Morgunblaðið - 22.11.1980, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980
Tryggvi Jónasson, kiropraktor:
í FÆREYJUM er nýlega
komin út kristileg barna-
plata með söngflokknum
Nikodemusarsöngbólkn-
um. Á þeirri plötu koma
tveir íslendingar við sögu,
þeir Björgvin Ilalldórsson
og Magnús Kjartansson.
sumir íslendingar við M.C.
Restorff þar sem hann rek-
ur Hótel Hafniu í Þórshöfn
í Færeyjum ásamt bróður
sínum og föður.
Þeir útsetja eitt laganna
Loksins tú fannst meg
(Loksins þú fannst mig) og
Björgvin útsetur lagið
“Sunnudagaskúlin" ásamt
Færeyingnum M.C. Rest-
orff sem gert hefur alla
textana á plötunni auk þess
sem hann syngur í söng-
flokknum.
TryKKVi hnykkir á.
Mynd Mbl. Kristján.
Nikodemusarsöngbólkur-
inn heimsótti Island á sl.
ári og söng hjá Sjónarhæð-
arsöfnuðinum á Akureyri.
Auk þess kannast kannski
Guðmundi
Daníelssyni
haldið „eitt
örlitið morgun-
samsæti44
Mestu tölvukaup
Islandssögunnar
Eins og kunnugt er varð Guðmundur Daníelsson sjötugur fyrir skömmu. í tilefni af því, hélt starfsfólk
Gagnfræðaskólans á Selfossi honum og konu hans, Sigríði Arinbjarnadóttur „eitt örlítið morgunsamsæti" eins
og Suðurland orðaði það. Þar var Guðmundi afhent stytta. A mynd Suðurlands sést Guðmundur ásamt konu
sinni og Óla Þ. Guðbjartssyni, skóiastjóra, en hann afhenti skáldinu styttuna.
Úr Frjálsri verzlun:
Nú stendur fyrir dyrum frekari
tölvuvæðing viðskiptabankanna
og berjast nú sex aðilar um
viðskiptasamning, sem eftir því
sem Frjáls verzlun kemst næst,
verður stærsti einstaki tölvu-
samningur íslandssögunnar. Um
verður að ræða algera tölvuvæð-
ingu hinna almennu afgreiðslu
bankanna, og munu þeir líklega
standa saman um innkaupin.
Aætlað er að um geti verið að
ræða samning upp á meira en tvo
milljarða króna. Þeir sem boðið
hafa í tækin eru: Einar J. Skúla-
son með Kingslay, IBM, Guð-
mundur R. Ingvarsson með Nix-
Afkoma verzlunarinnar versnar
dorf, Skagfjörð með Data-
saab,NCR og Skrifstofutækni með
Olivetti.
Kunnugir telja að líklegasta val
bankanna séu tækin frá IBM eða
Olivetti. IBM býður reyndar tæki,
sem fremur eru sniðin að banda-
rískum þörfum en evrópskum, en
styrk staða á íslenzkum tölvu-
markaði hjálpar fyrirtækinu. Oli-
vetti býður mjög fullkomin tæki á
góðu verði og gerði fyrirtækið
nýlega samning við dönsku bank-
ana um svipaðar tölvur og hér er
um að ræða upp á $200 milljónir
en um 40.000 slíkar tölvur eru nú í
notkun í heiminum. Þá eru Nix-
dorf-tækin talin mjög góð og sama
má segja um NCR, en þær tölvur
eru í efri kantinum hvað verð
snertir.
Búast má við að gengið verði frá
kaupum bankanna seinni hluta
næsta árs.
Níu af hverjum tíu
hafa hryggskekkju
„NÍU af hverjum tíu sem til
mín leita hafa hryggskekkju en
það er ein ástæða þess, að fólk
leitar til mín. Hins vegar er það
ekki alltaf hryggskekkja sem
slík, sem er til meðferðar,
heldur afleiðingar hennar —
vöðvabólgur, verkur í mjó-
hrygg og af þessu leiðir höfuð-
verkur og fleiri kvillar,“ sagði
Tryggvi Jónasson, kiropraktor
i samtali við hlaðamann.
„Það var oft viðkvæði gamals
fólks, að það rak börn snemma í
rúmið. Óafvitandi ef til vill og þá
til að láta börnin hvíla hrygginn
svo hann þroskaðist eðlilega. Það
er nú svo, að þegar einstaklingur
stendur uppréttur þá vex hrygg-
urinn hægar. Það er í hvíld —
þegar einstaklingurinn liggur út-
af að hryggurinn þroskast og vex
eðliiega. Brjóskin fá næringu en
þau hafa ekki tækifæri til þess
þegar einstaklingur stendur upp-
réttur.
Þetta leiðir hvað af öðru — ef
hryggurinn nær ekki að hvílast
eðlilega, vaxa og dafna, þá mynd-
ast spenna og í kjölfarið vöðva-
bólgur. Fólk leitar þá í stellingar
sem það af reynslunni veit að
veldur ekki sársauka. Þannig
myndast oft hryggskekkja.
Það þarf vart að taka það
fram, að mikilvægi þess að ein-
staklingur sé vel upplagður í
vinnu er gífurlegt. Það leiðir af
sér betra líf, betri vinnunýtingu
og þannig fram eftir götunum.
Því miður hefur þessu verið
alltof lítill gaumur gefinn," sagði
Tryggvi ennfremur.
Björgvin Halldórsson
Plötur:|
Magnús Kjartansson
Björgvin og Magnús
útsetja í Færeyjum
Úr Frjálsri verzlun:
Horfur eru á að afkoma heild-
verslunar haldi áfram að versna á
þessu ári. Á síðasta ári fór hreinn
hagnaður fyrir skatta niður fyrir
1% af tekjum, samkvæmt bráða-
birgðatölum Þjóðhagsstofnunar
og var það í fyrsta sinn á þessum
áratug, sem hagnaður fer niður
fyrir tvö prósent. Gerir Þjóð-
hagsstofnun ráð fyrir að enn halli
undan fæti hjá heildverslun á
þessu ári og að hagnaður fari
jafnvel niður fyrir eitt prósent. Til
samanburðar var hagnaður á bil-
inu 3,5% til 4,1% á árunum 1971
til 1976 en árin 1977 og 1978 var
hann 2,3% og 2,2%.
Þetta kom fram í ræðu Ólafs
Davíðssonar forstjóra Þjóðhags-
stofnunar á fundi hjá Félagi
stórkaupmanna nýlega. Ólafur
hafði að vísu eðlilega fyrirvara á
þessari spá, sem byggir á forsend-
um gamla skattakerfisins og
óbreyttu hlutfalli umboðslauna.
En hvað sem því líður er tilhneig-
ingin skýr og óyggjandi.
Ástæðurnar fyrir þessu taldi
Ólafur vera örar kostnaðarhækk-
anir og samdrátt í innflutningi.
Ford fær
Suzuki
Úr Frjálsri verzlun:
Búast má við því að á næstunni
HLAÐVARPINN