Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980 61 U ^ /N - VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI Hamborgaranum. Ef þessi fyrir- tæki hafa ekki áhuga fyrir gróð- anum og að þjóna fólkinu gæti einhver annar komið með tjald eða einhver tæki sem til þarf og selt veitingar á Lækjartogi. • Sýnið Tomma og Jenna Kæri Velvakandi. Ég er víst einn af þeim sem hægt er að kalla stórt barn. Mig langar til að koma því á framfæri við dagskrárgerðarstjóra sjón- varpsins, eða til þess, sem hefur með þetta að gera, að Tommi og Jenni verði sýndir alla daga vik- unnar, og bleiki pardusinn hefji innreið sína alla vega tvisvar í viku. Skítt veri með alla þessa heimildarþætti sem þykja auð- sjáanlega mjög fínt fyrirbæri hjá dagskrárgerðarstjóra, eða hans líkum. Allir þessir vitlausu umræðuþættir mega líka vera fyrir mér, ef þið bara komið með fleiri teiknimyndir. Aftur á móti má gjarnan sleppa Fred Flint- stone og fjölskyldu, hann er ekk- ert fyndinn lengur. Vinsamlegast takið þetta nú til athugunar. Ég er viss um að litlu börnin eru einnig sammála mér ásamt fleirum. Óskar Guðmundsson. Útsala Kjólar frá 12.000.-. Nýtt og fjölbreytt úrval af kvöldkjólum í öllum stæröum, hagstætt verö. Trimm- gallar frá kr. 12.000.-. Dömupeysur frá kr. 2.000.-. Urval af ódýrum skólapeysum. Mussur frá kr. 8.000.-. Jakkapeysur og vesti í úrvali. Verksmiöjusalan Brautarholti 22, inngangur frá Nóatúni. Til sölu TF-OSK ✓ Þessir hringdu . . . • Tvær messur á dag Þorleif hringdi: Ég er nú orðin öldruð kona, og hef kannski gamaldags skoðanir. En hérna áður fyrr tíðkaðist það að jarðarfarir væru teknar upp og þeim útvarpað. Ef ég er orðin gamaldags og úr móð, gæti þá útvarpið ekki samt sem áður tekið upp jarðarfarir og útvarpað á einhverri annarri bylgju s.s. á miðbylgju? Maður er orðinn svo lúinn og kemst ekki í jarðarfarir lengur, svo mig langar nú að koma þessari fyrirspurn á framfæri við útvarpsstjóra. Svo langar mig að bæta einu við, sem er e.t.v. ennþá meira gamaldags. Hvernig væri nú að þið útvörpuðuð tveimur messum á sunnudögum. Einni klukkan ellefu og hinni klukkan tvö. Ef í hart færi væri alltént hægt að útvarpa einni þeirra á miðbylgju. • Kaupa tívolí Jónia hringdi: Já, nú er gaman að lifa. Tívolí komið aftur og allt ætlar vitlaust að verða. Væri ekki möguleiki forráðamenn góðir, sem hafið með tívoliið að gera, að kaupa það og hafa allt árið um kring, eða allavega eins og tívolí í Kaup- mannahöfn, opið frá 10. júní til 1. september. Það er nú langt síðan að tívolí var hér og ég aðeins lítil stúlka þá. Samt er mér alltaf minnisstætt hve gaman það var í tívolí. Og þar með er fyrirspurninni hennar Jónínu komið á framfæri til forráðamanna tívolís. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson í vestur-þýzku deildakeppninni í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Hillesheim, Kettig, sem hafði hvítt og átti leik, og Schu- macher, Frankfurt. 14. Bxh6! - gxh6, 15. Dxh6 - Bd8, 16. Hxf6 - Bxf6, 17. Dg6+! - Dg7, 18. Dxe8+ - Df8, 19. Bh7+ — Kg7, 20. Dg6+ og svartur gafst upp. HÖGNI HREKKVÍSI /(TOC«felTuRÍMW $3P S\GGA V/CJGA É l/LVtRAN Flugeiginleikar í sérflokki — STOL og AEROBATIC. Mjög gott ástand og útlit. Upplýsingar ísímum 96-21570, 96-22227 og 95-5751 e. kl. 7. innréttingar Gerum einnig föst verötilboö i allar geröir innréttinga. jmk. w m w 11^1(0 TRÉSMIÐJA KÓPAVOGS HF AUÐBREKKU 32 SÍMI40299

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.