Morgunblaðið - 22.11.1980, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980
39
Arni Jón Einarsson
frá Flatey - Minning
Það var m Drottinn mjúkum hondum lyki,
um lifsins perlu á gullnu augnablikl.
T.G.
Það eina sem við lifandi verur
eigum víst í þessari tilvist okkar
er dauðinn. Okkur þeim yngri
finnst það ef til vill skelfileg
staðreynd ef við veltum málinu
fyrir okkar en suraura er dauðinn
þó líkn í þraut og kærkomin hvíld.
Ég held að þannig hafi því verið
varið með Árna Jón Einarsson
sem kvaddur er nú.
Hann fæddist 3. apríl 1893 að
Fossi á Barðaströnd, sonur ábú-
enda þar, hjónanna Jarþrúðar
Guðmundsdóttur og Einars Guð-
mundssonar. Tvíburabróðir Árna
var Guðmundur Jóhann en áður
hafði þeim hjónum fæðst sonur,
Árni, sem var látinn aðeins fárra
ára. Tvíburabræðurnir ólust upp
ásamt systkinum sinum. Þórarni
sem nú er einn eftirlifandi af þeim
systkinum og búsettur í Reykjavík
og Guðrún sem drukknaði ásamt
Hrefnu dóttur sinni og fleirum
þegar m.b. Oddur fórst í Breiða-
firði vorið 1954. Á sama hátt og
þeir tvíburarnir Árni og Guð-
mundur litu dagsins ljós svo til
samtímis leið aðeins hálfur sólar-
hringur frá því að Guðmundur
andaðist á sjúkrahúsi Patreks-
fjarðar og þar til Árni andaðist á
sjúkrahúsi Akraness eftir langa
og stranga legu.
Eins og tíðkaðist með börn þess
tíma fór Árni snemma að taka til
hendinni við hin ýmsu störf jafnt
á landi og sjó. Ungur fór hann til
Hergilseyja þar sem hann kynnt-
ist konuefni sínu Guðbjörgu Jóns-
dóttur ættaðri úr Strandasýslu f.
23. september 1896 d. 16. septem-
ber 1971. Þau gengu í hjónaband
árið 1917 og hófu búskap í Holti á
Barðaströnd og fluttu síðan til
Hergilseyjar. Árið 1930 fluttu þau
til Flateyjar á Breiðafirði þar sem
Árni átti lögheimili æ síðan.
Árni þótti snemma hagur jafnt
á tré sem járn. Marga báta
smíðaði hann um ævina, einn og
með öðrum, og gerði við báta af
öllum stærðum og gerðum.
Auk þess gerði hann við vélar
allt frá stærstu bátavélum að
smæstu úrverkum. Mér er hann
minnisstæður þar sem hann sat
löngum við úraviðgerðir og hafði
fest við annað augað stækkunar-
gler. Það gler var mikill leyndar-
dómur.
Þau hjón Árni og Guðbjörg
eignuðust 4 börn, Bergþóru sem
býr í Kópavogi, Önnu Aðalheiði en
hún andaðist árið 1959, Sigurjón
sem kvæntur er Svanhvíti Bjarna-
dóttur og býr á Patreksfirði og
Hafliða Arnberg en hann andaðist
1977. Auk þeirra átti Árni dóttur,
Elísabetu sem býr í Reykjavík.
Leiðir Árna og Guðbjargar
skildu eftir rúmlega 30 ára hjú-
skap og eftir það hélt hann heimili
með Hafliða syni sínum og Berg-
þóru og hennar fjölskyldu þar til
þau fluttu frá Flatey. Eftir það
bjuggu þeir feðgar einir. Meðan
Árna entist heilsa bjó hann allt
árið í Flatey en fór síðan að hafa
vetursetu annarsstaðar, ýmist hjá
börnum sínum á Patreksfirði og
fyrir sunnan eða hjá Guðmundi
bróður sínum og hans fólki á
Brjánslæk. En strax og voraði fór
hann til Flateyjar á ný og hófst
handa við undirbúning vorstarf-
anna, en þau voru selaveiðar og
dúntekja.
Árni var nokkuð hress fram
undir áttrætt en upp frá því fór
heilsu hans ört hrakandi. Eftir
það fór að líða á sumar, ár hvert,
áður en hann treysti sér til að
takast á hendur ferð til Flateyjar,
en þó var hugurinn þar alla tíð.
