Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980 49 William Roll er Bandarikja- maður af norrænum ættum, sál- fræðingur að mennt. Hann gekk i smiðju til J.B. Rhine i Durham i N-Karólinu, sem taiinn er frum- kvöðull visindalejíra sálarrann- sókna og er nú nýlátinn. Roll starfaði við stofnum þá i Dur- ham, sem J.B. Rhine kom á fót, „Institute for Parapsychology“. En eins og fram kemur i viðtali við John Beloff, er Durham nokk- urs konar vagga visindalegra sáiarrannsókna eins og þær eru stundaðar i dag. William Roll veitir nú forstöðu annarri rann- sóknastofnun á sviði dulsálar- fræði í Durham, „Psychical Re- search Foundation“. og hefur sú stofnun sérhæft sig i þvi að afla vitneskju á sviði, sem mörgum íslendingum hefur verið hugleik- ið i timans rás, þ.e. hverjar séu likurnar á framhaldslífi. Eða. eins og Roll orðar það: „Áhugi okkar beinist að þvi að rannsaka eðli vitundar og persónuleika og hvort um er að ræða áframhald- andi tilvist þessara þátta eftir dauðann. Það er ekki okkar að sanna líf eftir dauðann. heldur að rannsaka þau fyrirbæri, sem benda til þess að svo kunni að vera,“ segir Roll. „Rannsóknir okkar fara einkum fram með tvennum hætti; annars vegar „á heimavelli“, þ.e. í rann- sóknastofum stofnunarinnar. í»ú y f irgefur aldrei neinn stað að fullu undir eftirliti visindamanna og hins vegar eru svo vettvangs- rannsóknir. í þeim felst að við förum á staði, þar sem fólk telur sig hafa orðið vart við annarleg og óútskýranleg fyrirbæri og reynum að grafast fyrir um eðli fyrirbæranna. „Reimleikar tengjast oft sálrænum vanda- málum lifenda“ Ég kom hingað til lands árið 1964, í tengslum við fyribærin, sem átt höfðu sér stað á bænum Saur- um. (Þar gerðust ýmiss torkennileg atvik, eins og marga mun rekja minni til og töldu margir að um reimleika hefði verið að ræða). Er ég kom að Saurum var allt um garð gengið og því ekki hægt að fylgjast með fyrirbærunum sjálfum, en ég tók viðtöl við fólkið á bænum og það, sem þarna hafði att sér stað, líktist öðru sem ég hafði komist í kynni við. Þarna var á ferðinni það sem nefnt er „poltergeist" (hefur verið þýtt á íslensku sem ærslandi, þ.e. viss tegund reimleika þar sem hlutir færast úr stað, án þess að sjáanlega sé við þá komið og fólk telur sig heyra þrusk og ýmiss konar torkennileg hljóð. Önnur tegund reimleika er svo „haunt- ing“, sem nánar verður vikið að síðar.) „Poltergeist er ekki algengt fyrirbæri, en vel þekkt meðal þeirra, sem fást við rannsóknir á dulrænum fyrirbærum. Yfirleitt tengjast þessi fyrirbæri einhverri ákveðinni persónu á staðnum. Í þessu tilfelli taldi ég að atburðirnir hefðu átt sér stað í tengslum við húsmóðurina á bænum. Þegar hún fór af bænum, datt allt í dúnalogn, en um leið og hún kom aftur, upphófust lætin," sagði Roll. „And- rúmsloftið á bænum var mjög „þungt“, og mikil spenna ríkti milli fólksins. Hjónin á bænum voru orðin nokkuð roskin, voru um sjötugt, ef ég man rétt og húsmóð- irin vildi hætta búskap og flytja, fannst lífsbaráttan of hörð, en bóndinn vildi hvergi fara. And- rúmsloftið var því þrungið spennu og ósögð orð lágú í loftinu. Slíkar kringumstæður eru gróðrarstía Rætt við dulsálar- fræðinginn William Roll WiIIiam Roll, en hann veitir forstöðu stofnun, sem fæst við að kanna dulræn fyrirhæri, i Ilur- ham i N-Karólinu i Bandarikjun- um. Ljósm. Kristinn ó. fyrir „poltergeist", sem er eins konar „óþægur andi“, sem tengist oft sálrænum vandamálum lifenda, eða er framkallaður af þeim. Við lítum á „poltergeist" sein nokkurs konar sjúkdóm eða sjúk- dómseinkenni, en það sem vitað er um starfsemi heilans er komið frá rannsóknum á heilum, sem ekki starfa rétt, sýna sjúkleg einkenni, þannig að með rannsóknum á fyrirbærum eins og „poltergeist" má verða margs vísari um eðlilegt atferli. Svo virðist, sem töluverð fylgni sé milli flogaveiki og reynslu af „poltergeist" hjá fólki, þ.e. þeir, sem upplifa „poltergeist", eru oft flogaveikir. Við getum þó eki fullyrt þetta, en það rennir stoðum undir þá kenn- ingu að „poltergeist" sé nokkurs konar sjúkdómur eða afleiðing sjúkdóms. „Engir Mórar eða Skottur“ „Poltergeist" varir ekki lengi, e.t.v. nokkrar vikur eða mánuði en um „haunting", sem er önnur „Manneskjan er ekki til sem afmörkuð heild, heldur er allt tengt, líkt og líffæri likamans eru hluti af stærra Hffæra- kerfi. þ.e. likamanum. Það eru þessi tengsi, sem eru höfuð- viðfangsefni dulsálarfræðinnar.“ segir William Roll. tegund fyrirbæra, gegnir öðru máli. Það varir oft árum saman. („Haunting” er fyrirbæri, sem e.t.v. er nær því að flokkast undir það, sem Islendingar nefna í daglegu máli reimleika eða draugagang, en „poltergeist", þó skilin þarna á milli séu nokkuð óljós og útskýr- ingar Rolls á fyrirbærinu hafi í eyrum blaðamanns hijómað mjög líkt og útskýringar á „poltergeist"; þ.e. hermihljóð, líkt og verið sé að líkja eftir mannlegu atferli, s.s. fótspor, stundum sjáanlegar hreyf- ingar, s.s. hurðarhúnar hreyfast og stundum sjást svipir eða draugar, eins og það heitir á gamalli og góðri íslensku.) En það er best að gefa William Roll orðið. „Haunting" tengist fremur hús- um og ákveðnum stöðum, en per- sónum. Sbr. orðið „haunting", sem ég tel vera af sama uppruna og home, þ.e. heimili. Þegar hús, sem reimt er í hafa verið rannsökuð og saga þeirra rakin, kemur líka yfirleitt í ljós að þar bjó aldrei þessi hvítklædda aðalsfrauka, eða Sjá nœstu síöu /d „Hvað er að gerast að Saur- um?“, spurði Morgunblaðið 20. mars 1964, en um það leyti fóru fyrstu fréttir að berast af dul- arfullum atburðum á bænum. Leitað var álits margra á fyrir- bærunum. og voru skoðanir manna skiptar. Ilinn 21. mars segir m.a. í Mbl. að Þórberg- ur Þórðarson hafi hringt og látið i ljós þá skoðun að hér væri um reimleika að ræða og ekkert annað. Skoraði Þórbergur á náttúrufræðinga að „hrista af sér slyðruorðið. og taka höndum saman og rannsaka þessi fyrir- bæri. án ótta við spott og spé. Ættu þeir að skoða þau af nýjum sjónarhóli i samvinnu við góðan reimleikafræðing. Ekki sagðist Þórbergur samt sjálf- ur vilja taka þátt i þeim athug- unum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.