Morgunblaðið - 22.11.1980, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980
15
„Karphúsið“
58.721 eintak á
tæpum 9 mánuðum
„FRÁ ÞVÍ við fluttum hingað 1.
marz höfum við ljósprentað lið-
lega 58 þúsund kópíur. Svo það
hefur verið nóg að gera hjá
okkur,“ sagði Vilborg Gunn-
laugsdóttir, skrifstofustjóri hjá
ríkissáttasemjara.
sinni er að ljósrita samninga og
gögn í hinum ýmsu málum sem
síðan er dreift á samningafund-
um. Nú eru tæpir níu mánuðir frá
því ríkissáttasemjari flutti inn í
Undanfarna mánuði hafa samn-
ingar staðið yfir milli aðila vinnu-
markaðarins og annríki Guðlaugs
Þorvaldssonar og félaga hans hef-
ur verið mikið.
Eitt af því sem gera þarf hverju
„Karphús" og alls eru kópíurnar
58.721. Það þýðir tæplega 400
kópíur á dag — já, annríkið í
„Karphúsinu" er mikið.
Sólveig Gunnlaugsdóttir — skrifstofustjóri hjá rikissáttasemjara við
Ijósritunarvélina góðu. sem undanfarna mánuði hefur komið í góðar
þarfir. I.jusmynd Mhl. Kmilia.
PETUR OG HAUKUR IÐNIR:HHHHH1
Nú er það Ask-pizza
„VIÐ HÖFUM gert 5 ára leigu-
samning við Dairy Queen á Hjarð-
arhaga. Munum verða með is á
boðstólum en auk þcss verðum við
með pizzur þar.“ sagði Pétur Svein-
bjarnarson, annar eigenda Asks en
hann ásamt félaga sinum. Hauki
Iljaltasyni hafa verulega fært úr
kvíarnar undanfarið.
Þeir hyggjast setja á laggirnar
pizzasölu á Hjarðarhaga í ísbúð
Dairy Queen og verður ísinn áfram
seldur undir því vörumerki.
„Erlendis eru pizzastaðir mjög
vinsælir. Við búumst við að opna
eftir um það bil 10 daga — fólk
getur þá hringt og pantað pizzu.
Síðan sótt hana 20 mínútum síðar.
Nafnið á þessum nýja veitingastað
verður Ask-Pizza,“ sagði Pétur
ennfremur.
Pétur Haukur
bætist en eitt merkið á bílamark-
aðinn hér á íslandi, Suzuki. Fyrir
skömmu fréttist af Þóri Jónssyni,
forstjóra Sveins Egilssonar í Jap-
an þar sem hann ræddi við
forráðamenn Suzuki. Mun Þórir
hafa aflað fyrirtæki sínu umboðs
fyrir þennan japanska bíl á ís-
landi. Suzuki framleiðir nú aðeins
eina smábílsgerð.
Mikil breyting hefur orðið á
bílamarkaðnum á Islandi sem og í
nágrannalöndum okkar á síðustu
árum. Svo mikil sveifla hefur
orðið í sölu á bílum frá evrópskum
yfir í japanska og að minna leyti
bandaríska að heita má að evr-
ópskir bílar sé illseljanlegir. Hef-
ur afkoman því veriö erfið hjá
mörgum umboðunum, sem aðeins
selja evrópska bíla á meðan jap-
önsku umboðin hafa upplifað
hvert metárið á fætur öðru. Virð-
ist það helst hafa verið til bjargar
bílaumboðunum að ná í japanskan
bíl. Þó að framleiðslulína Suzuki
sé ekki breið þá verður þessi litli
japanski bíll eflaust til að verða
sveiflujafnandi þáttur í rekstri
Ford-umboðsins.
Tölvukjörbúð
það nýjasta
Úr Frjálsri verzlun:
í janúar næstkomandi verður
opnuð í Reykjavík nýstárleg verzl-
un, nefnilega tölvuvöruhús eða
kjörbúð. Það er Skrifstofutækni
hf. sem mun reka þessa verzlun að
Ármúla 38. Þar verða til sölu flest
það, sem hugsast getur á tölvu-
sviðinu, svo sem forrit, jaðartæki,
útstöðvar, prentarar, diskettudrif,
diskar, diskettur og kassettur og
fjölmargir aðrir fylgihlutir — og
svo að sjálfsögðu tölvur.
Skrifstofutækni hefur fram til
þessa verið þekktast fyrir Oliv-
etti-umboðið. Breytingar urðu á
rekstri fyrirtækisins síðastliðið
vor þegar Leo M. Jónsson, tækni-
fræðingur keypti eignarhlut
Gunnars Dungal og hóf störf hjá
því, sem framkvæmdastjóri.
Skrifstofutækni hefur að und-
anförnu unnið að því að efla
erlend viðskiptasambönd og hefur
nú gert samkomulag við 23 banda-
rísk fyrirtæki um beina sölu til
íslands á tölvuvörum. Með því
móti telur fyrirtækið sig geta
boðið lægra verð, en algengt er í
þessari grein að vörurnar komi
hingað frá evrópskum milliliðum.
Tölvukjörbúðir hafa verið að
ryðja sér til rúms í Bandaríkjun-
um og Evrópu að undanförnu. Til
dæmis var fyrsta slíka verzlunin
opnuð í Svíþjóð á þessu ári.
IIELGARVIÐTALIÐ:
Stefán Halldórsson
STEFÁN Halldórsson
— íþróttamaðurinn
kunni úr Víkingi hefur
nýiega snúið heim
eftir rúmiega fjögurra
ára dvöl erlendis.
Fyrst tvö ár sem at-
vinnumaður í
knattspyrnu hjá
Royale Union í 2.
deild í Belgíu. Síðan í
tvö ár hjá Kristi-
anstad í Svíþjóð. Þar
lék Stefán í 2. deild í
sumar í knattspyrnu
auk þess aö hann lék
með Kristianstad.
Nú fórst þú í atvinnu-
mennsku í Belgíu hjá liöi
í 2. deild. Myndir þú
ráöleggja ungum
mönnum, að gera slíkt
hiö sama?
Ég mundi ekki ráðleggja
neinum aö fara til lítils félags
eins og óg gerði í Belgíu. Að
vísu er félagið sem ég lék með
í tvö ár — Royale Union gamalt
fólag á gömlum merg í Belgíu
en það má muna sinn fífil
fegurri. Sannleikurinn er sá, að
atvinnumennskan er engin
dans á rósum. Þegar á móti
blæs þá er atvinnumennskan
hreinasta martröð — og síðara
ár mitt með Royale Union var
heinasta martröð.
Maður er eign félagsins —
verður að sitja og standa eins
og þeim líkar best. Fyrra áriö
ætlaöi fétagiö sér stóra hluti og
markiö var sett á 1. deild. Forn
frægö skyldi upplifuð — en
fyrir síðari heimsstyrjöldina
varð Royale Union 11 sinnum
Belgíumeistari. Það tókst ekki
að vinna sæti í 1. deild. Miklir
peningar höfðu verið lagðir í
þetta átak. Og þá — veturinn
1976 til 1977 gekk mér ágæt-
lega. Við vorum nærri að
komast í 1. deild. En þetta átak
gekk of nærri félaginu. Það
varð aö láta alla sína beztu
leikmenn fara — félagið hafði
ekki einu sinni ráö á aö ráöa
hæfan þjálfara og síðara áriö
sem ég var hjá Royale Union
var ömurlegt.
Félagið var aldrei nærri að
vinna sæti í 1. deild og sjálfum
gekk mér illa. Óvissan var
nagandi og maður lék með
varaliðinu eða var varamaður
meö aðalliðinu. Tómstundum
eyddi maður fyrir framan sjón-
varpiö. Heldur dauf vist og lítt
eftirsóknarverö. Ég missti allt
sjálfstraust og varð feginn að
losna úr atvinnumennskunni.
Eru margir leikmenn,
sem ekki ná á toppinn?
Já, fjöldinn allur og fjölmarg-
ir Svíar, sem voru toppmenn í
Svíþjóð náðu aldrei neinum
frama í atvinnumennskunni. Ég
held ég megi segja, að Ronnie
Hellström sé eini Svíinn sem
verulega hefur náð langt í
atvinnumennsku. Ralph Ed-
ström hefur átt viö þrálát
meiðsli aö stríða. En leikmenn
eins og Thomas Sjöberg, sem
er einn kunnasti leikmaður
Ráðlegg
engum í
atvinnu-
mennsku
hjá litlu
felagi
Svía snéri aftur eftir aöeins
þrjá mánuði með Karlsruhe í
V-Þýzkalandi. Náði aldrei að
komast í liöið. Billy Olsen, mjög
góöur leikmaöur og markhæstl
leikmaöur Allsvenskan snéri
aftur eftir nokkra mánuði með
Bielefield í V-Þýzkalandi. Sama
má segja um Thorbjörn Nilsson
sem lék örfáa mánuði með
PSV Einhoven í Hollandi. Allt
toppleikmenn í Svíþjóð en hafa
orðiö að engu í atvinnu-
mennsku. Af þessu má sjá, að
það er aðeins úrval sem nær
toppnum — hjá hinum breytist
draumurinn iðulega í martröö.
Séróu þá efftir þessu —
eöa haföiröu þaö góö
laun aö þau vógu upp á
móti?
Þessi ár mín erlendis hafa
ekki gert mig ríkan — fjarri því.
Hins vegar vildi ég ekki hafa
orðið af þessari reynslu. Ég hef
ferðast um, séð nágrannalönd-
in og búið þar — það hefur
verið dýrmætur skóli. Þá hef ég
náö tökum á tungumálum en
fjárhagslegur ávinningur hefur
ekki verið fyrir hendi. En ég sé
ekki eftir neinu — þetta hefur
verið haröur skóli en góður að
því leyti, að maður er reynsl-
unni rfkari.
Frá Belgíu hélstu til
Svíþjóöar
Já, og ég kunni mun betur
við mig í Svíþjóð. Ég lék með
í Allsvenskan í hand-
knattleik. Þaö iá því
beint viö aö ræöa viö
Stefán um atvinnu-
mennskuna og viö-
horf hans til hennar,
— nú þegar hann er
reynslunni ríkari.
Stefán lék meö Vík-
ingi bæöi í hand-
knattieik og knatt-
spyrnu. Er meöal
okkar beztu knatt-
spyrnumanna og hef-
ur leikið landsleiki í
handknattleik.
Kristianstad í 3. deild fyrra árið
mitt. Gekk þar vel — skoraði
21 mark og við komumst í 2.
deild. Lékum úrslitaleik um
sæti í 2. deild við Udevala og
unnum 4—1 og þá skoraði ég
3 mörk. Hins vegar gekk okkur
ekki sem skyldi í 2. deild í
sumar og féllum í 3. delld,
hlutum 24 stig en þaö liö sem
vann deildina hlaut 31 stig. Svo
naumt var það.
Mér gekk vel í Svíþjóð
íþróttalega séð. Það eru ekki
miklir peningar í boði en manni
er gert kleyft að stunda íþrótt
sína án þess aö fórna til þess
peningalega. Nú, eftir að ég
kom heim, þá hafa menn verið
að mæta í vinnugallanum á
handknattleiksæfingar hjá Vík-
ingi kl. 8 á kvöldin. Semsagt
beint á æfingu eftir erfiðan
vinnudag. í Svíþjóð vann ég frá
7 til 4 og ef ferðalög voru þá
var ekkert mál að fá frí og
okkur var greitt vinnutap.
Knattspyrnan var númer eitt —
vinnan svo og þaðvar því mun
þægilegra en hér heima. En
eins og ég sagði, þá veröur
enginn ríkur af aö leika í 2.
deild í Svíþjóð með meðalliði.
Ég hafði eitthvaö um liðlega
400 þúsund krónur í bónusa í
sumar.
Leiðin lá heim — konan mín
stundar nú nám í Kennara-
háskóla íslands. Sjálfur hef ég
hafið störf hjá Austurbakka —
viö skrifstofustarf og við erum
nú að taka í notkun tölvur og
ég kann ágætiega við mitt nýja
starf.
Hitt er svo, að jafnvel nú eftir
að ég hef snúið heim frá
Svíþjóð þá hafa félög þar ytra
verið að hrfngja í mig með það
fyrir augum að fá mig út. Þegar
ég var hjá Kristianstad þá
sýndi öster — liö Teits Þórðar-
sonar — mér áhuga. Og hefði
Teitur farið í fyrra, þá hefði ég
sjálfsagt farið til Öster. Auk
þess höföu önnur félög í All-
svenskan áhuga — en ég á
ekki von á aö fara út. Mér líöur
ágætlega hér heima og það
þarf eitthvað verulega gott til
aö lokka mig á nýjan leik til
Svíþjóðar. Ég geri því fastlega
ráð fyrir því, að leika með
mfnum gömlu félögum í Víkingi
t 1. deild í knattspyrnunni í
sumar og nú auðvitað er ég á
fullu f handboltanum, þó
meiðsli hafi sett strik í reikning-
inn — um tfma.
H. Halls.