Morgunblaðið - 22.11.1980, Síða 30
3 0 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ:
„Könnusteypir
inn pólitískV6
I KVÖLI) sýnir ÞjóðleikhúsiA
leikritið „Konnusteypirinn poli-
tiski“ eftir norsk-danska háðfuKl-
inn Ludvig HolberK-
Bessi Bjarnason, Guðrún Þ.
Stephensen ok Þórhallur Sigurðs-
son eru í aðalhlutverkum í þessum
gamanleik um pólitíska draum-
óramanninn sem stendur okkur
Islendingum svo nærri. Við sjáum
i leiknum hvernig stjórnmála-
frami getur farið með ágætustu
menn, einkum þá ef þeir huga
einungis að vegsemdinni en aldrei
að vandanum sem fylgir.
Aðrir leikendur eru m.a. Arni
Tryggvason, Sigríður Þorvalds-
dóttir, Baldvin Halldórsson, Sig-
urður Skúlason, Þráinn Karlsson,
Viðar Eggertsson, Þorsteinn Ö.
Stephensen, Þórunn Magnea
Magnúsdóttir, Þóra Friðriksdótt-
ir, Sigmundur Örn Arngrímsson,
Edda Þórarinsdóttir o.fl. Leik-
stjóri er Hallmar Sigurðsson og
leikmyndin er eftir Björn G.
Björnsson.
Þá sýnir Þjóðleikhúsið annað
kvöld Smalastúlkuna og útlagana
og eru nú aðeins fáar sýningar
eftir á því vinsæla leikriti; og kl.
15.00 á morgun verður ein af
síðustu sýningunum á barnaleik-
riti Guðrúnar Helgadóttur, Óvit-
um.
Bessi Bjarnason. Þórhallur Sigurðsson og Guðrún Þ. Stephensen í
hlutverkum sínum i „Könnusteypinum pólitíska“.
Textilhópurinn
sýnir í Epal
Á FIMMTUDAGINN var opnuð
sýning á tauþrykki í húsakynnum
verzlunarinnar Kpal að Síðumúla
20. Það er Textilhópurinn, sem
stendur að þessari sýningu. en
hann hefur verið starfandi i um
það bil hálft ár. og er þetta
jafnframt fyrsta sýning hans.
Félagar í þessum hópi eru þær
Anna Matthildur Hlöðversdóttir,
Heiða Björk V'ignisdóttir, Hjördís
Bergsdóttir, María Hauksdóttir,
Ólöf Ingibjörg Einarsdóttir, Rann-
veig Gylfadóttir og Valgerður
Torfadóttir. Þær hafa allar stundað
4—5 ára nám við Myndlista- og
handíðaskóla Islands og lokið burt-
fararprófum frá textildeild og vefn-
aðarkennaradeild. Tauþrykkið, sem
er sérgrein þeirra allra, er um
þessar mundir að ryðja sér mjög til
rúms sem nytjalist, enda þykja
handþrykkt verk lífga mjög upp á
umhverfi manna, hvort sem er á
heimili eða vinnustað.
Á sýningunni gefst gestum tæki-
færi að panta handþrykktar gard-
ínur, rúllugardínur, sængurverasett
eða lengjur, en Textilhópurinn hef-
ur yfir að ráða fullkomnu og vel
tækjum búnu verkstæði að Grettis-
götu 16—18. Ennfremur verða verk
þau, sem sýnd eru á sýningunni, til
sölu gegn ívið lægra verði en ella.
Sýningin stendur a.m.k. fram yfir
mánaðamót.
Frá sýningu Textilhópsins í versluninni Epal Siðumúla 20.
Guðmundur Björgvinsson við tvær mynda sinna á sýningunni i vestursal Kjarvalsstaða. Myndefni
hans i þeim báðum er sótt til tviburabræðranna sem túlka i kvöld með hreyfilist myndverk á sýningu
Guðmundar og sagt er frá annars staðar hér á opnunni.
KJARVALSSTAÐIR:
Guömundur Björgvins-
son opnar sýningu
í DAG opnar Guðmundur
Björgvinsson myndlistarsýn-
ingu i vestursal Kjarvalsstaða.
Þar sýnir hann u.þ.b. 100 mynd-
ir. annars vegar 55 pastelteikn-
ingar og hins vegar 45 prent-
lita- og tússmyndir.
