Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980 Undanfarna mánuði hefur svokallað „þungt rokk" (heavy metal) venð að rétta úr kútnum, sérstaklega i Bretlandi. Margar bylgjur i músik hafa átt sér stað þar á undanförnum árum og má nefna nokkrar þær siðustu, punk, new wave, reggae, disco, glitter rock. Orðið „Heavy Metal“ var fyrst notað fyrir þær rokkhljómsveitir sem sköpuðu hinn nýja þunga rokkstil skömmu fyrir lok sjötta áratugsins. Má telja Led Zeppelin og Deep Purple upphafsmenn þegar til baka er litið, þó margar aðrar hafi verið i viglinunni þá. Tónlist þeirra var afar kraftmikil. byggð á rokki og blús, með þyngri töktum og kraftmeiri tækjum. Bassinn leiddi taktinn á meðan trommurnar virkuðu sem sistigandi blústaktur, og tónlistin heltók allan likamann, lagið fór i höfuðið, taktur bassans i lappirnar. og trommutakturinn i magann. Gítarar og hljómborð sáu svo um velferðargaldrinum. Led Zeppelin og Deep Purple voru hljómsveitir sem báðar voru skipað- ar fyrsta flokks hljóðfæraleikurum, sem hafa haldið sínum hlut til dagsins í dag og flytja ennþá tónlist sem þeir komu á framfæri 1970. Margar hljómsveitir fylgdu í kjölfar þeirra: Atomic Rooster, Nice, Uriah Heep, Black Sabbath, Rory Gallagher, Ten Years After, Humble Pie, Mott The Hoople, o.s.frv. Hlutir Heavy Metal tónlistarinn- ar fór vaxandi í tvö ár, en fyrir miðjan sjöunda áratuginn hafði tónlistin misst mikið af fylgi sínu og hljómsveitirnar lognuðust út af, flestar. Þær sem náð höfðu fótfestu í Bandaríkjunum héldu þó velli og gera enn. „Heavy Metal" músík hélt þó ætíð í dyggan hóp aðdáenda, sem tóku sér stundum ný goð, sem náðu þó aldrei miklum vinsældum, en sum sóló, sem voru stor hluti i Sem dæmi verður hér fjallað um nýjustu plötur þriggja hljómsveita sem koma mikið við sögu í dag, Deep Purple, Judas Priest, Iron Maiden og Def Leppard. „DEEPEST PURPLE“ Deep Purple „EMI/Purple)_________________ Deep Purple eru í augum margra yngri „heavy metal" hljómsveita upphafsmenn stefnunnar. Og platan „Deep Purple In Rock“ er oft nefnd sem besta „heavy metal" plata allra tíma, en sú plata kom út 1970. Reyndar er efni af þeirri plötu elsta efnið á þessari safnplötu, sem síður en svo er hin fyrsta frá Purple eftir að þeir hættu. Á þessari píötu eru tólf lög og tíminn á plötunni er sérstakur, 63 mín. og 11 sek.! Og pressunin kemur út miklu betur en á vel pressaðri íslenskri plötu! Iron Maiden Þungt rokk (Heavy Metal) á uppleið í Bretlandi þeirra hafa þó þraukað fram á daginn í dag og má þar nefna UFO, Hawkwind AC/DC, Judas Priest, Scorpions, Status Quo og Thin Lizzy t.d. Þessar hljómsveitir reyndu að koma sér á framfæri undir öðrum flokkunum á tónlist oft á tíðum, sérstaklega gekk þeim vel þegar orðið „rokk“ var í tísku, en öll þessi samheiti eru óttalega mikið misnot- uð og villandi og eiga oft engan rétt á sér. Margt af „punk“ „reggae rokk“ o.fl. má einnig flokka undir „Heavy Metal“, nema ef vera skildi að ákveðin tíska skildi að. Það eru nefnilega orðnir til nokkurs konar einkennisbúningar meðal áhang- enda viðkomandi tónlistar- stefnuheita. Helsta einkenni „Heavy Metal" er