Morgunblaðið - 22.11.1980, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980
Jafnvægi í fram-
leiðslu og sölu búvara
NÍTJÁN þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa la«t fram á Al-
þinjíi tillöKU til þinnsályktunar
um stefnumótun i landbúnaði.
Fyrsti flutninKsmaður er EkíII
Jónsson. Tillagan er svohljóð-
andi:
Alþingi ályktar að stefnumörkun
í málefnum landbúnaðarins skuli
óyftgjast á eftirfarandi grundvail-
aratriðum:
I. Treysta skal sjálfseignarábúð
bænda á jörðum. Eignarréttur ein-
staklinga og sveitarfélaga á landi
og hlunnindum verði verndaður.
Landbúnaðurinn verði jafnan met-
inn sem sjálfstæður atvinnurekst-
ur, þar sem framsýni og hyggindi
njóti sín og sú áhætta, sem felst í
rekstri og uppbyggingu, leiði til
aðhalds og ábyrgðar.
II. Grundvöllur landbúnaðar, er
felst í ræktun landsins, verði
treystur og verðmæti jarðargróð-
urs aukin með nýrri þekkingu og
tækni. Unnið verði markvisst að
aukinni hagkvæmni í landbúnaðin-
um ásamt fjölbreytni í framleiðslu
og fullvinnslu búvara.
III. Framleiðsla landbúnaðaraf-
urða miðist fyrst og fremst við það,
að fullnægt verði þörfum þjóðar-
innar fyrir neysluvörur og hráefni
til iðnaðar. Auk þess verði tekið
fullt tillit til þjóðhagslegs gildis
þeirra atvinnutækifæra annarra,
sem landbúnaðarframleiðslan veit-
ir.
IV. Áhersla verði lögð á að
treysta byggð í sveitum landsins.
Miðað verði við að hefðbundnar
búgreinar ásamt aukinni nýtingu
hlunninda fullnægi atvinnuþörf
sveitanna í núverandi mynd, en
nýjar búgreinar og aukin atvinnu-
tækifæri, m.a. í iðnaði og þjónustu-
greinum, auki á styrk byggðar í
sveitum landsins.
V. Landbúnaðinum verði búin
þau skilyrði, að unnt sé að tryggja
bændum sambærileg lífskjör við
aðrar fjölmennar stéttir þjóðfé-
lagsins.
VI. íbúum sveitanna verði með
lögum veitt sambærileg félagsleg
réttindi og þorri annarra þegna
þjóðfélagsins nýtur. Aukið verði
jafnræði í aðstöðu til mennta og í
þjónustu opinberra aðila án tillits
til búsetu.
VII. Gætt verði hófsemi í um-
gengni við landið og náttúru þess.
Tryggt verði, svo sem tök eru á, að
varðveitt séu sérstæð náttúrufyrir-
brigði, gróður, dýralíf og hlunnindi.
Öllum verði gefinn kostur á að
njóta samskipta við náttúru lands-
ins og séð verði fyrir opnum
svæðum til útivistar, þjóðgörðum
og tjaldstæðum.
Til að unnt sé að ná framan-
greindum markmiðum er m.a. bent
á:
1. Gerðar verði markvissar
ráðstafanir til að koma á jafnvægi
í framleiðslu og sölu búvara. Sam-
tök bænda fái víðtækar heimildir
til að stjórna framleiðslu landbún-
aðarvara í samræmi við þarfir
markaðarins á hverjum tíma.
I þessu sambandi er lögð áhersla
á:
a. Heimilt verði að leggja gjald á
allt innflutt kjarnfóður, er að
upphæð verði svipað og nemur
útflutningsbótum á kjarnfóðri frá
viðskiptalöndum okkar.
b. Á meðan það ástand varir i
landbúnaðinum, að heimildir til
útflutningsbóta nægja ekki til að
verðbæta útfluttar búvörur verði
heimilt að leggja á sérstakt gjald á
hámarksnotkun kjarnfóðurs, er
miðist við framleiðslu og bústofn.
