Morgunblaðið - 11.10.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.10.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980 Mikið um sölur islenzkra skipa: Einkunn gefin fyrir gæði aflans í brezkum höf num NOKKUR bröifð hafa verið að því í haust að íslenzk fiskiskip hafi selt lélesan afla i höfnum erlendis <>k hafa kvartanir horizt frá kaupendum, eins <>k fram hefur komið í blaðinu. Til þess að veita aðhald í þessum efnum hefur sá háttur verið tekinn upp, að umboðsmenn Landssambands íslenzkra útvegs- manna í brezkum höfnum gefa hverjum farmi einkunn, frá 1—4. Þannig fær góður fiskur einkunn- ina 1, viðunandi fiskur einkunnina 2, slæmur fiskur einkunnina 3 og óhæfur fiskur fær einkunnina 4. Stefnt er að því að sami háttur verði upp tekinn um sölur í þýzkum höfnum. Undanfarna daga hafa allmörg fiskiskip selt afla í erlendum höfnum. Verður þeirra getið hér á eftir og sú einkunn sem aflinn fékk látin fylgja með. Miðvikudagur: Þennan dag seldu íslenzk fiskiskip afla í fimm höfnum, eða í öllum höfnum, sem íslenzk fiskiskip sigla venjulega til. Sólborg ÓF seldi 98 tonn í Hull fyrir 78,2 milljónir króna, meðal- verð 797 krónur fyrir kílóið. Afl- inn dæmdist 1. flokks. Rauðinúpur ÞH seldi 126,5 tonn í Grimsby fyrir 81,7 milljónir króna, meðal- verð 646 krónur. Aflinn taldist viðunandi og fékk einkunnina 2. Reynir GK seldi 38,1 tonn í Fleetwood fyrir 26,6 milljónir Stjórnarsamþykkt Flugleiða: Starfsmenn fá for- kaupsrétt á bréf- um fyrir 240 millj. „STJÓRN Flugleiða tók ákvörð- un um það á fundi sínum að bjóða starfsmönnum Flugleiða furkaupsrétt á hlutabréfum upp á 240 milljónir króna og verður öllum starfsmönnum tilkynnt um það, en þessari upphæð verður deilt hlutfallslega niður og þeir starfsmenn sem vilja kaupa meira, munu hafa for- kaupsrétt á hlut þeirra starfs- manna sem ekki vilja kaupa,“ sagði Sigurður Ilelgason, for- stjóri Flugleiða í samtali við Mbl. Sigurður sagði að varðandi hlutafjáraukninguna úr 2940 millj. kr. í 3500 milljónir króna, hefðu hluthafar forkaupsrétt að þeim bréfum til 15. nóvember, en að loknum þeim tíma væri unnt að selja öðrum hlutabréfin ef til væru, einstaklingum, félögum eða ríkisvaldinu. Sigurður sagði að á stjórnar- fundinum hefði ekki verið tekin afstaða til bréfs samgönguráð- herra þar sem ekki hefði ennþá borist boðað bréf fjármálaráð- herra um afgreiðslu ríkisstjórn- arinnar varðandi málefni Flug- leiða. Hins vegar sagði Sigurður, að allt væri frágengið í þessum efnum við ríkisstjórn Luxem- borgar og yrði ákveðinn styrkur þaðan greiddur til Flugleiða mánaðarlega næstu sex mánuði frá októberiokum. Sigurður sagði að þótt ríkis- stjórn íslands hefði ekki afgreitt málið endanlega, treystu Flug- leiðir því að ríkisstjórnin standi við yfirlýsingu sína frá 16. sept. sl. og því væri áframhald Atl- antshafsflugs Flugleiða nú þegar inni í verkefnum félagsins. króna, meðalverð 830 krónur. Ein- kunn 1. Vigri RE seldi 230,6 tonn í Bremerhaven fyrir 116,4 milljónir króna, meðalverð 506 krónur. Loks seldi Árni Magnússon ÁR 53,9 tonn í Cuxhaven fyrir 26,9 millj- ónir króna, meðalverð 499 krónur fyrir hvert kíló. Fimmtudagur: Þennan dag seldu einnig 5 skip afla sinn erlendis. Sigþór ÞH seldi 48,9 tonn í Hull fyrir 40,9 milljónir króna, meðalverð 837 krónur. Aflinn þótti viðunandi og fékk einkunn- ina 2. Höfrungur II seldi 45,9 tonn í Hull fyrir 38,5 milljónir króna, meðalverð 837 krónur. Einkunn 2. Sigluvík SI seldi 74,4 tonn í Grimsby fyrir 60,5 milljónir, með- alverð 813 krónur, einkunn 1 og 2. Suðurey VE seldi 70,2 tonn í Fleetwood fyrir 57,4 milljónir króna, meðalverð 818 krónur. Ein- kunn 1 og 2. Loks seldi