sítt hár eins og það gerðist einna síðast á sínum tíma, auk venjulegs unglingaklæðnaðar, gallabuxur og bolir, og stuttjakkar. „Heavy Metal" vinsældirnar núna í Bretlandi eru í þann veginn að berast út um heiminn, þess má geta að áhugi hefur greinilega vaknað hérlendis, og þá sérstaklega meðal yngri plötukaupenda. „Heavy Met- al“ þykir þýða það í Englandi, að yngri aldurshóparnir séu nú flestir búnir að finna tónlist við sitt hæfi, þó vinsældir annarra stefna virðist ætla að halda nokkru af sínum hlut. Ef litið er á vinsældalistann í Bretlandi yfir stórar plötur má sjá að AC/DC eru í 1. sæti, Gillan, hljómsveit Ian Gillan fyrrum söngv- ara Deep Purple, er í 3. sæti, Deep Purple eru í 4. sæti, Hawkwind í 18., Black Sabbath í 27., Whitesnake í 37., en sú hljómsveit er skipuð þrem fyrrum meðlimum Deep Purple, Saxon eru í 38., Blue Oyster Cult í 39., AC/DC í 45. og 47., Girlschool, í 46., en sú hljómsveit er skipuð kvenfólki eingöngu, Status Quo í 54., Samson í 66. Og síðan um áramót hafa hljóm- sveitir eins og UFO, Rush, Rainbow, Def Leppard, Saxon, Judas Priest, Van Halen, Iron Maiden, og Scorp- ions átt plötur á Top 20 í Bretlandi. Nýrri hljómsveitirnar sem hafa í raun leitt fram nýja „Heavy Metal“ bylgju, eru hljómsveitir eins og Def Leppard, sem ku vera þeirra yngst, Rainbow, Whitesnake og Gillan, sem allt eru afsprengi Deep Purple, gamlir góðir karlar, Saxon, Samson, Iron Maiden, UFO, Judas Priest, Motorhead, Girlschool, Ted Nugent, og AC/DC. Mest allt efnið er flutt af vinsæl- ustu útgáfunni, Jon Lord (hljóm- borð), Ritchie Blackmore (gítar), Ian Paice (trommur), Ian Gillan (söngur) og Roger Glover (bassi). Frá 1970 eru lögin Black Night, Speed King, Child In Time, 1971: Fireball, Strange Kind Of Woman, og Demons Eye, 1972: Highway Star, Space Truckin’, og Smoke On The Water, 1973: Woman From Tokyo, 1974: titillögin af stóru plötunum Burn og Stormbringer. Deep Purple lögðu þó ekki upp laupana fyrr en í júlí 1976, og ein plata kom á eftir Stormbringer, Come Taste The Band, en þá var Blackmore hættur. Safnið er greinilega byggt upp með „heavy metal“ endurreisnina í huga, sum laganna hér voru ekki sérlega vinsæl, en önnur vinsælli myndu líklega ekki falla inn í heildarmyndina. Á plötunni syngur Ian Gillan megnið af lögunum og öll þau þekktustu og bestu, David Coverdale syngur tvö laganna, en hann er nú söngvari Whitesnake og leika þeir Ian Paice og Jon Lord með honum þar. Ritchie Blackmore leikur í öllum lögunum og Roger Glover leikur í öllum lögunum sem Gillan syngur í. Blackmore og Glover eru nú í Rainbow, sem er líklega vinsæl- Def Leppard Judas Priest 53 asta „Heavy Metal" hljómsveitin í dag. „Deep Purple In Rock“ var síðasta Purple platan sem vakti áhuga minn og eru þau lög sem á henni voru því í uppáhaldi auk Black Night og Strange Kind of Woman frá sama tíma, en hljómsveitin kom líka til íslands skömmu síðar, á hátindi frægðar sinnar. „BRITISH STEEL“ Judas Priest (CBS)__________________________ „British Steel“ er sjötta plata Judas Priest á jafn mörgum árum. Þeir hófu feril sinn í dauðaslitrum „Heavy Rock“ hljómsveitanna 