Morgunblaðið - 22.11.1980, Page 31
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA?
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980
31
Sýningar um helgina
í dag opnaði þýski myndlistamaðurinn Rudolf Weissauer sýningu á
verkum sinum í Kalleriinu að BerK-staðastrœti 15. bar sýnir hann
vatnslita-, pastel- ok Krafíkmyndir. SýninKÍn er opin frá kl. 2—6 alla
daKa um óákveðinn tima. Myndin er af listamanninum við eitt verka
sinna.
Kjarvalsstaðir: Jón E. Guð-
mundsson sýnir högKmyndir úr tré,
málverk, vatnslitamyndir og teikn-
ingar í austursal. Sýningunni lýkur
30. þ.m.
Guðmundur Björgvinsson sýnir
55 pastelteikningar og 45 prentlita-
og tússmyndir. Sýningunni lýkur
30. þ.m.
Listasafn tslands: Yfirlitssýning
á verkum Svavars Guðnasonar.
Sýningin stendur til mánaðamóta.
Norræna húsið: Pinninn Pentti
Kaskipuro sýnir grafíkmyndir í
anddyri. Sýningin stendur til mán-
aðamóta.
Gallerí Langbrók: Sigrún Eld-
járn sýnir blýantsteikningar með
vatnsiitaívafi. Sýningin er opin
virka daga frá kl. 12—18 og stendur
til 5. desember.
FÍM-salurinn, Laugarnesvegi
112: Gunnlaugur Stefán Gíslason
sýnir vatnslitamyndir. Sýningin er
opin frá kl. 14—22 í dag og á
morgun en henni lýkur annað
kvöld.
Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3B:
Bókasýning. Sýndar bækur eftir
100 listamenn, bæði úrval íslenskra
bóka, sem Árni Ingólfsson hefur
valið, og úrval frá „Other books and
so“, safnbúð í Amsterdam. Opið frá
kl. 16—20 á virkum dögum, en
14—20 um helgar. Sýningin stend-
ur til 14. desember.
Ásmundarsalur: Jörundur Páls-
son sýnir 40 vatnslitamyndir og 5
eftirprentanir. Sýningin er opin frá
kl. 14—21 daglega og stendur til 2.
desember.
Epal, Siðumúla 20: Textilhópur-
inn sýnir tauþrykk. Sýningin
stendur fram yfir mánaðamót.
Bergstaðastræti 15: Þýski
myndlistamaðurinn Rudolf Weiss-
auer sýnir vatnslita-, pastel- og
grafíkmyndir. Sýningin er opin frá
kl. 2—6 alla daga um óákveðinn
tíma.
Á morgun opnar Jörundur Pálsson sýningu í Ásmundarsal við
Freyjugötu. Þar sýnir hann 40 vatnslitamyndir, flestar af Esjunni, en
tvær frá Þingvöllum, auk þess sem hann sýnir 5 eftirprentanir frá
svartlistarsýningu sem hann tók þátt í 1947. Sýningin stendur til 2.
desember og er opin frá kl. 14—21 daglega.
KJAItVALSSTAÐIR:
Túlka myndverk
með hreyfilist
í KVÖLD kl. 20.30 sýna tvíbura-
hræðurnir Ilaukur og lleiðar
Ilarðarsynir á Kjarvalsstöðum og
túlka myndverk Guðmundar
Björgvinssonar með hreyfilist.
í list sinni, sem bræðurnir nefna
„hreyfilist", beita þeir líkama sín-
um sem tjáningarmiðli til þess að
túlka myndverk á sýningunni, ým-
ist við undirleik tónlistar eða í
þögn.
Þeir hafa komið nokkrum sinnum
fram áður, m.a. á „Bláum mánu-
degi“ í Þjóðleikhúskjallaranum,
sem opnunaratriði hljómsveitar-
innar Þeys í Norræna húsinu og á
móti sem haldið var á Flúðum á
vegum Guðspekifélagsins. Túlkuðu
þeir tilfinningaáhrif sem þeir urðu
fyrir á hverjum stað, frá fólki og
umhverfi.
Haukur og Hörður Harðarsynir
leggja einnig stund á myndlist,
bæði grafík og vatnslitun, og árið
1977 sýndu þeir tréverk og vatns-
litamyndir á Loftinu við Skóla-
vörðustíg.
ÞAÐ VERÐUR sprett úr spori í
HoIIywood annað kvöld. Silfur-
kórinn kynnir þrællétta plötu
sina sem er nýkomin út. Methaf-
inn úr limlsVkoppni síðasta
sunnudags, Kristín Bragadótt-
ir, etur kappi við fyrrverandi
methafa. Haukur Morthens flyt-
ur log af nýrri plötu. Gestur
kvöldsins verður nýkjörin
„Ungfrú Hollywood“, ValKerður
Gunnarsdóttir. Módel 79 sýna
tiskuklæðnað og síðast en ekki
síst verður danssýning þeirra
Sóleyjar Jóhannsdóttur ok Gary
Kosuda frá Honululu, en mynd-
in hér að ofan er einmitt af þeim
á dansgólfinu i Hollywood.
