Morgunblaðið - 22.11.1980, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980
3
Landsfundur Alþýðubandalagsins:
Tillögur um að Alþýðubandalagið
sætti sig við framkvæmdir í Helgu-
vík og stjórnarslit út af þeim
„ATBURÐARÁSIN hérlendis og erlendis mun á næstu misserum líkt
og síðasta sumar færa okkur mikinn efnivið í umrædulotur ok knýja
fram afstöðu Kannvart kröfum Bandaríkjanna. Væri Alþýðubandal-
agið hins vegar utan stjórnar hefðu NATO-öflin þegar tryggt þær
framkvæmdir en nú eru málin öll i spennu. Stjórnarandstaðan
reynir að hvetja utanríkisráðherrann til NATO-dáða,“ sagði Ólafur
Ragnar Grimsson m.a. i framsöguræðu sinni um sjálfstæði þjóðar á
landsfundi Alþýðubandalagsins i gær.
Þorgrímur Starri Björgvinsson
kvaðst vilja vara ráðherra Al-
þýðubandalagsins við manni, sem
væri með þeim í ríkisstjórn og
héti Ólafur Jóhannesson. „Ég
ætla að vara þá við þessum
manni og segja þeim að trúa engu
orði, sem hann segir. Hann er
einn dyggasti NATO-þjónn á ís-
landi og mun sitja á svikráðum í
þessu máli, hvenær sem færi
gefst," sagði Þorgrímur Starri.
Rifjaði hann upp, er Ólafur
Jóhannesson, þá forsætisráð-
herra, fór til London og samdi við
Edward Heath, þá forsætisráð-
herra Breta, um landhelgismálið
og „sveik ráðherra okkar, Lúðvík
Jósepsson og Magnús Kjartans-
son“. Sagði Þorgrímur Starri þá
mjög hafa verið rætt um það, að
Alþýðubandalagið segði sig úr
ríkisstjórninni. Þorgrímur sagði
Ólaf Jóhannesson hafa uppi
þrennskonar tilburði til að ganga
á ákvæði stjórnarsáttmálans um
varnarmál. í fyrsta lagi hygðist
hann ráða sér „morðfróðan" að-
stoðarmann til að gera sig gild-
andi í „morðáætlunum NATO“. í
öðru lagi færi hann undan í
flæmingi, þegar spurt væri um
flugstöðvarbyggingu eða fram-
kvæmdir í Helguvík. „Auðvitað
vill hann þjóna sínum herrum og
þeir vilja styrkja stöðu sína hér.“
Þá hefði utanríkisráðherra farið
til Bandaríkjanna og „betlað að
stoð fyrir þá, sem eiga þetta hús
(Flugleiðir hf. — innskot Mbl.)
um hlutdeild í morðtólaflutning-
um til landsins”. Sagði Þorgrím-
ur Starri, að ef Ölafur sýndi
tilburði til þess að keyra fram-
kvæmdir í Helguvík af stað, þá
ættu ráðherrar Alþýðubanda-
lagsins að segja stopp og hóta
stjórnarslitum. „Ég spái því, að
þeir þurfi ekki að fara, því
Alþýðubandalagið er eftirsóttasti
hlutur á íslandi til að sitja í
ríkisstjórn í dag,“ sagði Þorgrím-
ur Starri.
Álfheiður Ingadóttir sagði Al-
þýðubandalaginu hafa mistekizt
að skýra fyrir fólki ótta sinn í
sambandi við framkvæmdirnar í
Helguvík. Fólk héldi málið snúast
um mengunarvarnir og þótt þær
væru aðeins yfirvarp yfir annað
og meira, þá mætti ekki horfa
fram hjá því að um raunverulega
mengunarhættu væri að ræða af
núverandi fyrirkomulagi, eins og
Alþýðubandalagið hefði vakið at-
hygli á á sínum tíma. Álfheiður
sagðist mótfallin því að setja
málið fram sem skilyrði fyrir
stjórnarsamvinnu. „Við eigum að
krefjast annarra valkosta. Við
höfnum þessari tillögu nefndar-
innar um fjórföldun tankarýmis
utan vallar. Við eigum í ályktun
okkar að hafa ábendingu til
okkar þingflokks og ráðherra um
að leitað verði fleiri leiða,“ sagði
Álfheiður.
Ásmundur Ásmundsson sagði
50 milljarða króna fjárfestingu
og fjórföldun tankarýmis ekki
koma til greina frá hendi Alþýðu-
bandalagsins. Hægt væri að
smíða nýja örugga tanka „í heið-
inni. Það þarf ekki Helguvík til“.
