Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980 y f irgef ur aldrei neinn stað að f ullu££ hver það nú er, sem munnmælasag- an segir að gangi aftur í húsinu. „Þú yfirgefur aldrei neinn stað að fullu* Hitt er svo annað mál, að þeir, sem einu sinni bjuggu í húsinu, yfirgáfu það aldrei," sagði Roll með áherslu og var ekki laust við að færi um blaðamann þarna á dimm- um gangi Háskólans, en þar fór viðtalið fram. „í rauninni eru engin skil milli hins andlega sviðs tilver- unnar og efnisheimsins og ekkert, hvorki menn né hlutir, er til sem afmörkuð heild. Þú ert víxlverkun (an interaction) og verður ekki aðskilinn frá umhverfi þínu. Þarna er munur á túlkun sálfræðinga og dulsálarfræðinga. Venjulegur sál- fræðingur myndi segja að mann- eskja væri sjálfstætt, lokað kerfi að viðbættum þeim þáttum, er móta skapgerð og atferli, s.s. fjöl- skylduhagir og atvinna. En dulsál- Háskúli Islands, en þar þinguðu dulsálarfræðingar á dögunum. „f þessu húsi, líkt og öllum húsum, er minni, sem geymir allt, er í því hefur gerst og allir sem þangað hafa komið, hafa skilið eitthvað eftir sig,“ segir William Roll m.a. í viðtalinu, sem blm. Mbl. tók við hann í H.í. arfræðingurinn heldur því fram að manneskjan sé ekki til sem heild, heldur er allt tengt, eins og líffæri líkamans eru hluti af stærra líf- færakerfi, sem er líkaminn. Og það eru þessi tengsl milli fólks, sem eru höfuðviðfangsefni dulsálarfræð- innar. Samkvæmt þessu skilur fólk allt- af eitthvað eftir af sjálfu sér í öllu, sem það kemur nálægt. Miðill þarf t.d. alltaf að hafa eitthvað í höndunum sem hefur tilheyrt við- komandi manneskju, ef hann á að geta myndað einhver tengsl við umhverfi hennar. I þessu húsi, sem við erum nú stödd í, hefur fjöldi manna lifað og hrærst í tímans rás og einhverjum, sem hefði yfirskil- vitlega skynjun til að bera, gæti jafnvel þótt óþægilegt að koma hér, því þótt húsið sé næsta mannlaust, sem stendur, er í því nokkurs konar minni, sem geymir allt, sem hér hefur fram farið, líkt og í öllum húsum. Skilningurinn á dulsálar- fræði fer batnandi og einkenni hennar eru að verða þau sömu og hefðbundinnar sálarfræði og með tímanum dregur æ nær með þess- um greinum sálfræðinnar. En sem dæmi um þessi algildu tengsl, sem við vorum að ræða, má taka úr, sem hætta að ganga á því augna- bliki þegar eigandinn deyr, þótt maðurinn liggi e.t.v. á sjúkrahúsi, fjarri heimkynnum sit(um og hafi skilið úrið sitt eftir heima. Tengslin eru alltaf til staðar, þau koma bara ekki alltaf fram. „Engir tveir sjá það sama“ Þótt tengsl milli fólks og efnis- og andlegra fyrirbæra séu ekki einstaklingsbundin, er skynjunin það. Eða réttara sagt, tengsl minn- is og skynjunar. Þó að tvær mann- eskjur sjái draug, (an apparition) á sama stað og tíma, sjá þær alls ekki það sama. Einn sæi e.t.v. gamia konu, þar sem annar þættist sjá ungan negra. Flokkunarkerfi hugans er ekki það sama hjá tveimur einstaklingum, við hljótum ósjálfrátt að miða við eigin reynslu og skynjun. Það sem þú sérð er það sem þú ert og reimleikar eru víxlverkun (an int- eraction; orð, sem Roll er mjög tamt að nota orðum sínum til áréttingar og útskýringar) milli manneskju, sem sér hluti og þess, sem hún sér. Til dæmis verður sýnin yfirleitt ekki ógnvekjandi fyrr en viðkom- andi er orðinn hræddur og leggur þeim, eða því, sem hann sér til einhvern skaðlegan ásetning. I rannsóknum okkar á húsum sem reimt er í (haunted houses) leitum við að ferli. Við gerum uppdrátt