Morgunblaðið - 11.10.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.10.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980 21 Forseti íslands, biskup landsins, sr. Hreinn Hjart- arson, íorsætisráðherra, forseti Sameinaðs þings og ráðherrar koma frá guðs- þjónustu til þingsetn- ingar. Af kærleiksleysi verður maður- inn neikvæður. Hann á þá auð- veldara með að skilja hatrið og tileinka sér það. Það er hatur sem einkennir t.d. oft áróður Bandaríkjamanna móti öllu því sem unnt er að nefna kommúnisma. Það er hatur sem skín út úr ritum Lenins, stéttahatur. Það er kynþáttahatur milli hvítra og svartra. Fyrir 40 árum stóð Evr- ópa í björtu báli vegna haturs, gyðingahaturs. Það er ekki ýkjalangt síðan heyra mátti talað um Danahatur hér á landi. Og enn má fá flokka og þjóðir, já, heil þjóðabandalög til að hata. Er þá engin von til að mennirnir geti sameinast í kærleika til hjálpar þeim sem þjást og undir- okaðir eru? Jú, vonin kom og lifir í Jesú Kristi, sem bauð að vér ættum að koma eins fram við aila menn, sem sagt að elska bæði vini og óvini. Maðurinn hættir ekki að hata fyrr en honum hefur skilist, að hann verður að standa reikn- ingsskil gerða sinna fyrir dómar- anum mikla, sem er ofar öllu mannlegu hatri, almáttugum Guði, skapara himins og jarðar. Kærleiksleysi, skortur á gagn- kvæmu trausti og virðingu, skort- ur á skilningi og umhyggju fyrir að byggja upp samfélag, þar sem hver getur treyst öðrum, er ef til vill versti óvinur mannsins. Þann óvin þarf maðurinn ekki að elska. Ágreiningur milli manna er eðlilegur og skoðanamunur getur verið æskilegur. En slíkt á ekki að útiloka kærleik og samvinnu og leiða til haturs. Gagnrýni er nauðsynleg, en hún má ekki vera neikvæð eingöngu. Þá getur farið svo að hún fjarlæg- ist allan kærleika og nálgist hatr- ið. Það hefur verið vinsælt um- ræðuefni hér á landi undanfarið að gagnrýna og lítilsvirða stjórn- málamenn. Mörg orð um þá og störf þeirra hafa verið allfjarri kærleikanum og sum nálgast hatrið. Þeir sem stærstu orðin taka sér í munn gleyma því, að þeir eru að gagnrýna menn sem þeir hafa sjálfir, ásamt öðrum einstaklingum í landinu, valið á lýðræðisiegan hátt til að stjórna. Vitanlega er misjafnlega stjórn- að. En vér megum ekki alltaf gleyma hinu, að það er afar misjafnlega að stjórn látið af þegnum þessa lands. Vér vorkennum oss að þurfa að búa við þessa eða hina stjórnina. En höfum vér nokkurn tíma vor- kennt stjórn að þurfa að stjórna oss? Sú hlið stjórnmálanna kemur aldrei eða sjaidan fram. Vér Islendingar búum við frelsi til að segja og skrifa það sem oss langar til. En vér megum ekki nota þetta frelsi til niðurrifs. Vér skulum gagnrýna, en gera það þannig að til uppbyggingar verði. Krafa Krists um að elska óvini jafnt sem vini merkir, að vér eigum að vera eins við alla menn, hvaða litarhátt sem þeir hafa og hvaða skoðanir sem þeir aðhyllast. í kröfu Krists felst, að mennirn- ir eigi að lifa saman sem bræður og systur, í einu kærleikssamfé- lagi. Það geta þeir aðeins í sam- eiginlegri trú á einn sameigin- legan föður, almáttugan Guð, og í trausti til eins sameiginlegs bróð- ur, Drottins vors Jesú Krists. Það sem mest skortir á, bæði hjá stjórnmálamönnum og kjós- endum, er samvinna, bróðurhug- ur. Vér erum of fáir íslendingar til að hafa efni á að hver höndin sé upp á móti annarri, þegar mest þörf er fyrir að taka höndum saman við lausn þeirra vandamála sem nú steðja að.“ Ávarp forsetans til Alþingis: ,Jjýórœóió er trygging okkar fyrir sjálfstœði“ „Hver og einn vill kveða sina vísif‘ Hér fer á eftir ávarp forseta íslands. Vigdísar Finnbogadótt- ur, við þingsetningu í gær. er hún flutti sína fyrstu þingsetn- ingarræðu: „Við upphaf hundraðasta og þriðja löggjafarþings íslendinga er vetur að ganga í garð og landið að unna sér stundarhvíld- ar með gæði sín geymd í jörðu. Samtímis takast hugir okkar á loft til andagiftar samkvæmt því óskráða íslenzka lögmáli að vet- ur skal umfram sumar nota til andlegra íþrótta. Fyrrum beittu menn vetrarorku eftir sumar- blíðu til að sigrast á örbirgð. Það stríð var unnið á þann veg, að ekki verður betur lýst en með því að vísa til lífskjara á Islandi nú, þegar langt er liðið á tuttugustu öld. En hverri vegsemd fylgir vandi. Forfeðrum okkar hefði vafalaust fundizt það efni í öfugmælavísu að nokkurt tor- veldi gæti fylgt velmegun og lífsgæðum. Hvaða skáld hefði grunað að álíka þjóðfélagsleg vandræði og við eigum við að etja gætu fylgt því að eiga ríflega til hnífs og skeiðar? Á þessu ári hef ég kynnzt fleiri íslendingum