Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980 51 Rosenthal heitir heimsfrægt postulínsfyrirtæki, sem þetta árið á aldarafmæli. í>að var í vikunni sem leið, að ég arkaði upp Laugaveginn að finna Rosenthal hundrað ára. Ég er ekki margfróður maður um postulín og sem ég stikaði og hugsaði um postulín, leiddi ég hugann að konum, sem verzluðu með postulín. Postulínskonur — hvernig kerlingar voru það? Kannski konur, fínar með sig og yrðu reiðar þegar menn kæmu 20 mínútum of seint að tala við þær. Afmælisplattar og Wiinblad ... — Já, jólaplattinn er eftir Björn Wiinblad og kom fyrst út árið 1971. Hann er nú orðinn afar verðmætur, enda gefinn út í tak- mörkuðu upplagi. Stefna fyrir- tækisins er að takmarka upplag enn meir á þeim plöttum, sem eiga eftir að koma. Einnig framleiðir betta er nærmynd af vasa Rabuzins. Hér sjáum við betur vasa Vasarelys. Rosenthal Dali og Kokoschka Þar að auki hefur Philip fengið menn eins og Salvador Dali og Oscar Kokoschka til sérstakra verkefna. Áður en Kokoschka lézt „hannaði" hann aðal verkið í tilefni afmælisins. Það er gips- mynd, Leirkerasmiðurinn heitir hún. Einungis 20 eintök voru framleidd í heiminum. Einnig var Dali fenginn til þess að teikna glerplatta. Snigillinn heitir hann. Framleidd voru 300 eintök af þeim platta, m.a. koma tveir hingað til lands. Ætli þeir kosti ekki milljón eintakið — þetta er glerplatti og hér á landi er 80% tollur af glerplöttum og 30% vörugjald. Þessir plattar ganga þegar á háu verði erlendis og erlend fyrirtæki hafa falazt eftir þessum tveim plöttum sem okkar verzlun var úthlutað. hlutar, og þarf samþykki þessarar nefndar svo hafin sé framleiðsla á hlut merktum „Studio-line“. Philip gekk erfiðlega fyrst í stað að fá til starfa hjá sér viður- kennda listamenn, en einna fyrst- ur til að ganga á mála hjá honum var Björn Wiinblad. Síðar bættust fleiri í hópinn, svo sem Timo Sarpaneva, Tapio Wirkkala, Vict- or Vasarely, Ambrogio Pozzi, Edu- ardo Paolozzi, Walter Grophius, Ivan Rabuzin, Alan Le Foll, Michael Boehm og Elsa Fisher- Treyden. Rosenthal er þannig eina vestur-evrópska postulínsfyrir- tækið, sem hefur tekizt að fá viðurkennda listamenn til starfa fyrir sig. Vel er líka búið að listamönnum fyrirtækisins, þeir hafa allir sérstakar vinnustofur í Selb. postulín hundrað ára En það var saga af Dali, sem þeir sögðu mér úti í Selb. Dali lauk teikningu sinni að Sniglinum úti í New York borg. Það var um samið, að hann fengi 500 þúsund dollara — 250 milljónir íslenzkrar — í höfundarlaun, og hugðust Rosen- thal-menn senda honum þennan pening með ávísun á banka í New York. En það stóð ekki upp á geð Dalis. Hann heimtaði þessa 500 þúsund dollara í reiðufé. Háttsett- ur Rosenthal maður var því send- ur af stað með fulla ferðatösku af peningaseðlum. Þegar þessi maður bankaði uppá hjá Dali, lét Dali hann opna töskuna og sagði síðan: — Þetta er gott, fyrirtak. Mig hefur lengi langað að sjá 500 þúsund dollara í reiðufé. Nú skul- uð þér fara með þetta í bankann fyrir mig. Arndis Björnsdóttir í verzlun sinni. Landslagsvasarnir eru eftir Ivan Rabuzin og símynstraði vasinn eftir Victor Vasarely. fyrirtækið jólaplatta úr gleri; eins og áður