Morgunblaðið - 22.11.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980
25
KXAdÐQiJKTCKX
HÉR FER á eftir i heild ræða sú.
sem ólaíur Jóhannesson, utan-
rikisráðherra flutti á Madrid-
ráðstefnunni í siðustu viku:
Ég vil leyfa mér að óska spönsk-
um stjórnvöldum til hamingu og
færa þeim mínar bestu þakkir
fyrir frábærar móttökur.
Það er mjög við hæfi að Spánn,
sem hefur tekist að yfirvinna
örðugleika sína og verða að nýju
eitt af lýðræðisríkjum Evrópu,
skuli verða vettvangur þessarar
tilraunar okkar til að leysa ýms
grundvallarvandamál Evrópu og
samskipta austurs og vesturs. Ég
ætla mér ekki í þessari ræðu að
reyna að fara ofan í saumana á
störfum undirbúningsnefndar
þessa fundar. í 2 mánuði hefur
verið reynt til þrautar, en án
árangurs, að undirbúa dagskrá og
eða til þess stóðu að minnsta kosti
einlægustu vonir — að þróun sem
myndi færa þjóðir okkar nær hver
annarri, auka gagnkvæman skiln-
ing og skapa þannig traust og
trúnað milli aðildarríkjanna. Það
er tilgangur þessa fundar að
athuga hver er staða okkar nú og
reyna að styðja að þessari þróun.
Ytri aðstæður gætu hins vegar
hafa verið hagstæðari þegar við
komum nú hér saman.
Sovétríkin
og Afganistan
Ég hygg að flest aðildarríki hafi
viðurkennt hin nánu tengsl milli
friðar og öryggis í Evrópu annars
vegar og hins vegar í öðrum
hlutum heims. Öryggisleysi sem
hlýst af ástandi í einum heims-
\
hvað síst um þá þætti, sem varða
mannleg samskipti.
Fortíð og framtíð
Við eigum hins vegar ekki að
láta umræður okkar snúast upp í
illdeilur, heldur miklu fremur að
verða eins jákvæðar og mögulegt
er. Við þurfum að ræða um
fortíðina. Við þurfum að geta um
011 þau atriði, sem við teljum að á
skorti að framkvæma. Framtíðin
er hins vegar mikilvægari en
fortíðin. Við verðum því fyrst og
fremst að reyna að leita leiða til
samkomulags um þau atriði, sem
okkur greinir á um. Og við verðum
að ná sem allra fyrst betri árangri
við framkvæmd allra ákvæða
lokasamþykktarinnar.
Því hefur verið haldið fram að
það séu langtíma markmið, sem
ísland og A-Evrópa
ísland hefur um langt skeið átt
góð viðskipti við löndin í Austur-
Evrópu, sem verið hafa báðum
aðilum til hagsbóta. Við styðjum
eflingu viðskipta og aukna sam-
vinnu að því marki er þjóðirnar
sjálfar vilja á sviði efnahags-,
vísinda- og tæknimála. Við álítum
að Efnahagsnefnd Sameinuðu
þjóðanna fyrir Evrópu eigi áfram
að gegna lykilhlutverki á þessum
sviðum. Greiða verður fyrir við-
skiptasamböndum og auka þarf
upplýsingasta'rfsemi á sviði við-
skipta. Efling mannlegra sam-
skipta, aukið upplýsingastreymi
og aukin menningarsamskipti eru
afar þýðingarmikil atriði. Al-
menningur fylgist náið með að
framkvæmd séu ákvæðin um
mannréttindi, og þar á meðal
Ihlutun Sovétmanna
í Afganistan hefur haft óheppi-
leg áhrif á slökunarstefnuna
Ræða Ólafs Jóhannessonar á Madrid-fundinum
ytri ramma Madridfundarins. Það
er því bráðnauðsynlegt að fyrir
lok þessarar viku takist að brúa
bilið sem enn er milli þátttöku-
þjóðanna. Ef þetta mistekst getur
það þýtt að slökunarstefnan bíði
alvarlegan hnekki, og að heitustu
vonir margra þeirra þjóða, sem
hér eiga fulltrúa, verði að engu
gerðar.
