Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980 Anna Bjarnadóttir skrifar frá Bandaríkjunum: Mikill munur var á lands- þingum bandarísku flokkanna EF STJÓRN og framkvæmd landsþinga bandarísku stjórn- málaflokkanna gefa einhverja hugmynd um, hvernig flokk- unum fer stjórn landsins úr hendi, væri þjóðinni fyrir beztu, að Repúblikanar tækju við stjórn sem allra fyrst. Litil stjórn virtist vera á þingi þeirra í Detroit i júli, en það var hrein hátíð samanborið við glundroðann, sem rikti á þingi Demókrata nokkrum vikum seinna í New York. Demókratar mega þakka sin- um sæla fyrir, að kjósendur hugsa um aivarlegri hluti en landsþing flokkanna, þegar þeir ákveða hvern þeir ætla að kjósa. Annars væri flokkur- inn i enn meiri vanda staddur en hann er nú þegar, og þykir þó flestum nóg um. Þrengsli og biðraðir Frambjóðendur og fulltrúar þinganna eru að sjálfsögðu að- alpersónur þeirra, en þingin væru lítils virði, ef kjósendur fengju ekki fréttir af þeim. Til að fullnægja þeirri þörf, mæta þrír fréttamenn fyrir hvern fulltrúa á þingin og senda fréttir, hver um annan þveran, Ronald Reagan út um allar trissur, allt frá New York, Chicago og Los Angeles til Peking, Kairo og Reykjavík- ur. Án réttra skilríkja gætu fréttamenn eins vel setið heima. Þau voru afhent þegj- andi og hljóðalaustí Detroit í eitt skipti fyrir öll á fyrsta degi þingsins og tryggðu eiganda ákveðið sæti í þingsalnum. í New York var hins vegar nauð- synlegt að sanda í langri biðröð hvern dag, til að fá skilríkin endurnýjuð fyrir fundi um kvöldið. Starfsmenn og Edward Kennedy fréttamenn kunnu biðinni illa og fóru um hana verstu orðum, en það gerði hana sízt ánægju- legri. Öryggisvörður var allur mun strangari í New York en í Detroit, fyrir því voru gefnar þrjár ástæður: Jimmy Carter og Edward Kennedy voru í New York, þar býr hættulegra fólk en í Detroit og Repúblikönum stendur á sama um frambjóð- endur sína! Helmingi fleiri fulltrúar sátu þing Demókrata. Þeir kusu þó að þinga í minna húsnæði en Repúblikanar. Þrengslin voru Jimmy Carter gífurleg og erfitt að komast leiðar sinnar. Ræður og upplýs- ingar voru illfáanlegar, og fáir virtust vita hvað var um að vera. Fólk var ekki einu sinni óhult í sætum sínum. Tveir hópar öryggisvarða fylgdust með ferðum fólks, en þeir virtust aldrei hafa borið saman bækur sínar. Annar hópurinn vísaði á sæti, sem hinn rak úr skömmu síðar, og allir voru jafn æstir og reiðir. Hvort rólyndið, sem ríkti í Detroit, eftir á að hyggja, bar merki um muninn á New York- og Detro- itbúum eða Demókrötum og Repúblikönum er ekki gott að segja. En Demókratar höfðu svo sem fyllstu ástæðu til þess að vera stressaðir og stuttir í spuna. Sigurvegari fellur í skugga þess er tapar Allir Repúblikanar eru ekki sannfærðir um, að Ronald Rea- gan sé sá, sem bezt er til þess fallinn að stjórna landinu næstu fjögur árin. Þeir létu það þó ekki á sig fá á landsþingi flokksins og fögnuðu útnefn- ingu Reagans með ærandi lúðraþyt og söng. Demókratar útnefndu aftur þann, sem þeir hafa haft reynslu af í fjögur ár. Þeir gengu fram hjá þeim, sem kom áheyrendum til að vökna um augu undir beztu ræðu þingsins og bróður fyrrverandi forseta. Kennedy viðurkenndi ósigur sinn eitt kvöld, en stóð sig sem sjaldan fyrr hið næsta og vann hugi og hjörtu ótalmargra. Hann talaði fjálglega um hug- sjónir Demókrata fyrr og nú. Framsögn hans var skýr og grípandi, og hann minnti hann mjög á bræður sína, sem eru stolt og hetjur flokksins. Bandaríkjamenn eru fljótir að skipta um skoðun á fram- bjóðendum, eins og skoðana- kannanir hafa sýnt. Því fer varla fjarri, að Kennedy hefði hæglega getað hlotið útnefn- ingu Demókrata, ef ræða hans hefði ekki verið flutt einum degi of seint. — Með henni hefur hann greitt verulega götu sína fyrir 1984. Þetta gerðist 24. ágúst 1979 — Bandaríkjastjórn til- kynnir að hún sé reiðubúin að hefja að nýju vopnasendingar til Irans til að bæta samskiptin milli landanna. 1978 — Skæruliðar Sandinista í Nicaragua ná þjóðarhöllinni og sleppa meira en eitt þúsund gíslum, þegar Somoza forseti hefur reitt fram hálfa milljón dollara í lausnargjald. 1976 — Tveir sovézkir geimfar- ar snúa til jarðar eftir 48 daga dvöl úti í geimnum. 1975 — Egyptar og ísraelar segjast hafa leyst helztu ágrein- ingsmál sín varðandi nýjan samning um Sinai. 1969 — írakar lífláta fimmtán manns fyrir að hafa stundað njósnir í þágu Bandaríkjanna og ísraels. 1965 — Sameinaða Arabalýð- veldið og Jemen undirrita frið- arsamning. 1%4 — Hvítir málaliðar koma til Kongó að berja á uppreisnar- mönnum. 1953 — Kenyastjórn skorar á Mau-Mau samtökin að gefast upp. 1939 — Þýzkaland og Sovétrík- in undirrita tíu ára friðarsamn- ing. 1922 — Arabaráðstefna í Nabl- us hafnar yfirráðum Breta í Palestínu. 1812 — Brezkar hersveitir gera innrás í Washington og brenna helztu byggingar. Andlát. 1572Gaspard de Col- igny, Húgenottaleiðtogi (féll) — 1680 Thomas Blood ofursti, ævintýramaður — 1831 August von Gneisenau, hermaður. Afmæli: William Wilberforce, enskur baráttumaður fyrir af- námi þrælahalds, 1759—1833, Max Beerbohm, brezkur list- amaður, 1872—1956. Angie Bro- oks, líberískur diplómat, 1928—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.