1974, og fengu á sig gagnrýni á gagnrýni ofan lengst af, en fylltu samt alltaf stærri og stærri sali og seldu fleiri og fleiri plötur. Priest er skipuð Bob Halford, söngvara, Ian Hill, bassa- gítarleikara, K.K. Downing og Glenn Tipton, gítarleikurum og Dave Holland, trommuleikara. Á nokkrum af fyrri plötum þeirra nutu þeir upptökustjórna Roger Gloveí, en hann fágaði þá og hreinsaði grófa hljómana. í dag er hljómsveitin með „þétt“ lög sem virðast samin eftir ákveðinni form- úlu þar sem fjölbreytni og litríkur flutningur á ekki upp á pallborðið. Halford er sterkur söngvari og hljómsveitinni er vel tekið á hljóm- leikum, en plata þeirra „British Steel" er gjörsamlega hugmynda- og sköpunarsnauð, nema ef vera skyldi nafn og hulstur plötunnar. „IRON MAIDEN“ (EMIJ^ _____________________ Af þeim nýju „Heavy Metal" hljómsveitum sem gefið hafa út plötur að undanförnu hlýtur plata Iron Maiden að teljast með þeim betri. Hljómsveitin var fyrst stofn- uð 1976, en fór ekki að sjást alvarlega fyrr en í byrjun 1979. Stofnandi hljómsveitarinnar var bassaleikarinn Steve Harris, en auk hans eru í hljómsveitinni í dag, Paul Di’anno, söngvari, Dave Murray og Dennis Stratton, gítarleikarar og •Clive • Burr, trommuleikari. Af fyrstu plötu eru athyglisverð mjög góð og vönduð lög, fjölbreytt meira að segja góður söngur, og spil af fyrstu gráðu. Gítarleikararnir vinna sérlega vel saman, byggja upp spil hvors annars, og bæta upp hljóm- borðsskortinn fullkomlega. Tónlist- in er kannski ekki alltaf hreinrækt- uð „Heavy Metal", en Deep Purple, Uriah Heep og Zeppelin voru heldur aldrei eingöngu með „heilahrist- ingstónlist.“ Harris er líka fyrsta flokks bassagítarleikari, en hann semur megnið af tónlistinni. Songv- arinn á líka eftir að gera það gott. Titillag hljómsveitarinnar er á plöt- unni „Iron Maiden“ en bestu lögin eru tvö fyrstu lögin á plötunni „The Prowler" og „Remember Tomorr- ow“, en seinna lagið er rólegt, myndrænt lag sem lýsir fjölhreytni þeirra. „ON THROUGII THE NIGHT“ Def Leppard (Vertigo)_______________________ Def Leppard er enn yngri hljóm- sveit heldur en Iron Maiden. (Meðal- aldur þeirra er 18 ár). „On Through The Night" er fyrsta breiðskífa þeirra en nokkur laganna hafa áður komið út á tveim litlum plötum. Leppard gáfu fyrst sjálfir út litla plötu, Getcha Rocks Off, en Vertigo samdi við þá um útgáfurétt skömmu síðar. Eftir það kom út lagið „Hello America" og eftir vinsældir þess lags, biðu þeirra bæði upptökur á breiðskífu og hljómleikaferð til Am- eríku, en plata þeirra er komin inn á listann þar. Nokkur byrjendabragur er bæði á tónlistinni og lögunum sem eru nær öll „heilahristingslög" án sérstakra séreinkenna. Eins og Judas Priest og Iron Maiden er De • Leppard fimm manna hljómsveit með „gítar-gítar-bassi-trommur- söngur“-liðsskipan. Þó nokkur mun- ur er á hljóðfæraleik þeirra og Iron Maiden, sem er nokkrum flokkum ofar. En Leppard eru yngri og eiga framtíðina kannski fyrir sér, en þá er líka önnur spurning, hversu lengi haldast vinsældir „Heavy Metal" í þetta skiptið? HIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.