Morgunblaðið - 22.11.1980, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980
Minning:
Ásta Kristjáns-
dóttir Keflavík
Fædd 9. nóvember 1914.
Dáin 8. nóvember 1980.
Ásta í Holti er látin. Hún var
fædd 9. nóvember 1914 í Holti,
Keflavík, sem þá lá við Templara-
sund 7, síðar Kirkjuveg 7. Foreldr-
ar hennar voru þau Guðrún Jóns-
dóttir frá Akri í Innri Njarðvík og
Kristján Sveinsson (Stjáni blái).
Ásta ól alla sína bernsku í
Holti, ef bernsku skyldi kalla.
Skömmu eftir 7. afmælisdag
hennar eða 17. nóvember 1921
drukknar faðir hennar frá konu og
4 börnum. Var hann á leið úr
kaupstaðarferð til Hafnarfjarðar
þar sem ýmissa brýnustu nauð-
synja vetrarins hafði verið aflað
Strax næsta sumar var Ásta farin
að breiða fisk.
Á næstu árum er reynt að afla
heimilinu tekna með ýmsum ráð-
um, eins og við að beita og stokka
upp bjóð. Aðeins 11 ára er hún
byrjuð að vaska fisk. 350 fiska
vaskaði hún fyrsta daginn. Dágott
af 11 ára stúlkubarni.
Á þessum árum búa um 500
manns í Keflavík. Allt byggist á
fiskveiðum, sem eru mjög árstíða-
bundnar. Bátar eru svo til undan-
tekningarlaust undir 10 tonnum,
og eru gerðir út aðeins 6—8
mánuði ársins, þegar fiskigengd
og gæftir leyfa. Atvinnuleysi var
því alltaf af og til — einkum þegar
saltfiskurinn seldist illa.
Ásta minntist þess þó ekki að
hafa verið án atvinnu. Aðeins í
tvígang vann hún vinnukonustörf
(á táriingsárum sínum), sem stúlk-
ur tóku oft, þegar annað bauðst
ekki. Strax á unga aldri varð hún
því eftirsóttur vinnukraftur.
Framan af aldri vann hún svo
til eingöngu við margskonar fisk-
verkun, aðallega í H/F Keflavík.
17—18 ára fór hún í fyrsta skipti á
síld norður á Siglufjörð. Næstu
sumur verður hún með eftirsótt-
ustu söltunarstúlkunum fyrir
norðan. Enda var hún þegar orðin
karlmaður að hreysti og þreki.
Á þessum árum (1930—1947)
vann Ásta ekki eingöngu við
fiskverkun, því tvívegis og alls í
5—6 ár vann hún við saumastörf.
Átti hún forláta saumavél, sem nú
er orðin hálfgerður safngripur. 2
sumur var hún einnig kokkur á
síldarbátum.
Um 1947 flytur hún til Reykja-
víkur og var þar í 7—8 ár. Vann
hún fyrst og fremst á Kirkjusandi,
annaðhvort við fiskverkun eða í
mötuneytinu. Þar kynntist hún
eiginmanni sínum Ólgeiri Egg-
ertssyni, sem var um áratugaskeið
vélstjóri hjá Tryggva Ófeigssyni.
Eftir að Ásta sneri til átthag-
anna aftur vann hún um 10 ára
skeið í ýmsum frystihúsum stað-
arins. Um 1965 hóf hún störf á
Keflavíkurflugvelli og vann þar
fram til 1978, aðallega í mötuneyti
hersins. Var hún þá farin að
kröftum eftir 60 ára ævistarf. Fór
einkum að bera á þreytu og
þrekleysi síðustu 5—10 árin. 1978
ákvað hún að sinna Olgeiri eigin-
manni sínum alfarið en hann
þurfti þá mjög á umhyggju henn-
ar að halda eftir bílslys og hjarta-
slag, sem hann náði sér aldrei
eftir.
Fyrst eftir heimkomu Ástu 1955
fór undirritaður að kynnast þess-
ari stórfrænku sinni eitthvað að
ráði. Jólagjafirnar höfðu að vísu
minnt á þessa gjöfulu og rausnar-
legu konu í Reykjavík, en enn
höfðu engin kynnti tekist með
okkur. Á þessu áttu eftir að verða
snör umskipti á næstu árum.
