Morgunblaðið - 22.11.1980, Síða 13

Morgunblaðið - 22.11.1980, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980 13 Ólafur Haukur Árnason: I>akkarskuld þjóðar Minningarherbergi séra Bjarna Þorsteinssonar Það var gott að alast upp i Siglufirði á öndverðri 20. öld. Um það hygg ég fáum blandist hugur sem þeirra gæða nutu. Við áttum okkur öruggan heim, smáheim kringdan háum fjöllum. Og þar rikti athafnasemi og dugnaður en þó ef til viil framar öðru glaðværð og góðvild. — Við nutum öryggis i þessum smá heimi en höfðum þó nánari kynni af fjariægum þjóðum en flestir aðrir landar okkar á þeim tima. Siglufjörður var nefnilega til skiptis heimsborg og smáþorp meðan Norðurlandssildin var og hét. Við vissum mörg ekki fyrr en löngu síðar að það sem okkur þóttu sjálfsagðir hlutir og tæpast orða verðir á kreppuárunum væru gæði sem fjölmörg pláss nutu ekki fyrr en löngu síðar. Tvær eða þrjár kynslóðir Siglfirðinga höfðu aiist upp við rafljós, rennandi vatn til heimilisnota, fullkomið holræsakerfi, skipulagða byggð þegar íbúar ófárra staða hérlendis bjuggu í þessum efnum enn við svipuð skilyrði og miðaldafólk í borgum Evrópu og öllu verri þó sums staðar. En samt var það best alls að mörg okkar þurftu að lifa langa ævi — og sumum entist raunar ævin ekki — til þess að komast að raun um að til væri meðal manna það hugarfar, sú rótarskemmd skapferðarinnar sem birtist í því að njóta þess og gleðjast yfir því þegar öðrum vegnar miður vel. Við stöndum í ógoldinni þakk- arskuld við það fólk sem mótaði Siglufjörð í sinni mynd á fyrstu áratugum þessarar aldar. Þar mætti nefna ýmis nöfn. En þó hygg ég fáum, sem til þekkja, blandist hugur um að þar ber einn mann hæst, séra Bjarna Þor- steinsson. Flestir Islendingar kannast við tónskáldið Bjarna Þorsteinsson. Margir vita að hann bjargaði frá glötun veigamiklum þætti íslenskrar menningar með Séra Bjarni Þorsteinsson. sókn- arprestur, sveitarstjórnarmaður. tónskáld og þjóðlagasafnari. þjóðlagasöfnun sinni sem var að líkindum sýnu meira afreksverk en þjóðsagnasöfnunin fyrr á öld- inni. Ef til vill hafa ýmsir hug- mynd um að hann ritaði ekki ómerkar bækur um sögu og ætt- vísi. En fáum mun sjáifsagt kunn- ugt að hann skipulagði Siglufjarð- arkaupstað löngu áður en slíkt fór að tíðkast hérlendis, hvað þá að lögboðið væri; og hann var frum- kvöðull flestra framfaramála í Siglufirði meðan byggðin breyttist á örskömmum tíma úr fátækum sveitahreppi í kaupstað, þann fyrsta sem hýsti stóriðjufyrirtæki hérlendis. Barnaskóli, vatnsveita, rafveita, holræsakerfi, höfn: Öll- um þessum málum tengist nafn séra Bjarna Þorsteinssonar. Það var því ekki að ófyrirsynju, en þó líkast til einsdæmi hérlend- is, að í fyrsta skipti sem kosið var í Bæjarstjórn Siglufjarðar var séra Bjarni á þeim tveim listum, sem fram komu og var kjörinn á þeim báðum. Sem betur fer eru Siglfirðingar það langminnugir að þeir hafa ekki gleymt séra Bjarna. Óli Blöndal, bókavörður á Siglufirði sagði frá því í blaðaviðtali í haust að verið væri að koma á fót minningarherbergi um hann í bókasafninu þar. Það er raunar menningarfram- tak sem alla gamla Siglfirðinga varðar. Mér er til efs að nokkurs staðar annars staðar á íslandi hafi fjölhæfari snillingur stýrt málum á umbrotatímum en í Siglufirði á dögum séra Bjarna. Samtíðarmenn hans eiga heiður skilinn fyrir að meta forystuhæfi- Ieika hans og fjölþættar gáfur að verðleikum. Víða brennur því mið- ur við að öfundsjúk meðalmennsk- an troði skóinn niður af þeim sem fram úr fjöldanum skarar. Því tókst starf séra Bjarna vel að Siglfirðingarnir gömlu voru heii- steypt fólk sem miklaðist af for- ingja sínum. Þar stýrði „fríður foringi" „fræknu liði“. En það er ekki aðeins Siglfirð- inga að heiðra minningu séra Bjarna og halda henni á loft. Þjóðin öil á honum skuld að gjalda. Hann lét ekki við það sitja að gefa okkur lögin sín fögru og hátíðasöngvana — heldur markað'i hann og dró á land verðmæti, þar sem þjóðlagasafn hans er, sem hefðu líklega glatast á hafsjó tímans ef elja hans og þekking hefði ekki komið til. Ef einn maður hefði á öldinni, sem leið, unnið verk Jóns Árna- sonar, Jónasar Hallgrímssonar, Sigurðar málara, bæjarstjórnar Reykjavíkur og kannski ríflega það væri minningu hans án efa sómi sýndur. Segja má að séra Bjarni hafi á vissan hátt verið siíkur maður. Þess vegna er okkur hollt að minnast hans með virð- ingu og þökk. Olafur Haukur Árnason. Geitaskarð: Fræðslu- fundir um samvinnu- mál Geitaskarö, 20. nóvember. I Austur-Húnavatns- sýslu er starfandi á vegum Kaupfélags Austur-Hún- vetninga, Sölufélags Austur-Húnvetninga og Starfsmannafélags sam- vinnufélaganna í hérað- inu, svokölluð félagsmála- nefnd. Hlutverk nefndar- innar er að vera tengiliður milli neytenda í héraðinu annars vegar og sam- vinnufélaganna hins veg- ar. Á vegum nefndarinnar er gefið út fréttabréf, sem kemur út a.m.k. sex sinnum á ári. Nú er verið að undjrbúa fræðslufundi um samvinnumál, ásamt vöru- kynningu á vörum Goða og Kjötiðnaðarstöð SAH. Guðmundur Guðmundsson, fræðslufulltrúi SÍS mun flytja framsöguerindi og svara fyrirspurnum. Fund- irnir byrja allir klukkan 21.00 og verða sem hér segir: Á Skagaströnd mánudaginn 24. nóvember, í Húnaveri þriðjudaginn 25. nóvember, á Blönduósi miðvikudaginn 26. nóvem- ber, í Flóðvangi fimmtu- daginn 27. nóvember og á Húnavöllum föstudaginn 28. nóvember. Fundirnir eru öllum opnir og eru menn hvattir til að mæta á einhverjum ofannefndra fundarstaða. Þá er og gert ráð fyrir því, að Guðmund- ur fari í grunnskóla sýsl- unnar og haldi þar fyrir- lestra um sama efni. — Ágúst. EITT SEZTA URVALIOIBÆNUM af sófasettum og öðrum húsgögnum Mjog hagstætt verð ★ Opið kl. húsgögn, Langholtsvegi 111, Reykjavík. Símar 37010 — 37144.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.