Morgunblaðið - 22.11.1980, Page 44

Morgunblaðið - 22.11.1980, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980 HÖGNI HREKKVÍSI '!-7 © 1980 MrNausht Synd . Inc. „'Eé HEí-D A€> BOLEAN þ(N 6Íf OF ÓT5RK' así er... ... að hjálpa henni við að taka niður gluggatjöldin. TM Reg U S Pat Off — all rights reserved ®1977 Los Angeles Times Ég reyni nú að sleppa við eldamennsku konunnar minn- ar, eins oft og ég mögulega get! Við verðum að fara á hótel, þvi nú fær sú gamla grátkast! Menntaskólinn á Ísafirði. Skattamál unglinga: Hægt að láta vita af þessu fyrirf ram Velvakanda hafa borist nokkrir pistlar frá „óánægðum og blásnauðum menntskæling- um“ á ísafirði með formála eftir fjóra fulltrúa þeirra. Hér kemur formálinn og á eftir einn af pistlum þessum: e Hér með viljum við koma á framfæri áliti okkar á skatta- álagningu barna, sem mikið hefur verið rædd undanfarnar vikur ekki síður hér fyrir vestan en annars staðar á landinu. Við nemendur 1. bekkjar Mennta- skólans á Isafirði vonum að fleiri séu sammála okkur um þessi mál. F.h. 1. A/B Guðbjörg A. Árnadóttir, Helena Einarsdóttir, Gerður Gísladóttir, Haraldur Júlíusson. Auðvitað á enginn peninga Hulda Rós, 1. B. skrifar: „Það sem mest hefur verið rætt undanfarið í fjölmiðlum eru skattamál barna og ungl- inga. Það hefur komið fram að þessir skattar eru 11,5%. Og einnig hefur komið fram að unglingar fá senda tilkynningu um skattana eftir að þeir eru byrjaðir í skóla. Mér finnst mjög mikið óréttlæti að láta okkur borga svona mikið, því að við getum aðeins unnið í þrjá til fjóra mánuði á sumrin og þurf- um svo að lifa á því allan veturinn. Og auðvitað á enginn peninga tl að borga skattana og þá lendir það bara á foreldrum að borga þetta. Sagt að ísland sé svo bágstatt Mér finnst alveg furðulegt, að það skuli vera hægt að hækka skattaálagningu um meira en helming, eða úr 5% í 11,5%, án þess að nokkur mótmæli. Og svo er sagt, að ísland sé svo bág- statt, að það megi ekki við því að lækka þessa skatta, en þessir barnaskattar eru alls um 420 milljónir króna. En sé ísland svona fátækt, að það verði að leggja þessa skatta á unglinga, þá er a.m.k. hægt að láta vita af því fyrirfram, svo að það sé hægt að leggja til hliðar af kaupinu, og mér finnst, að það sé ekki hægt að ætlast til að við borgum þetta á tveim mánuð- Krummi skrifar 19. nóv.: Ég skora á háttvirt Alþingi að semja nú þegar lög sem kveða á um að fólk sem komið er yfir áttrætt verði skattfrjálst þó að það hafi einhverjar tekjur. Æskilegt þætti mér að fyrrver- andi forsætisráðherra, Benedikt Gröndal, eða einhver flokks- Listhæfi- leiki verð- ur ekki keyptur Guðmundur Hermannsson skrifar: „Mig langar til að láta í ljós- ánægju mína með fróðlegan og skemmtilegan þátt Vöku í gær- kvöldi. Það var auðheyrt á fólkinu á götunni að það talaði frá hjartanu um álit sitt og smekk á hvað væri list. Eitthvað virtist stjórnandi þáttarins telja skýringu listfræðings á mynd- um Svavars Guðnasonar vafa sama þegar spurt var um áiit hans persónulega. Skyldi stjórn- andi hafa búist við tvenns konar skoðunum hjá sama manni eða var hann eins