Morgunblaðið - 22.11.1980, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1980
• ÞorberKur Aðalsteinsson, stórskyttan í Víkinxi. er óánægður með
störf landsliðsþjálfarans.
eru mjög óánægðir með störf þjálfarans
„Jú það er rétt við Víkingar erum
mjög óánægðir með vinnubrögð
landsliðsþjálfarans og höfum
hugieitt að draga okkur út úr
landsliðshópnum. I>að er samt
ekki endanlega ákveðið, við ætl-
um að halda fund um málið.“
Þetta sagði handknattleiksmað-
urinn Þorbergur Aðalsteinsson
er Mbl. ræddi við hann í gærdag
og innti hann eftir þvi hvort
eitthvað væri hæít í þeim sögu-
sögnum að Vikingar myndu ekki
gefa kost á sér i landsiiðið i
vetur.
Þegar Þorbergur var spurður að
því hvað það væri sem Víkingar
væru helst óánægðir með sagði
hann. — Okkur finnst Hilmar
landsliðsþjálfari vera algjörlega
stefnulaus í uppbyggingu sinni.
Leikmenn ekki notaðir á réttum
stöðum og innáskiptingar eru allt-
of örar. Eg persónulega er mjög
óánægður hversu lítið ég fékk að
leika með í Noregi á Norðurlanda-
meistaramótinu. Útkoma okkar
þar var afar slök að mínu mati. Þá
snýr þetta mál líka að þjálfara
okkar í Víkingi, Bodan. Hann
hefur sagt við okkur að ef við
séum ekki notaðir á fullu í lands-
liðinu þá sé best fyrir okkur að
einbeita okkur að félagsliði okkar
og er það vel skiljanlegt. Það er
rétt að fram komi að við Víkingar
erum ánægðir með störf HSI,
óánægja okkar beinist eingöngu
að störfum landsliðsþjálfarans.
Margt fleira mætti segja um mál
þetta en það er best að það bíði
betri tíma og þangað til við höfum
tekið endanlega ákvörðun í málinu
sagði Þorbergur að lokum.
Að undanförnu hafa fjórir Vík-
ingar verið í landsliðinu í hand-
knattleik, þeir Þorbergur Aðal-
steinsson, Páll Björgvinsson, Ólaf-
ur Jónsson, sem hefur um nokkurt
skeið verið fyrirliði liðsins, og
Kristján Sigmundsson markvörð-
ur. Islenska landsliðið í hand-
knattleik á mikið og stórt verkefni
framundan þar sem B—keppnin í
handknattleik er í Frakklandi í
febrúar. Það er því slæmt ef
einhver ágreiningsefni eru að
koma upp á milli sumra leik-
manna í landsliðshópnum og
þjálfarans. Þau mál geta ekki
verið það stórvægileg að ekki sé
hægt að sætta þau. Hilmar
Björnsson er margreyndur þjálf-
ari með mikla reynslu og hann
hlýtur að vera að þreifa fyrir sér
með örum innáskiptingum og
fleiri tilraunum. Það má ekki
gleymast að sameinaðir stöndum
vér en sundraðir föllum vér og þar
sem heimsmeistarakeppni er
framundan þarf ísland á öllum
sínum bestu leikmönnum að
halda.
— ÞR.
KJARTAN Másson hefur verið
ráðinn knattspyrnuþjálfari ÍBV
fyrir næsta keppnistimabil.
Kjartan hefur verið aðstoðar-
þjálfari síðustu þrjú sumrin, en
þá hefur Viktor Ilelgason verið
við stjórnvöiinn. Kjartan þekkir
því vei til Eyjaliðsins og veit
öruggiega hvernig ná á því besta
út úr liðinu. — hkj.
Fundur
KEPPNI lauk í dönsku knatt-
spyrnunni um siðustu helgi og
var síðasta umferðin eftirminni-
leg fyrir ýmsar sakir. Þannig
æxiaðist, að KB og Næstved
áttust við i síðustu umferðinni.
en þar var um hreinan úrslitaleik
að ræða, þar sem þau deildu efsta
sætinu fram að siðustu umferð-
inni. KB nægði jafntefli, þar sem
markatala íiðsins var skárri.
Næstved varð hins vegar að
sigra. Og allt stefndi i öruggan
sigur Næstved, þegar þrjár mín
útur voru til leiksloka stóð 1—0.
En þá gerðist það. að maður að
nafni Hans Aabech sieit sig frá
„yfirfrakka“ sínum og skallaði
knöttinn glæsilega í netið hjá
Næstved. Jafnteflið var tryggt og
Aabech steig villtan sigurdans
ásamt félögum sínum í leikslok.
Ferill þessa manns hefur verið
nokkuð furðulegur og skal hér að
nokkru rakinn.
Hann hóf ekki að leika knatt-
spyrnu fyrr en hann var 19 ára.
Fyrir vikið hefur hann aldrei þótt
leikinn, en markheppinn hins veg-
ar með afbrigðum. Hann lék með
Hvidovre og stóð sig frábærlega.
Eftir besta keppnistímabilið, 1973,
gerðist hann atvinnumaður hjá
FC Brugge. En það átti ekki við
hann og hann hætti eftir tæpt ár.
