Morgunblaðið - 24.08.1980, Side 14

Morgunblaðið - 24.08.1980, Side 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980 Þannig búið að undirstöðuat- vinnugrein þjóðarbúsins að endar ná einfaldlega ekki saman Ræða Guðfinns Einarssonar forstjóra á Fjórðungsþingi Vestfirðinga í Bolungarvík Framleiðni í fiskvinnslu og fisk- veiðum er án efa sú besta sem þekkist meðal íslenskra atvinnu- vega í dag. Margt er það, sem valdið hefur bættri framleiðni í frystiiðnaðinum og vil ég drepa á nokkur atriði. 1) Frystihúsin hafa verið endurbyggð með samstilltu átaki. Þetta er okkur öllum ljóst. Hvert mannsbarn hér vestra, hefur séð hvernig hrein og bein umsköpun hefur orðið í frystiiðnaðinum hér. 2) Vöruvöndun hefur aukist. Sí- fellt aukast kröfur kaupenda og við framleiðendurnir þurfum sí- fellt að vera á varðbergi um að vel sé að verki staðið í hvívetna. Eftirlit með framleiðslunni hefur verið hert. 3) Meðferð fisks um borð í skipunum hefur batnað. Munar þar mest um kassavæðinguna, svonefndu. 4) Nýtingarbónus hefur verið tekinn upp í um 85% allra frysti- húsa á landinu, er þá miðað við framleiðslumagn, en ekki fjölda húsanna. Ekki er hægt að undir- strika nægjanlega mikilvægi slíks nýtingarbónuss. Með honum eykst hvati starfsmanna til að nýta vel hráefnið. Með hækkandi fiskverði er augljóst mikilvægi þess. 5) Á síðari árum hafa bæst við stöðugt fullkomnari flökunar-, hausunar- og roðflettivélar, sem hafa getað nýtt hráefnið betur en hinar eldri. 6) Frystihúsin eru nú að byrja á því að fikra sig áfram á braut rafeindatækni. Rafeindavogir, flokkunarbönd og jafnvel pökkun- arvélar eru nú að hefja innreið sína. Sjálfsagt getur enginn sagt um hvað framtíðin ber í skauti sér á þessu sviði, svo ör er þróunin. Okkur, sem störfum að hraðfrysti- iðnaðinum er þó ljóst, af fenginni reynslu, að lífsnauðsyn ber til að fylgjast vel með. Og við munum ekki láta okkar eftir liggja að hvetja til og styðja að rannsókn- um á þessum efnum. Okkur er það kappsmál, eins og vonandi öllum íslendingum, að okkur auðnist að standa fremstir í flokki á okkar sviði og við vitum að rafeinda- tæknin mun geta skipt þar sköp- um. Ég vil sérstaklega nefna, af því að þetta er ráðstefna Vestfirðinga, að einmitt vestfirskt fyrirtæki, Póllinn hf. á Isafirði, hefur haslað sér völl með eftirminnilegum hætti í gerð rafeindatækja, sem eru sérhönnuð fyrir fiskiðnaðinn. Þetta vekur með okkur öllum stolt. En þó er að sjálfsögðu mikilvægara að við getum átt þess kost að fylgjast með öllum þeim framförum og breytingum sem stöðugt verða í gerð rafeinda- búnaðar og fá þannig tækifæri til að fræðast og jafnframt leggja okkar af mörkum svoWel megi til takast. Þessi atriði, sem ég hef nú talið upp, lúta öll að nýtingu hráefnis- ins, end skiptir það atriði miklu máli. Eftir því sem fiskverð hækk- ar, vega hráefniskaup þyngra og nýting hráefnisins því höfuðatriði fyrir rekstur fyrirtækjanna. 8) Alltof langt mál væri að tíunda allar þær framfarir, er hafa átt sér stað í átt til hagræð- ingar og bætts vinnuskipulags. Það dylst þó engum, er eitthvað þekkir til, að þar, sem á öðrum sviðum í fiskiðnaði, hafa framfar- ir orðið stórstígar. Vélvæðing, meiri kunnátta starfsfólks, aukin menntun, afkastahvetjandi bón- uskerfi og fleira hefur átt sinn þátt í að bæta ástandið. Þá er að nefna, að mikil breyt- ing hefur orðið í vali pakkninga. Fyrir um áratug, var blokk í meirihluta. Blokk er, eins og kunnugt er, ódýrari pakkning, sem gefur ekki eins mikið í aðra hönd og flökin, sem eru neytendapakkn- ingar, það er, fullunnar pakkn- ingar. Nú er svo komið, að flök eru yfirgnæfandi í framleiðslu frysti- húsanna. Ég held, að ekki sé fjarri að segja, að um 25 til 30% framleiðslunnar séu blokk núna. Afgangurinn hins vegar neytend- apakkningar. Óáran og fár í efnahagsmálum Af framansögðu mætti kannski draga