Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980 Athuganir Beloffs og samstarfsmanna leiddu ekki í ljós aó ástföngnu fólki væri auöveld; ara að koma sér upp andlegu „fjarskiptasambandi1* en öðrum. „Það virðist vega þyngra á metunum að fólk hafi meðfædda hæfilcika á þessu sviði,“ segir hann. Ef hægt er að segja til umframtíðina, erlíka hægt að breyta henni John Beloff er forseti Félags dulsálfræðinga i Edinborg, „Parapsychological Association of Edinburgh“. Hann er menntaöur sálfræð- ingur en hefur stundað rann- sóknir á sviði dulsálarfræði um árabil og er vel þokktur á því sviði, aðallega fyrir ritsmíðar um þessi efni og kenningasmið fræði- greininni til handa. Hann sinnir kennsluskyldu i almennri sálar- fræði við Edinborgarháskola, en er með sína eigin rannsóknar- stofu og tekur til sin stúdenta, sem þegar hafa öðlast háskóla- gráðu, en óska að vinna prófverk- efni sín á sviði dulsálarfræði. „Ég hef fengist mikið við fræði- legar útskýringar á hugtakinu dulsálarfræði og uppbyggingu fræðikerfis, sem að gagni mætti koma við áframhaldandi rann- sóknir á þessu sviði í framtíðinni," sagði Beloff, „en einnig höfum við í Edinborg fengist mikið við sjálf- stæðar rannsóknir og tilraunir og þótt árangurinn hafi verið mis- jafn, höldum við ótrauð áfram." Tilraunir okkar hafa aðallega beinst að yfirskilvitlegri skynjun, E.S.P. (Extra sensory perception) og hvort hægt sé að þjálfa hana upp hjá fólki, t.d. með dáleiðslu. „Operation Sweetheart“ Það hefur hins vegar ekki tekist svo nokkru nemi. Á sviði fjarhrifa (telepathy) gerðum við t.d. til- raunir með ungt ástfangiö fólk, pör sem voru í þann veginn að ganga í hjónaband, til að athuga hvort fólk byggi e.t.v. yfir auknum yfirskilvitlegum hæfileikum undir slíkum kringumstæðum, ætti auð- veldara með að senda hvort öðru hugskeyti o.s.frv. Því virtist ekki vera svo farið. Það virðist vera mikilvægara að fólk búi yfir meðfæddum „gáfum* á þessu sviði. Það er að vísu hægt að þróa með sér E.S.P., að einhverju leyti, en aðeins upp að vissu marki. Annars hefur dulsálfræðingurinn William Braud í Texas, sýnt fram á það að slökun framkallar aukið yfirskilvitleg næmt, fólk er næm- ara fyrir fjarhrifum þegar það slakar á. „Umdeilt svið“ „Vissulega hefur verið um árekstra að ræða,“ segir Beloff, aðspurður um sambúð hefðbund- innar sálarfræði og dulsálar- fræði.„Að vísu fæst fólk úr öllum Segir John Beloff, Edinborgarháskóla, sem fæst við rannsóknir á f jarhrifum og framsýni Ljósm. Kristinn 0. Skoski sálíræðingurinn John Bel- i off á þingi dulsálarfræðinga i II.!. vísindagreinum við dulsálarfræði, áhugi raunvísindamanna á þessu sviði fer t.d. vaxandi. En þetta er umdeilt svið og dulsálarfræði hef- ur ekki enn hlotið viðurkenningu hinnar hefðbundnu sálarfræði. Enn sem komið er höfum við heldur ekki þau tök á viðfangsefni okkar að við getum lagt fram óyggjandi sannanir fyrir einu eða neinu og þróunin er hæg. „Vagga dul sálarfræðinnar“ Dulsálarfræði hefur mætt mik- illi andstöðu við sálfræðideildir margra háskóla, þannig að margir brugðu á það ráð að setja á fót einkastofnanir til rannsókna á þessum sviðum. Sú stærsta sinnar tegundar er „Institute for Para- psychology, Foundation for Rese- arch on the Nature of Man“, í Durham í N-Karólínu í Banda- ríkjunum, stofnuð af J.B. Rhine sem hóf rannsóknir á sviði dulsál- arfræði við Duke-háskólann í N-Karólínu á þriðja áratug aldar- innar og hefur verið nefndur faðir nútíma dulsálarfræði. Mörg hug- takanna, sem notuð eru í dag, s.s. E.S.P., eru frá honum komin og segja má að Duke háskólinn sé vagga dulsálarfræðinnar. „Framsýni“ Eitt af aðaláhugamálum okkar á sviði yfirskilvitlegrar skynjunar er framsýni, „precognition". Einn- ig á því sviði miðar okkur hægt. Jafnvel þeir, sem eru þeim gáfum gæddir að geta sagt fyrir um framtíðina að einhverju marki, eiga erfitt með að ná valdi á hæfileikanum og nýta sér hann. Svo dæmi sé tekið, þá hafa fjárhættuspilarar sumir hverjir, haldið því fram, að þeir geti þakkað velgengni sína við græna borðið einhvers konar innsæi eða framsýni, en þegar á líður reynist flestum erfitt