Arinbjörn RE 124,2 tonn í Bremerhaven fyrir 67,9 milljónir króna, meðalverð 547 krónur. Föstudagur: Freyja RE seldi 46,2 tonn í Hull fyrir 45,4 milljónir króna. Meðalverð 983 krónur, sem er hið hæsta, sem íslenzkt fiski- skip hefur fengið í íslenzkum krónum talið í erlendri höfn. Engu að síður fékk aflinn einkunnina 2, en helsta ástæðan fyrir hinu háa verði mun vera sú, að geysimikil eftirspurn var eftir fiski í gær- morgun vegna slæmra gæfta hjá Norðursjávarbátum í vikunni. Kynnt verður á morgun ný grein í akstursíþróttum, en þessi mynd er tekin af hefðbundnum rallakstri. Kynna nýja grein akstursíþrótta LANDSSAMBAND íslenskra akstursíþróttamanna kynnir sunnudaginn 12. uktóber nýja grein akstursiþrútta hér á landi. „rally-special“, en slík keppni er háð á lokuðum svæðum. Verður keppnin á sunnudag háð á Reykjavíkurflugvelli, við Loft- leiðahótelið, og er ekið ýmist á möl eða malbiki. Leiðir í keppnum af þessu tagi eru tvær til þrjár, frá 600 m upp í 2 km. Fer einn bíll leiðina í einu og keppir við klukkuna og sigrar sá er fæst hlýtur refsistigin. Fyrir keppnina er afhent leiðarlýsing og uppdráttur af svæðinu og eru tveir menn í hverjum bíl, ökumaður og leiðsögumaður. Keppt verður bæði í flokki fólksbíla og fjórhjóladrif- inna bíla. Sömu öryggiskröfur eru gerðar og til annarra tegunda rallaksturs. Landssamband ísl. aksturs- íþróttamanna var stofnað í janúar sl. og hefur nú innan sinna vébanda hátt á þriðja tug félaga og klúbba. Er þetta fyrsta keppn- in, sem sambandið stendur fyrir, en tíminn til þessa hefur einkum verið notaður til skipulagsmála. O' INNLENT Árni Sveinsson, formaður SÍB: Óánægjan er vegna þess að launahækkunin er lítil „í ÞESSARI grein í Morgunblað- inu I morgun er talað um kurr meðal bankamanna." sagði Árni Sveinsson, formaður Sambands íslenzkra hankamanna í samtali við Morgunblaðið I gær, „og ég tel það sjálfsagt og eðlilegt. Það hlýtur að vera kurr og andstaða, þcgar gcrðir eru lágiaunasamn- ingar. En mér finnst samt ein- kennilegt, að þar skuli ekki koma fram, hvers vegna þessi kurr sé, en hann er að sjálfsögðu vegna launahækkunarinnar. sem er mjög lág eins og hjá öllum öðrum." „Annað atriði," sagði Árni, „sem ekki er minnst á í viðtalinu við Benedikt Guðbjartsson, þótt ég sé ekkert sérstaklega að vísa til þess, er, að árið 1977, þegar bankamenn sömdu síðast, sömdum við um lengri samningstíma en aðrir, við sömdum til 1. október 1979 og út á það áttum við að fá 3% grunn- kaupshækkun 1. júlí 1979, sein átti að mæta því að þá var búizt við að allir aðrir aðilar hefðu samið að nýju. Ólafslögin komu í veg fyrir að þessi 3% yrðu greidd, þar sem þau kváðu á um að grunnlaun í marz skyldu gilda. Þau sniðu þess vegna einnig af 3% grunnkaups- hækkunina í apríl, en hið fræga Andóf í BSRB kom í veg fyrir það og ASÍ settist að samningaborði og samdi um 3% til ársloka 1979.“ „Við fengum ekki vegna þessara laga greidd þau 3%, sem við áttum samkvæmt samningi 1. júlí. Þetta hefur mjög setið í bankafólki og er ein aðalástæðan fyrir því að það sættir sig ekki við þessa launa- hækkun nú. Við erum hins vegar undirseldir það eins og allir aðrir í þjóðfélaginu, að það er unnið eftir ákveðnum launaramma, sem ríkis- stjórnin hefur sett öllum atvinnu- rekendum að ekki megi fara út fyrir. Með 3% hefðum við farið út fyrir þann ramma. Þá situr það einnig í fólki, að við skulum vera að semja við stjórnvöld en ekki atvinnurekendur. En þannig verð- ur það,. svo fremi sem stjórnvöld hafa einhverja stefnu í launamál- um.