Upphaf atvinnusögu minnar er
t.d. nátengt henni. Ekki nóg með
að hún hafi upphaflega útvegað
mér atvinnu heldur tryggði hún
einnig, að ég fengi þann kaup-
taxta, sem eðli vinnunnar krafð-
ist. í Páskahrotunni 1959, þá 11
ára, vann ég mér inn mín fyrstu
laun. Eftir þetta varð Ásta í Holti
mín baktrygging fyrir því, að ég
fengi vinnu í frystihúsum næstu
sumur. Síðar meir áttu vinnulaun
þessa tíma eftir að koma að
ómetanlegu gagni á skólaferli
mínum.
Ásta átti mikinn fjölda vina og
kunningja. Um árabil skrifaði ég á
annað hundrað jólakort og pakk-
aði slíkum fjölda af jólagjöfum
fyrir hana að útilokað var að
halda tölu á.
Hún var einnig mjög félagslynd.
Á yngri árum tók hún virkan þátt
í íþróttum eins og sundi, hand-
bolta, glímu, hástökki og hesta-
mennsku. Var hún hvarvetna
fremst í flokki enda vel vaxin til
íþróttaiðkana. 1930 fór hún t.d.
með íþróttaflokki á Þingvallahá-
tíðina.
Ásta var einnig virk í störfum
verkakvennafélagsins, sat þar í
stjórn og sótti nokkur ASI-þing.
Hún andaðist á Landakotsspít-
ala í Reykjavík, hinn 12. nóvember
1980, þrotin að kröftum
Jóhanna var fædd að Efri Mið-
vík í Aðalvík, hinn 21. ágúst árið
1891, dóttir hjónanna Sigríðar
Kristjánsdóttur og Bjarna Þor-
steinssonar.
Aðeins 4 af systkinunum, börn-
um þeirra hjóna, komust til full-
orðinsára og voru þau Jóhanna,
sem var þeirra elst, Þorsteinn,
Margrét og Kristín, kona þess er
þetta ritar.
Jóhanna giftist Guðmundi Jóni
Guðnasyni úr Hælavík hinn 2.
september 1922 og bjuggu þau
hjón á ýmsum stöðum vestra, unz
þau fluttust suður á land á síðari
stríðsárunum, fyrst til Keflavíkur
en síðan á dvalarheimilið Hrafn-
istu í Reykjavík og dvöldu þar til
æviloka, en Guðmundur andaðist
fyrir nokkrum árum.
Þau hjónin eignuðust 4 börn og
eru þau Bjarney Sigríður, kona
Ögmundar Þorsteinssonar verka-
manns í Reykjavík, Guðrún Soffía,
Hún kunni manna best að
skemmta sér og var mikil dans- og
söngkona. Rödd hennar átti sér
engan líka. Að auki kunni hún
gífurlegt magn af bundnu máli,
sem sýndi mikla næmni, þrátt
fyrir stutta skólagöngu. Frásagn-
argáfu hennar var viðbrugðið og
hlátur hennar mun lengi lifa í
endurminningunni.
Ásta var ör í skapi og gat
stundum verið fljótráð. Hún var
strangheiðarleg og tvöfeldni var
ekki til hjá henni. Hún var fljót að
fyrirgefa og erfði aldrei neitt við
neinn.
Fyrir tæpu ári eða 13. desember
1979 lést Olgeir eiginmaður Ástu.
Hér urðu viss kaflaskil í lífi
hennar. Allt frá fráfalli föður
hennar 1921 hafði vinnan og sá
félagsskapur sem fylgdi henni
verið ríkjandi lífsmynstur hjá
Ástu. Nú fór í hönd tími athafna-
leysis og einsemdar, þrátt fyrir að
hún hitti hvern dag fjölda vina og
kunningja. í sinni hinstu kveðju
til allra vina segir hún að sér
leiðist. Síðast þegar ég hitti hana
hvatti hún mig til að eignast mörg
börn. Ástu varð engra barna
auðið.
Þessi háa, granna og tígulega
kona, þessi Salka Valka Keflavík-
ur verður í dag til moldar borin.
Það verður sjónarsviptir að henni.
ST
kona Kristófers Jónssonar verka-
manns í Reykjavík, sem er látinn,
Kjartan Hafsteinn blikksmíða-
meistari á Akranesi kvæntur Auði
Elíasdóttur frá Þingeyri og Herdís
Salbjörg, kona Sigurjóns Jóhann-
essonar skólastjóra á Húsavík.
