Morgunblaðið - 11.10.1980, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980
istland í sovétfjötrum
grem
Rauði herinn varð
að hörfa frá Eistlandi
undan Þjóðverjum um mitt
ár 1941. Þjóðverjar
höfðu lagt alit landið
undir sig í desemljer það
ár og stóð hernám þýsku
nasistanna fram til árs-
ins 1944. Eistlend-
ingar ógnuðu sovéska
birninum með því að lýsa
yfir sjálfstæði sínu, en
það stoðaði ekki og 70.
þúsund Eistlendingar
flúðu til Vesturlanda
haustið 1944 fremur en
að búa við harðræði
sósíalisma í ráðstjórn-
arstíl.
Eistland varð á ný hluti Ráð-
stjórnarríkjanna. Um þau tíma-
mót segir Ants Oras svo í bók
•sinni Orlatjanótt yíir Eystra-
saltslóndum: „Meira en helmingur
þjóðarinnar hefði farið sjálfvilj-
ugur í útlegð ef hann hefði átt
þess kost, fremur en að faila í
hendur Rússa. Þau örlög stóðu
fólki fyrir hugskotssjónum sem
verri en allt annað. Það hafði
fengið smjörþefinn af þeirri
reynslu." Eistlendingar höfðu
kynnst á skömmum tíma tveimur
gerræðisstjórnum og að fenginni
reynslu af bæði Gestapo og
NKVD, af Rauða hernum og þýsku
nasistunum stóð þeim jafnvel
meiri stuggur af villimennsku
ráðstjórnarinnar.
Rússneskunin
Eitt helsta einkenni menningar-
og samskiptastefnu Rússa gagn-
vart smáþjóðunum við Eystrasalt
er rússneskunin. Hún lýsti sér í
fyrstu öðru fremur í fangaflutn-
ingunum. Upphafleg ætlun Rússa
var að flytja úr landi tvo þriðju
hluta Eistlendinga. Það var ljóst
af leyniskýrslum sem síðar fund-
ust, að sögn Ants Oras. Fyrst var
ákveðið að taka athafnasamasta
og menntaðasta hluta þjóðarinnar
og síðan hvern af öðrum uns ekki
var annað eftir en veigaminnsta
fólkið og sauðtryggustu stuðnings-
mennirnir í kommúnistaflokkn-
um. Þeir sem flytja skyldi úr landi
voru:
1) Meðlimir bannaðra flokka og
meðlimir viðskipta- og menning-
arfélaga. Einnig allir jafnaðar-
menn, syndikalistar og þeir sem
taldir voru Trotskyistar.
2) Embættismenn, dómarar, liðs-
foringjar og lögreglumenn frá
lýðveldistímanum.
3) Þátttakendur í frelsisstríðinu
gegn bolsévikum 1918—1920.
4) Þeir meðlimir Kommúnista-
flokksins .em gengið höfðu úr
honum eða höfðu verið reknir.
5) Flóttamenn og innflytjendur.
ö) Starfsmenn erlendra sendi-
sveita og umboðsmenn erlendra
verslunarfyrirtækja.
7) Allir sem áttu í bréfaskiptum
við útlendinga, til dæmis esper-
antistar og frímerkjasafnarar.
8) Venslamenn pólitískra flótta-
manna.
!)) Prestar og virkir meðlimir
trúfelaga.
10) Aðalsmenn, gósseigendur,
iðjuholdar, kaupsýslumenn,
bankaeigendur og gistihúseigend-
ur.
Minnihluti í
eijíin landi?
Aftökur, nauðungaflutningar,
herkvaðningar og fólksflótti urðu
til þess að íbúatala Eistlands
lækkaði úr 1.134.000 í ársbyrjun
1939 í 850.000 í ársbyrjun 1945.
Þar af voru um 825.000 af eistn-
esku bergi brotnir. Næstu þrjú
árin átti þjóðin í vændum mikinn
iiinflutning af fólki og „þjóðinni"
fjölgaði þá mjög, en sú tala var á
ný jöfnuð er nauðungaflutn-
Aðeins 4% ræktaðs lands í Eistlandl er i einkaeigu en framleiða samt sem áður yfir 20% allrar
landbúnaðarframleiðslunnar.
„Segðu þeim,
að Eistland
sé liíandi“
Um rússneskun Eystrasaltslanda
una af hólmi því að hún var
sköpuð til þess að skilja að
verkalýð hinna ýmsu landa heims!
Algjör miðstýring
Lenin var eftir byltinguna á
báðum áttum hvora leiðina ætti
að fara til að leysa þjóðernis-
vandamál Ráðstjórnarríkjanna.
Átti að stefna að algerri miðstýr-
ingu, eða láta þjóðunum eftir
sjálfsforræði í þeirri von að þeim
yrði ljóst ágæti kommúnismans í
tímans rás? En þegar nokkur
landamæraríki lýstu yfir sjálf-
stæði sínu á fyrstu árum bylt-
ingarinnar var fyrri kosturinn
endanlega fyrir valinu. Rauða
hernum var snúið gegn Grásía,
Armeníu, Úkraínu, Hvíta-Rúss-
landi og Turkenistan og þessi ríki
með valdi innlimuð í Ráðstjórn-
arríkin.
