rétt að hafa í huga, að sala okkar árin á undan hefur aukist mikið. Eðlilegt er að menn velti fyrir sér hvers vegna samdráttar gætir nú. Til eru þeir sem halda því fram, að gæði framleiðslu okkar hafi minnkað. Þetta tel ég ekki rétt vera. í því sambandi má nefna, hve aðbúnaður allur í frystihúsun- um hefur breyst til mikils batnað- ar. Teknar hafa verið í notkun kæligeymslur fyrir ferskan fisk. Verkun fisks um borð í skipum er betri en áður var. Gæðaeftirlit hefur verið stórbætt og þannig má lengi telja. Furðusögur og æsi- fréttir, er miða að því að læða því inn, að framleiðsla okkar sé á hraðri niðurleið hvað gæði snertir, eiga örugglega ekki rétt á sér og maður hlýtur að hafa leyfi til að spyrja; hvaða málstað slíkur málflutningur þjónar? Er ekki að minnsta kosti líklegt að keppi- nautar okkar erlendis fagni þess- um hjáróma röddum ofan af íslandi. Hitt er það, að keppinautar okkar eru harðir í horn að taka og við þurfum að halda vöku okkar í hvívetna. Undanfarið hefur fram- boð á ódýrari fiski til að mynda frá Suður Ameríku aukist. Fisk- framleiðendur í þessum ríkjum geta leyft sér að undirbjóða okkur, og nýta sér lág laun í heimalönd- um sínum í því skyni til hins ýtrasta. En samkeppnisaðstaða okkar er líka erfið af öðrum sökum. Sjávar- útvegur og fiskiðnaður margra erfiðustu keppinauta okkar er styrktur með opinberum framlög- um er nemur hrikalegum upp- hæðum. Ríkisstjórnir ýmsra Evrópu- landa styrkja þessar atvinnu- greinar með fjárframlögum beint eða óbeint. Þá er með aðgerðum stjórnvalda í Kanada unnið að því skipulega að endurreisa útgerð og fiskiðnað á austurströnd landsins. Vegna þessara styrktaraðgerða, eiga þessir keppinautar okkar auðveldara með að bjóða fisk á lægra verði en við. Þá er líka mikilvægt að gera sér grein fyrir að efnahagsástand í Bandaríkjun- um er örðugt um þessar mundir. Verðbólga jókst mjög á misserun- um á undan. Hún virðist nú nokkuð á undanhaldi vegna strangra peningamálaaðgerða þarlendra stjórnvalda. Á hinn bóginn fer atvinnuleysi vaxandi. Augljóst er að þegar harðnar á dalnum, munu Bandaríkjamenn skera fyrst niður neyslu á hinum dýrari matvælum. íslenskur fisk- ur, er seldur hærra verði en gerist og gengur með slíkar vörutegundir og því er ekki óráðlegt að ætla, að samdráttur bitni á okkur. Enn- fremur er þess líka að gæta, að við höfum lagt áherslu á að selja fiskinn á veitingastaði og mötun- eyti, sem gefið hafa bestu verð. Vegna samdráttarins og ekki síst vegna hækkandi bensínverðs, hlífa Bandaríkjamenn sér við að fara út að borða. Þetta eykur á erfiðleika kaupenda okkar, sem kunna að halda að sér höndum af þeim sökum. Markaðsmálin Þegar ekki gengur allt eins og best verður á kosið, er ekki óalgengt að menn reyni að finna sökudólg. Þetta á líka við um þá erfiðleika sem um hríð hafa hrjáð undirstöðuatvinnugrein okkar, sjávarútveginn. Því er ekki að neita, að okkur sem við þennan atvinnuveg vinnum, finnst að fleiri spjótum sé að okkur beint en oft áður. Þetta á ekki síst við um markaðsmálin. Ég vil nú í lok þessa erindis víkja að nokkrum þessara atriða. 