Síðast var hann þar sumarið 1976,
þegar hann fór þaðan suður varð
honum að orði að líklega ætti
hann þangað ekki afturkvæmt.
Förinni var heitið til Kópavogs
þar sem meiningin var að hann
yrði hjá dóttur sinni. Akranes var
hugsaður áningarstaður, en dvölin
þar varð lengri. Hann dvaldi við
hina bestu umönnun á heimili
Auðar dótturdóttur sinnar og
manns hennar Elí Halldórssonar
þar til í desember á sl. ári að hann
fór á sjúkrahús Akraness.
í júlí sl. slasaðist hann og komst
aldrei á fætur eftir það. Á sjúkra-
húsinu var mjög vel um hann
hugsað og það þakka aðstandend-
ur hans nú.
Árni var vel meðalmaður á hæð
og þéttvaxinn á sínum bestu árum,
myndarlegur og bar sig með reisn
fram á háan aldur. Hann var
skapmikill og fastur fyrir og
flíkaði lítt tilfinningum sínum. Ég
held að fáir hafi séð honum
brugðið á sorgarstundum, þó hafði
hann sterkar tilfinningar til ætt-
ingja sinna og afkomenda og bar
þeirra hag fyrir brjósti. Hann var
vel greindur, víðlesinn og sjálf-
menntaður, stoltur og traustur og
ávann sér virðingu samferðar-
manna sinna. Honum var ekki
gefið um fjas eða fánýta hluti og
gat í fáum orðum sagt svo margt
að minnisstætt verður. Hann var
vel ritfær og ólatur við að skrifa,
bæði minnisatriði, ættfræðiágrip
sem hann skráði þegar hann var
um áttrætt, og sendibréf til ætt-
ingja og vina. Ég á í fórum mínum
nokkur bréf skrifuð á síðustu
árum hans í Flatey. Þau hafa að
geyma heilræði til mín og minna,
byggð á reynslu langrar ævi,
vangaveltur um lífið og tilveruna
og greinilegt var að hann undi
löngum við það að rifja upp
gamlar minningar, skoða myndir
og lesa bréf frá börnum og barna-
börnum.
Hann fann sárt til þess að hafa
ekki getað gert allt það sem hann
hefði viljað fyrir börn sín og aðra
þá er honum stóðu næst. En í
mínum augum, dótturdóttur hans,
er hann sá sem allan vanda leysti
og allra götu greiddi. Þess er gott
að minnast.
í dag þegar við kveðjum Árna
Jón Einarsson, þökkum við ástvin-
ir hans honum fyrir allt og
sendum um leið okkar innilegustu
samúðarkveðjur til fjölskyldu
Guðmundar Jóhanns Einarssonar
og biðjum báðum bræðrunum
blessunar Guðs.
Freyja K. Þorvaldsdóttir.
Tímarit Norska arkitekta-
félagsins „Byggekunst“ fjall-
ar um byggingalist á íslandi
í NÝÚTKOMNU hefti af
„Byggekunst“ tímariti norska
Arkitektafélagsins er fjailað
sérstaklega um byggingalist á
íslandi. fyrr og nú. Meðal efnis i
heftinu má nefna greinar um
skipulagsmál og byggingalist á
íslandi auk þess sem sýnd eru
nokkur dæmi um nýiegar bygg-
ingar. og grein er eftir kanad-
iska prófessorinn Carmen Corn-
eil um sýningu Arkitekta-
félagsins, sem haldin var i
Ásmundarsal á sl. sumri og
tæpast hefur verið um fjallað
fyrr á opinberum vettvangi.
Ástæða er til að vekja athygli
þeirra, sem áhuga hafa á bygg-
ingalist, á þessu vandaða tíma-
ritshefti og jafnframt því, að
gert er ráð fyrir að framhald
verði á birtingu íslensks efnis í
ritinu.
Tímaritið er fáanlegt í Bóka-
verslun Máls og menningar,
Bókaverslun Sigfúsar Ey-
mundssonar, Bóksölu stúdenta
og á Akureyri hjá Bókval, enn-
fremur á skrifstofu Arkitektafé-
lags íslands, Freyjugötu 41.
FréttatilkynninK.