um allt land en almennt gerist í lífi einstakl- ings. Við þau kynni varð ég djúpt snortin af dugnaði þessarar þjóðar, vinnusemi, mannlegri hlýju og þeirri einlægu ósk hvers og eins að leysa megi vanda okkar til farsældar fyrir heild- ina og ekki hvað sízt fyrir þá kynslóð sem koma skal. Við íslendingar erum svo skapi farnir að hver og einn vill fá að kveða sína vísu, hafa sína skoðun og koma henni dyggilega til skila, enda væri lífið hljómlít- ið væri þjóðarkórinn ekki marg- raddaður. En sameinuð hljótum við að standa andspænis sameig- inlegum vanda okkar, innbyrðis og gagnvart umheiminum, sem gerir okkur þann grikk að vera margraddaður líka. Um leið og við fáumst við eigin vanda í veröld, sem fer síminnkandi vegna aukinnar þekkingar og samskipta, verðum við að taka tillit til vaxandi vandamála um- heimsins, og það kann á stund- um að ganga nær smáþjóð á jaðri heimskringlunnar en stór- þjóðum, sem eru nær þunga- miðju viðburðanna. Örðugleikar þeirra auka okkar örðugleika í hringrás viðskiptanna, og óein- ing annarra þjóða í millum getur gert þjóð, sem ekki á í útistöðum við neina aðra þjóð, erfitt fyrir. Metnaður okkar verður að vera sá að hefja okkur yfir sameigin- legan vanda alls mannkyns með því að sýna eigin styrkleika og samstöðu. Það væri sómi okkar að sýna það fordæmi að fara með friði í þessu landi, einhuga, samhent og sátt hvert við annað. Bölsýni hefur löngum verið áleitnari en bjartsýni. Síðustu tímar eru jafnan verstu tímar. Hvernig má það vera að vont geti svo lengi versnað? Skyldum við eiga við okkur sjálf að sakast? Við sem búum að þeirri gjöf, sem lýðræðið er? Okkur hættir til að vanmeta lýðræðið. Það er vandmeðfarið og flókið í framkvæmd, einatt seinvirkt, en ég hygg að við séum öll sammála um að okkur beri skilyrðislaust að standa vörð um það, innbyrðis og gagnvart öðr- um þjóðum. Lýðræðið er trygg- ing okkar fyrir sjálfstæði. Lýðræði er mikið og vandmeð- farið verðmæti. í varðveizlu þess reynir á þroska, skilning og tillitssemi okkar, í garð hvers annars, en ekki síður gagnvart þjóðarheildinni í nútíð og fram- tíð, því sem við eigum saman, því sem gerir okkur að þjóð. Það er ósk mín okkur til handa, þjóðarinnar í heild og ykkar, lýðræðiskjörinna þing- manna, sem hafið tekið á ykkur þá ábyrgð að handleika fjöregg þessarar þjóðar um sinn, að þið megið bera gæfu til að standa sem fastast saman, og láta það sem sameinar sitja í fyrirrúmi fremur en ágreiniftgsefni, og setja þjóðarheill nú og um alla framtíð ofar stundarhagsmun- um og flokkadráttum. Þá þarf ekki að ugga um ísland. Ég bið þingheim og aðra viðstadda að rísa úr sætum og minnast, ætt.iarðarinnar “ Vigdís Finnbogadóttir, nýkjörinn forseti Islands. ávarpar þingheim i fyrsta sinn. Kirkjudag- ur Óháða safnaðarins KIRKJUDAGUR Óháða safnað- arins cr á morgun, sunnudag. og hefst kl. 2. Eftir messu annast konur í kvenfélagi kirkjunnar kaffiveitingar til ágóða fyrir kirkjustarfið og kl. 4 verður sýnd kvikmynd fyrir b<)rn í kirkjunni. Allsherjarþing SÞ: Fulltrúar þing- flokkanna utan 23. október nk. Utanríkisráðuneytinu hafa borist tilneíningar þingflokka Alþýðubandalags. Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks um fulltrúa á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Aður höfðu ráðuneytinu borist til- nefning Sjálfstæðisflokksins og annars fulltrúa Framsókn- arflokksins. en hver flokkur tilnefnir tvo menn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru: Birgir Isl. Gunnarsson og Lárus Jónsson, F'ramsóknarflokks: Jóhann Einvarðsson og Gerður Steinþórsdóttir, Alþýðuflokks: Eiður Guðnason og Magnús Magn- ússon og Alþýðubandalags: Guð- mundur J. Guðmundsson og Einar Karl Haraldsson. Einn fulltrúi frá hverjum flokki mun halda utan 23. okt. nk. og dvelja þar í þrjár vikur, en þá fer hinn hluti hópsins utan. FIM-sýningu er að ljúka SÝNINGU FÍM. Félags islenzkra myndlistarmanna. sem staðið hefur að undanförnu á Kjarvals- stöðum, lýkur nk. sunnudags- kvöld. en aðsókn að sýningunni hefur verið mjög góð að sögn aðstandenda hennar. Guðspekifélagið: Kynningar- fundur í Nor- ræna húsinu Annað kvöld verður haldinn í Norræna húsinu kynningar- fundur á vegum Guðspekifélags- ins. Fundurinn hefst kl. 20.30, en á efnisskránni er eftirfarandi: Kynning á eðli og starfi félagsins hér á landi. Spurningum um félagið svarað. Umræður um hugleiðingu. Tveir menn verða fyrir svörum. Kaffistofan verður opin og gert kaffihlé um kl. 21.30. Að- gangur er öllum heimill og endurgjaldslaus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.