Morgunblaðið - 11.10.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.10.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980 37 Oft var margt um manninn við söludeildirnar á NORWEX 80. Gildi alþjóðafrí- merkjasýninga í síðasta þætti var vikið að hugsanalegri hópferð héðan að heiman á alþjóðafrímerkjasýn- inguna WIPA 81 í Vínarborg á næsta vori. Jafnframt var í þættinum rætt um sýninguna FRIM 80, sem verður á Kjarvals- stöðum í nóvember og er ein- göngu hugsuð sem kynning á frímerkjasöfnun almennt. Er vonandi, að hvort tveggja takist vel, þegar þar að kemur. En í framhaldi af því, sem þar sagði, vil ég hér ræða nokkuð um alþjóðasýningar og gildi þeirra, eins og mér kemur þetta fyrir sjónir. Sjálfur hef ég vissulega ekki af miklu að má í þessum efnum, en samt nokkra reynslu af þremur slíkum sýningum á Norðurlöndum á liðnum sex ár- um, nú síðast NORWEX 80, sem haldin var í Ósló í júní sl. Á fundi í F.F. 18. f.m. greindi ég frá þessari sýningu og rakti hið helzta, sem bar fyrir augu mín og eyru, en vitaskuld varð að stikla á stóru. Þar sem íslenzkir safnarar hafa á þessu ári tekið þátt í nokkrum alþjóða- sýningum og einni samnorrænni, hef ég hugsað mér að geta þess sérstaklega síðar. Að þessu sinni verður þátturinn almennar hug- leiðingar um alþjóðasýningar. Á NORWEX 80 voru 3700 sýningarrammar, en oft eru þeir til muna fleiri á stórsýningum. Hafa oft heyrzt raddir um, að þess konar sýningar séu orðnar allt of viðamiklar, því að enginn maður komist yfir að skoða nema hluta af efninu. Ég hef einhvern tíma getið þess, að tæplega sé heldur gert ráð fyrir því af forsjármönnum sýn- inganna. Nú orðið eru mjög margir safnarar orðnir sérhæfð- ir, enda kemst enginn lengur yfir að safna nema broti af því, sem póststjórnirnar senda á markað- inn á ári hverju. Af því leiðir, að menn takmarka sig við ákveðin lönd eða eitthvert sérstakt efni, þ.e. mótíf- eða tegundasöfnun. Af sérhæfingunni leiðir svo aft- ur það, að frímerkjasafnarar leita á sýningum, stórum eða smáum, fyrst að því efni, sem höfðar til þeirrar eigin söfnunar. Annað situr á hakanum eða verður með öllu út undan. Allt er þetta vel skiljanlegt og í raun- inni eðlilegt. Þá verður tími flestra safnara oft ódrjúgur á sýningum, því að það er fleira en sýningarefnið, sem dregur menn að. Hér hittast oft kunningjar og bréfavinir úr fjarlægum löndum, og þá er sjálfsagt að setjast niður og rabba saman um stund. Svo er eitt enn og ekki hið veigaminnsta. Þá daga, sem ég var á NORWEX 80, var mikill ys og þys og margt um manninn. En hvar var mannþröngin mest? Menn skyldu ætla, að það hafi verið í kringum sýningarramm- ana með öllu því glæsilega og margvíslega efni, sem boðið var upp á. Nei, onei. Flestir þyrptust að sölubásum frímerkjakaup- manna og póststjórna, vafalaust í leit að frímerkjum til að fylla í eyður safna sinna. Einhvers staðar sá ég þess getið á prenti, að sjálfan opnunardaginn hafi myndazt Iöng biðröð við inn- ganginn og menn síðan þeystst að básunum til að verða sem fyrstir til að sjá söluvarninginn. Áhuginn á sjálfri sýningunni varð hér að víkja fyrir sjálfri Frfmerki eftir JÓN AÐAL- STEIN JÓNSSON söfnunarhneigðinni. Þannig var þetta einnig, þegar ég kom á sýninguna, en þá var hún hálfn- uð. Söludeildir voru á efri hæð hússins, og var á stundum jafn- vel erfitt að komast áfram. En á neðri hæðinni, þar sem sýningin sjálf var í rúmgóðum og þægi- legum sölum, var oftast ró og friður og ágætt næði til að skoða efnið að vild. Nú vill svo til, að eftir að ég flutti rabb mitt og hugleiðingar um NORWEX 80 á fyrrgreindum fundi, hef ég fengið í hendur blað það, sem Landssamband sænskra frímerkjasafnara gefur út. Þar ritar ágætur maður greinarkorn, sem hann nefnir: Fyrir hverja er verið að sýna? Ofangreindri spurningu svarar hann á þá leið, að ekki sé verið að sýna fyrir sýningargesti, þvi að einungis lítið brot af þeim líti á og grandskoði efni rammanna. Flestir þyrpist í staðinn að verzlunarbásunum, svo sem ég gat um hér að framan. Hann tekur jafnvel svo djúpt í árinni að fullyrða, að án frímerkja- kaupmanna og póststjórna drægju þessar sýningar tæplega nokkra gesti að. Ekki er ég viss um, að safnarar séu allir sam- þykkir þessu, en því miður er sannleikskorn í fullyrðingu hans. Hann bætir svo við, að áhugaleysi almennings á þessum alþjóðasýningum, sem eru undir vernd F.I.P., þ.e. Alþjóðasam- bands frímerkjasafnara, sé svo sem ekkert undrunarefni. Grein- arhöfundur segir sem sé, að það sé mjög lítill hluti safnara, sem iðki það að sýna söfn sín, og það, sem sýnt sé af fáum útvöldum, sé að jafnaði ofvaxið venjulegum frímerkjasafnara. Orðrétt segir hann í lauslegri þýðingu: „Sýn- endur eru sérstök stétt, sem talar tæplega sama mál og nýgræðingurinn í frímerkjasöfn- un. Þeir fara frá einni sýningu til annarrar og sýna söfn sín í sókn eftir verðlaunapeningum og heiðursverðlaunum." Þeir, sem komið hafa á sýningarnar og virt fyrir sér stórsöfn ýmissa manna, hljóta að viðurkenna, að þessi skoðun hefur að mörgu leyti við rök að styðjast. Af þessu dregur höfundur þá álykt- un, að F.I.P.