1. Sumir segja einfaldlega að sölusamtök okkar hafi staðið sig illa. Fráleitt er að halda slíku fram. Samanburður á verði okkar afurða og verði annara þjóða, sýnir það svo ekki verður um villst. Sem dæmi má nefna, að verð á 5 punda þorskflökum kanadískum, var 1,15$ til 1,27$ í ársbyrjun 1979 og um síðustu áramót hafði það hækkað upp í 1,25$ til 1,35$, fyrir sömu pakkn- ingu. Til samanburðar, þá greiddi Coldwater, íslenska fyrirtækið í Bandaríkjunum 1,60 Bandaríkja- dali fyrir sömu vöru. Við íslendingar miðum okkur gjarnan við Færeyinga. Það er athyglisvert, að Coldwater Sea- food Corporation annast sölu á öllum frystum fiski sem fyrirtæk- ið Föroya Fisksalan framleiðir fyrir bandaríska markaðinn. Fyrir nokkrum árum seldi bandarískt fyrirtæki fiskinn fyrir Færeyinga. Færeyingar sögðu hins vegar upp samningi sínum við hið banda- ríska fyrirtæki og sneru sér til íslendinga. Ástæðan var einfald- lega sú, að þeir töldu að íslend- ingar næðu þestum árangri. 2. Annað atriði sem gagnrýni vekur er, að Islendingar hafi „lagt um of á eina hönd í markaðsmál- um“, eins og nýlega var komist að orði í blaði nokkru. Þessum er til að svara að auðvitað höfum við lagt mest upp úr bandaríska markaðnum. Þar er verðin hæst og fyrir þjóð er byggir lifsafkomu sína svo mjög á út- flutningi á frystum fiski, ríður á mestu að fá sem mest fyrir afurðirnar. í þessu sambandi vil ég líka kalla til vitnis mann, sem vissulega telst hafa vit á málunum og getur örugglega talist hlutlaus dómari hér um. Þetta er Peter Hjuul ritsjóri bresku tímaritanna Fishing News International og Fish Farming International, sem hvort á sinn hátt teljast í fremstu röð sjávarútvegstímarita í heim- inum, enda keypt um viða veröld, þar á meðal af mörgum íslending- um. Mr. Hjuul sagði í viðtali við Morgunblaðið, 13. júli siðastliðinn, er hann var spurður að því hvort íslendingar hefðu sinnt banda- riska markaðnum um of: „Alls ekki“, svaraði hann. — „Það er eðlilegt að þið hafið lagt áherslu á Bandaríkjamarkað. Þið viljið eðli- lega fá eins hátt verð fyrir afurðir ykkar og kostur er. Og þið hafið mjög góiða markaðsstöðu í Banda- ríkjunum. Þetta má þakka frá- bærri vöru, vetri vöru en aðrir geta boðið. Þið Íslendingar hafið byggt upp mjög öflugt og virkt sölukerfi, svo jafnvel að aðrar þjóðir dást að og vilja líkja eftir. Romeo Blanc, sjávarútvegsráð- herra Kanada, sagði fyrir skömmu, þegar hann var að ræða um markaðsmöguleika Kanada- manna í Bandaríkjunum og hvernig bæri að efla þann markað, að hann vildi að Kanadamenn fylgdu fordæmi íslendinga í upp- byggingu sölukerfisins." Mér finnst ástæða til að leggja áherslu á þessi orð ritstjórans og vekja athygli á ummælum Romeo Blan; sjávarútvegsráðherra Kanada, sem er helsta samkeppn- isþjóð okkar á mörkuðum vestan hafs. Bandaríski markaðurinn hefur af eðlilegum ástæðum verið okkur mikilvægastur. Jafnframt því að sinna honum, höfum við Islend- ingar lagt áherslu á að renna fleiri stoðum undir fiskútflutning okkar, með eflingu markaða í Vestur-Evrópu. Um þessar mund- ir eru Englendingar næst stærstu kaupendur okkar á frosnum fiski. Einungis Bandaríkjamenn kaupa meira magn af okkur en þeir. , Undir högg að sækja Þegar rætt er um markaðsöflun í Vestur-Evrópu, þarf að skoða þau mál í samhengi. Öll stærstu ríki Vestur-Evrópu eru nú innan Efnahagsbandalags Evrópu. Þar á meðal