Morgunblaðið - 11.10.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.10.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980 23 London, 10. október. AP. JAMES Callaghan, leiðtogi Verkamannaflokksins brezka, lýsti fréttum BBC í gærkvöldi, um að hann hygðist segja af sér formennsku næstkomandi mið- vikudag sem „hreinum vanga- veltum“. Callaghan og fjölskylda hans forðuðust að öðru leyti að segja nokkuð um fregnir BBC, og lagt var út af því, að fregnum BBC var ekki formlega neitað. BBC-fréttastofan sagði í dag, að heimildir fyrir fregninni væru „traustar". Sérfræðingar sögðu í dag, að ýmsir flokks- menn hygðust sækjast eftir formannsstöðunni og væru farn- ir að undirbúa sig í slaginn, en myndu þó ekki formlega til- Frétt um afsögn Call- aghans ekki neitað kynna um framboð sín fyrr en varaformaður flokksins, og Pet- Callaghan hefði lýst yfir áætlun- er Shore, fyrrum viðskiptaráð- um sínum. herra. Healey er talinn líklegast- Meðal þeirra sem nefndir voru ur eftirmaður Callaghans og í þessi sambandi voru Denis Benn helzti keppinautur hans, Healey, fyrrum fjármálaráð- en þeir tilheyra sitt hvorum herra og náinn samstarfsmaður armi flokksins, sem er djúpt Callaghans, Tony Benn, fyrrum klofinn í vinstri og hægri fylk- orkuráðherra, Michael Foot, ingar. Ofveiði þorsks í Barentshaf inu Osló, 10. október. Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Mbl. Stjórnvöld hafi ekki af- skipti af samningamálum í FRAMHALDI af yfirlýsingu Guðmundar J. Guðmundssonar í Mbl. í gær þess efnis að hann teldi allt í lagi að Alþingi gripi i taumana i samningamálunum, sneri blaðið sér til þeirra sem í fremstu víglínu samningamálanna standa og innti þá álits á orðum Guðmundar. Fara svör þeirra hér á eftir: FYRSTU átta mánuði árs- ins veiddu norsk skip og bátar 237.000 lestir af þorski í Barentshafi, og ef veiðunum verður haldið áfram að sama marki, eiga Norðmenn eftir að fá um 30.000 lestir til viðbótar á árinu, en það eru 80.000 lestir umfram þann kvóta sem þeim var úthlutaður í Barentshafi á þessu ári. Norðmönnum og Sovét- mönnum var úthlutaður jafnstór kvóti í Barents- hafi, hvort land mátti veiða 191.000 tonn á árinu. En meðan Norðmenn virðast ætla að veiða langt umfram kvótann, er þorskafli Rússa langt undir kvótanum, mið- að við að þeir höfðu veitt 71.000 lestir 1. ágúst síð- astliðinn. Ástæðan fyrir hlutfalls- lega litlum þorskafla Rússa er talin vera sú, að fisk- stofnarnir hafi verið að færa sig vestur á bóginn í Barentshafi síðustu ár, og séu nú komnir út fyrir lögsögu Rússa. Norskir fiskifræðingar líta áhyggjufullum augum til ofveiðanna í Barents- hafi, þar er lítill sem eng- inn ungþorskur lengur. Ástand fiskstofnanna í Barentshafi verður til um- fjöllunar á ráðstefnu fiski- fræðinga, sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn. Magnús L. Sveinsson: Finnst þetta ótrú- lega mikil uppgjöf hjá Guömundi „ÉG VIL segja það. að mér finnst þetta ótrúlega mikil upp- gjöf hjá Guðmundi J. Guð- mundssyni og þykir mér nú Bleik brugðið og kveðið heldur betur við annan tón en 1978 þegar efnt var til útflutnings- banna og ólöglegra verkfalla. undir því yfirskyni að setja fram kröfuna um „samningana í gildi“, sagði Magnús L. Sveinsson, formaður Verzlun- armannafélags Reykjavíkur. „Síðan hcfur mikið vatn runnið til sjávar og meðal annars hefur vinstristjórn, sem sumir trúðu að væri sérstaklega vinveitt verkalýðshreyfingunni, sett lög, sem skert hafa um- samda kaupgjaldsvísitölu um yfir 20% frá 1. júní 1979, þannig að nú vantar mikið á að „samningarnir séu i gildi“. Hvaða álit sem menn hafa annars á ríkisstjórnum finnst mér fráleitt ef það er orðið það eina, sem menn eygja til lausnar yfirstandandi kjaradeilu, að hlaupa í faðm ríkisstjórnarinnar og biðja hana um að ljúka samníngagerðinni fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar. Menn sem þannig tala eru orðnir þreyttir og ættu að hvíla sig. Þá vil ég benda á, að ekki er að vænta mikils liðstyrks frá ríkis- stjórninni, ef marka má ummæli Tómasar Árnasonar, viðskipta- ráðherra, í Vísi í gær, þar sem hann krefst þess að kaupgjalds- vísitalan verði skert enn meir en nú þegar er gert með lögum. Ég tel því ummæli Guðmundar beinlínis geta veikt stöðu verka- lýðshreyfingarinnar í samning- unum. Ef forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar eru hættir að trúa og treysta á samtakam- átt sinna eigin samtaka og að þau séu ekki lengur fær og hafi ekki lengur afl til að knýja fram kjarasamninga og að hlaupa verði í faðm ríkisvaldsins og biðja það um að ljúka samning- unum, þá er mjög illa farið og jafnvel þó menn séu slegnir algjörri blindu vegna trúar á núverandi ríkisstjórn, finnst mér ekki hægt að afsaka slíkt. Þá held ég að væri komið að því að menn spyrðu: Til hvers er verkalýðshreyfingin?" Þorsteinn Pálsson: Kjaramálin verða ekki leyst á allsherjarþinginu „MÉR finnast þessi ummæli bera vott um það að Alþýðu- sambandið hafi engan áhuga á samningum.