Morgunblaðið - 22.11.1980, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.11.1980, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980 Jöklarannsóknafélag ís- lands er 30 ára, var stofnað 22. nóvember 1955. Fyrir fáum dögum efndu jökla- menn af því tilefni til fagn- aðar, þar sem m.a. voru heiðraðir nokkrir félagar, sem flestir hafa allt frá upphafi lagt starfsemi Jörfa til allt sem þeir máttu, ómældan tíma. erfiði og áhugi á viðfangsefnum fé- lagsins. Þeir eru Gunnar Guðmundsson, Hörður Haf- liðason, ólafur Nielsen, Magnús Jóhannsson, Eggert Briem og Þórarinn Bjarna- son. Við sama tækifæri rakti for- maður félagsins, dr. Sigurður Þórarinsson með þessum orðum upphaf Jöklarannsóknafélags Is- lands og helstu viðfangefni fé- lagsins á þessum 30 árum: Þrjá- tíu ár er allhár félagsaldur. Ekki er ýkja langt síðan, að sá aldur jaðraði við mannsaldur, en þrír mannsaldrar voru taldir í öld. Ofarlega er okkur í huga sá maður, sem segja má með litlum ýkjum, að hafi einn stofnað þetta félag, Jón Eyþórsson veð- urfræðingur. Hann sameinaði þann áhuga, þann dugnað og það úthald, sem þurfti til þess að koma þessu félagi á laggirnar og það sem er enn erfiðara, að koma því til nokkurs þroska. Stofnfundur félagsins var haldinn í Tjarnarkaffi 22. nóvember 1950 og þá skráði sig 41 maður í félagið. í fyrstu aðalstjórn voru Jón Eyþórsson, formaður, Guðmundur Kjart- ansson, ritari, og Sigurjón Rist, gjaldkeri. Hefur Sigurjón setið í stjórninni öll þessi 30 ár. Mark- mið félagsins samkvæmt stofnskrá þess var að stuðla að rannsóknum og ferðalögum á jöklum landsins og gangast fyrir fræðandi fyrirlestrum um jökla og myndasýningum þegar að- stæður leyfðu. Fullyrða má, að félagið hafi í 30 ára starfsemi sinni verið trútt þessari stofnskrá. Það hefur stuðlað að jöklarannsóknum og ferðalögum á jöklum með þrennum hætti: 1) Með leiðongrum. Félagið hefur gert út fjölmarga leið- angra, aðalleg á Vatnajökul, bæði í rannsóknar- og hress- ingarskyni. Fyrsti rannsóknar- leiðangurinn, og einn hinn ár- angursríkasti vísindalega, var farinn þegar á fyrsta starfsari félagins. Það var Fransk- íslenski Vatnajökulsleiðangur- inn í mars-apríl 1951, sem kann- Á Vatnajökli eftir Grimsvatnahlaup. ísþekjan hefur fallið í vötnunum og myndast stórgjár. En leiðangrar til Grimsvatna haía smám saman leitt til þess að gáta Skeiðarárhlaupa er að mestu ráðin. Ljósm. E.Pá. Jöklarannsóknafélag íslands 30 ára síðasta, og Esjufjallahúsið fauk í ofviðri. Jöklarannsóknafélagið á nú sjö skála. Tveir eru í Jökulheim- um, miðstöð félagsins, og var sá eldri reistur 1955, en sá yngri og stærri áratug síðar. Á Gríms- fjalli var reistur skáli 1957 og er enn það hús er hæst ber á íslandi. Skálar voru reistir í Kverkfjöllum og Esjufjöllum 1977 og samskonar hús við Fjallkirkju á Langjökli og á Goðahnjúk austarlega á Vatna- jökli 1979. Síðastnefndir fjórir skálar voru reistir að nokkru með styrk frá Ferðafélagi ís- lands og Ferðamálaráð hefur einnig stutt skálabyggingar fjár- hagslega, en fyrst og fremst er Ómetanleg stoð jökla- rannsókna hérlendis aði með bergmálsmælingum þykkt jökulsins. Meðal síðari leiðangra má nefna þá mörgu leiðangra til Grímsvatna, sem smám saman hafa leitt til þess, að gáta Skeiðarárhlaupa er að mestu ráðin. Þá má nefna borun- arleiðangurinn á Bárðarbungu 1971 og leiðangra á Vatnajökul og Mýrdalsjökul til radarmæl- inga á þykkt þessara jökla, er veita miklu nákvæmari upplýs- ingar um landslagið undir jökl- unum en gömlu bergmálsmæl- ingarnar. 2) Mað skálabyggingum. Þegar á fyrsta starfsári var reistur braggaskáli við Hálfdán- aröldu á Breiðamerkursandi og járngrindaskáli syðst í Skála- bjargarima í Esjufjöllum. Frum- stæðir skálar báðir tveir, en hafa þó gert sitt gagn. Skálinn undir Hálfdárnaröldu hefur sérstak- lega verið nýttur af breskum vísindamönnum við víðtækar rannsóknir á Breiðamerkur- sandi, en fer nú að syngja sitt Borað með handbor í snjógryfju í Grímsvötnum. Gunnar Guð- mundsson er einn þeirra sem félagið heiðraði á 30 ára afmælinu fyrir framlag sitt, með ómældum áhuga og erf- iði. Mynd H.B. það þó framtak og óeigingjörn atorka allmargra félaga okkar, sem hefur komið þessum skálum upp. 3) Með útgáfu Jökuls. Þegar á fyrsta ári félagsins kom út fyrsti árgangur tímaritsins Jök- ull. Sá þrítugasti er nú á leiðinni í prentsmiðjuna. Ég held, að við getum verið sæmilega ánægð með þetta tímarit okkar, bæði búning þess og efni. Frá upphafi hefur kostnaðurinn við það verið borinn upp að mestu af árgjöld- um félagsmanna, sem nú eru um 600, en nú er svo komið, að aðstoð hins opinbera er okkur nauðsynleg fyrst um sinn a.m.k. og þakka ég viðkomandi stjórn- völdum skilning á þessum vanda okkar og veitta fjárhagsaðstoð. Ritið er nú gefið út af Jökla- rannsóknafélaginu og Jarð- fræðafélaginu í sameiningu og hefur svo verið í raun alllengi, þótt ekki hafi það verið formlega fyrr en með tveim síðustu ár- göngunum. Skálinn á Grímsfjalli í miðjum Vatnajökli er það hús, sem hæst ber á íslandi. Jöklarannsóknafélagið á nú sjö skála. Tveir eru í Jökulheimum, miðstöð félagsins. Sá eldri reistur 1955, en sá stærri áratug siðar. Ljósm. Pétur Þorleifsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.