af húsinu, skiptum hon- um í jafna fernina og biðjum íbúana að merkja staðina, sem þeir telja sig hafa orðið vara við, þ.e. séð, eitthvað eða einhvern. Síðan höfum við farið með fólk, sem býr yfir skilvitlegri næmni (E.S.P) í húsið og beðið það, að aflokinni dvöl í husinu, að gera slíkt hið sama. Aðkomufólkið, sem gætt var E.S.P., merkti undantekningarlítið við nákvæmlega sömu staðina í húsinu og íbúarnir höfðu gert, en það, sem það hafði orðið vart við, tók á sig allt aðrar og ólíkar myndir en sýnir fjölskyldunnar, sem bjó í húsinu og yfirleitt ekki þær sömu hjá neinum tveimur einstaklingum, hvort sem um að- komu- eða heimafólk var að ræða. „Vita þau að þau eru þarna?“ Er hér var komið sögu, lék blaðamanni forvitni á því að kynn- ast viðhorfi Rolls til víxlverkanna, sem honum hafði orðið svo tíðrætt um. Þ.e. hvort svipir og annað þvíumlíkt, sem fólk telur sig verða vart við, væru eingöngu einhvers konar „víxlverkun" milli sjáandans og umhverfis hans, eða hvort væri, að hans dómi, um að ræða eitthvað sjálfstætt vitundariíf hjá því, eða þeim, sem fólk sér. „Það er úrslitaspurningin", sagði Roll,„og mín skoðun er sú, að þau geri það, þegar þau eru hér á meðal vor. En meðvitund er ekki það sama og persónuleiki, sbr. svefn. Þú ert eitthvað allt annað þegar þú sefur en þegar þú vakir, vitundin er til staðar, en hún er á allt öðru stigi og það sem þú telur vera þinn persónuleika, er afskap- lega síbreytilegt og afstætt hugtak, sem að mínum dómi á ekki rétt á sér sem afmörkuð heild. Svefninn er gott dæmi um það hvernig vitundin lifir sjálfstæðu lífi og hvers vegna skyldi það líf ekki halda áfram, í einhverri mynd, eftir dauðann, þegar tengsl allra hluta eru jafn víðtæk og mér finnst raun bera vitni?” „Tuttugu og tvö andlit Evu“ „Svo við minnumst aftur á „polt- ergeist", ærslanda, þá er það hlið- stætt því að hafa „dulinn persónu- leika". Munurinn er sá, að „polter- geist“ kemur fram í efnisheimin- um, en dulinn persónuleiki skýtur upp kollinum í sálarlífi fólks. Minni og vitund skrá allt, sem við upplifum, og þó við höfum tilhneig- ingu til að bæla niður innra með okkur, það, sem við viljum síður muna, þýðir það ekki að það hverfi úr vitundinni. Það lifir áfram í undirmeðvitundinni og hættan er sú að það fari að lifa sjálfstæðu lífi, án þess að við gerum okkur grein fyrir því og skjóti síðan upp kollinum í formi „dulins persónu- leika“. Eitt frægasta dæmi um slíkt, sem sögur fara af, er tilfelli bandarísku konunnar Chris Sizem- ore, sem þekktari er undir nafninu „Eva“ (margir muna eflaust eftir kvikmyndinni „Þrjú andlit Evu“, sem sýnd var í íslenska sjónvarp- inu á dögunum). „En hún bjó ekki yfir þremur ólíkum persónuleikum, eins og fram mun hafa komið í kvikmynd- inni, sem um hana var gerð, heldur börðust tuttugu og tveir persónu- leikar um völdin í sál hennar. Ég~ hef átt mörg samtöl við þessa konu, en hún er nú 54 ára gömul og „fann sig“, fyrst fyrir sex árum, þ.e. hennar eigin persónuleiki náði að lokum yfirhöndinni, en honum hafði hún glatað tveggja ára göm- ul. Chris Sizemore er því aðeins átta ára gömul, þ.e. hennar upp- runalegi persónuleiki hefur aðeins verið til staðar í átta ár af þeim fimmtíu og fjórum, sem hún hefur lifað. Auk bókarinnar „3 Faces of Eve“, eftir Corbett Thigpen, sem kvikmyndin var byggð á, hefur Elen Pittillo skráð ævisögu Chris, eftir frásögn hennar sjálfrar og nefnist hún „I’m Eve“. „Ekkert er heild“ Flestir persónuleika „Evu“ háðu harðvítuga