Sagði hann þessa fyrirætlun stór-
felldan vöxt á umsvifum hersins,
sem myndi hafa lamandi áhrif á
áætlanir um uppbyggingu ís-
lenzks atvinnulífs á Suðurnesjum
og skapa grundvöll fyrir hug-
myndir manna eins og Karls
Steinars Guðnasonar, um fríiðn-
svæði á Keflavíkurflugvelli. „Hin
almenna þögn í stjórnarsáttmál-
anum um herstöðina á að vera
vísbending til okkar ráðherra um
að hugmyndir utanríkisráðherra
ganga þvert á þegjandi sam-
komulag um að ekkert verði gert
í þá átt að auka umsvif hersins,"
sagði Ásmundur.
Oddbergur Eiríksson sagði svo
illa hafa tekizt til, þegar stefna
Alþýðubandalagsins í Helguvík-
urmálinu hefði verið mótuð í
Reykjavík, að menn hefðu ekki
sett sig inn í málið. Sagðist hann
hafa verið búsettur í Njarðvík
síðan 1941 og það sveitarfélag eitt
hefði orðið fyrir „virkilegum
átroðningi af völdum hersetunn-
ar“. Olíugeymasvæðið væri rétt
fyrir ofan byggðina og við hliðina
á vatnstönkum Njarðvíkinga.
Sagðist Oddbergur viss um, að
Reykvíkingar hefðu aldrei leyft
olíutanka á sínu vatnsöflunar-
svæði og hefðu frekar „fórnað
einhverju svæði niður við sjó“.
Flutningur þessara tanka væri
búinn að vera baráttumál Njarð-
víkinga lengi og hefði ekkert
haggast í málinu fyrr en nú. Um
staðsetningu nýrra tanka í
Helguvík sagðist Oddbergur full-
yrða að þær hugmyndir væru frá
íslenzkum skipulagsaðilum
komnar. Bent hefði verið á nokkr-
ar lausnir, en heimamönnum
litist einna skást á Helguvík.
„Mér fellur illa að tengja þetta
stóra mál okkar Njarðvíkinga við
herstöðvarmálið. Mér svíður
þetta,“ sagði Oddbergur.
Jóhann Geirdal sagði tillögu
kjördæmisráðs Alþýðubanda-
lagsins í Reykjaneskjördæmi um
stjórnarslit, ef af framkvæmdun-
um í Helguvík yrði, ekki til
komna vegna þess að menn
horfðu fram hjá mengunarhættu
af núverandi fyrirkomulagi. Hug-
myndir um framkvæmdir - í
Helguvík væru heldur ekki fram
komnar vegna mengunarhætt-
unnar, heldur vegna áætlana um
353% aukningu birgðarýmis
hersins. „Ég skil ekki, að til þess
að koma 60 rúmmetra rými í
sæmilegt horf, skuli þurfa 212
rúmmetra," sagði Jóhann. Kvaðst
hann reiðubúinn til að flytja
sérstaka tillögu um mengunar-
málið. Hitt væri svo, að fram-
kvæmdunum í Helguvík fylgdu
áfram geymar á vellinum sjálf-
um. „Við viljum skerða svæði
hersins, en ekki láta hann fá
annað svæði,“ sagði Jóhann.
Hann sagði nauðsynlegt fyrir
ráðherra flokksins að fá skýr
fyrirmæli landsfundarins um,
hvernig þeir ættu að bregðast við
tilraunum utanríkisráðherra til
að koma Helguvíkurframkvæmd-
unum af stað. Þetta væri ekki
vantraust á ráðherrana, heldur
treystu flutningsmenn þeim svo
vel að þeir vildu sýna þeim
stuðning, sem ráðherrarnir ættu
heimtingu á að fá. „Við okkur er
sagt, að við séum með þessari
tillögu að segja Alþýðubandalag-
inu að slíta stjórnarsamstarfinu.
Ég spyr á móti. Er með því verið
að segja, að búið sé að taka
ákvörðun um framkvæmdir í
Helguvik?" sagði Jóhann.
Toyota
ÚRVALT*
1981!
Sjón er
sögu ríkari
9 módel
Splunkuný
Opiö í dag frá kl. 13. -17.
Opið sunnudag frá kl. 10.-17.
® TOYOTA
UMBOÐIÐ
NÝBÝLAVEGI
KÓPAVOGI
SÍMI 44144
B.lrl gaðl — og fljótarl þfónuata •
þaðar alnkannl TOYOTA
H
IÐ 5
WFli 8 f|
DGI |