Morgunblaðið - 11.10.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.10.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980 45 M W /-S . VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI • Betur varið til vopnakaupa Síðar í greininni gerir „Hús- móðir" að umræðuefni þá peninga sem fluttir voru frá Bandaríkjun- um til Murmansk. Eg hef aldrei heyrt það áður að peningar hafi verið fluttir til Sovétríkjanna á þessum árum. Það voru aðallega hergögn sem voru flutt þangað vegna þess að hergagnaiðnaður Sovétmanna fullnægði ekki þörf- um þeirra á þessu sviði. Stalín lagði hins vegar mesta áherslu á að útrýma öllum menntuðum mönnum á sviði iðnaðar, og al- múganum. Ég tel að andvirði þessara hergagna hafi verið betur varið í að kaupa vopn til austur- vígstöðvanna en til að greiða ferðakostnað íslenskra kommún- ista. Þeir sem hún nefnir eru svo einstrengingslegir og þeir breyt- ast ekki við eins mánaðar dvöl í Sovét. • Kennsluhæfileik- ar fara ekki eftir pólitískum skoðunum „Húsmóðir" segir að sagn- fræðingar sem eru sósíalistar séu óhæfir sögukennarar. Ég sé ekki betur en þessi fullyrðing sé gjör- samlega úr lausu lofti gripin. Einn viðmælendanna í umræðuþættin- um er sögukennari og hefur kennt mér sögu. Ég get sagt „Húsmóður“ það í trúnaði, að hann hefur komið fram með sína hlið á sagnfræð- inni. Hann hefur einnig haldið því fram að ekki sé hægt að flokka pólitískar skoðanir undir áróður nema sagnfræðingurinn haldi fram sínum áróðri sem sögulegum staðreyndum. Óhætt er að fullyrða að kennsluhæfileikar fara ekki eftir pólitískum skoðunum." Þessir hringdu . . . MSZ jNsV j ^ lc'w/Á/l ^\ooy \ • Óþarfa dekur? Sigurlaug Karlsdóttir hringdi vegna ummæla hér í dálknum um óþarfa dekur við viðskiptavini á bensínstöðvum (Mbl. 6. okt.). Þeir byggja nú svo flott hérna að þeir geta ekki verið þekktir fyrir að skera þjónustuna við nögl. Viðmælandi þinn segist þekkja það frá Noregi að þar sé nú ekki stjanað við menn á bensín- stöðvum. Það er vafalaust rétt hjá honum, en þarf þó ekki að vera til fyrirmyndar. Ég þekki hins vegar hvernig þessari þjónustu er háttað í Bandaríkjunum. Þar getur mað- ur valið milli þjónustu og þjónustuleysis, og þar borgar maður minna fyrir bensín ef engin þjónusta fylgir. Kjósi maður að láta starfsmenn bensínstöðvanna fylla á tankinn, þá þykir það sjálfsagt þar að þurrkað sé af framrúðu bílsins á meðan staldrað er við. Ég minnist þess að ég kom eitt sinn inn á stöð Skeljungs við Þóroddsstaði og tók bensín. Ég rétti afgreiðslumanninum pen- SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Rómaborg í sumar, kom þessi staða upp í skák þeirra Tatai, Ttalíu, sem hafði hvítt og átti leik gegn 0. Rodriguez, stórmeistara frá Perú. 30. — Hxgfi+! og svartur gafst upp, því hann verður mát. T.d. 30. - Kh8, 31. Hg8+, eða 30. - Bg7, 31. Hxg7+ — Kxg7, 32. Dxh7+ — Kf6, 33. Dh6+ o.s.frv. Grikkinn Makropoulos sigraði óvænt á mótinu, hann hlaut 6% vinning af 9 mögulegum. Næstur kom júgó- slavneski stórmeistarinn Parma með 6 vinninga. ingana út um bílgluggann en hann þvertók fyrir að taka við þeim. Ég hef aldrei verslað þar síðan. Ég fæ afbragðsgóða þjónustu hjá lipru afgreiðslufólki Skeljungs hér í Garðabænum og kann að meta það. Viðmælandi þinn nefnir að af- greiðslumennirnir séu stundum við aldur og eigi annríkt, ekki sé á störf þeirra bætandi. Mér finnst þeir alls góðs maklegir, en bendi á að við borgum þessa þjónustu í rokdýru bensíni. Leyfi mér að síðan að benda á gamla menn sem við gætum létt á ef við værum öll samtaka um að ganga vel um borg og bæ. Það eru þeir sem hirða upp eftir okkur ruslið sem við hendum frá okkur í hugsunarleysi. HÖGNI HREKKVÍSI »>AR FO(2 „9ex.SOSAIAJ 't OL'iu" . !" Ódýrt Bragakaffi 1.059 pr. pk. HAGKAUP Tilboð óskast í eftirtalin tæki: 1. MERCEDES BENZ D 309, 22ja sæta fólksflutn- ingabifreið með dieselvél, árgerð 1972. 2. Flutningavagn meö 12 tonna burðargetu, lengd 30 fet á einum öxli. 3. Dráttarvél (SCHRAMM 125) meö loftpressu. Tækin verða til sýnis að Grensásvegi 9, þriöjudag- inn 14. október milli kl. 12—15. Tilboöin verða opnuð sama dag kl. 16.10. Sala Varnarlíöseigna , Nýtt simanumer frá 12. október: 26011 skiptiborð — innanlandsflug 26622 farpantanir — innanlands og upplýs- ingar FLUGLEIDIR Trésmiðir — Húsbyggjendur Spónaplöturnar og krossviðinn, sem þið kaupiö hjá okkur getið þið sagaö niður í plötusöginni okkar og það er ókeypis þjónusta. BJÖRNINN; Skúlatúni 4. Simi 25150. Reykjavik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.