Morgunblaðið - 11.10.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.10.1980, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980 • ÞaA er mikil harka i atvinnuknattspyrnu og leikmenn þurfa að leika gifurlegan fjölda leikja. Meiðsii eru þvi ekki óalgeng. Hér fær Pétur samstuð er hann sækir að markverði. Tilburðirnir minna á karate. Pétur verður frá knatt- spyrnukeppni í 3-4 mánuði EINS OG SKÝRT hefur verið frá þurfti Pétur Pétursson, knattspyrnumaðurinn snjalli hjá Feyenoord, að gangast undir uppskurð á hné. Mb.I ræddi við Pétur i gærdag 0g innti hann eftir heilsunni. Það var gott hljóð í Pétri sem hefur verið rúmliggjandi heima i 12 daga. „Mér líður alveg þokkaiega, að visu hef ég haft mikinn krampa í fætinum og hann hefur gert mér lífið leitt. Eg er ekkert farinn að fara fram úr rúminu ennþá. Að- gerðin tókst vel að sögn þeirra lækna sem skáru mig upp en það er alveg ljóst að ég verð frá knattspyrnukeppni í 3 til 4 mán- uði. Það voru liðbönd og brjósk í hnénu sem voru illa sködduð, mun verr en gert var ráð fyrir. Ég var ekki settur í gifsumbúðir, ein- göngu vafinn um fótinn. Fóturinn hefur rýrnað verulega við aðgerð- ina og af því að liggja svona kyrr dag eftir dag. Það er rétt núna sem ég er að byrja að gera æfingar í rúminu, lyfta fætinum upp og niður. Ég má ekki stíga í fótinn fyrr en 5. nóvember. Ég er að vonast til þess að geta leikið aftur í janúar. Þetta tekur allt sinn tíma. Það verður erfitt að koma sér aftur í góða æfingu en ég er alveg ákveðinn í því að komast í liðið aftur og byrja að skora mörk. Þetta stappar í mann stálinu. Það hefur verið háif nöturlegt að þurfa að liggja í rúminu og horfa á félaga sína í sjónvarpinu. Feye- noord hefur ekki gengið of vel að undanförnu í leikjum sínum. Jan Peters hefur verið meiddur í 3 mánuði og framlínunni hefur gengið illa að skora mörk. Ég hef lesið það í hollensku blöðunum að Feyenoord ætli að fá Kees Kist, markakónginn frá í fyrra, lánað- ann. Hann hefur verið á vara- mannabekknum hjá liði sínu, AZ. Liðinu hefur gengið ótrúlega vel, unnið alla leiki sína og skorað að meðaltali fjögur mörk í leik. Kist var meiddur og hefur ekki verið settur inn í liðið. Feyenoord hefur unnið á útivelli en gengið illa heima.“ Að lokum sagðist Pétur vera mjög feginn því að uppskurðurinn væri búinn og að hann væri á batavegi. Meiðslin voru búin að hrjá hann síðan í unglingalands- leiknum gegn Norðmönnum hér á Laugardalsvellinum í sumar. Pét- ur hefur í hyggju að koma heim í 10 daga frí á næstunni. - Þr. Enginn áhorfandi fékk aðgang að Upton Park. íslandsmótið í handknattleik: Sigra Þróttarar í 3. leik sínum? TVEIR leikir fara fram i ís- landsmótinu í handknattleik um helgina. í dag kl. 14.00 leika FH og Fylkir i Laugardalshöll og á morgun leika Fram og Þróttur kl. 20.00. Báðir þessir leikir ættu að bjóða upp á mikla spennu. Að vísu er FH-liðið sigurstranglegra gegn Fylki en Fylkisliðið kom mjög á óvart er það sigraði Fram og gæti vel gert FH-ingum lifið leitt. Leikur Fram og Þróttar verður tvísýnn. Fram hefur tapað báðum leikjum sínum í mótinu til þessa, en Þróttur sigrað í sínum tveim. Það er því ekki nokkur vafi á hörkuleik milli liðanna þar sem gífurlega mikið er í húfi fyrir bæði liðin. Þróttur getur komið sér á toppinn í 1. deild með sigri. En tapi Fram eru þeir í neðsta sæti áfram og þeir eru örugglega ekki hrifnir af því hlutskipti sínu. Handknattielkur V.....................V Landsieikir i körfu: Fá Kínver jar nú fyrir ferðina? ÍSLENDINGAR og Kínverjar og lauk leiknum með naumum leika tvo landsleiki i körfuknatt- leik um helgina og á mánudags- kvöldið mætir kínverska liðið úrvalsliði úr úrvalsdeildinni. skipuðu bæði innlendum og bandarískum leikmönnum. Eins og frá var skýrt í Morgun- blaðinu í gær, léku Islendingar og Kínverjar landsleik í fyrra kvöld | KðrluKnattiemur sigri Kínverja, 90—89. Var leikur- inn fjörugur og oft vel leikinn af beggja hálfu og má því vænta hins sama í næstu leikjum. Liðin eigast við í Borgarnesi í dag og hefst leikurinn klukkan 20.00. A morgun verður síðan leikið í Njarðvík og hefst leikurinn klukkan 15.00. Síðasti leikurinn, leikur Kínverjanna og úrvalsliðs- ins, fer fram í Laugardalshöllinni og hefst hann klukkan 20.00. • Félagarnir Pétur og Jan Peters hafa báðir verið meiddir og ekki getað leikið með Feyenoord að undanförnu. Þeir voru mestu markaskorarar liðsins i fyrra. Kyrróin réði ríkjum á Upton Park ÞEGAR Lundúnaliðið Wcst Ham tapaði 3—1 fyrir spánska ðinu Castilla i siðastliðnum ánuði létu áhangendur liðsins Ilum illum látum. Þeir gerðu s< litið fyrir og sprændu á sp nska áhorfendur, hentu bjórdós i inn á leikvanginn og börðu við lögregluna. Þetta er ekki í rsta skipti sem enskir áhor adur valda skemmdum og upp' ti á knattspyrnuleikjum i óp> keppninni i knattspyrnu. FIFA, alþjóðaknattspyr am bandið, dæmdi mjög sti <t . málinu í ljósi þess að kum atburðum virðist fjölga ári hverju. West Ham var dæi sekt og fékk ekki að selja nei að- göngumiða að síðari leik inna sem fram fór á Upton Pf ser tekur 40.000 áhorfendur. Þá var þeim bannað að selja sjónvarps- réttinn af leiknum. Félagið varð því fyrir mjög tilfinnanlegu fjár- hagslegu tjóni, sem skipti þúsund- um sterlingspunda. Þegar síðari leikur liðanna fór fram fengu aðeins 200 manns aðgang og stór hluti hópsins voru fréttamenn. „Þetta var einkenni- leg reynsla," sagði David Cross, framherji West Ham, eftir leik- inn. í hvert skipti sem ég skoraði varð ég að líta á dómarann. Yfirleitt nægir að heyra í hinum fjölmörgu áhorfendum þegar fagnaðarhrópin fara eins og bylgja um völlinn þegar mark er skorað. West Ham sigraði í leikn- um, 5—1, eftir framlengdan leik. Staðan var 3—1 þegar venjulegum leiktíma var lokið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.