Morgunblaðið - 11.10.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.10.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 225. tbl. 68. árg. LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Frá setningu Alþingis. Forseti íslands. Vigdís Finnbogadóttir í raniustól. Sjá fréttir bls. 20 og 21. Mannskæður jarð- skjálfti í Alsír AlKPÍrshoris. 10. októhcr. AP. ÞÚSUNDIR manna hiðu hana þen- ar öfluKur jarðskjálfti lauái horu- ina A1 Aznam í rúst i daK. JarA- skjálftinn maddist 7,5 stÍK á richter ok eyðileKKÍnK hans var KifurlcK. A1 Aznam. sem hefur um 125 þúsund íhúa, laKÚist i rúst <»k nærlÍKKjandi svæði urðu einnÍK illa úti. Jarðskjálftinn fannst allt til Spánar. Ekki hafa borist nákvæm- ar tölur um mannskaöa. en hin Innrás í Úganda Kampala. 10. október. AP. IIERSVEITIR hafa ráðist inn í ÚKanda frá Súdan ok Zaire <>k náð á sitt vald einni helstu borg landsins, i n-vesturhluta þess, Arua. að því er fréttir frá Kamp- ala herma. Otema Allimadi. utan- rikisráðherra landsins, vildi ekki skýra frá því, hverjir innrásar- mennirnir væru en Milton Obote, fyrrum forseti. hefur skýrt frá hardöKum við hersveitir hollar Idi Amin. fyrrum einræðisherra. Áreiðanlegar heimildir frá Kampala herma, að heil herdeild úganska hersins hafi verið þurrkuð út í bardögum um Koboko, heima- borg Amins. Þá hefur einnig verið barist um bæinn Moyo, skammt frá landamærum Súdan. Allimadi sagði að innrásarherirnir hefðu ráðist inn í landið á mánudaginn. Hann sagði, að sendiherrar Zaire og Súdan hefðu neitað vitneskju um innrásina. Allimadi sagði, að Úg- anda mundi taka málið upp í Öryggisráðinu og eins í Einingar- samtökum Afríku. Vitað er, að hermenn, hollir Amin, flýðu til vesturhluta landsins í kjölfar falls einræðisherrans. Fréttir herma, að þeir hafi tekið með sér mikið magn vopna. Fréttir af bardögum eru óljósar. Samgöngur við norð-vest- urhluta landsins hafa legið niðri, svo og símasamband. Ferðamenn, sem komið hafa frá n-vesturhlutan- um hafa skýrt frá bardögum. Kosn- ingar eiga að fara fram í landinu þann 10. desember, en ólíkiegt er að af þeim verði. opinhera fréttastofa Alsír sagði látna skipta þúsundum, Fréttastofan sagði að átta af hverjum tíu húsum í borginni væru hrunin eða skemmd. Fólk var ein- dregið varað við að fara inn í hús, þar sem þau gætu hrunið á hverri stundu. Skömmu eftir fyrsta skjálft- ann kom annar. ekki eins öflugur en hann olli mikilli skelfingu meðal fólks. Sá þriðji fylgdi í kjölfarið í kvöld. Skjálftans varð vart í Algeirsborg. Mikil skelfing greip þar um sig en mannskaðar urðu ekki. Árið 1956 varð A1 Aznam illa úti í jarðskjálfta. Þá fórust tæplega tvö þúsund manns. Sá skjálfti mældist 6,7 stig á richter. Sjúkrahús A1 Aznam er nú rústir einar, svo og dómshúsið, bæjarskrifstofur, helstu verslanir, helsta moska staðarins og mennta- skóli. Björgunarstarf er þegar hafið. Herinn hefur sent lið til jarð- skjálftasvæðanna og innanríkisráð- herra Alsír fór í kvöld til borgarinn- ar til að stjórna björgunaraðgerðum. Bani-Sadr hótar eldflauga- árásum á herteknar borgir Tohcran. Baudad. Tripóli. 