Á 12. flokksþinginu 1923 var
samþykkt ályktun sem sýndi um-
burðarlyndi í þjóðernismálum, en
ári síðar var Lenin allur og
stefnan þróaðist út í að boða
drottnunarvald Rússa. Nú fyrir-
finnst jafnrétti þjóðanna innan
Ráðstjórnarríkjanna aðeins í
Orwellskri merkingu, eins og And-
ers Kúng orðar það, semsé þeirri
að rússneska þjóðin er jafnari en
hinar. Leiðtogar minnihlutaþjóð-
anna í Ráðstjórnarríkjunum kalla
þá rússnesku einatt „stóra bróður"
þegar hefja þarf þá til skýjanna
við hátíðleg tækifæri.
Stalín var helsti erindreki
flokksins í þjóðernismálum og
hugmyndir hans eru enn við lýði
innan Ráðstjórnarríkjanna og
hann varð eins konar „kommiss-
ar“ yfir þeim málaflokki í fyrstu
byltingarstjórninni 1917. Hans
hugmyndir voru eins og þessi
yfirlýsing Stalíns er dæmigerð
um: „I vissum málum lýstur
sjálfsákvörðunarréttinum saman
við annan og æðri rétt — rétt
verkalýðsins, sem brotist hefur til
valda, til að styrkja stöðu sína.
Þegar þannig stendur á — og
þetta verður að segja afdráttar-
laust — þá má sjálfsákvörðunar-
rétturinn ekki verða tálmi á leið
verkalýðsins til að ná því alræðis-
valdi, sem hann á rétt til.“
„Stóri bróðir“
í austri
Eftir valdatöku Stalíns var
rússneskuninni fylgt æ fastar
fram, þrátt fyrir að hann sjálfur
Endalausar biðraðir setja svip sinn á Tallin höfuðborg Eistlands. Vöruskorturinn þar kemur í stað verðbólgunnar hér.
ingarnir hófust á ný 1949 er
tugþúsundir Eistlendinga, einkum
bændur sem spyrntu gegn sam-
yrkjubúskapnum, voru fluttir úr
landinu.
Hlutfallstala þeirra Eistlend-
inga sem ekki eru af eistnesku
bergi brotnir hefur farið sífellt
hækkandi. Árið 1945 voru þeir 3%
af heiidaríbúafjölda, árið 1959
voru þeir orðnir 25%, árið 1970
voru þeir orðnir 32% og nú munu
þeir vera 40% (meira en 500
þúsund) og um næstu aldamót
verður þessi hlutfallstala væntan-
lega farin að nálgast helming.
Meginþorri þeirra útlendinga sem
sest hafa að í Eistlandi eru
Rússar.
Innflytjendurnir eru flestir á
besta skeiði til vinnu og þeir eru
flestir jafnframt á frjósamasta
skeiði ævinnar. Þess vegna er
dánarmeðaltal þeirra lægra en
Eistlendinga sjálfra og jafnframt
er hlutfall barnsfæðinga hærra í
hópi Rússa. Því stefnir þróunin í
þá átt að Eistlendingar verði í
meirihluta í elstu aldurshópunum
en aðkomuménnirnir og afkom-
endur þeirra verði fjölmennari í
yngri aldursflokkunum. Anders
Kúng segir í bókinni Eistland —
smáþjóð undir oki erlends valds
að þegar tímar líði verði gamalt
fólk í Eistlandi af eistnesku kyni
er börnin og æskufólkið Rússar.
Með því að skipta á þennan hátt
um íbúa í landinu er ráðstjórnín
að framfylgja grundvallarstefnu
kommúnista. Sú stefna var árétt-
uð á þingi Kommúnistaflokks
Ráðstjórnarríkjanna 1961. Þá var
samþykkt svohljóðandi stefnuyf-
irlýsing: „Nýtt stig í uppbyggingu
kommúnismans skal vera þróun
samskipta milli þeirra þjóða, sem
að Ráðstjórnarríkjunum standa.
Þær skulu dragast æ meir hver að
annarri, uns algjörum samruna er
náð.“
Þessi stefna kveður í raun á um
að þurrka út öll sérkenni þjóða og
þjóðabrota. Þetta þýðir sam-
kvæmt kommúnískri hugmynda-
fræði að alþjóðleg samábyrgð
stéttanna á að leysa þjóðareining-
væri ekki Rússi heldur Grúsíu-
maður og bjagaður rússneskur
framburður hans væri aðhlátur-
scfni í Rússlandi. Það var á
Stalínstímanum sem hinir stór-
kostlegu fangaflutningar fóru
fram í Eystrasaltslöndunum.
Rússar voru settir í öll embætti og
markviss rússneskun fór fram í
skólum þar sem stóri sannleikur
ráðstjórnarinnar réð lögum og
lofum. Einnig fór í gang stórkost-
leg ritskoðun í blöðum, tímaritum,
bókum, útvarpi og sjónvarpi.
Markmiðið var að svæfa alla
þjóðlega tilburði. Listamenn og
rithöfundar fengu það verkefni að
dásama ríki Stalíns: sæluríki
verkamanna.