Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980 Ásgeir Þórhallsson: Siglingar V Siglt upp á Mýrar Konan stakk sér útbyrðis og synti yfir í bátinn til okkar. Er bensínið var brunnið, tókst Ara að slökkva eldinn, brenndi sig eitthvað. Tíu lítra bensínbrúsi logaði í sjónum lengi á eftir og kom stór reyk- strókur hátt upp í loftið eins og flugslys hefði orðið. Vélin fór ekki í gang eftir þetta og var það ein vél sem dró alla upp á Akranes. Sólroði kom á sjóinn og var þetta fallegt ágústkvöld. Klukkan tólf komum við inn í niðamyrkri. Menn voru orðnir leiðir því það er fyrir neðan okkar virðingu að nota mótora. Við fylltum lítinn matsölustað sem var þarna í plássinu, fengum okkur hamborgara og franskar kartöflur; sumir átu tvo skammta. Svo var siglt út að Langasandi, sem er rétt fyrir utan höfnina. Þar drógum við bátana á land og tjölduðum. Ekkert ljós var til að tjalda og maður vissi ekkert hvernig tjaldið snéri fyrr en að morgni. I morgunsárið var hitað kaffi, svo var tekið saman og haldið áfram. Fyrir utan Skipaskaga lentum við í logni, annan daginn í röð og reyndi þá á taugarnar. En veður var fallegt. Við reyndum að forð- ast að nota mótorana. Þetta var vel undirbúin ferð, vorum með blys, árar, labb-rabbtæki um borð og allir í björgunarvestum, og átti kvikmyndamaður að mynda ferð- Fjölskylda á ferðalagi. ina. Þessi kvikmyndatökumaður kom á hraðbát og slefaði okkur. Þegar við nálguðumst skerjagarð- inn, sem var eins og tanngarður, minntist maður Pourqou Pas, sem fórst þarna. Þá kallaði hann upp í talstöðinni á annan hraðbát sem var fyrir utan á skaki. Sá þekkti skerin og dró okkur í gegn. Við lentum seinnipart laugardags og var skálað í lendingunni. Slegið var upp tjaldbúðum og farið að undirbúa matinn því menn voru svangir sem úlfar. Var útbúið stórt glóðargrill með grjóti og járngrind. Þar var steikt, sitthvor kjöttegundin og úr varð allsherjar máltíð. Fjórir bílar komu með aukafólk, lítil börn og dót, í allt voru þetta um 30 manns. Svo var farið í boltaleik og hópurinn safnaði rekavið og gerði heljarmikinn bálköst í Sandgryfju og logaði eldurinn í tvo sólar- hringa stanslaust. Menn undu sér vel við eldinn langt fram eftir nóttum, með kaffi og koníakstár. Konurnar báru fram ostabakka og kex, þær voru alveg frábærar. A sunnudeginum var farið í stuttar ferðir um eyjarnar. Ari ætlaði með konunni út í Hjörsey, sem er nokkru norðar. En á leiðinni rakst mastrið í símavír. Hann dró upp fallkjölinn því hann hélt að báturinn væri strandaður. En svo sá hann hvernig landið lá og fór í land til að vita hvort hann hefði skemmt nokkuð. Þá sagði kona þar á bæ að hraðbátar brunuðu þarna fram og aftur og væri skotið á allt kvikt, seli jafnt sem fugla. Tókst Ara að sannfæra konuna að hann væri á seglbát og kæmi með góðu hugarfari. Um kvöldið var víst aftur drukkið koníak við eldinn. Góður byr var á mánudeginum, norðanátt og útlit fyrir að við gætum gefið mótorunum frí. Bull- andi lesn var upp að Akranesi og menn með rifuð segl. Lent var á Langasandi og drukkið kaffi og rétt úr stirðum fótum. Þetta var skemmtilegur byr en alltaf að aukast og orðið hvasst upp undir Gróttu. Erfitt var að halda bátn- um á reítri stefnu; þegar báturinn fer að „plana“ byrjar blóðið að streyma. Komið var brim, er við beygðum inn í Skerjafjörð. Á móts við Shell-bryggjuna valt einn bát- urinn í kúvendingu. Á bátnum var maður með litla reynslu, kona og tveir krakkar. Ari renndi upp að bátnum og tók konuna og annan krakkann. En maðurinn var mesta heljarmenni og rétti bátinn við og þótti það afreksverk í þessu roki. Hann felldi stórseglið, — sigldi drekkhlaðinn af sjó á fokkunni einni og lenti við mikinn fögnuð í Nauthólsvík. Hafði siglingin þá tekið 4 tíma og reiknaðist 9 mílna meðalhraði. Við vorum dauðþreytt og vildum komast í bað en sannar- lega sæl og ánægð. Á meðan 90 prósent þjóðarinnar voru að elta hvort annað í rykmenni um þjóð- vegi landsins, höfðum við þó frískt sjávarloft," sagði Steinar að lok- um. Til gamans má geta þess að svona útilegur um verslunar- mannahelgina eru árlegur við- burður hjá Wayfarer félagsskapn- um. Merki unga fólksins! ■*- .........................................iii.iii:iuhiiiiih| Verö kr. 181.000. y M • » ! • 2x26 W Verö kr. 139.000.- i • •( 9 tf i,- < j b 5 j~> 0. * * '* Verö kr. 485.000.- W3I’ /I/OS m Verö kr. 201.000.- ’ ?se mmcm *•*>» R • 9m* W«8CBS • w m. • 2x32 W gbatar? errrrr Verð kr. 167.000.- Verö kr. 387.000.- W&'óYsC' ■mmrn Verö kr. 378.000.- •> JB íf'jp /OO AMR.t'0 ^ pm-rn ý' £ -...........•> 2x45 W wm» fi * m m o i.rw 9 • • • | | l i.x' w * *«>> r.'.Ti* •>*>» Verö kr. 201.000.- Verö kr. 243.000.- mmmmm mmmm»*«* ♦ ^ ' fÍKL------X*. i—i r~iJ—» # r~i 2x63 W Verö kr. 240.000.- • • • Verö kr. 192.000- 7 V- II •~ÉS p|H 'fTTTTT 3 dh | |h n n H '3 inimnrr mm mrripri cn I 2x88 W !i—i i—im « i—i Verö kr. 331.000. VERSLIO I SÉRVERSLUN MEO LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SlMI 29800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.