Slökunarstefnan
Það er alger nauðsyn að okkur
takist að viðhalda og styrkja þau
tengsl sem hafa myndast við
mótun og framkvæmd slökunar-
stefnunnar. Þessi þróun verður að
halda áfram, því hún er eina
úrræðið. ísland hefur frá upphafi
stutt framkvæmd slökunarstefn-
unnar og fagnar þessu tækifæri til
að kanna hvernig til hefur tekist
um framkvæmd ákvæða Hels-
inki-samþykktarinnar í aðildar-
ríkjunum. Við álítum að þær
athuganir sem fram fara á ein-
stökum ákvæðum lokasamþykkt-
arinnar séu afar þýðingarmikill
þáttur í þróun slökunarstefnunn-
ar. Þá er ekki síður þýðingarmikið
að athuga nýjar tillögur, sem
aðildarríkin hafa lagt fram í þeim
tilgangi að betur megi framfylgja
lokasamþykktinni.
I lokasamþykktina voru skráð
meginatriði og leiðbeiningar um
leiðir til friðsamlegri og vinsam-
legri sambúðar aðildarríkjanna.
Lokasamþykktin var upphafið —
hluta getur auðveldlega haft áhrif
á aðra heimshluta. Þess vegna
hefur íhlutun Sovétríkjanna í Af-
ganistan haft afar óheppileg áhrif
á slökunarstefnuna og alla við-
leitni til að bæta sambúð þjóða.
Þessi hernaðaríhlutun er
ósamræmanleg anda og grund-
vallarmarkmiðum lokasamþykkt-
arinnar. Mikill meirihluti þjóða
heims lýsti sig andvígan innrás-
inni með stuðningi við ályktun
allsherjarþings Sameinuðu þjóð-
anna 14. jan. sl.
Leysa verður Afganistanmálið
sem allra fyrst á viðunandi hátt,
ef við eigum að koma aftur á þeim
jákvæðu aðstæðum sem stuðlað
geta að slökun.
Ef langtímasjónarmið eru höfð í
huga ætti viðhald slökunarstefn-
unnar að vera aðalviðfangsefni
okkar, hversu erfið sem staðan í
alþjóðamálum kann að vera.
Helsinki-samþykktin
Við verðum að vona að þrátt
fyrir erfiðar aðstæður muni hrein-
skilnar umræður hér í Madrid
beina okkur að nýju inn á réttar
brautir þannig að við getum tekið
til við þar sem frá var horfið að
auka og bæta samskipti þjóða
okkar.
Árangur starfs okkar hér kann
að verða vísbending um það,
herjar líkur séu á árangri í
viðleitni okkar til að tryggja
áframhald slökunarstefnunnar. Á
sama hátt myndi batnandi ástand
í alþjóðamálum auka mjög líkurn-
ar á að raunhæfur árangur verði
af þessari ráðstefnu.
Markmið okkar hlýtur að vera
að vinna að framkvæmd allra
þátta Helsinki-samþykktarinnar
og semja um leiðir er tryggi
framgang hennar á öllum sviðum.
Við þurfum að geta tryggt betri og
markvissari framkvæmd á öllum
meginreglum og ákvæðum sam-
þykktarinnar.
Jafnvel þótt við viðurkenndum
öll að undirritun lokasamþykktar
Helsinki-fundarins hafi verið
sögulegur viðburður, þá er stað-
reyndin engu að síður sú, að
raunverulegt gildi lokasamþykkt-
arinnar er komið undir fram-
kvæmdinni. Nokkur árangur hef-
ur náðst á vissum sviðum, en það
verður hins vegar að viðurkenn-
ast, að of mörg ákvæði hafa ekki
verið framkvæmd á viðunandi
hátt.