Hann fór þó ekki heim, heldur
dvaldist í 6 ár í Belgíu, gifti sig og
fleira. Síðan kom hann heim og
fór fljótlega að reyna fyrir sér hjá
dönskum liðum. Eðlilega lá leiðin
fyrst til Hvidovre, en ekkert gekk.
Var Aabech farinn að leika með
liði í 6. deild, er hann fékk þá
hugdettu að sækja um vinnu hjá
KB. Var hann síðan ráðinn sem
vallarstarfsmaður hjá KB! Fljót-
lega fór hann að æfa með liðinu og
gerði slíka lukku, að hann var
kominn í aðallið KB áður en langt
um leið. A siðasta keppnistímabili
gerði hann sér lítið fyrir og
skoraði 19 mörk í deildarkeppn-
inni og var markhæstur. Mörk
hans voru ekki síst úrslitaþáttur-
inn sem færði KB Danmerkur-
meistaratitilinn.
Þrátt fyrir velgengnina, er Aab-
ech sem fyrr vallarstarfsmaður
hjá KB. Aabech erfði „baróns"-
nafnbót frá föður sínum og varla
eru margir barónar nú til dags
starfandi verkamenn. En Aabech
er hreint sama um allt slíkt og
segist aldrei hafa lifað betri daga
en þá sem nýloknir eru. „Mér
hefur gengið prýðilega að sameina
titlana," segir Aabech.
Daniel Pasarella, fyrirliði argentínska landsliðsins í knattspyrnu,
þykir vera með grófari knattspyrnumönnum sem fram hafa komið.
Eigi alls fyrir löngu ræddi blaðamaður nokkur mjög opinskátt við
Pasarella og spurði hann meðal annars hvort hann liti á sjálfan sig
sem grófan leikmann. Sumt af því sem Pasarella missti út úr sér við
þetta tækifæri var skrautlegt, en hann sagði m.a:
— Sko, ég þykist ekki vera
engill með geislabaug. Ég er ekki
grófari en næsti maður. Hins
vegar gerist margt í knattspyrnu-
leik og margt af því er best gleymt
en ekki geymt. Eg skil ekki í þeim
sem kveina er þeir meiða sig,
aldrei hef ég kveinað. Og ég hef
aðeins verið rekinn út af fjórum
sinnum á sex ára ferli mínum hjá
River Plate. Það segir meira en
mörg orð.
Nei, ég er bara fastur fyrir og
ekkert annað. Að vísu er nauðsyn-
legt að sparka öðru hvoru í
framherja til þess að þeir beri
tilhlýðilega virðingu fyrir
manni(!). Fólk er alltaf að klifa á
því hvernig ég braut á Neeskens í
úrslitaleiknum á HM. En næstum
allir Argentínumenn hefðu gert
það sama. Þá geta menn ekki
gleymt og spyrja mig alltaf hvers
vegna ég barði Kevin Keagan. Ég
barði hann alls ekki, ég bara
snerti hann tvisvar eða þrisvar(!).
Menn mega ekki gleyma því að
afbrot eru eitt af helstu vopnum
varnarmanna, stór þáttur í úr-
ræðasafni þeirra. Ef einhver á
borð við Rene Houseman eða
Diego Maradona kemur æðandi að
mér með knöttinn við fæturna,
hugsa ég ekki um að taka af þeim
knöttinn, ég einbeiti mér að því að
stöðva manninn með öllum tiltæk-
um ráðum.
Helmingur allra leikmanna í
Suður-Ameríku fer í návígi með
takkana á lofti. Knattspyrnumenn
í Evrópu fara hins vegar löglega í
slík návígi. Þá spyr fólk hvers
vegna við gerum þetta og hvers
vegna við reynum á þennan hátt
að slasa mótherjana. Sannleikur-
inn er hins vegar sá, að það er
engin leið að vita hvort maður
meiðir mótherjann(!).
Ekki verður annað sagt, en að
sum tilsvör kappans séu skrautleg,
en hann klikkir út með eftirfar-
andi orðum: — Jæja, ég vil ekki
tala meira um þetta, ég nýt
virðingar meðal almennings um
heim allan, en heima í Argentínu
segja allir að ég sé grófur og
hættulegur.
• Sköllótti baróninn, Ilans Aabech, sprautar kampavíni yfir sig að
loknum leik KB og Næstved.
SUNNUDAGINN 23. nóvember
1980 heldur Dómaranefnd KKÍ
fund í Vogaskóla, Reykjavik.
Fundurinn verður kl. 10.00 f.h. Á
þessum fundi verða ræddar
helstu breytingar, sem orðið hafa
á reglunum siðasta árið. Nefndin
vill hvetja alla dómara í körfu-
knattleik til að mæta og fundur-
inn er opinn öll aðilum sem vilja
kynna sér reglurnar og túlkanir
á þeim. Það væri æskilegt að
þjálfarar liða mættu sem flestir.
• Pasarella þykir oft
•rrófur leikmaður.
Draga Vikingar sig
út úr landsliðinu
Sköllótti baróninn
færði KB titilinn
Kjartan
þjálfar
„Ég barði hann ekki
bara snerti hann"