valdabaráttu, en þó var misjafnt hve mikið þeir vissu hvor um annan. Þeir „dóu“ ekki allir á einu bretti, heldur hver af öðrum og var sumra sárt saknað af þeim sem eftir lifðu! Stundum komu líka aðrir í þeirra stað, en í raun voru þetta allt hlutar af „Evu“ því, eins og ég sagði áðan, er enginn afmark- aður persónuleiki til, heldur er svona fyrirbæri afleiðing af því að eitthvað, sem við óskum ósjálfrátt að afmá úr vitund okkar, grefur um sig í undirmeðvitundinni og tekur sig síðan upp, með fyrrgreindum einkennum. Saga Evu er að vísu eitt svæsnasta dæmið um slíkt, en ýtarlegar rannsóknir á tilfelli hennar styðja kenninguna. í ljós kom, að er Eva/Chris var tveggja ára varð hún vitni að tveimur óhugnanlegum atvikum. Annað var þegar hún sá mann drukkna í vatninu, sem var við heimabæ hennar og hitt þegar hún var stödd í sögunarmyllu, skammt frá heim- ili sínu og sá þann hroðalega atburð gerast að maður, sem þar var við vinnu, lenti í sögunarvél- inni og búkurinn hjóst í tvennt. Eftir þetta fóru „duldu persónu- leikarnir" að skjóta upp kollinum, að mínum og margra dómi, afleið- ing af ósjálfráðri niðurbælingu barnsins á minningunni um þessi atvik. Þetta er eins og með húsin, sem „reimt“ er í, ekkert sem einu sinni hefur tekið sér bólfestu í huga manna, víkur þaðan aftur og stundum leitar það sem síst skyldi upp á yfirborðið, þó að einkennin geti verið með ýmsum hætti. „Landamæri vit- undarinnar44 Er blm. spurði hvernig á því stæði, fyrst tengls milli manna og hluta væru jafn sterk og William Roll vill meina, að hugarorka hvaða einstaklings sem væri, gæti ekki leyst úr læðingi þau fyrirbæri, sem greint hefur verið frá hér að framan. Svaraði Roll því til, að „vitundarveggur", („wall of con- ciousness"), sumra væri „lægri“ en annarra. „Við vitum ekki af hverju,“ sagði Roll, „en svo virðist, sem „landamærin“, (ego-boundar- ies), sem við drögum ósjálfrátt í kringum okkur, séu óskýrari hjá sumum en öðrum. Hvað veldur liggur ekki fullljóst fyrir, en til- raunir, sem gerðar hafa verið, sýna að dáleiðsla og íhugun stuðla að því að brjóta niður þennan „vegg“, sem vitundin hefur reist og gera fólk næmara fyrir yfirskilvitlegri skynjun. Er hér var komið sögu, var viðtalinu eiginlega lokið. En blaða- maður varð samferða William Roll út úr háskólabyggingunni, húsinu, sem enginn, er inn í það hefur stigið fæti yfirgefur að fullu, frek- ar en önnur hús, að því er Roll heldur fram. Talið snerist að sjálfsögðu um hin ýmsu dularfullu fyrirbæri, sem flesta fýsir að fá skýringu á, hverrar skoðunar, sem þeir kunna annars að vera um þá hluti, sem Roll og samstarfsmenn hans hafa helgað starfsaldur sinn. Spjallið snerist m.a. um fjarhrif, en þau voru töluvert til umræðu á þinginu og hvort Roll hefði trú á því, sem sumir vilja halda fram, að hægt sé, með hugarorku einni saman, að hafa áhrif á fólk, sem e.t.v. er statt í órafjarlægð og fá það til að framkvæma hluti, sem það hefði ekki gert ella. (Gætu jú komið sér vel fyrir ýmsa). „Vissu- lega er það hægt,“ sagði Roll, „ en aðeins að vissu marki. Eins og mér hefur orðið tíðrætt um, er ekkert til sem afmörkuð heild og því hlýtur árangurinn af slíkri tilraun að ákvarðast af fleiri þáttum en ásetningi þess, sem hana fram- kvæmir. Tökum sem dæmi að ef ég reyndi að beita fjarhrifum til að fá manninn, sem gengur þarna á undan okkur til að taka ofan hattinn," sagði Roll og benti á mann, sem gekk u.