Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980 57 Hlif Hansen að sýna á Hótel Esju fyrir skömmu. HlífHansen valin til keppni um fyrirsœtustörf hjá Eileen Ford sem fer fram í Monte Carlo + Fyrir skömmu var hringt frá Eileen Ford til þeirra meðgna Unnar Arngrímsdótt- ur og Hennýar Hermanns og þær beðnar að útvega stúlku úr Modeisamtökunum til þess að taka þátt i keppni sem fer fram dagana 16.—21. septem- ber i Monte Carlo. Ástæðan fyrir keppninni er sú að Eileen Ford vantar modcl, og mun sú sem vinnur þessa fyrirsætu- keppni starfa hjá Eiieen i ár. Eru það fyrstu verðlaunin og munu launin vera 30 milljónir islenskra króna. Önnur verð- laun munu vera þau að fá að velja á milli tveggja um- boðsskrifstofa i París og Mil- anó, en þriðju verðlaunin, eru þau að fá það sem sú sem fær önnur verðlaun hafnar. Unnur sagði í samtali við Mbl. að margar stúlkur hefðu komið til greina, en viss mál hefðu verið skilyrði, hæðin 171—176 sm og svo auðvitað skilyrðið að vera eitt ár erlend- is. Hún sagði að margar stúlk- umar hefðu getað uppfyllt skil- yrðin, en sumar alls ekki komist í burtu í ár. Hlíf Hansen varð því fyrir valinu, sagði Unnur. Hún hefur verið hjá okkur í þrjú ár og er mjög fín. Ég treysti henni alveg í þetta, annars myndi ég ekki senda hana, sagði Unnur að iokum. Blm. hafði samband við Hlíf, sem sagðist hlakka mjög tií ferðarinnar og vera spennt. Hún kvaðst fá ferðina og uppi- hald frítt, en föt yrði hún að finna til sjálf. Hlíf lauk stúd- entsprófi í vor frá M.R., og hafði ákveðið hvort sem var að hvíla sig í eitt ár, á meðan hún væri að hugsa sig um hvað hún ætlaði að læra seinna meir. Sem stendur vinnur Hlíf á fæðingar- deild Landspítalans sem ganga- stúlka. „Pabbi er algjör slysavarnamaður“ „Ég veit að þetta er gott félag, sem fer i leitir og svoleið- is svo ég vildi — bara svona ...“ „Hún hafði á tilfinning- unni að þetta gengi eiginlega ekki upp. Hún átti allt i einu tvö hjól og fannst, að S.V.F.Í. ætti mestan heiðurinn af þessu öllu og ákvað þvi að gefa þeim 50 þúsund krónurnar,“ sagði Anna Kristjánsdóttir, móðir Nönnu Logadóttur, sem gaf S.V.F.I. 50 þús. kr. um leið og hún i vikunni tók á móti vinningi i happdrætti félagsins. Við gefum Nönnu orðið um hvernig þetta allt gerðist: „Það var svoleiðis, að mig langaði í 10 gíra hjól, en pabbi og mamma sögðu þau of flókin fyrir krakka, ég þyrfti að bíða þangað til ég yrði eldri og að hjólið, sem ég ætti, væri enn þá heilt — það er svolítið rétt. Ég keypti miðann á sýning- unni Sumar ’80 því ég vissi að pabbi yrði ekki vondur þó ég eyddi peningunum mínum í svona miða af því hann er algjör slysavarnamaður. Svo fóru pabbi og mamma til Ameríku og ætluðu að kaupa sér gamaldags- hjól til að hjóla á sér til heilsubótar — þau segja það. Þá fengu þau að vita að ég sagði satt. Það hjólar enginn á svoleið- is hjólum — bara 10 gíra hjólum — og þau urðu að kaupa svoleið- is hjól eða engin. Svo komu þau heim með vitlausa pöntun — tvö lítil í staðinn fyrir eitt lítið og eitt stórt — og ekkert handa pabba. Pabbi varð ferlega reiður I Nanna og Anna móðir hennar á hjólunum sem keypt voru i Ameriku. og talaði við fyrirtækið og þeir létu senda honum annað hjól og ég fékk annað iitla hjólið. Ég er búin að hjóla á hjólinu sem pabbi og mamma keyptu svo ég sel happdrættishjólið. Svoleiðis var þetta ...“ Ásgeir Guðmundsson lætur af störfum sem skólastjóri + Ásgeir Guðmundsson mun nú hætta skóla- stjórastörfum við Hlíða- skóla og hefja störf sem Námsgagnastjóri ríkisins. Þetta er nýtt embætti og felst starfið í því að vera forstöðumaður stofnunar námsgagna. Blm. Mbl. hafði samband við Ásgeir sem sagðist hafa verið starfandi við Hlíðaskóla í 19 ár, og þarna væri á döfinni verkefni sem hann hefði gaman af að fást við. Ég hef ekki fundið til neins leiða, og hér hefur verið virkilega gott að vera. Aðspurður hver tæki við af honum sem skóla- stjóri, sagðist hann ekki vita það því það væri í höndum fræðsluráðs, aft- ur á móti sagðist hann skrifa bréf til þeirra og mælast til að Árni Magn- ússon tæki við af sér. Bandarískir skiptinemar i heimsókn á Morgunblaðinu Geta kvatt, heilsað og þakk- að fyrir sig á íslenzku + Fyrir skömmu heimsóttu Morg- unblaðið 18 bandarískir skipti- nemar á vegum AFS. Þegar þeir höfðu skoðað starfsemi og húsa- kynni tók blm. nokkra þeirra stuttlega tali. Sögðust þau hafa komið til landsins 21. júní, en þeir koma víðsvegar að úr Bandaríkjunum og halda þeir heim 26. ágúst. Þeim fannst það sem af er dvölinni hérlendis hafa verið stórkostlegt og eftirminnilegt. Þau hafa verið dreifð, sum hafa búið í Reykjavík, önnur í Garðabæ, á Hvammstanga o.s.frv. Aðspurð að því hvað þeim þætti skemmtilegast, sögðu þau að það væri fólkið fyrst og fremst. Það væri svo vingjarnlegt, en þó svo erfitt að kynnast því. Tungu- málið þótti þeim harla furðulegt, þó strax væru þau farin að geta heiisað, kvatt og þakkað fyrir sig á íslensku. Eitt fannst þeim nei- kvætt við unglingana hérna, en það var á böllunum, þá voru allir svo útúr drukknir, stóðu uppi á borð- um, stöppuðu og öskruðu. Svo er víst, sögðu þau, að allir muna fyrstu vikuna sína hérna, þá hugs- uðum við sem svo, hvað er ég að gera hér þar sem ég skil ekkert. Já, svo er náttúrulega rigning og aftur rigning. Maður er nú farinn að sakna trjánna heima dálítið. Blm. spurðu þau síðan hvað þeim hefði þótt hvað undarlegast við ísland. Jú, hvernig þið sturtið niður úr klósettunum, það er allavega sér- stakt, sagði einn og næsta fannst umferðarljósin fyndin. Annars virtist eldgosið eiga stóran þátt í undrun þeirra og fjöllin fannst þeim tignarleg. Annars eru fjöl- skyldurnar sem við höfum verið hjá eftirminnilegastar, þegar mað- ur fer að hugsa. Þær hafa gert svo mikið fyrir mann og maður stend- ur í þakkarskuld við þær. Við viljum gjarnan koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra allra, sögðu þau að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.