Almenningur á íslandi væntir
þess, að opinskáar umræður verði
í Madrid um alla þætti Helsinki-
samþykktarinnar, þar á meðal um
þá, sem ekki hefur verið farið
eftir. Gildir hið síðarnefnda ekki
fram koma í lokasamþykktinni frá
Helsinki. En þrátt fyrir það — ef
við ætlum að viðhalda trúnni á að
aðildarríkjum Helsinki-ráðstefn-
unnar hafi verið full alvara, þá
verða þátttökuríkin stöðugt að
geta komið fram með nýjar sann-
anir fyrir því að þau vinni að
framkvæmd þeirra skuldbindinga,
sem þar voru gefnar.
Náin tengsl voru á milli allra
ákvæða lokaskjalsins og það var
undirritað á þeim grundvelli að öll
ríkin, sem það samþykktu, tækju
þar með á sig þá skyldu að
framkvæma öll ákvæði, sem það
hefur að geyma.
Á þeirri ráðstefnu, sem hér er
hafin þarf að leitast við að ná
jöfnum árangri í öllum þremur
höfuðmálaflokkum. Fundurinn á
m.a. að fjalla um aðgerðir innan
ramma Helsinki-samþykktarinn-
ar til að draga úr tortryggni á
sviði hermála. Fundurinn á að
fjalla um þær ýmsu tillögur, sem
fram hafa komið og ætlað er að
koma á vopnaeftirliti og afvopn-
unarviðræðum er taki til allrar
Evrópu.
Það er afar þýðingarmikið að
fallist verði á leiðir hér í Madrid
sem stuðli að slökun á sviði
vígbúnaðar í Evrópu.
ákvæðin um endursameiningu
fjölskyldna. Menn skilja ekki þær
reglur, sem komið geta í veg fyrir
að sonur geti flust til föður síns
eða önnur álíka tilvik. Takmark-
anir á ferðafrelsi eru afar fjarlæg-
ar Islendingum.
Almenningur hefur áhyggju-
fullur fylgst með örlögum ein-
staklinga í nokkrum aðildarríkj-
anna, er hafa orðið að sæta miklu
harðræði vegna þess eins að hafa
gert kröfur um grundvallarmann-
réttindi í samræmi við loka-
samþykktina.
Það er enginn vafi á því að slík
tilefni skaða jákvæða þróun í
samskiptum austurs og vesturs.
Við væntum þess að þessum stein-
um í vegi raunverulegrar slökun-
arstefnu verði rutt úr vegi hið
fyrsta.
Við teljum að á þessum fundi
verði að taka ákvörðun um stað og
tíma fyrir næstu framhaldsráð-
stefnu um öryggi og samstarf í
Evrópu. Mætti hugsa sér að hæfi-
legur tími á milli slíkra funda yrði
framvegis 2—4 ár.
Ég tel að veigamesti árangurinn
af umræðum okkar í þessari viku
hafi verið sá að fá tækifæri til að
útskýra álit ríkja okkar á stöðu
alþjóðamála með sérstöku tilliti
til þróunar slökunarstefnunnar í
Evrópu. Ég vona að ræður okkar
hafi stuðlað að því að jákvæðar
niðurstöður fáist af þessari ráð-
stefnu hér í Madrid.
snillingur í að
óti brekkunni“
lagsmál heyra undir mig sem við-
skiptaráðherra. Um það vil ég segja
það, að alltaf hafa verið samþykkt í
ríkisstjórninni ákveðin verðlags-
mörk. Þau eru nú 9%. Ef tillögur
eru um að fara yfir þessi mörk, það
er ef verðlagsráð sambykkir meiri
hækkanir, há hafa þau mál í öllum
tHvÍkum verið tekin til afgreiðslu í
ríkisstjórninni og afgreidd þar, sem
og raunar verðlagsmörkin sjálf.
Þessi mál hafa því heyrt undir alla
ríkisstjórnina og er algjörlega rangt
að tala um það á þann hátt að ég
einn beri ábyrgðina. Slíkt er hreinn
áróður og ekkert annað.
