Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980 35 Eftir Jóhönnu I Krist jónsdóttur\ Sumri er tekið að halla og á stundum komið hausthljóð í vindinn. Margir hafa nú lokið sumarleyfum sínum, hvort sem þeir hafa valið utanlandsreisur, fjalla- ferðir ellegar dvalið í makindum heima hjá sér. Engu að síður er ekki ástæða til að örvænta, enn geta verið eftir mjúk- ir dagar og það skyldi og haft í huga að þegar haustar er kannski ekki síður löngun og ástæða til að glugga í bækur. Hvaða bækur ættum við að lesa í sumarleyfinu? allmarga stutta og hnitmiðaða kafla sem byggjast upp saman af myndum og texta og má þar nefna Fyrstu aðgerðir, Starfið, Fjölskyldur, Kynlíf, Trú, Karl- menn, Líkami og sál o.s.frv. í það óendaniega. Vitaskuld er fjallað um lesbíur og nauðganir, ofbeldi og hvaðeina. Bókin gefur ágæta og skýra mynd af kvennabarátt- unni í Bandaríkjunum, en hún hefði vitanlega langtum breiðari skírskotun, ef út fyrir Bandarík- in væri leitað. imm The nusnificM novel df low aad w* srt Ihi- mjsíerv oflndia Katitanqe fienlofi 9 The Decade of Women — saga áttunda áratugsins í máli og myndum. Um ritstjórn hefur séð Suzanne Levine og Harriet Ly- ons með aðstoð aðskiljanlegra kvenna annarra og formála ritar Gloria Steinem. Fyrir þær kon- ur, sem hafa af áhuga og atorku gengið fram í kvennabaráttunni, sem mjög hefur einkennt þennan áratug, er þessi bók án efa hinn mesti hvalreki. Hún er fallega úr garði gerð og margt er þar um tilvitnanir, ræðu og rit, baráttu- ljóð og frásagnir og skínandi merkar myndir. Bókin skiptist í The Emerald Peacock eftir Kat- harine Gordon, er saga um mikla ást milli fallegrar írskrar stúlku og indversks prins og gerist á öldinni sem leið. Það er ókyrrð og uppreisnarástand og Sher Kahn, stjórnandi Lambaghéraðs og erfingi krúnunnar, flýr með heitkonu sinni Biöncu í fjalla- héraðið, hvaðan hann er upp- runninn. En fjendur liggja hvarvetna í leyni og ekki sízt vitjar fortíðin harkalega þessa gæðaprins og huggulegu kon- unnar hans. Það verða ýmis váleg tíðindi, menn höggva mann og annan og þegar vondi maðurinn í sögunni misbýður Biöncu kynferðislega (auðvitað) getur hún, óbyrjan sjálf, ekki Abending til viðskiptavina Bílasala fyrirtæklsins er flutt í Sýningarsalinn aö Smiöju- vegi 4, Kópavogi. Símanúmer salarins eru 77720 og 22240. Egill Vilhjálmsson hf. lengur dvalið hjá manni sínum, hverfur á braut í tíu ár og það er ekki ljóst fyrr en undir lokin hvort hún geti hugsað sér að koma aftur. Þetta er feiknalega rómantísk saga, enda höfundur- inn Katharine Gordon þekkt fyrir sögur sínar þessarar gerð- ar. Hins vegar er hún yfirleitt ekki væmin og hún er vel skrifuð og rennur fram með ákveðinni spennu, að ég las hana nánast viðstöðulaust, þó svo að hún sé á sjötta hundrað blaðsíður að lengd. Ég hef ekki þekkingu til að tjá mig um það hvort lýsingar höfundar á Indlandi síðustu ald- ar eru nærri lagi, en maður hefur á tilfinningunni, að hann hafi lagt sig eftir að skilja hugsunarhátt Indverja og það samfélag sem var og því verkar sagan ljómandi trúverðuglega einnig á þann máta. Vitnið sem hvarf eftir Jón Birgi Pétursson. Þessi bók kom út fyrir síðustu jól og ég hef ekki lesið hana fyrr en nú. Það er ekki ýkja mikið um það, að JON BIRGIR PETURSSON VITNIfc SEM HVARF ISLFNSK SAKAMALASAGA íslenzkir höfundar leggi fyrir sig að skrifa sakamálareyfara, en það hefur þó færzt ögn í vöxt. Bók Jóns fjallar um Karl Karls- son, forstjóra stórmikillar verk- smiðju, sem framleiðir kemisk efni og starfsemi verksmiðjunn- ar, og sú hætta sem frá henni kann að stafa er fyrirferðarmikil í bókinni og gerð ágæt skil. Karl er bezti maður í upphafi, kynnist Guðnýju og giftist henni eftir stutt og ástrík kynni. En smám saman fer auðurinn og velgengn- in að stíga Karli til höfuðs, hann spillist með og samskiptin við fólk verða æ erfiðari. Inn í þetta spilar svo að fyrirtækið stendur knappt og verkamenn fara fram á meiri hækkanir en Karl telur að fyrirtækið rísi undir og af þessu verða síðan tilheyrandi afleiðingar og Karl bakar sér ýmissa óvináttu bæði samstarfs- manna og einnig útlendinga sem vilja ná grunsamlegum samn- ingum við hann til að rétta fyrirtækið við. Bókin hefst á því að komið er að Karli Karlssyni myrtum og siðan finnast í fórum hans dag- bækur sem hann hefur skrifað frá unga aldri og höfundur byggir frásögn sína af lífshlaupi Karls á þeim. Dálítið sniðugt hjá höfundi. Síðan snúast síðustu kaflarnir um rannsókn morð- málsins og sem betur fer tekst að hafa upp á hinum ábyrgu. Þetta er engan vegin gallalaus bók, en kostir hehnar sem af- þreyingarbókar, svo læsileg og ljómandi spennandi sem hún er, eru það afgerandi að engin ástæða er til annars en mæla með henni. Colgate MFP f luor tannkrem herðir tennurnar og ver þær skemmdum. Colgate MFP fluor tannkrem er reyndasta tannkremiö á markaönum. Þúsundir barna um viða veröld hata um árabil veriö báttakendur i visindalegri Colgate-prófun og hefur hún ótvirætt sannaö aö Colgate MFP fluor tann- krem heröir glerung tannanna við hverja burstun, bannig aö tennurnar verða sifellt sterkari og skemmast siður Þess vegna velja milljónir foreldra um heim allan Colgate MFP fluor tannkrem handa bornum sinum. 1. Colgate MFP fluor gengur inn i glerunginn og heröir hann 2 Þess vegna verður glerungurinn sterkari Og börnunum likar bragöiö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.