Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980 BRETLAND Stórar plötur 1 ( 1) BACK IN BLACK 2 ( 4) FLESH & BLOOD 3 ( -) GLORY ROAD 4 ( 2) DEEPEST BLUE 5 ( 7) GIVE METHE NIGHT 6 ( 9) OFF THE WALL 7 ( 3) XANADU Olivia Newton John & Electric Light Orchestra 8 ( 6) SEARCHING FOR THE YOUNG SOUL REBELS Dexy’s Midnight Runners 9 ( -) KALEIDOSCOPE Siouxie & The Banshees 10 (10) SKY 2 Sky AC/DC Roxy Music Gillan Deep Purple George Benson Michael Jackson Litlar plötur 1( 1) WINNER TAKES IT ALL 2 ( 2) UPSIDE DOWN 3 ( 5) 9 TO 5 4 ( -) ASHES TO ASHES 5 ( 9) OH YEAH 6 ( 7) OOPS UPSIDE YOUR HEAD 7 (10) GIVE METHE NIGHT 8 ( 4) MORE THAN I CAN SAY 9 ( 3) USE IT UP AND WEAR IT OUT 10 ( -) FUNKIN’ FOR JAMAICA Abba Diana Ross Sheena Easton David Bowie Roxy Music Gap Band George Benson Leo Sayer Odyssey Tom Browne BANDARÍKIN Stórar plötur ( 1) 2) 3) 4) 5) 6) 8) 8 ( 9) 9 ( -) 10 (10) EMOTIONAL RESCUE HOLD OUT GLASS HOUSES URBAN COWBOY THE GAME DIANA CHRISTOPHER CROSS FAME GIVE ME THE NIGHT AGAINST THE WIND Bob Seger & The Silver Bullit Band Rolling Stones Jackson Browne Billy Joel Kvikmyndatónlist Queen Diana Ross Kvikmyndatónlist George Benson Litlar plötur 1 ( D 2 ( 2) ( 3) 4) 5) 6) 3 4 5 6 7 ( -) 8 ( -) 9 ( 9) 10 (10) MAGIC SAILING TAKE YOUR TIME EMOTIONAL RESCUE UPSIDE DOWN IT’S STILL ROCN N ROLL FAME ALL OUT OF LOVE LET MY LOVE OPEN THE MORELQVE Olivia Newton John Christopher Cross S.O.S. Band Rolling Stones Diana Ross TO ME Billy Joel Irene Cara Air Supply DOORPete Townshend Kim Carnes Country plötur 1 (1) 2 3 4 5 6 7 8 ( 8) 9 ( 9) 10 ( -) ( 3) ( 4) ( 2) ( 5) ( 6) ( 7) URBAN COWBOY ROSES IN THE SNOW HORIZON MUSIC MAN MY HOME’S IN ALABAMA HABITS OLD AND NEW GIDEON SAN ANTONIO ROSE GREATEST HITS FULL MOON Kvikmyndatónlist Emmylou Harris Eddie Rabbit Waylon Jennings Alabama Hank Williams jr. Kenny Rogers Willi Nelson & Ray Price Waylon Jennings Charlie Daniels Band Kyikmyndatónlist á uppleið í Bandaríkjunum Á medan „Heavy Metal“ rokkið virðist vera að ná undirtökum i Bretlandi, má segja að plötur með kvikmyndatónlist séu að ná undir- tökum i Bandarikjunum. Það sem af er árinu hafa 20 titlar náð upp á topp 200 i Bandarikjunum ok margir þeirra mjöK hátt. Kvikmyndagerðarmenn hafa i rikari mæli snúið sér að þvi að gera tónlistarkvikmyndir siðan „Saturday Night Fever“ og „Gre- ase“ slógu i gegn. Kvikmyndir hafa lengst af nýtt tónlist til áherzlu i viðkvæmum atriðum i kvikmyndum, áhrif sem rekja má allt til tallausu kvik- myndanna þegar leikið var undir á bióorgelin frægu. Rokktónlistin komst i kvikmyndir um leið og hún sló i gegn, t.d. i myndinni „Rock Around the Clock“. Voru gerðar ótal myndir með stjörnum eins og Elvis Presley og Cliff Richard, sem kallaðar voru dans- og söngvamyndir, og voru sýndar á barnasýningum að mestu leyti. Síðan kom „West Side Story“ inn á milli, „Sound Of Music" og „Oklahoma". Beatles gerðu „A Hard Days Night“ og „Help“ og þar fram eftir götunum. En kvikmyndatónlist var samt aldrei eins almennt vinsæl eins og hún er í dag. Líklega átti tónlistin við „Satur- day Night Fever" mestan þátt í dans- og söngvamyndum þeim sem rignt hefur bókstaflega á markað- inn síðan. Sú plata, með tónlist eftir Bee Gees, náði slíkum vinsældum að annað eins hefur ekki gerst í sögu hljómplötunnar. Myndin hreinlega spann af sér gull fyrir fjölda ævintýramanna, diskótón- listin varð stór-bisness um gjörvall- an heim, og fólk bókstaflega tók upp nýja siði! Síðan kom „Grease" á eftir með John Travolta aftur í aðalhhitverki og litlu krakkarnir sóttu myndina líkt og Bítlamyndirnar voru sóttar áður. Feiknamargar myndir voru gerðar þaðan í frá með mun meiri tónlist og mun meira í hana lagt oft á tíðum. Plötur, sem náðu t.d. vinsæidum 1979, voru „Main Ev- ent“, „The Wiz“ (Diana Ross), „The Muppet Movie", „Superman", „Man- hattan“, „Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band“ (Peter Frampt- on og Bee Gees), „Midnight Ex- press", „Hair“, og „Kids Are Al- right“ (Who). 