þ.b. 30 m á undan okkur, „þá ... “ í þessu sneri maðurinn sér við, brosti, bar höndina upp að hattbarðinu og lyfti hattinum. Hefur e.t.v. verið einn af þátttakendum ráðstefnunn- ar og borið kennsl á starfsbróður sinn, eða hvað? Allt um það var þetta ekki óviðeigandi endahnútur á samtali við William Roll. Blaða- maður spurði því ekki fleiri spurn- inga heldur kvaddi dulsálarfræð- inginn þarna í sólskininu fyrir framan Félagsstofnun stúdenta. H.H.S. Laugavegur 85 — þarna var hann. Ég ræskti mig og gekk inn. Á móti mér kom ung og glæsileg kona. Ég vonaði að ég væri hvergi skítugur og bauð góðan daginn. Hún tók undir það og spurði hvort ég væri frá Morgunblaðinu. Ég hélt það, og þá var þetta postu- línskonan mín, hún Árndís Björnsdóttir, eigandi Rosenthal verzlunarinnar á íslandi. Þegar ég leit betur í kringum mig, skildi ég að það gæti ekki nema glæsilegt fólk verzlað með Rosenthal postulín. Arndís brosti við mér. — Mér Jþykir gaman að verzla með Rosenthal, sagði hún. Þetta eru fallegir munir, en sérí- lagi þykir mér ánægjulegt hve viðskiptavinir verzlunarinnar eru alúðlegir og þægilegir í viðmóti. — Hvar viltu að við tölum, hér eða heima? spurði hún. Mér stóð á sama um það. — Jæja. Ég vil heldur tala heima. Ætlarðu þá að aka á eftir mér? Það gat ég ekki. Ég var bíllaus. Arndís ók með mig til Garða- bæjar, og þetta var skemmtileg- asta ökuferð. Postulínskonur eru margrar gerðar og Arndís ólík þeim, sem ég þekkti úr huga mér, lifandi og kát sem hún er. Rosenthal-feðgar Rosenthal? Hvernig varð það til? — Það var þýzkur gyðingur, Philipp Rosenthal sem stofnsetti fyrirtækið ungur maður árið 1880. Sautján ára gamall hafði hann flutzt til Ameríku og þar fékk hann þá hugmynd að kaupa af- gangs postulínsdiska frá postu- línsfyrirtækjum, mála þá og selja síðan Ameríkönum. Hann hélt því aftur til Þýzkalands og settist að í Selb, við landamæri Tékkósló- vakíu. Þessi viðskipti gengu hon- um öll í haginn, og brátt tóku starfandi postulínsfyrirtæki að nýta sína afgangs diska, og þar með stofnaði Philipp Rosenthal postulínsverksmiðju. Philipp setti fyrstur manna stimpil fyrirtækis síns á fram- leiðslu sína. Hann var áhuga- maður um postulín og dvaldi langtímum á söfnum til að fá hugmyndir. Hann leit á „hönnun- ina“ sem listgrein og framleiddi aldrei eftirlíkingar — heldur var frumleiki hans fyrsta boðorð. Philipp Rosenthal framleiddi fjó- ar tegundir matar- og kaffistella, sem urðu vinsælar mjög, og eru nú framleiddar undir merkinu „Classic Rose“. Sonur hans, Philip yngri, tók við af honum og undir stjórn hans hefur vegur fyrirtæk- isins orðið mestur. í seinna stríðinu flutti Philip yngri fyrirtækið til Bandaríkj- anna, en sneri aftur til Þýzkalands uppúr 1950 og þar eru bækistöðvar fyrirtækisins nú, sem fyrrum, í Selb. Philip yngri er eftirtektar- verður maður. Hann er þingmaður í flokki Helmuts Scmidth fyrir Goslar-Wolfenbílttel í Nieder- Sachsen. Hann á mikla höll í Selb, en dvelst oftlega í rúgbrauðsbif- reið, sem hann hefur innréttað sér. Hann er hugsjónamaður í listum, rétt eins og faðir hans. Hagnaður er ekki hans fyrsta boðorð. Hann vill kalla það list, sem skapar gott andrúmsloft kringum góðan mat; borðbúnað, húsgögn og ljósabúnað. Studio-línan ... Uppúr 1950 kom Philip jr. á fót svokallaðri Studio-línu, sem ein- ungis á að framleiða fyrsta flokks vöru háða ströngu gæðaeftirliti. Hann skipaði alþjóða dómnefnd prófessora og listamanna, sem skyldu leggja dóm á listgildi hvers

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.