sagði teiknaði Dali afmæl- isársplattann, og líka framleiðir Rosenthal í mjög takmörkuðu upplagi ársplatta úr postulíni. — Jú, Rosenthal á dótturfyrir- tæki, svo sem Thomas. Þessi merki eru í sjálfu sér ekki lakari en Rosenthal, gæðin eru þau sömu, en þau eru ódýrari vegna þess að „hönnuðirnir" eru minna þekktir. I tilefni afmælisins sendu þeir Rosenthal-menn okkur vörur á sérlega góðu verði, sem við mun- um einungis selja á Heimilissýn- ingunni væntanlegu í Laugardals- höll. Þessir munir, sem og allir aðrir sem Rosenthal framleiðir á afmælisárinu, hafa sérstakan 100 ára stimpil og eykur hann söfnun- argildi og verðgildi munarins. Ennfremur í tilefni afmælisins kemur Björn Wiinblad hingað til lands að sýna „gobelteppi", sem ofin hafa verið eftir teikningum hans, og postulínsgripi, sem hann hefur skreytt. Wiinblad er áhugamaður um leikhús og hefur teiknað mikið í óperur. Hann langar að teikna fyrir Þjóðleik- húsið, búninga og þess háttar, setji það upp óperu. Ég hef tvívegis hitt Wiinblad. Það er elskulegur maður, Björn Wiin- blad. Rosenthal á Islandi — Það var satt að segja tilvilj- un að við hjónin lentum útí þennan verzlunarrekstur. Þannig var, að ég fékk ung mikinn áhuga á Rosenthal. Þegar ég var við nám starfaði ég sem flugfreyja tvö sumur hjá Loftleiðum. Ég flaug ævinlega til Luxemborgar og þar var Rosenthal-verzlun og ég hóf að safna mér Romanze stellinu, sem er' eitthvert elzta stellið frá Studio-línunni. Ég eyddi sem sé sumarhýrunni í Rosenthal. Að loknu mínu námi, hóf ég kennslu í Verzlunarskóla Islands, og hafði ekki meira af Rosenthal að segja næstu árin. En þar eð alla dreymir um að verða'rikir, gældi ég við þá hugmynd að flytja inn RosenthaL vörur og selja verzlunum hér. í þýzku blaði rakst ég á heimilis- fang, og skrifaði þangað hvort ég gæti ekki fengið umboð fyrir Rosenthal hérlendis. Áður en ég vissi af, var kominn hingað til lands maður frá Rosenthaí-fyrir- tækinu úti í Þýzkalandi og hann kynnti mér, þessi maður, þau skilyrði sem fyrirtækið setti um- boðsmönnum sínum. Og þar var efst á blaði, að innflytjandinn einn verzlaði með Rosenthal. Eftir að hafa kynnt okkur þetta mál ræki- lega, maðurinn minn og ég, Ottó Schopka framkvæmdastjóri hjá Kassagerð Reykjavíkur, skrifuð- um við undir umboðssamning við Rosenthal. Verzlunina opnuðum við í nú- verandi húsakynnum þann 2. des- ember 1976. Auðvitað áttum við í margvíslegum byrjunarerfiðleik- um, en erfiðleika og vandamál legg ég ekki á minnið. En þeir Rosenthal-menn eru mjög kröfu- harðir við umboðsmenn sína. Um- boðsmönnum er skylt að fara í einu og öllu eftir fyrirmælum þeirra í sambandi við innrétt- ingar, umbúðapappír og þess hátt- ar. Þeir fylgjast náið með, að farið sé eftir þeim í því efni. Vitaskuld var okkur ekki mögulegt að ganga að öllum þeirra skilyrðum, Island er svo lítið land. Og Rosenthal viðurkennir nú sérstöðu Isiands. Nú pöntum við beint frá Þýzka- landi, en fyrst þurftum \iö að panta gegnum Svíþjóð, sem hafði í för með sér ótalda erfiðleika. Nei, smekkur Islendinga er ótrúlega góður og vegur Rosenthal mikill hérlendis. íslendingar vilja helzt fyrsta flokks vöru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.