í öðru lagi hefur Ólafur Ragnar
talað um að útlán bankanna hafi
verið of mikil, og að bankarnir heyri
undir viðskiptaráðuneytið. Ég hef
svarað því til, að bankastjórar og
bankaráð ráða útlánum og útlána
stefnu bankanna. Það kemur ekkert
til kasta viðskiptaráðuneytisins lög-
um samkvæmt. Ég hef hins vegar
rætt þetta mál ítrekað við Seðla-
bankann og raunar við viðst j-ja_
bankana á þessu árj( 0g mæist til
þess að ajjuáids verði gætt.“
— En hafa bankarnir ekki talið
sig verða að halda atvinnurekstrin-
um í landinu gangandi með útlán-
um, og þannig komið í veg fyrir
gjaldþrot fyrirtækja og atvinnuleysi
í kjölfar þess?
„Jú, vissulega hafa þeir bent á
það, en þó er ég þeirrar skoðunar að
gengið hafi verið fulllangt í útlán-
um. Um leið geri ég mér þó ljósa
grein fyrir því að verðbólgan skapar
mikinn þrýsting og miklar kröfur
vegna þarfar á auknu rekstrarfé
fyrir allan atvinnurekstur.
En þriðja atriðið sem Ólafur
Grímsson nefndi, voru erlend lán.
Ég hef svarað því til, að með lán
til lengri tíma en eins árs gilda þær
reglur, að svokölluð langlánanefnd
gerir tillögur. Síðan eru þær tillögur
sendar til allra ráðherra. Geri þeir
ekki athugasemdir innan viku, eru
þær afgreiddar sem samþykktar.
Þessi mál heyra því einnig undir
alla rikisstjórnina.
Um skammtímalán er aftur það
að segja, að þar eru alls kyns lán í
verslun og viðskiptum, og hefur þar
ekki verið breytt um stefnu frá því
sem verið hefur í langan tíma.“
— Það er þá ljóst að mikill
meiningarmunur er milli Alþýðu-
bandalags og Framsóknarflokks um
úrræði í efnahagsmálum. Þýðir það,
Tómas Arnason
að litlar líkur séu á að gripið verði
til einhverra ráðstafana á næst-
unni?
„Ekki hef ég ástæðu til að ætla
það, miðað við þær yfirlýsingar sem
liggja fyrir frá Ragnari Arnalds
fjármálaráðherra og Gunnari Thor-
oddsen forsætisráðherra. Ég ætla
því að nauðsynlegar efnahagsráð-
stafanir verði gerðar."
— Mun þá verða farin sú leið að
berja niður óánægju innan Alþýðu-
bandalagsins?
„Ég vil nú ekkert fullyrða um það,
það liggur ekki fyrir ennþá. En við
höfum ákveðna skoðun á því hvernig
við eigum að feta okkur niður “ ýíð
með verðbólguna."
— 0® Tmóað er við áramótin, að
þá verði gerðar ráðstafanir?
„Já, það hefur verið orðað svo, að
það verði gert í tengslum við
gjaldmiðilsbrevtinguna um áramót-
in.“
— Er ekki slæmt að þínu mati, að
þessar ráðstafanir skuli ekki liggja
fyrir nú fyrir Alþýðusambands-
þing?
„Ég álít að leita hefði átt sam-
komulags við aðila vinnumarkaðar-
ins, einkum launþega, um að draga
úr þessum víxlhækkunum um næstu
mánaðamót, en það hefur nú ekki
verið gert.“
— Fyrst og fremst vegna and-
stöðu í Alþýðubandalaginu?
„Kannski það, já.“
— Eru sjálfstæðismenn í ríkis-
stjórn og framsóknarmenn þá nær
því að vera á sömu línu í þessum
málum?
„Ég vil nú ekkert láta hafa eftir
mér um það á þessu stigi málsins,
vegna þess að málin eru nú til
umfjöllunar. Ég vil ekki láta hafa
neitt frekar eftir mér fyrr en
afstaða flokkanna liggur endanlega
fyrir,“ sagði Tómas að lokum.
I