Ein af höggmyndum þeim sem
Jón E. Guðmundsson sýnir á
Kjarvalsstöðum: Kríur með fisk.
Myndin er höggvin úr einum
trjábol og er úr islensku birki.
BRÚÐULEIKIIÚS:
Skugga-Sveinn á
Kjarvalsstöð um
Í DAG kl. 17 og á morgun kl. 15
sýna nemendur úr Leiklistar-
skóla ríkisins með leikbrúðum
kafla úr Skugga-Sveini í tilefni af
sýningu Jóns E. Guðmundssonar
í austursal Kjarvalsstaða, en þar
sýnir hann 17 höggmyndir úr
íslensku birki og 40 myndir,
málverk, vatnslitamyndir og
teikningar.
í anddyri Kjarvalsstaða hefur
verið komið fyrir litlu brúðuleik-
húsi sem vísar sýningargestum til
vegar og á veggjum eru brúður
sem Jón hefur gert vegna sýninga
á hinum ýmsu brúðuleikhúsverk-
um.
lfikfEiac;
REYKIAVlKUR
Grettir hlýtur
góðar viðtökur
ANNAÐ kvöld verður 5. sýning
Leikfélags Reykjavikur í Austur-
bæjarbiói á söngleiknum Gretti og
hefst hún kl. 21.30. Leikurinn hefur
hlotið afbragðsgóðar viðtökur og
mikil stemmning rikt á sýningum.
Ummæli blaðagagnrýnenda eru
yfirleitt á þann veg, að hér sé
bráðskemmtileg sýning á ferð, eigin-
lega „algert æði“. Það er Kjartan
Ragnarsson, sem leikur Gretti og
hlýtur mikið lof fyrir. Hann leikur,
syngur og dansar, allt frá því að
hengslast milli heimilis, skóla og
sjoppu, þar til hann — eftir smáhlið-
arspor á glötunarbrautinni — gerist
glæsileg sjónvarpsstjarna. Höfundar
Grettis eru Egill Ólafsson, sem
jafnframt fer með hlutverk sjón-
varpsdraugsins Gláms, Ólafur
Haukur Símonarson og Þórarinn
Eldjárn. Þursaflokkurinn sér um
alla tónlist í sýningunni og Þórhild-
ur Þorleifsdóttir hefur samið og
stjórnar hinum fjölmörgu dansatrið-
um. Leikstjóri er Stefán Baldursson.
Grettir (Kjartan Ragnarsson) sýnir pönkurunum. vinum sinum
(Andra Clausen og Aðalsteini Bergdal), krafta sina og skrautklæði.
IIALLGRIMSKIRKJA:
Tónleikar til stgrkt-
ar kirkjubyggingunni
í DAG gangast nokkrir tónlist-
armenn fyrir tónleikum i Hall-
grimskirkju og hefjast þeir kl.
17.00. Ágóði af þessum tónleikum
rennur i byggingarsjóð kirkjunn-
ar.
Flutt verður tónlist eftir F. Coup-
erin, J.S. Bach, G. Caccini, G.F.
Hándel, W.A. Mozart og J. Lang-
lais. Flytjendur eru Gunnar Kvar-
an, cello, Ágústa Ágústsdóttir, ein-
söngur og Manuela Wiesler ásamt
strengjatríói. Orgelleikari Antonio
Corveiras.
Kór Langholtskirkju ásamt einsöngvurum og stjórnanda.
KÓR LANGIIOLTSKIRKJU:
Tvennir tónleikar
í Háteigskirkju
UM HELGINA heldur Kór
Langholtskirkju tvenna tón-
leika i Háteigskirkju og verða
það fyrstu tónleikar kórsins á
þessu starfsári. Fyrri tónleikar
kórsins verða í dag og hefjast
kl. 17 og hinir síðari á morgun
á sama tíma.
Á efnisskránni verða tvær
kantötur eftir Johann Sebastian
Bach, kantata nr. 41, „Jesu, nun
sei gepreiset", og kantata nr.
147, „Herz und Munn und Tat
und Leben".
Einsöngvarar með kórnum
verða Ólöf K. Harðardóttir, Sól-
veig Björling, Garðar Cortes og
Halldór Vilhelmsson. Hljóm-
sveit skipuð hljóðfæraleikurum
úr Sinfóníuhljómsveit íslands
leikur undir.
Vetrarstarf Kórs Langholts-
kirkju hófst um miðjan septem-
ber og á þessum vetri verður
kórinn með sína reglulegu tón-
leika, þ.e. hausttónleika nú um
helgina, jólatónleika og vortón-
leika. Söngfélagar í Kór Lang-
holtskirkju eru nú 60 talsins.
Aðgöngumiðar verða seldir við
innganginn.
Stjórnandi Kórs Langholts-
kirkju er Jón Stefánsson.