og ég á því að þarna væri á ferðinni dæmi um nýju fötin keisarans? Snobb og mennta- hroki á ferð? Þá kom fram hjá öðrum fræðingi að það þyrfti stimpil úr skóla til að mála mynd, sem teljast ætti listaverk. Hvaðan skyldi Bólu-Hjálmar hafa haft próf? Eða var hann ekki lista- maður? Er ekki snobb og menntahroki hér á ferð? Ef það er ekki list að mála mynd sem líkir eftir náttúrufegurð og öðr- um raunveruleika, er það þá ekki rithöfundur sem ritar ævi- sögu eða segir frá sönnum viðburðum? Ég held að óhætt sé að fullyrða að listhæfileiki verð- ur ekki keyptur af kennurum í skóla, þó að nám sé gott, frekar en gáfur handa menntamönn- um. Eru ekki mýmörg dæmi hjá okkur íslendingum í gegnum tíðina um að okkar eftirminni- legustu menn hafi haft litla skólagöngu, og á það ekki eins við um marga listamenn?" bræðra hans á þingi bæru fram tillögu að þessum lögum. í trausti þess að allir alþingis- menn, í hvaða flokki sem þeir eru, standi einhuga á þessum lögum, óska ég hinu háa alþingi gleði- legra jóla og nýárs. Guð veri með ykkur öllum." um. Fólk yfir áttrætt verði skattfrjálst Ég var bara að horfa á hana því hún minnir mig á hana ömmu mína sálugu, sem alltaf gekk dökkklædd! Orstutt dæmisaga 1506-6520 og 6255-6404 skrifa: „Kæri Velvakandi. Vér ritum þetta bréf í trausti þess að það verði birt, því að hér er á ferðinni stóralvarlegt mál. Það snýst einkum og sér í lagi um „leiktækjasal" nokkurn, sem ber nafnið Vegas. Þessi hola er að vorum dómi spillandi, bæði heilsufars- og siðferðilega séð. Þessa fullyrðingu rökstyðjum vér með dæmisögu einni um óþægilega reynslu vora á staðn- um sem fleiri samborgurum vor- um er líklega kunn. Ömurleg sjón Föstudagsdvöld nokkurt vor- um vér á gangi á Laugavegi. Þegar að „leiktækjasalnum" kom datt oss í hug (sökum reynslu- leysis) að líta inn. Þegar þangað kom blasti við oss ömurleg sjón, þar sem allt var þarna í hinni mestu vanhirðu. Inni í salnum var töluverður fjöldi jafnaldra vorra. Ymist voru þeir útúr- drukknir, slangrandi fram og aftur, stjarfir fyrir framan kúlu- spil eða í krampateygjum horf- andi á gjörtapað spil. Vér létum þessa óreiðu ekki á oss fá og héldum ótrauðir til gjaldkerans, þar sem vér skiptum 300 íslensk- um krónum í 50 centa peninga (ólöglegt?) sem ætlast var til að notaðir væru í kassana. Áttum fótum f jör að launa Ekki var nóg með það, heldur var enginn áreiðanlegur starfs- maður til að sjá til þess að allt færi nú sómasamlega fram. Þeg- ar vér hugðumst hefja spilið vatt sér að oss einn spilasjúklinganna sem var fullur mjög og bauð oss, án sýnilegrar ástæðu, upp á handalögmál. Bættust fleiri slík- ir í hópinn og gerðust ærið ágengir. Málalyktir urðu þær að vér áttum fótum fjör að launa. Stjórnvöld taki í taumana Af þessari örstuttu dæmisögu má ljóst vera hve slæmt ástand- ið er þarna. Væri nú ráð að stjórnvöld tækju í taumana og byndu enda á þessa lágkúru. Ef slíkt reynist óframkvæmanlegt með öllu mælumst vér eindregið til þess að þau sjái sóma sinn í því að loka staðnum hið snar- asta. Með þökk fyrir birtinguna."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.