BLðM /éyv:
VIKUNNAR k(\ \\s''
UMSJÓN: ÁB. ®
Kvistir IV
(Spiraea)
Víðikvistur (Spir. salici-
folia) sem vex villtur víöa
um Evrópu er líklega harö-
gerastur allra kvistanna,
jafnvel í mögrum og þurr-
um óræktarjarðvegi. Hann
veröur um 1 metri á hæö
og blómstrar daufbleikum
blómum síöla sumars. Ekki
telst hann neinn fyrirmynd-
ar garörunni og veltur því
helst aö hann skríöur vítt
og breitt um meö rótar-
sprotum og lætur ófriö-
lega.
Billard skóp í Frakklandi
um miðja síöustu' öld.
Hann er talinn betri garö-
runni en báðir foreldrarnir,
skríöur ekki eins mikiö og
blómstrar lengur. Erlendis
er hann talinn svipaöur á
hæö og dögglingskvistur-
inn, en hér veröur hann
sjaldan meira en 1 metri.
Er klipptur mikiö niöur eftir
blómgun. Ekki get ég stillt
mig um, svona í lokin, aö
nefna einn kvist, sem ég
hef mikið dálæti á, en þaö
Spiraea douglasii — Dögglingskvistur.
Dögglingskvistur (Spir.
douglasii) er rauöblómstr-
andi tegund frá Noröur-
Ameríku, sem í heimkynn-
um sínum verður á 3.
metra á hæö og blómstrar
síösumars. Þær plöntur
sem hér ganga undir þessu
nafni eru þó líklega flestar
rangnefndar og munu vera
blendingar, líklega á milli
úlfakvists og dögglings-
kvists. Þekktastur þeirra
blendinga mun vera:
Úlfakvistur (Spir. billar-
dii) sem maöur aö nafni
er blendingur á milli
dögglingskvists og Jap-
anskvists og hefur hér ver-
ið nefndur: Potsdam-
kvistur (Spir. sanssouci-
ana) eöa Spir. nobleana.
Þetta er Ijómandi fallegur
runni, um 60—70 sm á
hæö og blómstrar síðsum-
ars rósrauöum blómum í
þéttum pýramídalöguðum
klösum á greinaendunum.
Hann viröist haröger hér
en er lítt reyndur og mætti
aö mínum dómi sjást víöar.
Ó.B.G.
r
1
Hátíðarguðsþjónusta
Nýju postulakirkjunni
t
Þökkum auðsýnda samúö vlö fráfall og jaröarför fööur okkar og
tengdafööur,
ÞÓRDAR STEFÁNSSONAR
frá Vestmannaeyjum,
Skarphéðinsgötu 20, Reykjavík.
Born og tengdabórn.
t
Þökkum samúö og vinsemd viö fráfall
SIGRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR,
Hringbraut 81.
Systur og aörir vandamenn.
Hátiðarguðsþjónusta verður á
morgun i Nýju postulakirkjunni
i Reykjavik og hefst hún kl. 11
f.h. Aðalprédikari að þessu sinni
er sr. Alberg Loschnig frá Kan-
ada og með honum þjónar prest-
ur Nýju postulakirkjunnar hér á
landi, sr. Lennart Hedin.
Nú er liðið rúmlega eitt og hálft
ár frá því Nýja postulakirkjan hóf
starfsemi sína hér á landi og er
aðsetur hennar að Háaleitisbraut
58—60. Hefur sr. Lennart Hedin
og fjölskylda hans staðið fyrir
starfi kirkjunnar og kynningu hér.
Hreyfing sú, sem Nýja postula-
kirkjan er sprottin af, hófst í
Skotlandi og Énglandi um 1830. í
frétt frá Nýju postulakirkjunni
segir að aðalhvatinn að stofnun
hreyfingarinnar hafi verið þrá
trúaðs fólks eftir leiðsögn heilags
anda, trúin á nálæga endurkomu
Krists og endurreisn postuladóms
innan kirkjunnar, að hætti hinnar
fyrstu kristni. Mikil áherzla sé
lögð á samhjálp, bræðralag og
kærleika í öllum mannlegum sam-
skiptum.
Frá Bretlandi barst hreyfingin
til Þýzkalands og varð þar hin
eiginlega Nýja postulakirkja til
skömmu eftir 1860. Hefur kirkjan
síðan breiðzt út um heim, einkum
hin síðari ár. Nýlega er komið út á
íslenzku kynningarrit um trúar-
kenningar Nýju postulakirkjunn-
ar, en þar er leitazt við að svara
spurningum um hlutverk hennar í
heimi nútímans.