10. októhor. AP. BANI-SADR, forseti írans saKði í kvöld, að íranir væru reiðuhúnir að gera eldflaugaárásir á íranskar borgir á valdi íraka. Ilann sagði. að reynt yrði að koma írönum í þessum horgum undan áður en gripið yrði til þess ráðs, að gera eldflaugaárásir á horgirnar. írakar hafa beitt eldflaugum síðustu daga i bardögum. „Risaveldin skulu vita, að við erum reiðubúnir að berjast til þrautar með öllum meðölum. Við munum ekki gefast upp. Ef trakar halda eldflaugaárásum áfram, erum við neyddir til að biðja fólk okkar að yfirgefa borgir á valdi íraka og svara i sömu mynt," sagði Bani-Sadr í iranska útvarpinu. Hann tiltók ekki hvaða borgir yrði ráðist á, en írakar segjast hafa helstu borgir í Kuzestan á sínu valdi. Ljóst er. að gripi íranir til eldflaugaárása mun mannfall aukast verulega. Líbýumenn lýstu fyrstir Araba- ríkja yfir stuðningi við Irani í stríðinu við íraka. Moammar Khadafy, leiðtogi Líbýu, sagði að það væri „íslömsk skylda“ Araba- ríkja, að styðja Irani í baráttu við Iraka, sem væru skósveinar Banda- ríkjanna. Fréttir bárust um stór- fellda hergagnaflutninga frá Trip- ólí, höfuðborg Líbýu, til írans. Að minnsta kosti 10 herflugvélar, þeirra á meðal bandarískar Boeing-þotur, fluttu hergögn til írans yfir Grikkland, Búlgaríu og Sovétríkin. Loftflutningar Líbýu- manna eru sagðir hafa hafist á miðvikudag. Hatrammlega er nú barist um Þingi íhaldsflokksins lokið: Einhugur í Brighton hafnarborgina Khoramshahr í ír- an. íranir veita öfluga mótstöðu í þorginni og fyrri yfirlýsingar íraka um að borgin væri í þann veginn að falla, hafa ekki rejnst á rökum reistar. Að sögn Iraka' féllu 22 íranskir hermenn í bardögum í borginni í dag en sjálfir segjast þeir hafa misst 4 menn fallna. Írakar segjast hafa skotið niður tvær þyrlur í dag. írakar halda n-vesturhluta borgarinnar og hafn- arsvæðinu en íranir hafa búið um sig í s-vesturhluta borgarinnar og halda mikilvægum brúm þar. íranir gerðu harðar loftárásir á borgirnar Kirkuk, Mosul og Sulei- manieh í dag og að sögn íraka féllu 13 óbreyttir borgarar. Fimm ír- anskar orrustuþotur voru skotnar niður. írakar réðust á olíuleiðslur skammt frá Ahwaz og að sögn írana féllu 14 borgarar. Að sögn írana réðust orrustuþotur á tvö sjúkrahús í borginni. Bani-Sadr, forseti írans, sagði landsmönnum að láta sprengingar í Ahwaz ekki skjóta sér skelk í bringu. Hann sagði, að íranir hefðu sjálfir valdið svipuðu tjóni í írak. Bani-Sadr sagði, að íranskar hersveitir hefðu brotið sér 10 kílómetra leið á um 38 kílómetra svæði skammt frá Ahwaz. íranir sögðu í dag, að þeir hygðust senda nefnd.til vinveittra ríkja til að kynna málstað Irana. Þá er búist við að þeir muni taka innrás íraka upp við Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Bandaríska utanríkisráðuneytið tilkynnti í kvöld, að undanfarna daga hefðu starfsmenn ráðuneytis- ins verið í símasambandi við einn bandarísku gíslanna í íran. Sadeq Ghotbzadeh, fyrrum utanríkisráð- herra írans, sagði í dag í viðtali við norska blaðið Aftenposten, að ír- anska stjórnin ætti tafarlaust að láta bandarísku gíslana úr haldi. Hann sagði, að íranska stjórnin bæri ábyrgð á innrás íraka — stjórnle.vsi í landinu hefði gert írökum mögulegt að ráðast inn í landið. Brivchton. 