-sýningar séu engan veginn til þess fallnar að auka frímerkjasöfnun, a.m.k. svo lengi sem sýningargestir séu áhugalausir. Áhuginn er eink- um, að hann telur, hjá sýnendum sjálfum og dómurum. Loks spyr hann, hvort F.I.P.- sýningar hafi gengið sér til húðar í núverandi mynd. Hefur hann m.a. leitað svars við þeirri spurningu hjá Tore Gjelsvik, formanni framkvæmdarnefndar NORWEX 80, en hann er jafn- framt formaður Landssambands norskra frímerkjasafnara. Segir hann, að Gjelsvik sé að nokkru sammála þessu, því að hann telji, að flokka beri sýningar í mismunandi deildir, svo að jafn- vel safnari með léttvægara sýn- ingarefni eigi þess kost að taka þátt í sýningum. Á þann hátt sé hugsanlegt að vekja áhuga al- mennings á frímerkjasýningum, enda sé það efni, sem nú er almennt á sýningum of þröngt eða einhæft fyrir fjöldann. Hér vildi ég vekja athygli á þessari skoðun, sem nú er farið að brydda verulega á meðal safnara erlendis. Það er einmitt þessi sérhæfing eða einhæfing, ef svo má segja, sem á að forðast að miklu leyti á okkar litlu sýningu, FRÍM 80, í nóvember. Sú sýning á einmitt bæði að laða að sýnendur og skoðendur, svo að unnt sé að þenda mönnum á gildi frímerkjasöfnunar (sem og annarrar söfnunar) sem hollrar tómstundaiðju. Af þeim sökum er það vissulega hvatning fyrir okkur, að aðrir hugsa svipað um þessi efni. En hvað svo sem líður framangreindum hugleiðingum mínum og hins sænska safnara, breytir það ekki þeirri stað- reynd, að það er verulegur ávinningur fyrir frímerkjasafn- ara að sækja nokkrar alþjóða- sýningar, því að alltaf ber eitt- hvað nýtt og lærdómsríkt fyrir augu — og eftir því sækjast sannir og áhugasamir safnarar. Deila F.Í.L. og Ríkisútvarpsins: Samningar lausir um áramót en aðei ; einn f undur haldin MORGUNBLADINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Félagi ísienzkra leikara: Trúnaðarmannaráð Félags ís- lenskra leikara hélt reglulegan fund sinn 2. október sl. Eitt aðalmál fundarins var deila félagsins við Ríkisútvarpið, en þar kom m.a. fram eftirfarandi: Samningar lausir írá áramótum — aðeins einn fundur Samningar hafa verið lausir frá áramótum, en aðeins hefur fengist einn fundur í maí, þegar kröfugerðin var lögð fram og síðan ekki söguna meir. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir stjórnar F.Í.L. hafa hvorki fengist fleiri fundir, né svör við kröfugerð eða nokkur önnur umfjöllun um málið. Krafan er meiri íslensk leiklist í sjónvarpi — Engar launakröfur uppi Höfuðkröfur leikara eru í tveimur liðum: 1) Tryggður verði ákveðinn fjöldi íslenskra leikrita á hverju ári. 2) Fundið verði sanngjarnt hlutfall milli erlends og innlends leikins efnis. Alþjóðleg barátta Hér eru leikarar raunar að fara eftir samþykktum alþjóða samtaka leikara (FIA), en þau samþykktu á þingi sínu í fyrra, að öll leik; skyldu berjast fyrir því að fó ; i atriði inn í samninga, þar eð n - vetna vofir sú hætta yfir, ;; framleiðslulöndin yfirtaki lci: í sjónvarpi á kostnað þeirr lendu, ekki síst með tilkomu sjónvarps og gervihnatta. Þet: í- ur þegar tekist í mörgum löndun; Mikill samdráttur á undanförnum árum Frá árinu 1973 hefur verið mikill samdráttur í framleiðslu íslenskra sjónvarpsleikrita, þó út yfir hafi tekið síðustu tvö árin. í fyrra framleiddi sjónvarpið aðeins tvö leikrit. Sú ákvörðun var tekin nokkr- um mánuðum eftir að útvarpsráð hafði gefið út yfirlýsingu um að stefnt skyldi að því að framleiða minnst 8 leikrit á ári. Leikarar treysta á stuðn- ing sjónvarpsáhorfenda Þrátt fyrir það að leikarar séu ekki einu sinni hálfdrættingar á við starfsbræður sína á Norðurlöndum í launum, fara þeir nú ekki fram á hærri laun, heldur meíri vinnu. Þeir vilja auka veg íslenskrar leiklistar í sjónvarpi. — Leikarar treysta því, að almenningur styðji þessa kröfu þeirra, ekki síst í ljósi þess, að íslensk leiklist nýtur nú vaxandi vinsælda og að nú vofir nánast yfir útrýming hennar í sjónvarpi. Og því skyldu íslenskir leikarar sitja hjá á sama tíma og leikarar annarra landa eru að tryggja sína listgrein? ^“Súöarvogi 28 Sími 84630 Viö sýnum hin vinsælu skilrúm okkar aö Súöavogí32 í dag og næstu laugardaga kl. 9—12. V. Pantiö tímanlega fyrir jól

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.