Gott var að koma til Jóhönnu og
Guðmundar og eigum við hjónin
margar unaðslegar endurminn-
ingar um þau og kveður nú konan
mín elskulega systur sem gekk
henni í móðurstað, þegar hún
missti móður sína barn að aldri.
Efst í huganum er þakklæti fyrir
allt og allt, kærleika og tryggð.
Elskuleg móðir, tengdamóðir,
systir, amma, langamma og
frænka er kært kvödd, einnig af
öðrum ástvinum og vinum, og er
ég á meðal þeirra.
Ef Jóhanna mætti mæla, þá
mundi hún þakka fyrir allt og allt,
öllum ástvinum og vinum og
sömuleiðis hjúkrunarfólkinu á
Hrafnistu, sem annaðist hana
síðasta spölinn. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Bjarni Þóroddsson.
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargrcinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast i
siðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi. Þess skal einnig getið,
af marggefnu tilefni, að frum-
ort Ijóð um hinn látna eru
ekki birt á minningarorðasið-
um Morgunblaðsins. Handrit
þurfa að vera vélrituð og með
góðu Ifnuhili.
+ Faöir okkar
JÓHANN FERDINAND GUNNLAUGSSON
fré Dalvík, Síöumúla 21, lést í Landakotsspítala 20. nóvember. Jaröarförin auglýst síöar. Börn hins létna.
+ Sonur minn, stjúpsonur og bróöir.
STURLA SNORRASON,
Goöalandi 2,
andaöist í Borgarspítalanum fimmtudaginn 20. nóvember.
Sigrún Jóhannesdóttir, Geir Runólfsson,
Björg J. Snorradóttir, Arndís Snorradóttir. Krístín Snorradóttir,
+
Móðir okkar
SIGRÍÐUR E. HJARTAR
fré Þingeyri,
lést að Hrafnistu 21. nóvember.
Fyrir hönd vandamanna,
Margrót og Hjörtur Hjartar.
Faöir minn.
MAGNÚS HÓLMGEIR SVEINSSON
fré Akureyrí,
lést að heimili sínu 18. þessa mánaöar.
Svava Magnúsdóttir.
+
Bróðir okkar,
Halldór Sigmundsson,
innheimtumaöur,
Grettisgötu 79,
sem lést í Landspítalanum 13. þ.m., verður jarösunginn
Fossvogskirkju mánudaginn 24. nóvember kl. 1.30.
Sólveig Sigmundsdóttir,
Sigurjón Sigmundsson,
Vilborg Sigmundsdóttir.
frá
+
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim, er sýndu okkur samúö og
hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
INGIBJARGAR SIGRÍOAR BJÖRNSDÓTTUR,
Norðurbrún 34,
éöur Skúlagötu 170.
Björg Pálína Jóhannsdóttir, Halldór Kristinsson,
Sigurrós Jóhannsdóttir,
Björn Jóhannsson,
Hannes Jóhannsson,
Jónína Jóhannsdóttir,
RagnarJóhannsson
og barnabörn
Friögeir Sigurgeirsson,
Efemía Halldórsdóttir,
Ingolf Ágústsson,
+
Fööursystir mín,
JOHANNA BENEDIKTSDÓTTIR.
Hrafnístu,
éöur Samtúni 30,
andaöist 20. nóvember.
Valgeröur Björnsdóttir.
+
Eiginmaóur minn og faöir okkar,
STEINN INGI ARNASON,
sem lést af slysförum 18. nóvember, veröur
frá
jarösunginn
ísafjaröarkirkju, miövikudaginn 26. nóvember kl. 2 e.h.
Minningarathöfn veröur í Fossvogskirkju mánudaginn 24. nóv-
ember kl. 10.30 f.h.
Blóm og kransar afþakkaöir, en þeim, sem vildu minnast hans, er
vinsamlegast bent á Styrktarfélag vangeflnna.
Kolbrún Þorvaldsdóttir og synir.
+
Alúóarþakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall og
jaröarför bróöur okkar,
BJARNA EYJÓLFS MARTEINSSONAR.
Systkinin.
Jóhanna Bjarnadótt-
ir — Minningarorð