10. októher. AP. ÞINGI brezka íhaldsflokksins lauk i Brighton í dag. Margarct Thatcher hélt ræðu og hét því, að halda fast við stefnu stjórnarinnar f efnahagsmálum. í lok ra'ðu hennar var hún ákaft hyllt af þingheimi. Mikill einhugur íhalds- manna kum fram á þinginu í Brighton og þrátt fyrir að tala atvinnulausra sé nú yfir 2 milljón- ir og mörg fyrirtæki hafi orðið að leggja upp laupana. hét Margaret Tatcher því, að stefnunni i pen- ingamálum yrði ekki breytt. „Þið getið snúið aftur ef þið viljið — en frúin gerir það ekki." sagði Thatcher i ra‘ðu sinni og var ákaft hyllt. Mikill einhugur ríkti í Brighton, gagnstætt þingi Verkamanna- flokksins sem fram fór í Blackpool í síðustu viku. Þetta hefur greinilega - fylgi flokks- íns vex orðið til þess, að íhaldsfiokkurinn hefur bætt við sig fylgi. í Gallup- skoðanakönnun, sem birt var í vikunni, kom fram, að nú munar aðeins 3% atkvæða á fylgi flokk- anna tveggja, en fyrir þingin var munurinn 11%. Fréttaskýrendur eru sammála um, að skilin milli þessara tveggja höfuðandstæðinga í brezkum stjórnmálum hafi aldrei verið skarpari. Samþykkt var á þinginu að efla varnir landsins, hvatt til öflugri þátttöku í Atlantshafs- bandalaginu, Efnahagsbandalagi Evrópu og því lýst yfir, að friður í heiminum sé best varinn með öfl- ugri samvinnu V-Evrópu og Banda- ríkjanna. í efnahagsmálum var lögð áhersla á að virkja einkaframtakið og áhersla var lögð á að framfylgja núverandi stefnu stjórnarinnar í efnahagsmálum. Þetta er mikil andstaða við samþykktir Verka- mannaflokksins. Þar var samþykkt einhliða kjarnorkuafvopnun Breta, úrsögn úr EBE og víðtæk þjóðnýt- ingaráform. Um fimm þúsund mótmælendur söfnuðust saman við þingstaðinn í Brighton. Lögreglan hafði mikinn viðbúnað og 16 manns voru hand- teknir. Tveimur mótmælendum tókst að komast inn í ráðstefnuhús- ið og öðrum aðeins nokkra metra frá Thatcher þar sem hún hélt ræðu sína. Þar gripu þingmeðlimir manninn og Thatcher lét sér fátt um finnast. Mótmælendur báru spjöld fyrir utan þar sem á stóð „réttur til vinnu“. Norðmenn leita óþekkts kafbáts Osló. 10. októbrr. AP. NORSKAR herflugvélar og herskip leita nú ákaft óþekkts kafbáts í Kváefirði i Norður- Noregi. Kafháturinn sást frá bænum Harstad. sem er á Hinnö- eyju. Tvær orustuþotur og tvær Orion-leitarflugvélar. húnar sonar-tækjum leita nú kafbáts- ins ásamt freigátu og tundur- skeytabátum. „Ef við finnum kafbátinn mun- um við neyða hann upp á yfir- borðið með því að varpa djúp- sprengjum að honum," sagði Magne Sörensen, yfirmaður norska hersins í N-Noregi. Leit Norðmanna að kafbátnum í N-Noregi kemur skömmu eftir að Sviar urðu varir við sovéskan kafbát í skerjagarðinum skammt fyrir utan Stokkhólm. í níu daga leituðu sænskar herflugvélar og herskip kafbátsins sem að lokum hafði sig á brott eftir hótanir um, að hann yrði neyddur upp á yfirborðið með því að varpa djúpsprengjum að honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.