að höndla þá gáfu og missa oft tökin að lokum. En gagnið sem mannkynið gæti haft af því að geta sagt fyrir um óorðna hluti, væri ómetanlegt," sagði Beloff, þegar blm. gerðist svo djarfur að spyrja um þá hlið málsins. „Takist að beisla hugar- orku, má nota hana til lækninga og framsýni gæti komið að notum við uppljóstrun sakamála svo eitt- hvað sé nefnt. Þá væri einnig hægt að segja til um náttúruhamfarir áður en þær ættu sér stað og gera viðeigandi ráðstafanir í tíma. Slysum, s.s. stórum flugslysum, mætti afstýra með því að kyrrsetja flugvélina ef sýnt þætti að hún færist ella. Ég er ekki forlagatrúar, ég fæ ekki betur séð, en að ef hægt er að segja fyrir um atburði, sé líka hægt að forðast þá.“ „Eftir eina öld“ „Það hefur stundum verið haft í flimtingum, hvað við í Edinborg erum duglegir við tilraunir, sem hafa í för með sér lítinn_sýnilegan árangur," sagði Beloff að lokum. „En kemst þótt hægt fari. Við nálgumst óðum viðurkenningu hefðbundinna vísindagreina og ég er mjög bjartsýnn á framtíð dulsálarfræðinnar til langframa. Þetta er ung grein. Rannsóknir, í því formi sem þær eru stundaðar nú, hófust ekki fyrr en á þriðja tug aldarinnar og það gæti tekið aðra öld að komast þangað sem við ætlum okkur.“ Robert Van de Castle frá Virginíuháskóla i Banda- rikjunum, blaðafulltrúi þings- ins, ásamt Þór Jakobssyni, veðurfræðingi. sem sá, ásamt fleirum um að skipu- leggja þingið. Eins og fram hefur komið í fréttum var i vikunni sem leið haldið í Reykjavík alþjóðlegt þing sérfræðinga i rannsóknum dulrænna fyrirbæra, „Parapsychological Associ- ation.“ Hér á landi voru samankomnir um 100 visindamenn, hvaðanæva úr heiminum, sem eiga það sameiginlegt að stunda visindalegar rannsóknir á dulrænum fyrirbærum, sumir eingöngu, aðrir i tengslum við aðrar vísindagreinar. Ætla má að margir íslendingar hafi sýnt þingi þessu og þvi sem þar fór fram, áhuga, þar eð þessi mál hafa löngum verið mönnum hugteikin hérlendis. Að sögn dr. Þórs Jakobssonar, sem var einn af skipuleggjendum þingsins og blaðamaður Morgunblaðsins hitti að máli við opnun þess, var einn aðaltilgangurinn með þinghaldinu sá, að fulltrúar gætu hist og borið saman bækur sínar varðandi rannsóknir á hinum ýmsu sviðum dulsálarfræði. Tilhögun þingsins var með tvennu móti; annars vegar skýrðu einstaklingar frá niðurstöðum af rannsóknum og hins vegar voru settir á fót umræðuhópar. „Mjög strángar Erlendur Haraldsson, helsti forvígismaður þings- ins hér á landi. Dulsálarfræð- ingar þinga Rætt við nokkra þátttakendur á alþjóðlegu þingi dulsálarfræðinga, sem haldið var i Reykjavík á dögunum kröfur um akademíska þjálfun eru gerðar til manna i þessum félagsskap,“ sagði Þór, „félagar eru á þriðja hundrað talsins, búsettir viða um heim og eru nær allir þeirra starfandi við háskóla og vísindastofnanir. Dr. Erlendur Haraldsson er eini tslendingurinn. sem er meðlimur i félaginu og var þingið, sem er hið 23. í röðinni, haldið hér á landi að þessu sinni fyrir hans tilstilli, i boði Félagsvisindadeildar háskólans.“ Dagskrá þingsins var mjög viðamikil, íjöldi fyrirlestra mikill og hver stund nýtt, þessa fáu daga, sem það stóð, en blaðamaður náði á fyrsta degi ráðstefnunnar, tali af tveimur þátttakenda, þeim John Beloff frá Edinborgarháskóla og William G. Roll, cn hann er forstöðumaður rannsókna- stofnunar á sviði dulsálarfræðirannsókna, „Psychical Reasearch Foundation,“ í Durham, í N-Karóiínu, Bandarikj- unum. Þess skal getið, að nokkur hinna mörgu vísindalegu hugtaka, sem notuð eru í umræðu um þessi mál eiga sér ekki beina hliðstæðu í islenzku máli og hefur sá kostur því verið valinn að láta hin erlendu fræðiheiti fylgja með í viðtölunum, a.m.k. að nokkru leyti. Dulsálarfræði er sú þýðing, sem islenskir fræðimenn, er fengist hafa við rannsóknir á þessum sviðum. hafa komið sér saman um að nota í stað „parapsychoIogi“ sem er n.k. samheiti yfir þá hliðargrein hefðhundinnar sálarfræði, sem lýtur að rann- sóknum á yfirskiivitlegum fyrirbærum. Áætlað er að birta fleiri viðtöl síðar. Hildur Helga Sigurðardóttir H.H.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.