Bretland, Vestur-Þýskaland og Frakkland. íslendingar, sem standa utan Efnahagsbandalags- ins, áttu undir högg að sækja um innflutning til Efnahagsbanda- lagsríkjanna. Með undirritun samnings við EBE, breyttust þó aðstæður. Þó var sá hængur á, að klásúla 6 í samningnum, féll því aðeins niður, að fiskveiðideilur okkar við aðildarrríki bandalags- ins hefðu verið til lykta leiddar. Þetta er flestum okkar líklega í fersku minni. Fyrir vikið áttum við undir högg að sækja með markaðsöflun í Vestur-Evrópu. Landhelgisdeilur íslendinga og Breta á árunum 1972 til 1976 höfðu mjög slæm áhrif á sölur frystra sjávarafurða til Bretlands á þessu tímabili. Sem dæmi má taka, að aðeins voru fluttar út 1259 smálestir af fiskflökum og fiskblokkum til Bretlands árið 1976. Frá því að þorskastríðum við Breta lauk það ár, hafa orðið algjör stakkaskipti. Á síðasta ári, voru fluttar út 14.847 smálestir af fiskflökum og fiskblokk til Bret- lands. Útflutningurinn til Bretlands á þessu sviði hefur því nærri tólf faldast á fjórum árum. Slíkt hlýtur að teljast góður árangur. Svo virðist sem margir gæli við þá hugmynd að Evrópumarkaður- inn komi því sem næst í stað Bandaríkjamarkaðarins. Slíkt er auðvitað fjarstæða. Auk þess sem verð er hagstæðast vestan hafs, þá er rétt að hafa í huga að vestur evrópski fiskmarkaðurinn lýtur öðrum lögmálum en hinn banda- ríski. í Bandarikjunum búa 220 milljónir manna. í Bretlandi, okkar næst mikilvægasta útflutn- ingslandi á sviði sjávarútvegs, búa 55 milljónir. Þá er það ekki siður mikilvægt, að íbúar Stóra Bret- lands og einnig Vestur-Þýska- lands kjósa yfirleitt ferskan fisk, frekar en frystan, ef þeir eiga völ á hinu fyrrnefnda. Þessar þjóðir hafa þróað með sér neysluvenjur og það vita allir, að enginn hægðarleikur er að breyta slíku. Þá er þess líka að minnast, að mörg Evrópulönd eiga fullkomna fiskiskipaflota og afla mikils fiskjar sjálf. Norðursjórinn hefur að geyma einhver auðugustu fiski- mið í heimi, sem þessi lönd nýta. Einnig skyldu menn hafa í huga, að fiskneysla hefur dregist saman í Vestur Evrópu á síðustu árum. Mikið framboð er á ódýru kjötmeti og ferðir Evrópubúa suður um lönd í orlof, hafa leitt til minnk- andi eftirspurnar eftir fiski. Þannig er hætt við að evrópskir fiskmarkaðir verði ekki sú gull- náma, sem margir vilja gefa í skyn. Um aðra markaði mætti hafa mörg orð einnig. Ég vil einungis geta þess, að markaðir í Austur Evrópu og Sovétríkjunum hafa verið okkur góð búbót. Þeir hafa tekið við talsverðu magni af karfa, grálúðu, löngu, keilu, ufsa og fleiru, jafnframt sem þangað hefurverið seldur heilfrystur fisk- ur. Um mikilvægi þessa markaðar deila menn. Víst er, að hlutdeild Sovétmanna og Austur- Evrópu- manna í heildar fiskútflutningi okkar hefur minnkað mjög á síðustu árum, en engu að síður er það skoðun frystihúsamanna, að við þurfum á öllum okkar fisk- mörkuðum að halda nú. Einnig má minna á verulegan útflutning til Japans. Annars má segja það um fisk- útflutning okkar, að þar virðast tvenns konar markaðir mögulegir. Hinir fyrri eru í þróuðum iðnríkj- um, sem geta keypt fiskinn á háu verði. Þar höfum við íslendingar haslað okkur völl og þekkjum vel aðstæður. Hins vegar eru það markaðir í þróunarríkjum. Þar er eflaust hægt að finna markaði. En einungis fyrir mjög ódýran fisk. Við höfum ekki hingað til hagnýtt slíka markaði, enda hæpinn ávinningur af þeim. Að minnsta kosti ef það er vilji okkar að halda uppi svipuðum lífskjörum og í nágrannalöndum okkar. 