Guðmundur Björgvinsson er
fæddur í Reykjavík 1954. Vet-
urna 1974—76 var hann í Kali-
forníu og stundaði nám í Univer-
sity of Redlands, jöfnum hönd-
um í mannfræði, sálarfræði og
myndlist. Þar fyrir utan hefur
Guðmundur ekki stundað
myndlistarnám, en veturinn
1977—78 sótti hann tíma í lista-
sögu hjá Birni Th. Björnssyni í
Háskóla íslands. Guðmundur
hefur áður haldið tvær einka-
sýningar í Reykjavík, 1976 í sal
Arkitektafélagsins og 1978 í
kjallara Norræna hússins. Hann
hefur einnig haldið sýningar úti
á landi og tekið þátt í samsýn-
ingum FÍM 1977, 79 og 80.
Stærstur hluti sýningarinnar í
vestursal Kjarvalsstaða sam-
anstendur af pastelteikningum
af raunsæjum toga, þar sem
viðfangsefnið er maðurinn í hin-
um margvíslegustu myndum,
nakinn og klæddur. Prentlita- og
tússmyndirnar eru meira í ætt
við abstrakt, en þó má greina
fígúrur í flestum þeirra.
— Þau vinnuþrögð sem ég
beiti í pastelmyndunum hafði ég
þegar mótað er ég sýndi í
Norræna húsinu í desember
1978, sagði Guðmundur. Þó má
e.t.v. greina þar hægfara þróun í
átt til nákvæmari og fínlegri
vinnubragða. Prentlitamyndirn-
ar komu hins vegar ekki fram
hjá mér fyrr en á þessu ári þegar
ég sýndi nokkrar slíkar á síðustu
haustsýningu FÍM.
Jean Simmons leikur Dominique, sem óttast að hún sé að missa vitið.
Cliff Robertson leikur David. sem sér alls konar sýnir eftir dauða
konu sinnar og þykist þess fullviss að hún sé afturgengin.
NÝJA BÍÓ:
Sýnir „Dominiqueu
í GÆR frumsýndi Nýja bíó
bandarísku kvikmyndina Dom-
inique, með Cliff Robertson og
Jean Simmons í aðalhlutverk-
um. Leikstjóri er Micael And-
erson. Handrit eftir Edward og
Valerie Abraham. Tónlist eftir
David Whitaker.
Þvingandi andrúmsloft ríkir
á heimili Ballard-hjónanna.
Dominique Ballard er ekki sterk
á taugum og maður hennar,
David, gerir lítið til þess að
bæta ástandið. Hann fer ekki í
launkofa með ávirðingar henn-
ar en hún vill ekkert við þær
kannast.
Dominique heldur því fram
að hann sé að reyna að telja
henni trú um að hún sé að missa
minnið — og jafnvel vitið.
David segir hins vegar við
hálfsystur sína, Ann, sem er
listakona og býr í litlu húsi á
lóðinni, að Dominique verði að
öðlast sjálfstraust á ný, það
hafi beðið hnekki er hún varð
fyrir því slysi árið áður að detta
niður stiga.
David býður gestum til kvöld-
verðar á afmælisdegi Domin-
ique til að gleðja hana og
hressa. Það fer þó ekki alveg
eins vel og David hafði gert sér
vonir um.
Dominique verður sífellt
taugaóstyrkari og dag nokkurn
fyrirfer hún sér í músíkher-
berginu, þar sem hún hafði
einkum fundið frið í píanóleik.
En nú er sagan rétt að byrja:
David hefur ekki lengið verið
einn á báti, þegar hann þykist
þess fullviss, að Dominique liggi
ekki kyrr.
TÓNLIST:
Inger Wik-
ström í Nor-
rœna húsinu
IIINN þekkti sænski pianóleikari
Inger Wikström heldur tónleika í
Norræna húsinu á mánudagskvöld
24. nóvember og hefjast þeir kl.
20.30.
Inger Wikström stundaði nám í
píanóleik í Stokkhólmi, Vínarborg og
Lundúnum. Aðeins sextán ára að
aldri kom hún fyrst fram með
Fílharmóníuhljómsveit Stokkhólms,
og kusu áheyrendur hana einleikara
ársins 1961. Hún kom fyrst fram í
London 1959 og í New York 1963 við
góðan orðstír. Síðan hefur hún farið
í langar hljómleikaferðir til flestra
Evrópulanda, Bandarikjanna, Sov-
étríkjanna, Suður-Ameríku, Israels
og Kína. Hún hefur leikið á tónlist-
arhátíðum í Stokkhólmi, Dubrovnik,
Spoleto og Vín. Árið 1977 stofnaði
hún norrænan tónlistarskóla í Öst-
erkár, utan við Stokkhólm.
Þetta er í fyrsta skipti, sem Inger
Wikström kemur fram á íslandi, og
á tónleikunum í Norræna húsinu
leikur hún sónatínu eftir sænska
tónskáldið Erland v. Koch og verk
eftir Grieg og Sjostakovitsj og eftir
hlé leikur hún ýmis þekktustu verk
Chopins.