Á meðan kvótakerfi er í fram-
kvæmd verði þau bú, sem eru með
svipaða eða minni framleiðslu en
grundvallarbú verðlagsgrundvallar
og ekki hafa umtalsverðar tekjur
annars staðar frá, undanþegin
framleiðslukvóta og sérstakt tillit
verði tekið til frumbýlinga og
þeirra annarra bænda, sem fjárfest
hafa í landbúnaði á síðari árum.
c. Heimildir verði áfram í lögum
um verðmiðlun búvöru.
d. Samtökum bænda verði veitt-
ar heimildir til að skipuleggja og
hagræða framleiðslu búvara innan
héraða og framleiðslusvæða. í því
sambandi er áhersla lögð á að
markaðsþörf innanlands sé alls
staðar fullnægt.
2. Til að auðvelda framleiðend-
um búvara aðlögun að breyttri
skipan framleiðslumála og til að
koma í veg fyrir snöggar breyt-
ingar í landbúnaðarframleiðslunni,
sem hefðu í för með sér erfiðleika í
rekstri, er m.a. leiddi til skorts á
búvörum, þegar framleiðsla þeirra
er í lágmarki, verði sú útflutnings-
framleiðsla, sem ekki nýtur verð-
bóta, að hluta verðtryggð.
Árið 1980 nemi sú verðtrygging
60% af umframframleiðslunni, ár-
ið 1981 40% og þegar þessu fyrir-
komulagi lýkur árið 1982 nemi
hlutdeild verðtryggingarinnar að-
eins 20% af óverðtryggðri fram-
leiðslu búvara.
Tillaga Egils
Jónssonar og
18 meðflutn-
ingsmanna
3. Þeirri heimild, sem nú er í
lögum um verðtryggingu búvara til
útflutnings, verði breytt þannig, að
heimiluð sé greiðsla til ákveðinna
framleiðsluþátta á frumstigi.
Heimildir til viðmiðunar verði inn-
an þess ramma sem nú er, og nái
ekki til nýrra búgreina. Jafnframt
verði tryggt að þær greiðslur hafi
áhrif til lækkunar á framleiðslu-
kostnaði búvara.
I þessu sambandi kemur m.a. til
greina:
a. Greiðsla til Áburðarverk-
smiðju ríkisins til að lækka verð á
tilbúnum áburði.
b. Greiðsla vegna fjármagns-
kostnaðar.
c. Niðurgreiðsla á vinnsluvörum
á markað innanlands til að auð-
velda sölu þeirra, t.d. til þarfa
iðnaðarins.
d. Beinar greiðslur til bænda,
sbr. þingsályktun um beinar
greiðslur til bænda, sem samþykkt
var á Alþingi fyrir ári.
4. Þar sem á vissum svæðum
landsins á sér enn stað eyðing
gróðurlendis og ísland er sérlega
vel fallið til grasræktar, skiptir það
höfuðmáli að bæta og vernda
gróðurfar í byggð og óbyggð. Með
hliðsjón af þeirri vitneskju sem
fengist hefur með tilraunum og
rannsóknum, ber að hraða úttekt
gróðurlendisins svo að unnt verði
að ákvarða nýtingu þess og koma í
veg fyrir ofbeit þar sem hún kann
að eiga sér stað.
Stórátak verði gert til að tryggja
heyverkun í landinu með aukinni
votheysverkun og súgþurrkun.
Jafnframt verði komið á skipu-
lagðri uppbyggingu fóðuriðnaðar,
er miði að því að í iandinu verði að
mestum hluta framleitt það fóður
sem þörf er fyrir innanlands.
5. Gert verði öflugt átak í mark-
aðsmálum landbúnaðarins. Þess
verði freistað að ná samningum við
stjórnvöld í helstu viðskiptalönd-
um okkar um að fá fellda niður
innflutningstolla af íslenskum
landbúnaðarafurðum, m.a. í tengsl-
um við aðra viðskiptasamninga.
Gert verði skipulagt átak í að
fullvinna innanlands þær landbún-
aðarvörur, sem nú eru fluttar
óunnar úr landi, t.d. gærur og ull,
og auka þannig verðmæti útfluttra
landbúnaðarvara stórlega. Skipu-
lag á sölu- og markaðsmálum
landbúnaðarins, er lýtur að út-
flutningi búvara, verði tekið til
endurskoðunar m.a. með það fyrir
augum að tryggja bændasamtök-
unum beina aðild að framkvæmd
þeirra mála.