“ Árni kvað þó unnt að semja um öll önnur atriði en launaskalann. Hann taldi einkennilegt, að enginn hefði haft uppi aðfinnslur við, að samningurinn gilti aðeins frá 1. ágúst 1980, en ekki frá 1. október 1979, „en sú afturvirkni gæfi okkur miklu meira en 3%,“ sagði Árni og kvað bankamenn ekki ánægða með þessar launahækkanir. „Eg býst hins vegar við að allir væru ánægðari ef allir hefðu fengið 140 þúsund í stað 14 þúsunda, en ég vona að á meðan við erum innan þess ramma, sem ríkisstjórnin hefur gefið, þá muni þessi 14 þúsund endast okkur örlítið lengur sem raunveruleg kjarabót en þótt hún hefði verið 140 þúsund krón- ur.“ Árni kvað samninganefnd SÍB leggja áherzlu á að samningstím- inn sé mjög skammur, 13 mánuðir, þeim verður að segja upp í maí eða eftir 7 mánuði, og eftir 2 til 3 mánuði verður byrjað að vinna að nýrri kröfugerð. „Er þetta mikið atriði til þess að fara ekki út í einhverjar hörkuaðgerðir, sem ég hefi ekki trú á að hafi í för með sér bættar hagsbætur fyrir banka- menn. Því geta menn notað þessa 7 mánuði til þess að vinna að raunhæfri kröfugerð og reyna þá að koma í gegn atriðum, sem fengið hafa mikla umræðu nú, þótt þau hafi ekki orðið að samnings- bundnum atriðum." Árni fjallaði síðan nokkuð um greinar, sem náðst hefðu fram og kemur við tæknivæðingu í störfum bankamanna. Þar er um að ræða endurhæfingu, samráð um tölvu- væðingu og kvað Árni bankamenn þar vera komna framar en aðrir í þjóðfélaginu. Fær SÍB þar tæki- færi til þess að hafa áhrif á endurmenntun og til að koma fram með sjónarmið sín, þótt ekki sé tryggt að tekið verði tillit til sjónarmiða sambandsins. I sam- bandi við þetta gefur samningur- inn atvinnnuleysisbætur eins og BSRB-samningurinn og kvaðst Árni telja það mikið atriði, þar sem því er m.a. spáð í Svíþjóð, að 11 þúsund bankamenn muni missa atvinnu sína á næsta áratug vegna tölvuvæðingar. Tveir kynningarfundir hafa ver- ið haldnir um samningana í Reykjavík, annar þeirra vinnustaðafundur, en hinn al- mennur. Þar kom fram mjög mikil gagnrýni á samningana og voru margir á móti, sem augljóst var á anda fundanna. Einnig hafa tveir fundir verið haldnir úti á landi, en þar hefur ekki eins mikil gagnrýni komið fram. Árni Sveinsson fór í gær ásamt tveimur stjórnar- mönnum SÍB í hringferð um land- ið, fyrst til ísafjarðar, Akureyrar, ef til vill Húsavíkur, Egilsstaða, ef til vill Hafnar í Hornafirði og síðan gæti orðið vinnustaðafundur í Reykjavík á mánudegi. Þá eru' fyrirhugaðir fundir á Akranesi og á Suðurnesjum. í þessa ferð hefur stjórn SIB boðið fulltrúum aðildar- félaga sambandsins og í gær, rétt áður en lagt var upp í ferðina, hafði aðeins Starfsmannafélag Landsbankans þegið boðið. íslenskir aðalverktakar: Uppsagnir dregnar til baka UPPSAGNIR þeirra starfsmanna tslenskra aðalverktaka. sem fengu uppsagnarbréf sin fyrir skommu, munu ekki taka gildi. þar sem flýtt hefur verið ýmsum verkefnum fyrir- tækisins á Keflavíkurflugvelli. Sam- kvæmt bréfunum áttu starfsmenn- irnir, flestir verkamenn, að hætta störfum um áramót. Ákvörðun aft- urköllun verkefnanna var tekin eft- ir fund forsvarsmanna Aðalverk- taka og Ólafs Jóhannessonar utan- rikisráðherra. Utanríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að ekki væri um það að ræða að nein ný verkefni yrðu tekin upp. Um það væri að ræða að verkefni hefðu tafist og yrði þeim nú hrundið á framkvæmda- stig. Þá myndu Aðalverktakar einnig vinna að viðhaldi húsa og við ýmis- konar lagfæringar yfir daufasta tím- ann, vinna að úrbótum á vinnuað- stöðu og fleira þvíumlíkt. „Ég býst við að þeir finni sér einhver verkefni til að komast fram úr þessu, en það er alvanalegt á þessum árstíma að dragi úr framkvæmdum,“ sagði utanríkis- ráðherra að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.