1980 hafa síðan komið eftirtaldar plötur: „Quadrophoenia“ (Who), „The Rose“ (Bette Midler), „Amer- ican Gigolo" (Blondie), „Áll That Jazz“, „Electric Horseman" (Willie Nelson), „Coal Miner’s Daughter", „The Empire Strikes Back“ (Star Wars), „10“, „Star Trek“, „Bronco Billy" (Waylon Jennings), „Fame“, „Caddyshack" (Kenny Loggins), „Evita", „Xanadu“ (Olivia Newton John), „The Blues Brothers", „Roadie" (Meatloaf og Blondie), „Can’t Stop The Music" (Village People), og síðast en ekki síst „Urban Cowboy" (John Travolta). Af þessum plötum eru ekki nema þrjár sem má tengja við diskó, og aðeins ein af þeim hefur náð verulegum vinsældum, „Fame“. Country-tónlist á aftur á móti mikinn hluta í tónlist á þessum plötum og er slík tónlist alla vega á fimm af plötunum sem nefndar eru að ofan. Þrjár þær vinsælustu á þessu ári eru iíklega „Fame“, „The Empire Strikes Back“ og „Urban Cowboy". „FAME“ (RSO) Myndin „Fame“ er söngva- og Travolta dansmynd og fjallar um krakka í listdans- og tónlistarskólum. Tón- listin er eftir tiltölulega óþekktan höfund, Michael Gore, en systir hans Lesley Gore gerði lagið „It’s My Party" vinsælt 1963. Tónlistin er nokkuð blönduð, popp, diskó og klassík, en Gore hefur fitlað við allar þessar tónlistartegundir. Það sem hefur gert plötuna vinsælli en aðrar er að í henni er eitt gott diskólag, „Fame“, sem aðalleikkon- an, Irene Cara, syngur. Að öðru leyti er erfitt að dæma efni plöt- unnar nema hafa séð kvikmyndina, en hefur sala á kvikmyndaplötum tengst sýningum kvikmynda, nema eitthvert sérstakt lag örvi sýn- ingarnar sem getur vitanlega gerst. Empire „THE EMPIRE STRIKES BACK“ __________(RSO)____________ Tónlistin í þessari Star Wars mynd er samin af John Williams __ rnf in hljómsveitarstjóra (ekki gítarleik- aranum) og flutt af Sinfóníu- hljómsveit Lundúna. Lundúnahljómsveitina þarf ekki að kynna, en John Williams hefur áður samið fyrir kvikmyndir eins „Jane Eyre“, „The Poseidon Ádventure", „Star Wars“, „Close Encounters of the Third Kind“ og „Superman". Williams virðist hafa unnið tón- listina til að styrkja myndina, gefa henni lit og blæ. Tónlistin er öll myndræns eðlis og mynnir vissu- lega á fyrri myndir í „tæknisögu- formi“. Á plötuhulstri eru hverju lagi gerð skil og skýrt út hvenær tónlistin er í myndinni og hverju hún eigi að lýsa. Eins og flest annað í sambandi við „Star Wars“ mynd- irnar er ekkert til sparað og ætti jafnvel að vera gaman að sjá myndina! „URBAN COWBOY“ (Full Moon) Tónlistin í „Urban Cowboy" er flest orðin geysivinsæl nú þegar. „Allt Night Long“ með Joe Walsh, „Times Like These" með Dan Fogel- berg, „Love the World Away“ með Kenny Rogers, „Looking for Love“ með Johnny Lee, „The Devil Went to Georgia" með Charlie Daniels Band, „Stand by Me“ með Mickey Gilley og „Lyin’ Eyes“ með Eagles. Auk þess eru á plötunni lög með Anne Murray, Lindu Ronstadt og J.D. Souther saman, Bonnie Riatt, Boz Scaggs, Jimmy Buffett og Bob Segar & Silver Bullet Band. Það er því ekki að undra að platan er jafn vinsæl og raun ber vitni. Ekki skemmir fyrir vinsældum myndarinnar að John Travolta leik- ur aðalhlutverkið. Tónlistin er þó, þegar að er gáð, greinilega valin til flutnings við ákveðin tækifæri, en þau eru upp til hópa góð — óvenjulegt jafnvel af safnpiötu að vera. Þrátt fyrir fjölda rokklaga á plötu og aðeins tæpur helmingur laganna geti kallast „country" lög, trónar platan nú í efsta sæti bandaríska „Country" listans og er ofarlega á popp-listanum. - HÍA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.