Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 32
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980 Hrafn Gunnlauqsson___ STOKKHÓLMUR Vænst þykir mér um Gamla stan, borgarhluta sem hefur lítiö breytzt síöustu aldirnar; þveng- mjóar götur lagöar höggnum steinum og húsin líkust leik- tjöldum: Kon- ungshöll, kirkjur, skemmtistaöir. Um þessar götur er gott aö reka lappirnar, líta inn á Stampinn, sem er elskuleg lítil djassbúlla, eöa kíkja niöur í gamla klausturkjallarann gegnt Stórkirkjunni sem nefnist Kur- bits og er einn bezti vísna- klúbbur borgarinnar. Og vilji menn harösnúnari sveiflu er Eng- elen frábær skemmtistaöur, þar sem allt er í botni strax eftir sex á kvöldin. Á neöri hæöinni er svo næturklúbburinn Kollingen sem opnar á miönætti. Gamla stan morar í krókum og kim- um þar sem gaman er aö fá sér bjórkollu, eöa bara aö labba um göturnar og skoöa umhverfiö líkast ævintýri og mannlífiö sem er hvergi skrautlegra. Eigi ég erindi í íslenzka sendiráöiö á Östermalm, læt ég ekki hjá líöa aö fá mér bita á matstaönum Muntergök í ná- lægri götu (Grevturegatan), sem Englendingar reka og er trúlega ein vinsælasta krá á Östermalm og mikiö sótt af útlendingum. Full ástæöa ertil aö minna á Moderna Museet (Nútímalistasafniö) og Dramaten (Þjóð- leikhúsiö), en per- sónulega hef ég mest gaman af aö sjá sýningar Pistolteatern í Gamla stan. Rétt hjá Dramaten er veitinga- staöurinn KB (Kúnstnerabar) þar sem hægt er aö fá frábæran mat og barinn inn af salnum er einn sá skemmtilegasti í borginni. í næstu götu er lítil bjórkrá sem nefnist Prinsen og er hún mjög vinsæl. Varöandi dansiböll á íslenzka vísu er Bolaget rétt hjá Stortorget, pottþétt. Séu krakkar meö í feröinni eru dýragaröurinn (Skansen) og Tívolí (Gröna lund) óvenju fallegir staöir. Stokkhólmur er falleg og frjálsleg borg sem minnir á þægilegt baö, aldrei of heit og heldur ekki of köld. HPi • l&rT Ef þú hyggur á ferö til STOKKHÓLMS geturöu klippt þessa auglýsingu út og haf t hana með,þaó gæti komið sér vel. FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.