þá ályktun, að allt væri í himnalagi hjá íslenskum frysti- húsum. Væri óskandi að sú væri raunin. En því miður er lítil von til þess. Frystihúsamenn eru nú sammála um, að ástandið sé nú sérstaklega dökkt. Síðasta árs mun sennilega verða minnst fyrir margra hluta sakir. Framleiðsla og útflutningur frystra sjávarafurða hefur aldrei verið meiri. En þrátt fyrir það og að verð á mörkuðum okkar voru há, var afkoma frystihúsanna margra slæm. Jafnframt benti margt til þess, að staða þeirra myndi enn versna á komandi ári. Forráðamenn frystihúsanna vör- uðu við ástandinu og því miður reyndust þeir sannspáir, eins og okkur er nú svo alltof vel ljóst. Orsakir þessa dapurlega ástands eru sjálfsagt margvíslegar, en þyngst hygg ég þó að vegi sú óáran og það fár, sem yfir okkur hefur skollið í okkar eigin efnahagsmál- um og blasir við fiskvinnslunni meðal annars í eftirfarandi mynd. Frá því í upphafi árs 1979 til ársloka sama árs, hækkuðu laun í fiskvinnslu um 51,6 prósent. Hrá- efniskostnaður jókst sömuleiðis um 59,7 prósent. Þá hækkuðu ýmsir aðrir rekstrarliðir, svo sem vextir, vélar og tæki sambærilega eða jafnvel meira. Stærsti hluti tekna hraðfrystiiðnaðarins er vegna útflutnings, sem greitt er fyrir í Bandaríkjadölum. Verð helstu tegunda var svo til óbr'eytt í erlendri mynt. Á sama tíma hækkaði verð á dollar um einungis 24,2 prósent. Og þrátt fyrir nokkra framleiðniaukningu, meiri fram- leiðslu og aukinn útflutning, dugði það ekki til að brúa það bil tekna og tilkostnaðar, sem hér hefur verið greint frá. Nú geta menn séð af hverju hraðfrystiiðnaðurinn er í vanda. Samhliða þessum dapurlegu tíð- indum af vettvangi innanlands- mála, berast okkur mikil tíðindi af mörkuðum okkar erlendis. Þau tíðindi hljóta að vekja með mönnum ugg og áleitnar spurn- ingar, en þeim mun ég víkja að í síðasta hluta þessa erindis. Sala á íslenskum sjávarafurðum er mikil að vöxtum og einnig margvísleg. útflutningur íslend- inga á síðasta ári nam alls 278,5 milljörðum króna. Þar af voru sjávarafurðir fluttar út fyrir um 208 milljarða, sem er um 74,6 prósent alls útflutningsins. Mikill meirihluti útfluttra sjávarafurða fer í gegnum sölusamtök sjávar- útvegsins. Saltfiskur er allur fluttur út og seldur á vegum Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, sem eru sámtök saltfiskframleiðenda. Markaðssvæðin eru nær eingöngu í Suður-Evrópu. Saltsíld er seld á vegum Síldarútvegsnefndar. Nefndin er kosin af Alþingi, auk þess sem fulltrúar framleiðenda og sjómanna eiga sæti í nefndinni. Frystur fiskur er nær eingöngu seldur út af tveimur aðilum, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sambandi íslenskra samvinnufé- laga, sjávarafurðadeild. Nær 70 prósent af útfluttum freðfiski er í höndum Sölumiðstöðvarinnar, en um 30 prósent í höndum sjávaraf- urðadeildar Sambandsins. Skreið hefur verið flutt út af ýmsum aðilum, einkum til Nígeríu og nokkuð til Italíu. Margir standa að útflutningi á mjöli og lýsi. Til að vel fari, þurfa allir þættir að haldast í hendur. Fiskveiðarn- ar, úrvinnsla hráefnisins í landi og sala á afurðum á erlendum mörk- uðum. Eins og þegar hefur komið fram, framleiðum við mikið magn sjávarafurða og fyrir tilstuðlan vel skipulagðra sölusamtaka okkar, hefur okkur tekist að selja þetta mikla magn. Talið er að fiskflök og fiskblokk- ir séu um % hluti heildarútflutn- ingsmagns frystra sjávarafurða Síðari hluti og 82 prósent, miðað við verðmæti og því lang mikilvægasti afurða- flokkurinn. Ef fiskflök og fisk- blokkir eru eingöngu tekin, kemur í ljós, að um þrír fjórðu hlutar framleiðslunnar fara til Banda- ríkjanna. Það er því ekki úr vegi að líta nánar á þann markað, enda augljóst, að hann skiptir bókstaf- lega sköpum fyrir allt okkar efnahagslíf. Bandaríkja- markaðurinn Eins og ég hef þegar minnst á, eru það nær eingöngu tvö fyrir- tæki, sem