Morgunblaðið - 11.10.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.10.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980 17 Alþýðuflokksins fylgjandi. — Þá réðu þau sömu sjónarmið, er stýra skoðunum þess hóps, sem í könnun Dagblaðsins studðu ríkisstjórn- ina. Ef almenn- ingur heldur ... Sé það sannleikur, að meirihluti þessarar þjóðar trúi því, að ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsen eigi eftir að leysa þann efnahags- vanda, sem senn tekur á sig mynd kreppu, verður sá meirihluti í villu og svíma. Þetta mun koma í ljós á næstu misserum. — Margir ís- lenskir stjórnmálamenn hafa ver- ið þeirrar trúar, að rétt eins og á undanförnum árum, muni efna- hagsvandinn leysast fyrirhafnar- lítið. Þessir stjórnmálamenn hafa ekki tekið með í reikninginn þann gífurlega utanaðkomandi vanda, sem olíuverðshækkanir hafa fært inn í landið. Slíkir menn hafa löngum leyst þrautina með seðla- prentun og gengisfellingum og jafnvel erlendum lántökum. Þá sé ávallt svigrúm til aukinna skatta- hækkana. — Þessar lausnir eru löngu úreltar, a.m.k. segir budda verkamannsins þá sögu, hvað sem hagfræðingar kunna að álykta. Ef ekki tekst á þingi í vetur að sameina krafta þeirra þingmanna, sem vilja stokka upp spilin og taka með festu og ábyrgð á vandanum, er þvílík upplausn framundan að hún getur skekið undirstöður lýð- ræðisskipulags okkar. Slík upp- lausn er ávallt vatn á myllu öfgahópa til hægri og vinstri. Lífgjafi þeirra er stjórnleysi og vítamínsprautu hafa þeir fengið í tíð núverandi ríkisstjórnar. Um þetta gilda ákveðin lögmál, sem margir núlifandi íslendingar hafa orðið vitni að heima og erlendis. — Þeir, sem lýsa stuðningi við núverandi ríkisstjórn, lýsa stuðn- ingi við hrun og kreppu. Það gerðu nokkrir tugir þátttakenda í skoð- anakönnun Dagblaðsins, vonandi einhverjir af barnaskap eða í hreinu gáleysi. Sjávar- réttavika Með einu tonni af alls konar sjávarréttum og einu tonni af margs konar skreytingum tengdum sjávarútvegi hefur Esjuberg á Hótel Esju fram- reiðslu þjóðarétta í vetur, en sl. vetur var boðið upp á ýmsa þjóð'arétti um helgar og mæltist það vel fyrir. Það er þjóðarréttur Islendinga sem er tekinn fyrir í fyrstu lotu á Esjubergi að þessu sinni, sjávar- réttir alls 50 talsins sem verða boðnir fram á stóru hlaðborði, samkvæmt upplýsingum Stein- dórs Ólafssonar, hótelstjóra á Hótel Esju. Boðið verður upp á þetta sér- staka sjávarréttahlaðborð nk. sunnudag og alla næstu viku að sunnudegi meðtöldum. Meðal rétta er fjölbreytt úrval af síld, silungur og lax matreiddur á margskonar hátt, djúpsteiktur smokkfiskur, skötuselur, gellur, grafin smáiúða, hörpuskel- og humarsúpa, blandaðir gjávarrétt- ir í tartalettum, saltfiskur á spænska visu, þ.e. steiktur og svo framvegis, en það er Einar Arna- son, yfirmatreiðslumaður á Esju- bergi og hans lið, sem ber ábyrgð á krásunum úr hafinu umhverfis ísland. Árni Gunnarsson, alþm. skrifar i tilefni skoðanakönnunar Dagblaðsins: grunar. Þetta ábyrgðarleysi hefur þegar valdið erfiðleikum í stjórn- arsamstarfinu, og virðast fram- sóknarmenn hafa lyft öðru augn- lokinu og séð einhverja skímu. Væntanlega munu þeir hafa þann manndóm, ,er nægir þeim til að berja í borðið, áður en of langt um líður, og krefjast einhverrar stefnumótunar. Það er staðreynd, að innan skamms mun Framsóknarflokkur- inn standa í nákvæmlega sömu sporum og Alþýðuflokkurinn í síðustu ríkisstjórn, þ.e. að krefjast nýrrar efnahagsstefnu. Hvort flokkurinn leggur hins vegar stjórnaraðildina að veði, eins og Alþýðuflokkurinn gerði, er svo önnur saga. Mörgum verða ráð- herrastólar svo notalegir, að þeir kjósa fremur að sitja í bullandi Árni Gunnarsson. óáran en að leggja þá að veði. Alþýðuflokkurinn ákvað á sínum tíma að standa og falla með nauðsynlegum breytingum á efna- hagsstefnunni, sem, ef samþykkt hefði verið, hefði nú fleytt þjóð- inni yfir hættulegustu skerin við landtöku. Alþýðubandalagið hafn- aði þessari stefnu og Framsókn hafði ekki kjark til að standa með Alþýðuflokknum, þótt margir for- ystumenn hennar væru tillögum í tilefni 10 ára afmælis Blómavals efnum viö til sýningar á allskonar þurrkuöum blómum og blóma- skreytingum. Komiö og sjáiö heilu listaverkin veröa til í höndum fagmanna. Eigum fyrirliggjandi þurrkuð blóm og allar vörur til blómaskreytinga. Opiö alla daga frá kl. 9 til 