Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.08.1980, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980 ÉUmsjón: Séra Jón Dalbú Hróbjartsson Sé-ra Karl Sigvrbjörnsson Siyurdur Pdlsson )ROTTINSDEGI Fyrirgefðu! Við segjum svo margt, án þess að hugsa og án þess að gera okkur grein fyrir því hvað það merkir, sem við segjum. Það á t.d. við um þessa setningu faðir- vorsins: „Fyrirgef oss vor- ar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldu- nautum.“ Hvað þýðir þetta eiginlega? I þessu felst sú trú, að Guð vilji fyrirgefa okkur syndir okkar, en að þá verðum við að sýna sömu afstöðu til annarra. Ef þú vilt ekki fyrirgefa, þá verð- ur þér ekki fyrirgefið. Sjálfur lagði Jesús Kristur mikla áherslu á þetta, svo mikla, að hann ítrekar það enn og aftur. Þetta er regla án undantekningar. Hann segir ekki, að við ættum að fyrirgefa yfirsjónir ann- arra og syndir ef þær séu ekki of ægilegar, and- styggilegar eða ítrekaðar. Við eigum að fyrirgefa þær allar, hversu oft er sem brotið gegn okkur, hversu óþægilegt, illt og óþolandi það er. Annars getum við ekki vænst þess, að Guð vilji fyrirgefa okkur. Sú fyrirgefning, sem við vænt- um og þiggjum frá Drottni, verður að birtast í afstöðu okkar til annarra, í um- gengni og dómum um aðra. Nú er það svo, að við misskiljum þetta með fyrirgefninguna. Ég held til dæmis, að þegar við biðjum Guð fyrirgefningar, þá séum við oftar en ekki að biðja hann að afsaka okkur. En að afsaka og fyrirgefa er tvennt ólíkt. Fyrirgefningin segir: „Já, þú hefur brotið þetta af þér, en ég vil gefa þér upp sakir og aldrei láta það hafa áhrif á samband okkar framar, allt verður eins og ekkert hafi í skor- ist.“ En afsökunin segir: „Æ, þú gast ekkert að þessu gert, þú ætlaðir ekki að gera illt, þetta var eiginlega ekki þér að kenna.“ Ef þetta var ekki mér að kenna, þá er ekkert að fyrirgefa. Atiðvitað get- ur þetta tvennt oft skarast og blandast saman, jafnt í afstöðu manns og Guðs og manna í milli. Margt af því, sem í fljótu bragði virtist synd reynist við nánari athugun vera eng- um að kenna og er afsakan- legt. En oft reynast bænir okkar um fyrirgefningu vera lítið annað en það að við biðjum Guð að taka afsakanir okkar gildar. Þá gleymum við því, sem máli skiptir, sem er í raun og veru synd og óafsakanlegt, en samt ekki, Guði sé lof, ófyrirgefanlegt. Guð þekk- ir hjörtun og veit og skilur hin duldu rök allra okkar gerða og getur greint á milli syndar og yfirsjóna. Frammi fyrir honum þurf- um við ekki að færa fram rök okkur til afsökunar. Þegar þú ferð til læknis þá segir þú honum hvað að er — til dæmis að J)ú sért handleggsbrotinn. I því til- viki þjónar engum tilgangi að vera að segja honum að sjónin sé góð og þú sért ágætur í hálsinum og ekk- ert sé að vinstra fæti. Við reynum svo mjög að afsaka okkur frammi fyrir Þetta er huggun min Drottinn, ég hef séð sól þína speglast í forarpolli, jafnvel forin glitrar í geisl- um sólarinnar. Þetta er huggun mín. í lífi mínu er svo margt óhreint og saur- ugt. Fullvissa mig í orði þínu um það, að þú fyrir- gefur algjðrlega, að þú fjar- lægir allt óhreint og alla synd. Frelsari minn, lát mig þrá að þiggja ástgjafir þínar við altarisgönguna, já haltu mér fyrir sjónum hvað hjálpræðið kostaði þig. Faðir, lát heilagan anda þinn vinna verk sitt í mér, svo að einhvr geti þakkað þér fyrir mig. í Jesú nafni. Amen. Steig upp til himna, situr við hœgri hönd Guðs fóður almáttugs Var himnaförin einhvers kon- ar geimferð, eða hvað? Hvar er eiginlega himinninn? — Ekki þarf að deila um það að orðafar Guði, vegna þess, að við eigum svo erfitt með að treysta því, að Guð fyrir- gefi syndir okkar. Guð tek- ur syndina alvarlega og afsakar hana ekki, því hann telur manninn ábyrg- an gerða sinna. Raunveru- leg fyrirgefning er að horf- ast í augu við syndina, afbrotið, skuldina, eftir að tekið hefur verið tillit til allra mildandi aðstæðna, og horfast í augu við það sem eftir er — eigingirn- ina, mannvonskuna, til- litsleysið, skepnuskapinn, svívirðinguna, en sýkna þó hinn seka. Svona er fyrirgefningin alltaf. Líka gagnvart öðr- um mönnum. Fyrirgefning er ekki afsökun, eins og margir halda. Þeir álíta, að þegar þú biður þá að fyrir- gefa einhverjum, sem hef- ur svikið þá eða brotið gegn þeim, þá sért þú að biðja þá að reyna að láta sem það hafi aldrei verið um nein svik eða afbrot að ræða. Og þeir tönnlast á þessu: „En hann braut hátíðlegt lof- orð!