selja frysta fiskinn okkar, sjávarafurðadeild SÍS og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Bæði þessi fyrirtæki eiga og reka dótturfyrirtæki í Bandríkjunum. Dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar- innar er Coldwater Seafood Corp- oration, sem stofnað var árið 1947. Starfrækir það tvær fiskiðnaðar- verksmiðjur í Bandaríkjunum. Önnur er staðsett í Maryland, en hin í Everett í Boston. Starfsmenn á vegum fyrirtækisins eru um eitt þúsund manns. Ársafköst þess, að fullunnum fiskréttum, sé miðað við að unnið sé á tveimur vöktum, eru samtals um 50 þúsund smá- lestir. Heildarsala árið 1979 var 224,5 milljónir Bandaríkjadala. Forstjóri fyrirtækisins er Þor- steinn Gíslason. Fyrirtæki sjávarafurðadeildar Sambandsins í Bandaríkjunum nefnist Iceland Seafood Corporat- ion. Á vegum þess er starfrækt fiskiðnaðarverksmiðja í Harris- burg í Pennsylvaníu. Þó sú verk- smiðja sé sambærileg verksmiðj- um Coldwater, eru umsvif hennar ekki nærri eins mikil. Veita þess á síðasta ári var 84,1 milljónir Bandaríkjadala. Forstjóri fyrir- tækisins er Guðjón Ólafsson. Stærð og umfang þessara ís- lensku fyrirtækja vestanhafs verður ekki nægjanlega undir- strikuð. Sennilega gera ekki allir Islendingar sér grein fyrir að við erum í raun og veru stórveldi á sviði fiskinnflutnings til Banda- ríkjanna. Ég hygg þó að það segi flestum nokkra sögu, að Coldwat- er Seafood, er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Sölukerfi þessara fyrirtækja okkar í Bandaríkjunum er líka ákaflega víðtækt og vel skipulagt. Svo ég taki dæmi af Coldwater, sem ég af eðlilegum ástæðum er kunnugari, þá má geta þess, að fyrirtækið er með umboðsmenn í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Þessir umboðsmenn sjá síðan um það að dreifa og selja framleiðslu- vörur okkar hinum ýmsu kaup- endum, sem eru fjölmargir, vítt og breitt um landið. Á þennan hátt eru þúsundir manna sem vinna að því að selja fiskafurðir okkar í Bandaríkjunum, sem er stærsti markaður í heimi á þessu sviði. Allur er þessi fiskur seldur undir merkjum fyrirtækjanna. Þetta er að okkar hyggju ákaflega mikilvægt. Hin umfangsmikla sala, hefur gert þessi merki þekkt. Það vita þeir best, sem fengist hafa við sölu á framleiðsluvörum, að á miklu ríður að vörumerki hljóti víðtæka kynningu og njóti álits. Ef eitthvað bjátar á á mörkuðunum, þá standa þeir aðil- ar best að vígi sem framleiða vöru og selja undir kunnum og virtum vörumerkjum. Þetta hefur sann- ast áþreifanlega hjá okkur íslend- ingum vestanhafs. Við íslendingar höfum lagt ríka áherslu á að framleiða vöru okkar undir eigin vörumerki, af öðrum ástæðum einnig. Auðveldara er að grípa til réttra ráðstafana ef einhverjar kvartanir koma frá kaupendum vegna framleiðslu okkar. Fiskurinn er auðkenndur með okkar kótum, þannig að við sjáum hvaða hús hefur framleitt fiskinn og hvaða dag og auðveldar það okkur eftirlit. I mínum huga er mikill munur á, hverskonar afurðir er verið að selja. Þegar verið er að selja t.d. lýsi, eða mjöl í heilum skipsförm- um er það allt annað en þegar verið er að selja frystan fisk til neytenda. Við þekkjum það t.d. ef við höfum vanið okkur á að kaupa ákveðið merki sem okkur hefur líkað, hvort sem það er LUX handsápa, Coca Cola eða ákveðin sígarettutegund. Við höldum því gjarnan áfram. Þannig er það í mínum huga geysilega mikilvægt fyrir okkur að auglýsa upp okkar eigið vörumerki. Þetta höfum við gert í Bandaríkjunum. Fyrirtæki hafa ekki getað búið sig undir mögur ár Framleiðsla sjávarafurða hefur aukist geysilega mikið á síðustu árum. Heildarframleiðsla frystra sjávarafurða á síðustu árum hefur verið sem hér segir. Árið 1977, 105.324 smálestir. Árið 1978, 114.170 smálestir og 1979 143.604 tonn. Miðað við árið á undan, varð framleiðsluaukningin í fyrra um 25.8 prósent. Sé hins vegar farið