21. blómouol Gróðurhúsinu við Sigtún:Símar36770-86340 Að lýsa stuðningi við hrun og kreppu Skoðanakönnun Dagblaðsins er á hvers manns vörum. Ályktanir eru dregnar og reynt er að meta niðurstöðurnar á ýmsa vegu. Fylgi flokkanna og ýmissa stjórnmála- manna fær á sig margvíslega mynd. Nokkur hundruð einstakl- inga, sem svara spurningum í gegnum síma, skulu gefa heild- armynd af áliti almennings á stjórnmálaflokkum og stjórn- málamönnum. Það álit er ekki mikið, einkum ef þess er gætt, hve margir neituðu að svara. Nokkrir tugir kváðust styðja ríkisstjórnina og urðu þeir að ákveðnum hundraðshluta í könn- uninni. Sama gildir um hina, sem voru henni andvígir. Það veit hins vegar enginn hvað þeir hugsa, sem ekki svöruðu. Ég tel, að síðast- nefndi hópurinn og þeir, sem andvígir eru stjórninni, hafi áttað sig á ástandi þjóðmálanna, hversu alvarlegt stefnu- og ráðleysi ríkis- stjórnarinnar er. Það er tiltölulega einfalt að fella dóm yfir stjórnmálamönnum og getuleysi þeirra til að ná samstöðu um nauðsynlegar að- gerðir. I þeim efnum hafa þeir svikið kjósendur og þjóðina í heild. En sá hópur manna í skoðanakönnun Dagblaðsins, sem kvaðst styðja núverandi ríkis- stjórn, hefur fellt dóm yfir sjálf- um sér. Sá hópur vill óbreytt ástand áfram og lætur sig engu skipta þótt hér sé allt á heljar- þröminni. I þessum hópi eru vafalaust einstaklingar, sem taka afstöðu fremur af pólitísku trúar- ofstæki en raunsærri athugun á þeim válegu staðreyndum, sem við okkur blasa í efnahagslífinu. Hver er raunveru- leg niðurstaða? Raunveruleg niðurstaða skoðanakönnunar Dagblaðsins er sú, að alltof stór hópur íslendinga hafi ennþá ekki áttað sig á því hvert óðaverðbólga og stefnuleysi í efnahagsmálum muni leiða þjóð- ina. Þessi hópur hefur sætt sig við verðbólguna sem óumflýjanlega staðreynd, eða er ennþá þeirrar trúar að þjóðin hagnist á verð- bólgunni og þeim grautarhausum í hópi íslenskra stjórnmálamanna, sem telja að stöðugar smá- skammtalækningar muni halda í horfinu, þar til eitthvert ímyndað kraftaverk gerist. Ég þori að fullyrða að í þessum hópi er ekki það lágtekjufólk, sem nú á í sífellt meiri erfiðleikum með að ná endum saman í heimil- ishaldi. í þessum hópi eru ekki stjórnendur atvinnufyrirtækja, sem þessa dagana verða að taka ákvarðanir um uppsagnir starfs; fólks og samdrátt í rekstri. í þessum hópi geta ekki verið þeir menn, sem nú óska eftir sérstakri fjárhagsfyrirgreiðslu til að geta keypt olíu á báta sína. í þessum hópi eru ekki menn, sem þessa dagana geta ekki greitt skuldir sínar í bönkum eða farið bónleiðir til búðar eftir fundi með banka- stjórum. í þessum hópi geta ekki verið leiðtogar verkalýðshreyf- ingar, sem lítinn stuðning hafa fengið hjá „ríkisstjórn verkalýðs- ins“. í þessum hópi eru ekki karlar og konur, sem búast til brottfarar af landinu. — Lesendur verða að velta því fyrir sér hverjir hafa skipað þann hóp, sem lýsti stuðn- ingi við ríkisstjórnina í skoðana- könnun Dagblaðsins. Verk ríkis- stjórnarinnar Einn morgun í vikunni hlustaði ég á forsætisráðherra svara spurningum stjórnenda Morgun- póstsins. Ég hef löngum metið ýmsa góða eiginleika í fari þessa forsætisráðherra, en annaðhvort er, að hann er gjörsamlega slitinn úr sambandi við atvinnulífið og almenning, eða að hann er þjóð- leikari með „bravúr". Sú mynd, sem hann dró upp af ástandi þjóðmála, var svo fjarri öllum raunveruleika, að ég dreg í efa að hann sjálfur hafi trúað sínum eigin orðum. Núverandi ríkisstjórn er lán- leysið uppmálað. Niðurtalningar- aðferð hennar hefur gjórsamlega brugðist, eins og framsóknarmenn hafa viðurkenrit í ræðu og riti. Engin ný heildarstefna í efna- hagsmálum hefur verið mótuð og kannski trúir ríkisstjórnin því að niðurskurður núlla íslensku krón- unnar muni verða hinn eiginlegi lífgjafi. Hvert sem augum er litið blasir við geigvænlegur vandi, sem eykst hröðum skrefum og mun innan fárra mánaða stöðva hjól atvinnulífsins, verði ekkert að gert. Það alvarlegasta er þó, að hvorki forsætisráðherra né hans flokksbræður í ríkisstjórn og Framsóknarflokkurinn hafa áttað sig á því, að það verður aldrei hægt að ná árangri í stjórn þjóðmála, á meðan Alþýðubanda- lagið á sæti í ríkisstjórn. Sú ábyrgðarlausa hentistefna, sem sá flokkur rekur, á eftir að verða þjóðinni dýrkeyptari en nokkurn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.