“ Einmitt það ber þeim að fyrirgefa. Fyrirgefa og þá um leið reyna allt sem mögulegt er til að uppræta alla gremju í hans garð, alla reiði, alla löngun til að hefna sín. Að vera kristinn maður er að fyrirgefa öðr- um hið óafsakanlega, af því að Guð hefur fyrirgefið þér hið óafsakanlega hjá þér. Þetta er erfitt. Það er ef til vill ekki svo erfitt að fyrirgefa einstakt mikið af- brot. En að fyrirgefa hinar frásagnanna af himnaför Jesú ber merki þeirrar heimsmyndar sem þá ríkti, þ.e. himinninn efst, jörðin í miðið og undirheimar eða dauðaríkið neðst. Margir guðfræðingar samtímans hafa lagt mikla áherslu á að „hreinsa" fagnaðarerindið af úreltum hug- myndum og færa það til þess búnings sem hæfir samtíðinni. Það er rétt að fagnaðarerindið má ekki hefta með ákveðinni heimsmynd. Það er algilt án tillits til þeirra hugmynda um alheiminn sem uppi eru á hverri tíð. Hitt er jafnljóst að ekki má ganga svo langt í aðhæfingunni að hugmyndum samtímans að fagnaðarerindið týni raunveru- legri merkingu sinni og boðskap. Himnaför Jesú markar þátta- skil. Með henni lauk því tímabili sem hinir kristnu, frumsöfnuð- urinn og aðrir, gátu séð og heyrt hinn upprisna augliti til auglitis. Himnaförin felur í sér upphaf þess tíma í lífi safnaðarins, sem stendur enn í dag að hann er háður vitnisburði sjónarvott- anna. Vitnisburður þeirra er allt sem menn hafa að byggja trú síendurteknu ögranir hversdagslífsins — fyrir- gefa afskiptasömu tengda- mömmunni, geðstirða eiginmanninum, nöldrandi eiginkonunni, eigingjörnu dótturinni, svikulum syn- inum — hvernig er það mögulegt, mannlega talað? Aðeins, held ég, með því að muna það hvar við stönd- um sjálf. Og með því að leggja okkur fram í bæn- inni, sem við berum fram á degi hverjum: „Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum." Það eru skilmálarnir. Að hafna þeim er að hafna náð Guðs. Fyrirgefning syndanna kostaði mikið. Líf Guðs sonar á krossi. Guði er alvara. Biblíulestur Vikuna 24. — 30. ágúst. Sunnudagur 24. ágúst Mánudagur 25. ágúst Þriðjudagur 26. ágúst Miðvikudagur 27. ágúst Fimmtudagur 28. ágúst Föstudagur 29. ágúst Laugardagur 30. ágúst Mark. 7:31-37 Mark. 1:21-28 II. Kon. 20:1-7 Jak. 5:13-18 Matt. 9:35-38 Mark. 5:22-43 Lúk. 4:38—44. sína á. Mitt á milli þessara tveggja skeiða stendur hinn efa- gjarni Tómas, sem neitaði að trúa nema hann sæi (Jóh. 20,24nn) og orð Jesú: Af því að þú hefur séð mig, hefir þú trúað. Sælir eru þeir sem ekki sáu og trúðu þó. Að mæta hinum upprisna var fyrir hinum fyrstu lærisveinum hið sama og að vera sendir með fagnaðarerindið um hinn upp- risna. Þetta kemur ljóst fram í frásögum guðspjallanna af himnaförinni. Að Kristur stígur upp til himna og lærisveinarnir eru sendir út í heiminn með fagnaðarerindið eru tvær hliðar á sama máli. Þeir eru sendir vegna þess að hinum upprisna er gefið allt vald á himni og jörðu. Sá staður í Gamla testamentinu sem hvað tíðast er vitnað til í Nýja testamentinu er Sálmur 110: „Svo segir Drottinn við herra minn: Sezt þú mér til hægri handar, þá mun ég leggja óvini þína sem fótskör að fótum þér.“ Himnaförin er því á mynd- máli Gamla testamentisins (og hafa verður hugfast að höfundar Nýja testamentisins lifðu og hrærðust í því myndmáli) það að hinn upprisni sest í hásæti sitt, yfirgefur lægingu sína og gengur inn til dýrðar sinnar þar sem honum er allt vald gefið. Hann ríkir „meðal fjenda sinna", ekki yfir þeim heldur mitt á meðal þeirra. Mitt í lyginni ríkir sann- leikurinn, umkringt andmælum og misskilningi ríkir fagnaðarer- indið, mitt í dauðanum ríkir upprisan. Kristniboðið á ekki að koma drottinvaldi Krists til leið- ar heldur kunngjöra það, vegna þess að það er þegar fyrir hendi. Þegar sagt er að Jesús hafi stigið upp til himna og sest við hægri hönd Guðs merkir það að hann er ekki lengur sýnilegur, en hins vegar merkir það ekki að hann sé fjarlægari en áður. Síður en svo. Það að hann er ekki lengur í tíma og rúmi merkir ekki að hann sé fjarri, heldur hitt að hann er ekki lengur háður tíma og rúmi. Himnaförin er tákn þess að ósýnileiki hans felur í sér takmarkalausa nær- veru; „sjá ég er með yður alla daga.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.