6. Lánamál landbúnaðarins
verði tekin til endurskoðunar. Þar
verði m.a. athugað hvaða áhrif
núverandi lánareglur, er fela í sér
fulla verðtryggingu, hafa á rekstur
Stofnlánadeildar landbúnaðarins.
Jafnframt verði kannað að hve
miklu leyti Lífeyrissjóður bænda
Mengunarrannsóknum í innanverðum Eyjafirði lokið:
Mengun reyndist minni
en óttast haíði verið
Lokið er nú mengunarrannsókn-
um í innsta hluta Eyjafjarðar,
einkum Akureyrarpolli, sem Nátt-
úrugripasafnið á Akureyri stóð
fyrir að beiðni heilbrigðisnefndar
Ákureyrar, og hafa niðurstöður
verið lagðar fyrir heilbrigðisnefnd
og bæjarstjórn. Rannsóknirnar
hafa staðið lengst af síðasta ára-
tug, verið afar yfirgripsmiklar og
þar að auki verið brautryðjenda-
verk á þessu sviði hér á landi.
Meginniðurstöður eru þær, að
mengunaráhrifa gæti minna á
rannsóknarsvæðinu en menn
höfðu talið ástæðu til að óttast, en
hins vegar kemur fram, að vá er
fyrir dyrum, ef ekki verður gripið
til hreinsunar skolps á Akureyri
fljótlega, auk annarra fyrirbyggj-
andi ráðstafana.
Á árunum 1960—1970 komu
fram raddir um að mikilla meng-
unaráhrifa gætti í Akureyrarpolli
og innsta hluta Eyjafjarðar. Tóku
sumir svo djúpt í árinni að segja
að Pollurinn væri líflaus orðinn og
rotin leðja í botni hans. Árið 1969
var sett bann á netalagnir og
fyrirdrátt í landhelgi bæjarins, af
heilbrigðisástæðum. Árið 1970
samþykkti bæjarstjórn Akureyrar
að láta fara fram könnun á
mengunarástandinu í sjó og vötn-
um við Akureyri og var heilbrigð-
isnefnd bæjarins falið að sjá um
það verk Vorið 1971 leitaði heil-
brigðisnefndin svo til Náttúru-
gripasafnsins á Akureyri og
beiddist þess að það skipulegði
rannsóknirnar og sæi um fram-
kvæmd þeirra.
Safnið var á margan hátt van-
búið undir slíkt verkefni og skorti
flest sem til þurfti, svo sem tæki
til söfnunar, upplýsingarit og þó
fyrst og fremst reynslu, enda
höfðu slíkar rannsóknir aldrei
verið gerðar fyrr hérlendis. Því er
óhætt að segja að það tók verkefn-
ið að sér með hálfum huga.
Á grundvelli frumrannsókn-
anna 1971 var svo gerð áætlun um
framhald mengunarrannsókn-
anna, sem áætlað var að stæðu í
allt að fimm ára tímabil. Lögð var
áhersla á að könnunin yrði alhliða
og tæki til sem flestra þátta
sjófræði, efnafræði, gerlafræði og
líffræði. Leitað var til ýmissa
stofnana um framkvæmd vissra
rannsóknaþátta eða hluta af þeim.
Þannig tók Rannsóknastofa Norð-
urlands að sér efnagreiningar að
hluta, ásamt rannsóknastofu Haf-
rannsóknastofnunar í Reykjavík.
Rannsóknastofa Mjólkursamlags
KEA tók að sér ræktun og taln-
ingar á gerlum, Líffræðistofnun
Háskóla Islands tók að sér rann-
sókn á botndýrum og sjóplöntu-
stofnun Sorbonne-háskóla í París
tók að sér könnun á þörunga-
gróðri. Auk þess tóku nokkrir
einstaklingar að sér verkefni.