3. Að Iokum langar mig til að víkja stuttlega að þeim röddum sem segja, að við höfum ekki fullnýtt framleiðslu okkar nægj- anlega. Ég vék að því fyrr i ræðu minni að lang mestur meirihluti frysts fisks, væri settur í neytenda- pakkningar svokallaðar. Þessar pakkningar eru í raun og veru fullunnar og þannig er þeim skilað til kaupenda okkar. Sannleikurinn er því sá, að mikill meirihluti þess fiskjar, sem sendur er á Banda- ríkjamarkað, er fullunnin vara. Sumir spyrja hvort ekki mætti þó ganga skrefi lengra. Hvort ekki mætti steikja fiskinn hér og senda hann þannig úr landi á enn hærra verði. Á þessu eru nokkur tor- merki, því miður. I fyrsta lagi þyrftum við að fiytja inn öll hráefni til steikingarinnar, önnur en fiskinn. Olíu og rasp yrðum við að kaupa frá útlöndum. Þetta getur numið allt að 30% af magninu. I öðru lagi myndu hljót- ast af geymsluvandamál. Steiktur fiskur þolir verr geymslu en ósteiktur og tekur meira pláss í frystigeymslu og við flutning, auk þess sem margs konar ný vanda- mál sköpuðust, við geymslu og flutning á honum. Síðast en ekki síst, er þess að geta, að tollar eru mismunandi eftir framleiðslustigi fisksins. Sölusamtökin fylgjast þó gaumgæfilega með framvindu og munu áreiðanlega stuðla að auk- inni úrvinnslu fisksins hér heima, eftir því sem markaðsaðstæður og skilyrði heima og erlendis segja til um. Ég held einnig að úrvinnsla vaxi mikið á ýmsum þeim fiskteg- undum sem nú eru lítið unnar. Ég nefni t.d. loðnu, síld, skelfisk og kolmunna. Ég held, að fiskvinnsla bjóði hundruð eða þúsundir nýrra at- vinnutækifæra árlega á næstu árum og verði fær um að greíða laun á við aðrar atvinnugreinar. Að sjálfsögðu er þetta háð því, að við kunnum fótum okkar forráð í efnahagsmálum. Ég held t.d. að núverandi vaxta- byrði fyrirtækja sé slík, að hún standi í vegi fyrir eðlilegri og sjálfsagðri tækniþróun. Ef við ekki fylgjumst með tækniþróun, verðum við ekki færir um að greiða eðlilegt kaupgjald. Það mun m.a. leiða til þess, að þrótt- mikið hæfileikafólk mun leita til annarra landa. Slíkt viljum við ekki. Hafa staðið fyrir sínu Góðir fundarmenn. í gömlum vísuparti segir: Þetta land á ærinn auð ef menn kunn’ að not’ ann. Þetta eru orð að sönnu. Við búum yfir þeim auðlindum og landkostum, að hér höfum við byggt blómlegt og búsældarlegt land. Fólkið í landinu er duglegt og eljusamt og hefur áður sýnt, að það gefst ekki upp þó vindurinn blási í fangið. Islendingar hafa líka sannað, að i samkeppni við stórþjóðirnar hafa þeir staðið fyrir sínu. Útflutningur sjávaraf- urða er glæsilegt merki um það. Þó ýmislegt bjáti nú á, tel ég ekki ástæðu til svartsýni. Ég trúi því staðfastlega, að okkur auðnist að rata úr þeim ógöngum, sem efnahgslíf okkar er í. Sjávarútveg- ur okkar býður upp á marga og mikla möguleika. Éf rétt er staðið að málum og honum leyft að dafna á eðlilegan hátt, er engin hætta á öðru en að okkur farnist vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.