Morgunblaðið - 24.08.1980, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980
55
fflf 1980
v DEMOCRATIC
§f WATIOKAL
m COWVEKTION
MadisonSguare
Garden
NewYorkCity
August 11-14
'iWZ' JohnWhite,
*>•* ehairman
NEWS
PERIMETER
002966
Klapp, hopp og hí er partur
af landsþingum bandarísku
stjórnmálaflokkanna. Repú-
blikanar tóku þátt í því af
einlægri innlifun og ætluðu allt
að æra, en eitthvað vantaði
allan tímann upp á galsa
Demókrata. Flokkurinn var
klofinn milli Carters og Kenn-
edys, það er rétt, en Kennedy
dró framboð sitt til baka og
lýsti yfir stuðningi við Carter á
þinginu, og stuðningsmenn
Carters voru í meirihluta.
Fögnuðurinn yfir sigri hans
hefði því átt að vera mikill og
einlægur. En það var ekki, fyrr
en Kennedy birtist alvarlegur í
bragði við hlið Carters í
skamma stund við lok þingsins
að fagnaðarlætin náðu hámarki
og virtust veruleg. Þau þögnuðu
þegar hann fór niður af pallin-
um aftur, þótt frambjóðandi
flokksins stæði eftir og héldi
GATE SECTION ROW SEAT
A 25 15 13
yChairman,
CjÆS' Repubíican Nationai Contmittei
Mortday, July 14th
First Sesss'on 1I;00 o.m.
PRESS
JULY1980
Detroit • Michigan
áfram að veifa þingfulltrúum.
Ronald Reagan var sigurveg-
ari í Detroit, en erfitt er að
kalla Jimmy Carter sigurveg-
ara í New York. Kennedy segist
ætla að hjálpa honum í barátt-
unni. En óvíst er, hversu mikla
vinnu „the Fat Kid from
Massachusetts", eins og starfs-
menn Carters kalla hann, mun
leggja í baráttuna fyrir endur-
kjöri Carters, sem hann kallaði
afsprengi Reagans í forkosn-
ingabaráttunni. Carter sagði í
þakkarræðu sinni, að flokkur-
inn þyrfti á stuðningi Kennedys
að halda, til að sigra Repúblik-
ana. Ef einhver vafi lék á því
fyrir landsþingið, er það aug-
ljóst að því loknu. Jimmy Cart-
er hlaut forsetaútnefningu
Demókrata, en Edward Kenn-
edy stóð með pálmann í hönd-
unum að þingi þeirra loknu.
ab.
„20 ára
kenningin“
rif juð upp
Forsetakosningarnar í Banda-
ríkjunum 1980 færast óðum nær.
Það minnir á hina hryllilegu „20
ára kenningu", sem fæstir vilja
taka alvarlega, en vekur þó ugg í
brjósti margra.
Kenningin segir, að Banda-
ríkjaforsetar, sem kjörnir eru á
20 ára fresti eftir 1860, láti lífið
í embætti. Hún hlaut fyrst
hljómgrunn, eftir að McKinley,
sem var kjörinn árið 1900, lézt á
fyrsta kjörtímabili sínu í emb-
ætti.
Saga „20 ára“ forsetanna eftir
1360 er þessi:
1860: Abraham Lincoln kjör-
inn í fyrsta sinn. Hann var
skotinn 1865 í Ford leikhúsinu í
Washington DC. John W. Booth
leikari framdi ódæðið.
1880: James Garfield kjörinn
forseti. Hann var myrtur 1881 á
lestarstöðinni í Washington.
Charles J. Guiteau, sem var veill
á geðsmunum, skaut hann.
1900: William McKinley kjör-
inn forseti. Stjórnleysingi skaut
hann í Buffalo, New York 1901.
1920: Warren Harding kjör-
inn forseti. Hann lézt af völdum
lungnabólgu á leið frá Alaska
1923.
1940: Franklin D. Roosewelt
kjörinn forseti í annað sinn.
Hann lézt af völdum veikinda í
Warm Springs, Georgia, 1945.
1960: John F. Kennedy kjör-
inn forseti. Hann var myrtur í
Dallas, Texas, 1963. Enn er deilt
um sekt Lee Harwey Oswalds.
Von manna er, að kenningin
hafi aðeins gilt í eina öld.
ab.
-------------------------------------^
Vantar ykkur skólaúlpur
eöa hlýjan galla á
börnin fyrir veturinn?
Komið í Lillý,
Laugavegi 62,
og skoðið úrvalið
Tökum upp á morgun geysi fallegt úrval af úlpum og
göllum.
Gott verö! Barnafataverslunin Lillý,
Laugavegi 62.
W% FLATASKÚLI
Skólinn tekur til starfa 1. september. Árganga- og
skipulagsfundir veröa 1. 2. og 3. september.
Almennur kennarafundur veröur mánudaginn 1.
september kl. 9.00 árdegis.
Nemendur komi í skólann fimmtudaginn 4. septem-
ber, sem hér segir:
Flataskóli
6. bekkur kl. 9.00 3. og 2. bekkur kl. 13.00
5. bekkur kl. 10.00 1. bekkur kl. 14.00
4. bekkur kl. 11.00 6 ára bekkur kl. 10.30
Hofstaóaskóli
6 ára bekkir kl. 11.00
1. og 2. bekkir kl. 13.00
3. bekkur kl. 14.00
Ath. Innritun nýrra nemenda fer fram í Flataskóla
daglega frá kl. 10—12 og kl. 13—15. Sími 42756.
Nemendur, sem flytja, tilkynni brottflutning sinn nú
þegar.
Nýir nemendur hafi meö sér skilríki frá nörum
skólum. Skólastjóri.
Innlent. 1906 Sæsímasamband
við útlönd opnað — 1794 d.
Björn Halldórsson prófastur —
1841 d. Bjarni Thorarensen —
1754 f. Stefán Þórarinsson amt-
maður — 1647 Kæra Þórðar
sýsl. Henrikssonar um verzlun-
arhætti í Hólminum — 1714
Oddur Sigurðsson bjargast við
Látrabjarg — 1878d. Gísli
Magnússon kennari — 1885 Jón
Ólafsson segir af sér þing-
mennsku — 1899 Alþingi styður
stofnun hlutafélagsbanka —
1942 Árás á togarann „Vörð“ —
1960 Bæjarstjóranum á Akra-
nesi vikið úr starfi. — 1967
Norræna húsið vígt — 1978
Vinstri viðræður út um þúfur —
1892 f. Björn K. Þórólfsson —
1896 f. Jón Kaldal - 1959 d.
Kristín Jónsdóttir listmálari.
Orð dagsins: Sárara öllu er að
eiga vanþakklátt barn — Shake-
speare.
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU