Morgunblaðið - 22.11.1980, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980
Kór
• •
Oldutúns-
skóla
15 ára:
„Á lauKHrdaxinn 22. nóvember
eru liðin nákva mlesa 15 ár frá
stofnun kórs Öldutúnsskóla í
Hafnarfirói. I>að var þó ekki fyrr
en lontíu seinna að ég vissi að
þessi sami dagur er da«ur heil-
attrar Sesselju, sem er vcrndar-
dýrlingur tónlistarinnar.“ Þetta
segir Egill Friðleifsson, tón-
menntakennari, sem stjórnað
hefur kór Öldutúnsskóla frá upp-
hafi. Ilvort þessi skemmtileKa
tilviljun hefur ráðið einhverju
um velgenKni ok vöxt þessa kórs
á undanfornum árum skal ósaKt
látið, en viðtökur á sönKmótum
ok álit færustu tónlistarmanna á
þessu sviði bera þess vitni, að
kórinn er heimsfræKur víðar cn í
Ifafnarfirði ok hefur lönKU
sprenKt af sér þann ramma ok
þær kröfur, sem venjuleKa eru
Kerðar til skólakóra. í tilefni
afmælisins átti blm. viðtal við
EkíI «k hað hann um að seKja
söku þessa kórs í stuttu máli.
EkíII Friðlcifsson stjórnar samsönK Tapiola-kórsins ok kórs Öldutúnsskóla á Bessastöðum.
„Eitthvað óumrœði-
lega jákvœtt og gott
fglgir barmröddinni“
Frá tónleikum kórs Öldutúnsskóla í Kennedy Center í WashinKton.
í ferðinni sönK kórinn i Karði Hvíta hússins.
sönKurinn stóð sem hæst, flugu
þotur yfir Hvíta húsið og svana-
söngurinn okkar hafði lítið í þotu-
drunurnar að gera.
Þrískiptur kór
Á tónleikunum, sem kórinn
heldur í dag, verða þrír hópar
nemenda. í fyrsta lagi syngur „litli
kórinn", sem er undirbúningskór
fyrir börn á aldrinum 8—9 ára. I
öðru lagi kemur fram hópur nem-
enda, sem flestir eiga það sameig-
inlegt að vera farnir úr skólanum,
en halda enn tryggð við kórinn og
syngja. Þetta kalla ég „úrvalshóp-
inn“, og í honum eru stúlkur á
aldrinum 15—18 ára. Strákarnir
detta eins og eðlilegt er út við
fjórtán ára aldur þegar þeir fara í
mútur. Sumar þessara stúlkna
hafa sungið í kórnum í allt að tíu
ár. I þriðja lagi syngur svo hinn
eiginlegi kór, aðalkórinn, sem telur
nú rúmlega 50 nemendur. Þannig
hefur starfið vaxið og aukist á alla
kanta og er reyndar fyrir bragðið
orðið tímafrekara og erfiðara."
Varla komast allir að sem vilja?
„Nei, það segir sig sjálft. Það er
því miður ekki hægt að taka við
öllum þeim fjölda, sem sækir um
inngöngu í kórinn. Ef allir væru í
kórnum sem þess óskuðu, þá væri
ég með 400 börn í stað hundrað, og
þá þyrfti maður að leigja Laugar-
dalshöll við hverja æfingu. Þar að
auki verður að segjast eins og er að
það hafa ekki allir þá lágmarks-
hæfni, sem verður að vera fyrir
hendi, t.d. einfaldan hlut eins og að
halda lagi. Annars er í langflestum
Erkki Pohjola.
„Árið 1965, þegar ég útskrifaðist
úr tónmenntakennaradeild Tón-
listarskólans í Reykjavík, réðist ég
til Öldutúnsskóla og stofnaði kór-
inn. I fyrstu voru þetta aðeins
nokkrir krakkar, en ég hafði mik-
inn áhuga á þessu og tók starfið
mjög alvarlega strax frá upphafi.
Eg var heppinn með nemendur og
síðan þá hefur starfið vaxið jafnt
og þétt. Tveimur árum síðar fékk
ég tækifæri til að dveljast við nám
erlendis sumarlangt og kynntist ég
þá finnskum stjórnanda, Erkki
Pohjola. Það má segja að þau
kynni hafi skipt sköpum í mínu
starfi. Þessi maður er ákaflega fær
og snjall stjórnandi og söngkenn-
ari og hann gaf mér ýmsar góðar
ábendingar. Árið 1968 fór kórinn
svo sína fyrstu ferð einmitt til
Finnlands á norræna barnakóra-
mótið, sem haldið var þar.
Eftir kynni mín af Pohjola varð
mér Ijós sá gífurlegi munur sem er
á þjálfun barnsraddar og fullorð-
insraddar. Þegar börn eru þjálfuð
er í fyrstu ekki lögð svo mikil
áhersla á röddina sjálfa, heldur
miklu fremur einbeitni og athygli,
síðan heyrn og loks röddina sjálfa.
Því ef einbeitingin og athyglin eru
ekki fullnægjandi, næst ekki
tilætlaður árangur með röddinni.
Pohjola er hreinasti galdramaður
á þessu sviði, og nú í sumar veittist
okkur sú ánægja, að fá kór hans,
Tapiola-kórinn, hingað til lands og
söng hann víða við mjög góðar
undirtektir.
Meðlimir Tapiola-kórsins
bjuggu á heimilum kórfélaga í
Öldutúnsskólakórnum og rómuðu
þeir allir frábæra gestrisni, sem
þeim var sýnd. Ég vil nota tæki-
I.jósm. Emilía.
Frá æfingu kórsins á miðvikudag.
færið og þakka foreldrum barn-
anna fyrir ómetanlega aðstoð. Án
hennar hefði heimsókn Tapiola-
kórsins aldrei getað orðið.
Síðasti dagur kórsins hér var
mjög eftirminnilegur. Þá söng
kórinn við messu í Bessastaða-
kirkju og að því loknu var móttaka
hjá forseta íslands.
Boðið til
Kennedy Center
Á þessum fimmtán árum hefur
kórinn ferðast mikið. Við höfum
farið sex sinnum utan og sungið í
fjölda landa í þremur heimsálfum.
Síðast fórum við til Kanada og
Bandaríkjanna. í Kanada tókum
við þátt í alþjóðaþingi tónlistar-
uppalenda (International Society
for Music Education), sem er deild
innan UNESCO. Þaðan héldum við
til Washington, en við höfðum
fengið boð um að taka þátt í
alþjóðlegu ungkóramóti í Kennedy
Center, sem er ein helsta lista-
miðstöð Bandaríkjanna. Þessi ferð
er mjög eftirminnileg að tvennu
leyti sérstaklega. Við sungum í
stóra salnum, sem tekur um þrjú
þúsund manns og ég hef aldrei fyrr
né síðar komið í sal, sem hefur
jafn góðan hljómburð. Það skiptir
sérlega miklu máli að hljómburð-
urinn sé góður þegar um er að
ræða jafn viðkvæmt hljóðfæri og
barnakórinn er, og þarna var hann
aldeilis frábær.
Á ferðalaginu barst okkur boð,
sem kom okkur reyndar mjög á
óvart, um að koma og syngja í
garði Hvíta hússins. Þar eru oft
ýmsar uppákomur og þykir mikill
heiður að fá að syngja þar. Síðan
var okkur boðið inn í Hvíta húsið
og okkur var leiðbeint þar um sali.
Þetta var í lok ágúst 1978. Carter
forseti var þá ekki heima sjálfur,
fundaði með Sadat og Begin í
Camp David, en við fengum afhent
skjal áritað af honum, þar sem
okkur var þakkað fyrir komuna.
Þessi söngur okkar í garði forseta-
hallarinnar var okkur minnisstæð-
ur, ekki síst fyrir það, að þegar t
tilfellum rangt að segja að barn sé
„laglaust" nær væri að segja
„lagvillt". Visst sambandsleysi
milli heyrnar og raddar veldur
þessu og oftast má laga þetta með
þjálfun. Þetta stafar yfirleitt af
notkunarleysi raddarinnar eða þá
að viðkomandi notar ekki meðvitað
heyrnina með.
Skilningur
yfirvalda rýr
Skólakórar á Islandi hafa átt við
ýmsa erfiðleika að etja. Til dæmis
hefur ekki verið gerð ákveðin grein
fyrir stöðu skólakóra í skólakerf-
inu. Það er hvorki áætlaður ákveð-
inn tími til þessa starfs né fjár-
munir. Þessu hefur verið reynt að
breyta á undanförnum árum en
með litlum árangri. Það verður að
segjast eins og er, að um leið og
starfsemi kórsins hefur aukist og í
raun og veru margfaldast í gegn-
um árin, þá hefur skilningur
fræðsiuyfirvalda ekki fylgt eftir að
sama skapi, því miður. Nýlega
fórum við Jón Karl Einarsson,
formaður tónmenntakennarafé-
lagsins, á fund menntamálaráð-
herra, til þess að knýja á breyt-
ingar og umbætur í þessu máli.
Ráðherrann tók okkur ljúflega,
eins og reyndar allir forverar hans
hafa gert, en við erum að vona að
málið verði nú tekið föstum tökum
og afgreitt, það er löngu kominn
tími til þess.
Oft er kórstarfið ánægjulegasti
og jafnframt árangursríkasti þátt-
ur tónmenntakennslunnar. Skóla-
«