“ sagði Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNOAGERÐ AÐALSTRATI • SÍMAR: 17152- 17355 „Þetta sýnir það og sannar, að þeir hafa ekki ætlað sér að semja, drátturinn sem orðinn er á þessu sýnir, að þeir hafa alltaf ætlað sér að láta löggjafarvaldið um samningana. Það er meira en lítið furðulegt að menn skuli gefa slíkar yfirlýsingar í sama mund og þeir hlaupa burt til að bjarga heimsfriðnum í New York. Það er allt annað uppi á teningunum nú en var 1978, en öllum ætti að vera ljóst að kjaramálin verða ekki leyst á allsherjarþinginu, við þurfum aðra viðsemjendur en þar sitja.“ Karvel Pálmason: Best er að ríkis- stjórnin hafi ekki afskipti af samninga- málunum nú „ÉG ER ekki viss um að það sé æskilegt á þessu stigi málsins að Alþingi hafa afskipti af samningamálunum. Bezt er að rikisstjórnin hafi ekki afskipti aí þeim þáttum, sem nú er aðallega deilt um,“ sagði Kar- vel Pálmason, þingmaður og formaður Verkalýðs- og Sjó- mannafélags Bolungarvíkur. Þó þessi ríkisstjórn grípi inn í þessi mál er ekkert vitað um hvernig það fari og má í því tilefni benda á þá kjaraskerð- ingu, sem sjómenn hafa orðið fyrir af hennar völdum. Þeim sem voru í fararbroddi verkalýðshreyfingarinnar 1978 og stóðu þá fyrir ólöglegum verkföllum, sem algjörlega var stefnt til höfuðs þáverandi fíkis- stjórnar, hefur nú heldur betur snúizt hugur. En aðgerðirnar af hálfu ríkisstjórnarinnar þá voru reyndar óskynsamlegar. Ég vil draga það í lengstu lög að ríkisstjórnin skipti sér af samningamálunum, en ef séð verður að ekki verður komizt að skikkanlegu samkomulagi án þess, verður að tryggja rétt þeirra lægst launuðu til jafns við þá, sem þegar hefur verið samið við. Þeir hafa verið með lausa samninga lengi og slíkt skerðir kjör þeirra verulega. Mér hefur virzt að forystulið verkalýðs- hreyfingarinnar hafi ekkert gert til að knýja á, og þeir hafa ekkert gert í skattamálunum, sem þó snýr beint að ríkisstjórn- inni. Þá virðist það augljóst að sú hin sama ríkisstjórn og samdi við BSRB um verulega aukin lífeyrisréttindi, ætlar ekki aðild- arfélögum Alþýðusambandsins hliðstæða samninga, og meðan ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyrir slíku óréttlæti er engan veginn víst hvers má vænta. Hins vegar geta þeir trútt um talað sem eru að fara úr landi og verða ekki viðstaddir meðan á þessu stendur." 1979 — Handtaka ekkju Maos og þriggja annarra kunngerð í Kína. 1973 — ísraelskir skriðdrekar sækja frá Golan-hæðum til Damaskus. 1972 — Loftárásir á Hanoi takmarkaðar vegna skemmda á sendiráðum. 1968 — 500.000 heimilislausir eftir fellibyl í Bangladesh. 1963 — SÞ fordæma kúgun í Suður-Afríku með 106 atkvæð- um gegn 1. 1962 - Jóhannes páfi XXIII setur II Vatikanþingið. 1933 — Ríki Rómönsku Amer- íku undirrita griðasáttmála í Rio. 1915 — Brezka hjúkrunarkonan Edith Cavell tekin af lífi í Brussel. 1871 — Eldsvoðanum mikla í Chicago lýkur. 1828 — Rússar taka Varna í ófriði við Tyrki. 1797 — Bretar sigra hollenzkan flota við Holland. 1779 — Pólski aðalsmaðurinn Casmir Pulaski fellur í orrust- unni við Savannah, Georgíuríki. 1776 — Bretar sigra nýlenduher undir forystu Benedict Arnold við Champlain-vatn. Aímæli. James Barry, enskur listmálari (1741—1806) — Elea- nor Roosevelt, bandarísk forsetafrú (1884—1962). Andlát — 1531. Ulrich Zwingli, trúarleiðtogi, féll — 1896 Anton Bruckner, tónskáld. Innlent — 1256 d. Þórður kakali Sighvatsson — 1652 d. Ari Magnússon í Ögri. — 1773 AI- menna verzlunarfélagið dæmt — 1809 f. Hannes Árnason — 1809 f. Hannes Árnason — 1887 f. Stefán frá Hvitadal - 1934 Herferð gegn bruggurum á Akureyri — 1949 d. Páll Eggert Ólason — 1960 d. Vilhjálmur Finsen sendiherra. Orð dagsins. Bækur eru yfirleitt tvenns konar: þær sem enginn les og þær sem enginn ætti að lesa. — H.L. Mencken, banda- rískur rithöfundur (1880—1956). -tc, Vf\T W 1fcmil£á0 SJÓNfíRW/Ö/ fiFYUR vm én mN w q wvtm amibvwQí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.