Svend-Aage Malmberg (Ha-
frannsóknastofnun) mældi
strauma, Erlingur Hauksson sjáv-
arlíffræðingur kannaði botndýr
o.fl. Karl Gunnarsson (Hafranns-
óknastofnun) safnaði þörungum
og Sigurður Hallsson verkfræð-
ingur kannaði úrgangsefni frá
iðjuverum í bænum.
Af hálfu Náttúrugripasafnsins
hafa fyrst og fremst hinir föstu
starfsmenn þess unnið við rann-
sóknirnar, einkum við sýnatökur,
ýmiss konar úrvinnslu og skýrslu-
gerð, ásamt fjölritun á skýrslum.
Helgi Hallgrímsson hafði umsjón
með rannsóknunum fyrsta árið
(1971) og aftur á árunum 1977—
1980, en Hörður Kristinsson ann-
aðist þær í millitíðinni, árin
1972—1976, en það var hið eigin-
lega framkvæmdatímabil rann-
sóknanna, enda var þeim að mestu
lokið um 1975, eins og ráð var gert
fyrir. Úrvinnsla og skýrslugerð
fóru hins vegar að mestu fram á
árunum 1975—1980. Auk ofan-
greindra starfsmanna hafa þeir
Hálfdán Björnsson og Sigurður B.
Jóhannesson unnið við rannsókn-
irnar á vegum safnsins. Hafnar-
stjórinn á Akureyri lagði til bát
við söfnun sýna.
Frá upphafi rannsóknanna var
við það miðað, að greint yrði frá
niðurstöðum rannsóknanna í
skýrslum sem síðan yrðu fjölritað-
ar á vegum safnsins. Hafa safninu
nú borist sjö skýrslur sem unnar
hafa verið þannig og gefnar út, og
eru þær skráðar hér á eftir:
1. Skýrsla um frumathuganir á
mengun í Eyjafjarðarbotni
sumarið 1971, eftir Helga Hall-
grímsson og Hörð Kristinsson.
Fjölrit Náttúrugripas. nr. 1.
(1971).
2. Botndýr i Akureyrarpolli, e.
Agnar Ingólfsson, Arnþór Garð-
arsson og Svein Ingvarsson. Fjöl-
rit N. nr. 3. (1972).
3. Rannsóknir á Coligerlum, súr-
efni, nitrati og fosfati í Akureyr-
arpolli 1971-1974, e. Hörð Krist-
insson. Fjölrit N. nr. 5. (1975).
4. Straummælingar við Oddeyr-
artanga í Eyjafirði, e. Svend-
Aage Malmberg. Fjölrit N. nr. 7
(1978).
5. Könnun á botndýralífi i innan-
verðum Eyjafirði, e. Erling
Hauksson. Fjölrit N. nr. 9 (1979).
6. Botnþörungar i innanverðum
Eyjafirði, e. Karl Gunnarsson.
Fjölr. N. 8 (1979).
7. Könnun á fjörudýralifi i inn-
anverðum Eyjafirði, e. Erling
Hauksson. Fjölrit N. nr. 10. (1980).
Samtals eru þessar skýrslur um
100 lesmálssíður, 85 myndasíöur
og um 20 töflusíður. í þeim er að
finna mikinn fróðleik um eðli og
efnasamsetningu og þó fyrst og
fremst um lífríki sjávarins í
innfirðinum. Þessi fróðleikur hef-
urekki aðeins gildi fyrir sjálft
verkefnið, rannsókn mengunar,
heldur hefur hann mikið almennt
náttúrufræðilegt gildi. Þegar
rannsóknirnar voru gerðar hafði
enginn íslenzkur fjörður verið
kannaður jafn vel, en nú hafa
nokkrir firðir á SV.-landi verið
kannaðir sambærilega.
Helstu niðurstöður rannsókn-
anna eru þessar:
1. I yfirborðslagi Pollsins og
innsta hluta fjarðarins (innan
Krossaness) eru áhrif skólp-
mengunar auðsæ, einkum með
vesturlandinu, næst útrásum
skólpsins og í lygnum víkum.
Áhrifin koma m.a. fram í: —
a) Miklu magni saurgerla í