aftur til ársins 1976, er fram- leiðsluaukningin í frystingu 52.468 smálestir, eða 57,6 prósent. Af þessu má marka nokkuð þá fram- leiðslubyltingu sem orðið hefur á þessu sviði á síðustu fjórum árum. Sérstaklega er ástæða til að vekja á því athygli að karfafrysting hefur rúmlega tvöfaldast og ufsa- framleiðsla aukist um 43 prósent, frá árinu 1977 og þar til í fyrra. Sú spurning vaknar að sjálf- sögðu, hvernig bandaríski mark- aðurinn hafi brugðist við þessari miklu framleiðsluaukningu hér innanlands? Stóðu íslensku sölu- fyrirtækin í stykkinu, eða stönd- um við frammi fyrir óleysanlegum vanda á þessum mikilvæga mark- aði? Tölur um útflutning á frystum sjávarafurðum frá íslandi til Bandaríkjanna síðustu þrjú árin tala að sjálfsögðu sínu máli. Ef litið er á heildarmagntölur, kemur í ljós, að þessi útflutningur hefur vaxið jafnt og þétt. Árið 1977, var útflutningurinn 69.395 smálest. í fyrra var heildarútflutningur frystra sjávarafurða til Banda- ríkjanna 83.061 smálest. Þá segir það ekki litla sögu um sölufyrir- tæki okkar vestanhafs, að sala Coldwater Seafood Corporation jókst hvorki meira né minna en um 186,3 prósent í $ frá árinu 1974 til 1979, eða á einungis sex árum. Af framansögðu tel ég einsýnt, að fráleitt sé að kenna sölufyrir- tækjum okkar í Bandaríkjunum um að þunglegar horfir nú um stundir, en áður. Ég vil leggja áherslu á að í raun og veru höfum við lifað góðæri á mörkuðum okkar erlendis. Það er svo önnur saga og ærið dapurleg, að vegna aðstæðna í okkar eigin efna- hagsmálum, hafa fyrirtæki ekki haft aðstæður til að búa sig undir magurri ár. Undanfarið hefur mikið verið talað um vanda frystihúsanna sem skipast hefur vegna birgða- söfnunar í frystiklefum. Þar sem fréttaflutningur af þessum málum hefur verið nær linnulaus, grunar mig að hann hafi dregið athyglina nokkuð frá meginvandamálinu, sem er hinn almenni fjárhags- vandi hraðfrystiiðnaðarins. Því er að sjálfsögðu ekki að neita að birgðir eru nú meiri í tonnum talið en fyrr. Víða eru hraðfrysti- geymslur fullar út úr dyrum og erfitt um rými. En á hitt vil ég þó leggja áherslu, að birgðirnar sem hlutfall af framleiðslu, eru ekki einstæðar, þar sem framleiðslu- aukningin hefur verið mikil að undanförnu. Ég vil sem dæmi nefna, að þorskafli okkar það sem af er árinu, nemur nú rúmum 300 þús- und tonnum. Ef litið er til fyrstu sex mánaðanna, kemur í ljós, að þorskafli á þeim, var um 43 þúsund lestum meiri í ár, en á sama tíma í fyrra, og annar botnfiskafli en þorskur, 12 þúsund tonnum meiri. Þegar þetta er skoðað og þess ennfremur gætt, að birgðasöfnun verður ævinlega meiri fyrri hluta árs, er auðsætt, að birgðasöfnun í frystigeymslum á sér augljósar skýringar. Þá er ennfremur ljóst, að birgðarými frystihúsana hefur ekki aukist í samræmi við vaxandi framleiðslu. Einnig er þess að gæta að víða er öllum frystum fiski hlaðið á bretti, sem taka að sjálfsögðu meira pláss í frystigeymslum, en eru til mikils hagræðis á allan hátt. Engu að síður er ljóst, að úrbóta er þörf og það þarf að hyggja vel að öllum valkostum í því sam- bandi. Ég vil nefna að til greina gæti komið að reisa safngeymslur á einstökum aðalútskipunarhöfn- um. Ennfremur gæti komið til greina að leigja tímabundið frysti- geymslur erlendis. Aðrir mögu- leikar eru fyrir hendi, en ég mun ekki ræða þá nánar. Þó ég hafi nú fjölyrt nokkuð um birgðavanda frystihúsanna, vil ég þó að lokum undirstrika og leggja þunga áherslu á, að fráleitt er að líta á hann sem meginvandamál hraðfrystihúsanna í dag. bað er vandi sem kippa má í liðinn á tiltölulega skömmum tíma. Grundvallarvandamál okkar í frystiiðnaðinum er, að þannig er búið að undirstöðuatvinnugrein þjóðarbúsins, að endar ná ofurein- faldlega ekki saman. Það eru þcir erfiðleikar sem við nú horfumst í augu við.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.